Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.01.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1975 Högni Torfason: Á sl. hausti blossuðu upp mikl- ar deilur vegna rækjuveiða í Húnaflóa. Þær deilur hafa af ýms um verið hafðar í flimtingum og talað um „rækjustríð", „Flóabar- daga“, og annað í svipuðum tón. Fólkinu, sem býr við Húnaflóa og á afkomu sína að Verulegu leyti undir rækjuveiðunum og tilhög- un þeirra, eru þetta engin gaman- mál. Það veit, að hér er um lífsaf- komu þess að tefla. Sumir virðast telja farsælustu leiðina til að leysa þessa deílu að skrifa um hana i blöðin, og ber þar einna mest á skrifum Harðar Einarssonar lögfræðings hér í Mbl. 7. des. og 9. jan. sl. Skal engan undra þótt hann skrifi mik- ið um málið, þvi að hann og laga- bróðir hans hér í Rvík. eru að vissu leyti kveikjan að þessari deilu. Greinar Harðar mótast af tvennum viðhorfum; hugsjónum og hagsmunum. Hann snýr bar- áttu sinni fyrir hagsmunum fyrir- tækis þeirra félaga upp í hug- sjónabaráttu, þar sem Sjálfstæðis- flokkurinn á að vera sá bjarg- hringur, sem heldur hagsmunum þeirra á floti. Ánægjulegt er þeg- ar hugsjónir og hagsmunir fara saman, ekki sízt ef hugsjónabar- áttan kynni að létta undir í hags- munabaráttunni. Áður en lengra er haldið vil ég geta þess, að um nokkurra ára bil starfaði ég á vegum Sjálfstæðis- flokksins I Vestfjarðakjördæmi og átti þess góðan kost að kynnast högum fólks i kjördæminu öllu. Á þeim árum starfaði ég einnig öðr- um þræði í þágu Smábátafélags- ins Hugins á Isafirði, félags eig- enda rækjubáta við Djúp, og hlaut þar dágóða þekkingu á þeim atvinnuvegi. Hugsjönabarátta Harðar í greinum Harðar reynir hann að flækja Sjálfstæðisflokkinn í þessa deilu í Húnaflóa og lætur sem þetta sé eitthvert flokksmál, sem forystan verði að leysa. Sum- ir telja sig ,,eiga“ Sjálfstæðis- flokkinn, og er þetta gott dæmi um slíka menn, sem virðast líta á hann sem einhverja unghænu, sem leita eigi til ef eitthvað bjátar á. í grein sinni 7. des. rær HE á djúpmið íslandssögunnar og tinir til dæmi frá einokunartímunum, talar um höft og takmarkanir, sem settar hafa verið atvinnu- rekstri fyrr á tímum, en koma lítið við viðhorfum og vandamál- um líðandi stundar. Hann gerir litið til að sækja eða verja mál sitt eftir verðléikum þess, en vitnar í þess stað til ýmissa látinna for- ystumanna Sjálfstæðisflokksins um almenn stefnuatriði flokksins, sem eiga að vera máli hans til framdráttar. Sjálfstæðisflokkurinn hefur ævinlega verið trúr þeirri grund- vallarstefnu sinni að efla framtak einstaklingsins og athafnafrelsi, en hefur og verður engu að síður að fallast á ýmsar hömlur og skerðingu á því frelsi þegar ríkis- valdið verður að hafa forsjá fyrir þjóðinni og láta þjóðarhag sitja í fyrirrúmi fyrir hag einstakling- anna. Dæmin um slíkar hömlur eru svo mýmörg, að ástæðulaust er að rifja einhver þeirra upp hér. Því ætti HE ekki að koma það á óvart þótt sjávarútvegsráðuneyt- ið, jafnvel undir forsæti sjálf- stæðismanns, setji ákvæði á sínu verksviði, sem að einhverju leyti skerða athafnafrelsi manna. Slík- ar takmarkanir hafa verið næsa algengar í rækjuveiðunum und- anfarna áratugi. En Hörður Einarsson sættir sig ekki við slíkt og tekur því það fangaráð, að leita ásjár hjá Sjálf- stæðisflokknum og fá inni hjá helzta málgagni hans til taum- lausra árása á einn ráðherra flokksiná. Þarf víst langt að leita til að finna dæmi um svo svæsnar árásir flokksmanna á ráðherra flokks síns. Hörður gengur svo langt, að h^rin jafnar aðgerðum sjávarút- vegsráðuneytisins við aðfarir ein- okunarverzlunarinnar illræmdu og meðferðina á Hólmfasti Guð- mundssyni, og telur víst líkt á komið með sér og Hólmfasti. Písl- arvætti Harðar er þó ekki full- komnað. Hólmfastur var hýddur. í fyrri grein sinni þyrlar HE upp moldviðri um kjarna deilunn- ar og gerir sitt ýtrasta til að rugla menn í ríminu með löngu fjasi um grundvallarstefnu Sjálfstæðis- flokksins, þannig að ókunnugir vita hvorki upp né niður að lokn- um lestri greinarinnar, út af hverju striðið var. Má furðu gegna að maður, sem gegnt hefur ábyrgðarmikilli trún- aðarstöðu í þágu Sjálfstæðis- flokksins hér í Reykjavík skuli leyfa sér að efna til illvígrar deilu og árása á ráðherra, þingmenn og forystu flokksins af ekki meira tilefni en því, sem hér um ræðir. Ég og ýmsir fleiri sjálfstæðis- menn kunnum því illa ef einstök- um mönnum innan flokksins á að líðast slík moldvörpustarfsemi átölulaust. í siðari grein sinni 9. jan. held- ur HE áfram aðför sinni að sjáv- arútvegsráðherra, öðrum ráðherr- um flokksins, einstökum þing- mönnum og ráðamönnum flokks- ins. Önefndum þingmanni sendir hann tóninn fyrir að hafa stutt frumvarp ríkisstjórnarinnar um nýskipan mála við rækju- og skel- fiskveiðar. Hann vísar til þessara orða manns, sem ritaði um þessa deilu hér i Mbl.: „Rikisstjórnin í heild stendur samábyrg fyrir því, sem gert var.“ Ætla verður að frumvarp, sem ríkisstjórnin ber fram, njóti stuðnings ráðherra hennar, enda hefur ekki annað komið fram. En þannig horfir málið ekki við frá sjónarhóli HE. Hann hnýtir þessari smekkleysu aftan við hin tilvitnuðu orð: „ ... meðráðherrar sjávarútvegsráð- herra hafa ekki enn játað eða neitað þessum áburði. (Leturbr. HT). En mjög kæmi mér það á óvart, ef það ætti eftir að koma I ljós, að öllum ráðherrunum I rík- isstjórninni hugnuðust jafn vel aðfarir sjávarútvegsráðherra." Augljóst er af næstu málsgrein til hvers HE ætlast af ráðherrum og þingmönnum Sjálfstæðis- flokksins. Hann segir orðrétt: „Hitt er svo auðvitað rétt, að sjáv- arútvegsráðherra ber ekki einn ábyrgð á gerðum sínum. Pólitíska og að nokkru leyti stjórnskipu- lega ábyrgð á verkum hans ber sá þingflokkur, sem hefur valið hann til ráðherrastarfa og forsæt- isráðherra." og síðar I sama kafla: „ ... forsætisráðherra og aórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins verða að gera sér grein fyrir því, að úrslitaráðin eru f þeirra hendi, (Leturbr. HT) því að einn ráð- herra getur aldrei gengió lengra heldur en þeir, sem á honum bera ábyrgð, vilja hleypa honum.“ Fyrirmæli HE til forystuliðs Sjálfstæðisflokksins í þessum orð- um verða ekki misskilin. Hags- munabarátta þeirra lagabræðr- anna við Húnaflóa skal kosta það, að flokkurinn losi sig við þennan ráðherra. Það er synd að Hörður Einarsson skuli ekki enn vera for- maður Fulltrúaráðs sjálfstæðisfé- laganna í Reykjavík. Ella hefði vafalaust mátt nota þá aðstöðu til þess að ganga á milli bols og höf- uðs á núverandi sjávarútvegsráð- herra. Einn kaflinn í ritsmíð HE 9. jan. ber fyrirsögnina: Einokunar- njótendur þakka fyrir sig. Þar fá ýmsir sitt lítið af hverju. Sveitar- stjórnarmenn eru bornir sökum fyrir að hafa látið kalla sig odd- vita (sem þeir eru) og einn fyrir að hafa látið kalla sig formann verkalýðsfélags (sem hann er). Þeirra glæpur, að dómi HE, er að „segja þó aðeins hálfan sannleik- ann,“ þar sem þeir séu einnig hluthafar í rækjuvinnslu við Húnaflóa. Venjulegu fólki kemur ekkert spánskt fyrir sjónir og tel- ur ekki ámælisvert þótt forystu- menn í félagsmálum í fámennum byggðarlögum séu einnig framar- lega í athafnalifinu. Þeirra sök er ekki meiri en Harðar sjálfs, sem „segir þó aðeins hálfan sannleik- ann“ þegar hann lætur titla sig lögfræðing, en er þó um leið hlut- hafi í rækjuvinnslu. Auðvitað er meginsök umræddra manna sú, þó að það komi ekki fram hjá HE, að þeir studdu sjónarmið sjávar- útvegsráðherra i skrifum sinum. Tvær næstu málsgreinar í um- ræddum kafla ritsmíðar Harðar vekja efasemdir um gagnsemi kennslu lagadeildar Háskólans í rökfræði. Þar reynir hann að gera marklaust og tortryggilegt ávarp, sem kaupfélagsstjórinn á Hólma- vik og fjölmargir aðrir undirrit- uðu, með því að tala um „kaupfé- lagið undir stjórn tengdamanns sjávarútvegsráðherra1'. Ókunnug- ir gætu haldið að hér væri maðk- ur í mysunni og HE ætlar sjávar- útvegsráðherra ekki mikil heil- indi f embættisfærslu. Kunnugir vita á hinn bóginn, að þeSsi glósa er svo langsótt, að með ólfkindum má heita að löglærður maður skuli beita slikum málflutningi, sem jaðrar við brot á velsæmi. Oddvitanum á Drangsnesi, Þóri Hauki Einarssyni skólastjóra, eru ekki vandaðar kveðjurnar. Hið rökfasta svar HE við ágætri grein Þóris Hauks hér i Mbl. er að velja honum háðsyrðið „Drangsnesmið- illinn," og jafna grein hans við miðilsbókina um jómfrú Ragn- heiði. Slíkur málflutningur er engum sæmandi, en ber «-s ngis vitni um rökþrot. Þessi árás á mætan og mikilvirkan félags- málamann, sem ber hagsmuni sins fámenna byggðarlags fyrir brjósti, er ómerkilegri en svo, að veita ætti henni rúm á síðum Mbl. Ég get svo upplýst HE um það, af því að Sjálfstæðisflokkurinn er hér á gómum, að Þórir Haukur Einarsson er sizt minni eða verri sjálfstæðismaður en sjálfur Hörð- ur Einarsson. í lok umrædds grejnarkafla fer HE verulega á kostum í rök- semdafærslu sinni, og grípur þar til samjöfnuðar sem um munar. Aðgerðir sjávarútvegsráðherra og skrif þeirra, sem stutt hafa sjón- armið hans, fá þessa makalausu einkunn:*Annars er þetta ekki í fyrsta skipti, sem valdhafi fær send þakkarávörp fyrir löglaus ofríkisverk, svo smekkleg sem slík ávörp eru. Ég man t.d. ekki betur en sovézki innrásarherinn f Tékkóslóvakfu 1968 hafi fengið þó nokkur þakkarávörp frá þeirr- ar þjóðar mönnum, sem ætluðu sér að njóta góðs af valdatöku hans.“ (Lesturbr. HT). Herra minn trúr! Svo mikilvæg- ir eru hagsmunir þeirra laga- bræðra við Húnaflóa, að jafna þarf stjórnarathöfnum sjávarút- vegsráðherra við eitt versta níð- ingsverk og þjóðarmorð, sem framið hefur verið á síðari árum. Hörður Einarsson talar um „löglaus ofríkisverk". Lögfræð- ingunum tveimur ætti ekki að verða skotaskuld úr því að fá úr- skurð um lögmæti aðgerða sjávar- útvegsráðuneytisins. En skyldu dómstólarnir taka mikið mark á þeirri röksemdafærslu, sem HE hefur beitt í þessum tveimur greinum sínum? Ætli væri ekki hollara að reyna að rifja upp eitt- hvað úr fræðunum í lagadeildinni þegar á þann vettvang kemur. Það er engin ný bóla að stjórn- arathafnir séu umdeildar og komi jafnvel til úrskurðar dómstól- anna. Nýlega fór opinber starfs- maður í mál vegna stjórnarat- hafnar menntamálaráðherra. Ekki minnist ég þess að hafa séð í málgagni þess ráðherra nein skrif eða flokkspólitískar árásir á ráð- herra af því tilefni. Hagsmunabaráttan Blönduós er ekki fyrsti staður- inn sem fær að kynnast áhuga þeirra lagabræðra á rækjuveið- um. Fyrir nokkrum árum hófu þeir samvinnu og nutu aðstöðu heimamanna á Bíldudal um rækjuvinnslu. Heimamenn áttu þá meirihluta í rekstrinum og það voru einmitt heimamenn, sem sköpuðu þeim félögum möguleika á að komast inn í þennan rekstur. En hvernig standa málin núna? Eru það ekki þeir lagabræður, sem hafa náð undir sig meirihluta í fyrirtækinu? Næst var hafizt handa i Kópa- vogi með rækjuvinnsluna Strönd hf., sem fékk eitthvað af rækju frá miðunum við Eldey. Þegar miðunum þar var lokað, fóru þeir að svipast um hvar hægt væri að koma fyrir tveimur rækjuvinnslu- vélum, sem þeir lagabræður leigja dýrum dómum frá Banda- rikjunum. Þeim var ljóst að góð veiði var I Húnaflóa og þá var að finna stað þar um slóðir og varð Blönduós fyrir valinu. Mér býður í grun að það hafi ekki verið af einni saman umhyggju fyrir vel- ferð íbúanna á Blönduósi eða framgangi byggðastefnunnar, að ákveðið var að koma þessum vél- um niður á Blönduósi. Það ’gefur auga leið, að þegar ekki er leyft að veiða nema tak- markaðan afla á tilteknu svæði, verður tilkoma nýrra vinnsluvéla til þess eins að skerða hlut þeirra, sem fyrir eru, og búa við ströng skilyrði og eftirlit Hafrannsókna- stofnunannnar. Stjórnvöld hafa á undanförnum árum tekið mark og mið af umsögn fiskifræðinga, og sett viðeigandi takmarkanir og hömlur, og er mér nær að haida að rækjuveífiimenn og vinnslu- stöðvar hafi einatt sætt sig við þær ákvarðanir, allt þar til þeir lagabræður komu til skjalanna við Húnaflóa. Leyfilegt aflamagn og skipting þess ræður úrslitum um afkomu flestra kauptúnanna við Húna- flóa. Skv. tölum HE i grein hans 9. jan. voru meðaltekjur þar árið 1973: Á Drangsnesi 572 þús. kr., Skagaströnd 549 þús., Blönduósi 548 þús., Hvammstanga 544 þús. og Hólmavík 533 þús. Þetta sýnir að afkoma er mjög svipuð á öllum þessum stöðum. En hvað sanna þessar tölur? Fyrst og fremst það, að framtelj- endur á Blönduósi hafa mjög á- þekkar tekjur og afkomumögu- leika og hin plássin við Húnaflóa, jafnvel þótt engin rækja hafi komið á land á Blönduósi umrætt ár. Rækjuvinnsla og útgerð á Blönduósi yrði því fyrst og fremst búbót og tekjuaukning á staðn- um, en skipti ekki sköpum um afkomu manna þar. Ljóst er, að með þeim takmörk- unum, sem eru á leyfðu afla- magni, bitnar dreifing aflans á fleiri staði fyrst og fremst á þeim sjávarplássum við Húnaflóa, sem búa við erfiðustu atvinnuskilyrð- in, og sízt mega við þvl að rýrðir séu afkomumöguleikar þeirra á þennan hátt. Um langan aldur hefur verið við mikla erfiðleika að stríða I atvinnulífi þorpanna við vestan- verðan Húnaflóa og nánast legið við landauðn. (Býst ég við að slíkt hið sama eigi við um Skagaströnd og Hvammstanga, þó að ég sé ekki eins staðkunnugur þar). Margar og miklar tilraunir hafa verið gerðar til þess að efla atvinnulíf á Hólmavík og Drangsnesi á mörg- um undanförnum árum, en þær hafa þvl miður ekki borið árang- ur. Það er ekki fyrr en rækjumið- in fundust í Húnaflóa, að þessi pláss taka að rétta við, og rækju- veiðarnar og vinnslan verið meg- inuppistaðan í atvinnulifinu. Ráðamönnum er því ekki láandi þótt þeir séu á verði um hagsmuni þessara staða. Nú í upphafi síðari hluta rækju- vertíðar i Húnaflóa er svo komið, að talið ér að lokið verði að veiða leyfilegt magn báta á Hólmavík og Drangsnesi snemma í næsta mánuði. Þá blasir ekki annað við en atvinnuleysi staðarbúa, svo háðir eru þeir rækjuveiðunum. Alkunnugt er, að allur fiskur er genginn úr Húnaflóa og bátar of litlir til að sækja á fjarlæg mið. En slík sjónarmið eru trúlega minna virði en nýting hinna rán- dýru vinnsluvéla, sem leigðar eru frá Bandaríkjunum. Hörður Einarsson talar mikið um byggðastefnu í málflutningi sinum, og ber að virða sérhverja heiðarlega viðleitni til að efla at- vinnulíf og bæta afkomu fólks í hinum dreifðu byggðum landsins, svo bezt að það skaði engan. En það vil ég segja Herði Einarssyni, að af löngum kynnum og sam- starfi við Matthías Bjarnason veit ég vel, að svo mikið hefur hann unnið að framgangi raunhæfrar byggðastefnu og eflingu atvinnu- lífsins I sínu kjördæmi og víðar, að þótt Hörður færi dagfari og náttfari allt frá Kópavogi um Bildudal, Blönduós og hringinn í kringum landið til rækjuvinnslu, myndi hann seint komast með tærnar þar sem Matthfas hefur hælana í eflingu byggðastefnunn- ar. Sem ég var að taka saman þessa grein, barst mér Mbl. i dag (18. jan.) Ég get ekki stillt mig um að vísa þar til ummæla Árna Bryn- jólfssonar í grein á bls. 2 um starfsemi aðkomuverktaka í Nes- kaupstað. Kveður hann hafa verið stefnu Fél. löggiltra rafverktaka að þegar um stórframkvæmdir væri að ræða ,, .. . fengju heima- menn veltuna í sínar hendur ... en ekki að láta einhverja utanað- komandi menn fleyta rjómann af kökunni og hlaupa síðan burt." Síðan er orðrétt haft eftir honum: „Þetta ættu Austfirðingar að muna frá því á sildarárunum, en þá komu aðkomumenn á fót alls konar rekstri og hlupu siðan i brott þegar hallaði undan fæti." Við skulum vona að svo fari ekki við Húnaflóa og að byggða- stefnunni sé vel borgið í höndum þeirra lagabræðra, hugsjónir ræt- ist og hagsmunir eflist. Með þökk fyrir birtinguna. Reykjavík, 18. jan. 1975. Högni Torfason. Hugsjónir og hagsmunir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.