Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1975 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL TS 21190 21188 LOFTLEIÐIR FERÐABÍLAR h.f. Bilaleiga, simi 81260. Fólksbílar — stationbílar — sendibílar — hópferðabílar. Skuldabréf Tökum í umboðssölu: Veðdeildarbréf Fasteignatryggð bréf Ríkistryggð bréf Hjá okkur er miðstöð verðbréfa- viðskiptanna. STAKSTEINAR Vel í stakkinn búnir Magnús Kjartansson, fyrr- verandi ráðherra, lætur nú á ný til sfn taka f leiðurum Þjóðvilj- ans. Hann syngur að vfsu sama sönginn og skráðir ritstjórar blaðsins, en útsetning lagsins er önnur og tóngæðin meiri. Fróðlegt væri að fá frá hans hendi eins og einn leiðara um undirbúning málmblendiverk- smiðju í Hvaifirði, með sér- stöku tilliti til meðreiðarsveina hans, sem reyndust „meira en trúir og tryggir“, þ.e. Jónasar Árnasonar og Stefáns Jónsson- ar. En það var leiðari Þjóðvilj- ans f gær, sem ætlunin var að hyggja Iftillega að. Þar segir m.a.: „Við eigum vissulega við efnahagsörðugleika að etja, það höfum við löngum átt og þeir munu halda áfram að sækja okkur heim um ófyrir- sjáanlega framtfð. En við höf- um aldrei verið jafn vel í stakk- inn búnir til þess að takast á við efnahagsörðugleika og ein- mitt nú.“ Versnandi viðskiptakjör Versnandi viðskiptakjör þjóðarinnar, sem m.a. stafa af hækkandi verðlagi innfluttra afurða, ekki sfzt olfu, og lækkandi söluverðmæti út- flutningsafurða okkar, hafa sagt til sín í lífskjörum þjóðar- innar. Lækkun þjóðartekna, sem varð á sl. ári og er fyrir- sjáanleg enn f ár, þýðir, að það eru minni verðmæti tiltæk til skiptingar milli þjóðfélags- þegnanna. Það gilda nákvæm- lega sömu lögmál um tekjur og útgjöld þjóðarbúsins og hjá sérhverri f jölskyldu og einstak- lingi þjóðfélagsins, svo viðmið- un er hverju mannsbarni til- tæk. Rekstrarstöðvun helztu at- vinnuvega okkar, með tilheyr- andi atvinnuleysi, væri sár staðreynd f dag, án efnahags- ráðstafana núverandi ríkis- stjórnar, og sú hefur afleiðing efnahagskreppunnar orðið víða um lönd. Þetta sáu þeir Alþýðu- bandalagsmenn meðan þeir sátu f rfkisstjórn og stóðu að myndun nýrrar. Þá stóðu þeir að eða höfðu samþykkt flestír þær ráðstafanir, sem þeir for- dæma mest nú. 1 stjórnarand- stöðu setja þeir sjónaukann fyrir blinda augað og neita staðreyndum, sem hver fjöl- skylda f landinu hefur áþreifanlegar milli handanna í dag, þvf miður. Hitt er rétt, að erfiðleikarnir eru ekki óyfir- stfganlegir, ef rétt er á málum haldið og þjóðin kann sér hóf og lifir f samræmi við rfkjandi aðstæður, meðan rétt er úr kútnum. Framtíðarvelmegun Það ríður á miklu að gera sér glögga grein fyrir aðsteðjandi vanda. Líta á hann sem hvert annað viðfangsefni, sem taka þarf réttum tökum. Aðalatriðið er að tryggja vinnufrið, rekstraröryggi atvinnuveganna og atvinnu- og afkomuöryggi landsmanna. Sé rétt að málum staðið nú, bæði af aðilum vinnumarkaðarins og ríkisvald- inu, er hægt að tryggja raun- hæfar kjarabætur f sjáanlegri framtíð f stóraukinni verð- mætasköpun þjóðarbúsins. Útfærsla fiskveiðilögsögu, skynsamleg nýting fiskstofn- anna, fiskrækt f ám, vötnum og sjó, aukin nýting innlendra orkugjafa, vatnsorku og jarð- varma, uppbygging iðnaðar og stóriðju, er þá orku nýtti, og hagkvæm skipan landbúnaðar og úrvinnslu landbúnaðar- afurða eru allt möguleikar, sem eftir á að fullnýta. Og þeir undirstrika sannindi þeirra orð Magnúsar Kjartanssonar, að við erum betur f stakk búnir að mæta aðsteðjandi vanda en nokkru sinni fyrr en ýmsir aðr- ir — en því aðeins, að atvinnu- og efnahagslífi þjóðarinnar sé ekki siglt í strand. Það, sem lesa má milli Ifna f leiðara Magnúsar, segir þvf allt aðra sögu en þá, er Þjóðviljinn hefur haldið að mönnum undanfarið. Magnús Kjartansson hefur leiðara sinn á þessum lánsorð- um: „Myrkrið er manna fjandi/ meiðir það lff og sál,/ sfdimmt og sfþegjandi/ svo sem helvftis bál,/ gjörfullt með gys og tál.“ Þetta er verðugt upphaf á forystugrein f Þjóð- viljannm. En við skulum ekki gleyma þvf, að sól er að skýja- baki og handan efnahagsvand- ans margháttaðir möguleikar, sem bfða okkar, ef við rötum réttu leiðina til þeirra. — For- senda uppskerunnar er sáning- in. Sá, sem frækornin etur, ek- ur naumast korni f hlöðu. Fyrirgreiðsluskrifstofan C* ■ 1 * W * IStyrkir visinda- Austurstræti 14, w ^ ESrunds-°n sjóos auglýstir SKIPAUTGERÐ. KIKfSINS M/s Esia fer frá Reykjavik mánudaginn 27. þ. m. vestur um land i hringferð. Vörumóttaka: fimmtudag og föstudag til Vestfjarðahafna, Norðurfjarðar, Siglufjarðar, Ólafsfjarðar, Akureyrar, Húsa- víkur, Raufarhafnar, Þórshafnar, Bakkafjarðar, Vopnafjarðar og Borgarfjarðar eystra. AVERY ^ fyrir « alla vigtun Vogir fyrir: fiskvinnslustöðvar, kjötvinnslustöðvar, sláturhús, efnaverksmiðjur, vöruafgreiðslur, verzlanir, sjúkrahús, heilsugæzlustöðvar, iðnfyrirtæki, flugstöðvar. Ennfremur hafnarvogir, kranavogir og fl. Ólafur Gíslason & Co. h.f. Sundaborg, Reykjavík. Simi84800. Styrkir Vísindasjóðs árið 1975 hafa verið auglýstir lausir til um- sóknar, og er umsóknarfrestur til 1. marz. Sjóðurinn skiptist í tvær deild- ir: Raunvisindadeild og Hug- vísindadeild. Raunvísindadeild annast styrk- veitingar á sviði náttúruvísinda, þar með taldar eðlisfræði og kjarnorkuvísindi, efnafræði, stærðfræði, læknisfræði, líffræði, lífeðlisfræði, jarðfræði, jarðeðlis- fræði, dýrafræði, grasafræði, erfðafræði, búvísindi, fiskifræði, verkfræði og tæknifræði. Hugvísindadeild annast styrk- veitingar á sviði sagnfræði, bók- menntafræði, málvísinda, félags- fræði, lögfræði, hagfræði, heim- speki, guðfræði, sálfræði og uppeldisfræði. Hlutverk Vísindasjóðs er að efla islenzkar vísindarannsóknir, og í þeim tilgangi styrkir hann: 1. Einstaklinga og vísindastofn- anir vegna tiltekinna rannsóknar- verkefna. 2. Kandídata sem vinna að til- teknum sérfræðilegum rannsókn- um. 3. Rannsóknarstofnanir til kaupa á tækjum, ritum eða til greiðslu á öðrum kostnaði i sam- bandi við starfsemi, er sjóðurinn styrkir. Umsóknareyðublöð, ásamt upp- lýsingum, fást hjá deildarritur- um, í skrifstofu Háskóla Islands og hjá sendiráðum lslands erlendis. Umsóknir skal senda deildarrit- urum, eða i pósthólf Vísindasjóðs nr. 609. Deildarritarar eru Guðmundur Arnlaugsson rektor, fyrir Raun- vísindadeild, og Bjarni Vilhjálms- son þjóðskjalavörður, fyrir Hug- visindadeild. & STJÓRNUNARFÉLAG ÍSLANDS Er bókhaldið í lagi? Vegna mikillar þátttöku verður námskeið i bókfærslu endurtekið 3., 4., 5. og 6. febrúar n.k. Námskeiðið hefst kl. 13:30 alla dagana og stendur yfir til kl. 19:00. Fjallað verður um sjóðbókarfærslur, dagbókarfærslur, færslur í við- skiptamannabækur og vixlabækur, uppgjör fyrirtækja. Rædd verða ýmis ákvæði bókhaldslaganna. Með námskeiðinu er stefnt að þvi, að þátttakendur geti sjálfir fært bókhald og búið það i hendur endurskoðendum. Hér er þvi um tilvalið tækifæri fyrir konur, sem vildu hjálpa mönnum sinum við rekstur fyrirtækis, eða menn sem vildu aðstoða konur sínar við rekstur. Námskeiðið fer fram i húsakynnum Bankantannáskólans, Laugavegi 103. Leiðbeinandi er Kristján Aðalsteinsson viðskiptafræðingur. Framleiðslustjórnun Námskeið í framleiðslustjórnun verður’báldíð 27—30. janúar, i húsnæði Bankamannasilans, Laugavegi 1 03. Á námskeiðinu verður gefið yfir- lit yfir öll meginatriði fram- leiðslustarfseminnar, en sérstök áhersla verður lögð á vinnurann- sóknir, launakerfi og verksmiðju- skipulagniftgu. Námskeiðið hefst mánud. 27. jan. og stendur i fjóra daga kl. 13:30—«19:00. Aðalleiðbein- andi verður Helgi G. Þórðarson verkfræðingur. Gæðastýring. Námskeið i gæðastýringu verður haldið 31. jan. — 1. febr. n.k. i húsakynnum Bankamannaskólans, Laugavegi 103. Á námskeiðinu verður fjallað um hugtakið gæði og merkingu þess, markmið með gæðastýringu, gildi gæða og kostnað við gæðaeftirlit. Ennfremur hönnunargæði, framleiðslugæði, sölu- og þjónustugæði, gæðaeftirlit með tölfræðilegum aðferðum, úrtak og óvissu, aðgerðar- rannsóknir og gæðastýringu. Námskeiðið stendur yfir föstudaginn 31 janúár kí. 13:30—19:00 og laugaraginn 1. febrúar kl. 9:00—12:00. Leiðbeinandi er Halldór Friðgeirsson verkfræðingur. Frumatriði rekstrarhagfræði. haldið Námskeið í frumatriðum rekstrarhagfræðinnar verður 27.—30. jan. n.k. að Skipholti 37. M.a. verður fjallað um kostnaðarfræði, eftirspurnarráða, söluráða, markaðsform, ákvarðanir um verð og magn, vandamál kostnaðar- tengsla við fjölvöruframleiðslu og megindræuLrekstrarbókhalds. Námskeiðíð hefst kl. 13:30 alla dagana og stendur yfir til kl. 19:00. Leiðbeinandi er Brynjólfur Sigurðsson lektor, Nánari upplýsingar og þátttökutilkynningar í síma 82930. AUKIN ÞEKKING ARÐVÆNLEGRI REKSTUR -SfGtföND

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.