Morgunblaðið - 11.01.1975, Síða 32
LAUGARDAGUR 11. JANÍJAR 1975
nUGIV5ll1CIIR
cg, ^.22480
HUGIVSinGnR
^L*-»22480
Skipverjar á Mánafossi áttu smyglið
Angi af enn stærra smyglmáli
Starfsmaður
tollgæzlunnar
kemur plast-
brúsunum með
spfranum fyrir í
geymslu f Toll-
stöðinni. Ljðsm.
Mbl. Sv. Þorm.
„Loðnan er að lyfta
sér í breiðfylkingu”
Rætt við Jakob fiskifræðing á Arna Friðrikssyni út af Langanesi
„HtJN hefur staðið anzi djúpt
núna loðnan," sagði Jakob
Jakobsson fiskifræðingur á Arna
Friðrikssyni um kl. 22.00 f gær-
kvöldi þegar við töluðum við
hann þar sem Árni var staddur
um 60 mílur út af Langanesi i
loðnuleitinni. „En þetta eru
ágætis torfur hérna,“ hélt hann
áfram, „og mikið torfusvæði. Hún
virðist ætla að koma í breiðfylk-
ingu. Börkur frá Neskaupstað er
tilbúinn hérna að kasta, en hann
hefur ekki fengið færi ennþá.
Torfurnar standa mun dýpra nú
en s.l. nætur. Þá kom loðnan upp
á 15—20 faðma, en nú stendur
hún á 40 föðmum. Börkur ætlar
að kasta á hana á 25—30 föðmum,
svo maður vonar bara að hún fari
að hækka sig. Það er dálítil ferð á
henni, en hérna er bliðuveður og
bærist ekki hár á höfði.
Mér sýnist nú á mælunum hjá
okkur núna að hún sé eitthvað að
byrja að lyfta sér, þetta er líflegt
og margar torfur. Það er mikill
hávaði í asdikinu hjá okkur eins
og þú heyrir ugglaust, þetta eru
voða flennur. Við vorum í gær
austur af Langanesinu, en nú
Framhald á bls. 18
TOLLVERÐIR í Reykjavík fundu í gær nokkra plastbrúsa fulla af
96% spfra á reki undan Gróttu. Telst tollgæzlunni til, að magnið sé
2—300 lítrar. Skipverjar á Mánafossi hafa viðurkennt, að hafa hent
brúsunum útbyrðis nokkru áður en skipið kom til hafnar í fyrradag.
Hafa 4 menn verið úrskurðaðir i gæzluvarðhald á meðan rannsókn
málsins fer fram. Söluverðmæti þessa magns mun vera rúm milljón.
Þetta smyglmál er angi enn stærra máls, sem lögreglan í Keflavík,
Keflavíkurflugvelli og rannsóknarlögreglan f Reykjavfk hafa unnið að
á undanförnum dögum. Þeir, sem annast rannsókn málsins, vilja á
þessu stigi ekkert tjá sig um það, en Morgunblaðið hefur það eftir
áreiðanlegum heimildum, að hér sé um vel skipulagðan smyglhring að
ræða og nái starfsemi hans eitthvað aftur í tímann. Lögreglan f
Keflavfk mun hafa komizt á snoðir um smygl þetta þegar hún vann að
Geirfinnsmálinu. Engar ábyggilegar tölur hafa verið útgefnar, en talið
er, að aðallega sé um spfra að ræða og skipti magnið jafnvel þúsundum
lftra og söluverðmætið skiptir miiljónum.
Mánafoss kom til hafnar í
Reykjavík klukkan 15,30 á
fimmtudaginn og var skipið að
koma frá Hamborg og Rotterdam.
Strax og skipið hafði lagzt að
bryggju voru nokkrir skipverjar
Bensín
hækkar
um 2 kr.
BENStN hækkar f dag um
tvær krónur lftrinn, eða úr 49
kr. f 51 kr. Þá hækkar gasolfa
úr 17 kr. Iftrinn f 19,80 kr.
Að sögn verðlagsstjóra,
Georgs Ólafssonar, er þessi
hækkun vegna verðhækkana
erlendis, en hluti af hækkun-
inni fer f að borga upp skuldir
innkaupajöfnunarsjóðs, sem
hefur safnað skuldum að und-
anförnu vegna þess að verðið
hefur verið of lágt á bensfni og
gasolfu.
teknir til yfirheyrslu, og viður-
kenndu þeir að hafa hent um-
ræddu magni af spíra í sjóinn
nokkru áður en skipið kom til
hafnar. Fóru tollverðir í fyrra-
kvöld út f Faxaflóa á hafnsögubát
útbúnum Ijóskösturum og leituðu
að spiranum, en vegna myrkurs
varð leitin þá árangurslaus. 1 birt-
ingu í gærmorgun héldu toll-
verðir svo að nýju til leitar á
tollbátnum Erni. Um kl. 12,30 sáu
tollverðirnir torkennilegan hlut á
reki skammt fyrir innan svo-
nefnda sexbauju, sem er norð-
vestur af Gróttu. Reyndust þetta
vera nokkrir plastbrúsar reyrðir
saman með neti og hafði þeim
verið lagt við stjóra. Var mátu-
lega mikill spíri í hverjum brúsa
þannig að þeir flutu vel.
Það kom fram í samtölum, sem
Mbl. átti í gær við starfsmenn
tollgæzlunnar, að þeir telja brýna
þörf á því að fá í sína þjónustu
nýjan tollbát. Tollgæzlan hefur
aðeins yfir að ráða einum slfkum
báti, Erni, er var smfðaður 1938
og því kominn vel til ára sinna og
úreltur að mörgu leyti. Telja þeir
það mikið atriði að tollgæzlan
eignist sem fyrst nýjan og full-
komin tollbát, en verkefni slíks
báts eru óteljandi mörg.
Tollgæzlan fískaði 2—300
lítra af sníra 1 Faxaflóa
„Kreppan aðeins á
síðum dagblaðanna’ ’
— segja kaupmenn og verzlunarstjórar
Mikið hefur verið rætt um yfirvofandi samdrátt f öllu atvinnulffi
þjóðarinnar á næstu mánuðum og margir hafa haft orð á þvf að
„kreppa" væri að skella á. 1 gær hringdum við f nokkrar verzlanir f
Reykjavfk og nágrenni og spurðum hvort farið væri að bera á
samdrætti f verzlun. Svörin, sem við fengum, komu okkur nokkuð á
óvart, þvf ekki einn einasti verzlunarstjóri hefur orðið var við veru-
legan samdrátt, eins og kemur f Ijós hér á eftir.
Guðmundur
í 2. sæti
Hastings, 10. jan. AP.
GUÐMUNDUR Sigurjónsson sigr-
aði unglingaheimsmeistarann
Anthony Miles frá Bretlandi í 12.
umferð skákmótsins f Hastings f
kvold.
Hann er nú með 7Vt vinning og í
öðru sæti ásamt Belyavsky en
Hort, Planinc og Vaganian eru
efstir og jafnir með 8 vinninga.
Framhald á bls. 18
Tveggja ára
á kvöldgöngu
Tveggja ára gömul Reykjavíkur-
mær brá undir sig betri fætinum
á 10. tímanum í gærkvöldi og
stalzt út frá heimili sínu klædd i
peysu og náttslopp og í stígvélum
var hún berfætt.
Sú litla á heima á Ránargöt-
unni, en laust fyrir kl. 22 i gær-
kvöldi fann leigubílstjóri hana
þar sem hún var á labbi á Ægis-
Framhald á bls. 18
„ÞAÐ má segja að húsgagnasalan
hafi verið óeðlilega mikil allt til
loka september, en þá fór hún að
minnka og jókst ekkert í kringum
jólin eins og oft er,“ sagði
Erlingur Hallsson í Híbýlaprýði.
Hann sagði einnig, að fyrstu döjg
unum í janúar værí vart treyst-
andi, en miklar breytingar væru
nú framundan í húsgangaverzlun-
um með tilkomu Efta-
samningsins, en menn yrðu að
vona, að salan héldist góð áfram.
Jón Þór Hjaltason i Bygginga-
vöruverzlun Kópavogs sagði, að
hjá þeim hefði verið mikið að
gera fyrri part ársins og árið í
heild hefði verið gott verzlunarár.
Ekki væri hægt að dæma sölu
þessa árs á fyrstu dögunum, þar
sem fólk væri alltaf lengi að taka
við sér eftir áramót. Eflaust ætti
sér nú stað einhver samdráttur,
en þá verzlun, sem nú væri, mætti
kalla „eðlilega verzlun".
Svavar Björnsson i Húsinu
sagði, að litið væri hægt að segja
um sölu ársins svona rétt i byrjun
janúar, en tiltölulega mikið hefði
verið að gera allt s.l. ár, reyndar
með smá sveiflum.
Nokkuð væri erfitt að segja
hvað salan hefði verið mikil, en
fólk þyrfti nú orðið margar krón-
ur, þótt hlutirnir væru ekki stór-
ir. Þrátt fyrir allt krepputal,
fyndu þeir lítið fyrir samdrætti
og kreppuna væri helzt að finna í
blöðunum. Menn væru að visu
misjafnlega svartsýnir, og drægi
það úr framkvæmdum.
Einar Þorsteinsson i Virkni h.f.
sagði að salan hefði farið stig-
vaxandi á árinu. Utlitið framund-
an væri gott og þeir hjá Virkni
væru hvergi smeykir.
I matardeild SS í Hafnarstræti
varð verzlunarstjórinn Markús
Sigurðsson fyrir svörum. Hann
sagði, að ekkert hefði borið á því
enn, að fólk drægi saman fínni
matarkaup og ættu þeir vart von á
Framhald á bls. 18