Morgunblaðið - 22.01.1975, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 22.01.1975, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANÚAR 1975 19 Brynjólfur B. Melsted bóndi — Minning Saga okkar samtíðar er saman- tvinnuð úr fjölmörgum þáttum og er að mestu saga þeirra manna er saman dvelja hverju sinni og saman mynda hvert byggðarlag. Með tilveru sinni hér á jörð myndar hver persóna sinn þátt í þessari lífsins keðju, sterkan eða veikan eftir atvikum. Sagan er síbreytileg. Menn koma og fara. Nýir þættir myndast aðrir hverfa. Sterkur þáttur úr sögu Gnúp- verjahrepps og reyndar úr sögu uppsveita Árnessýslu er á enda runninn. Horfinn er af sjónar- sviðinu maður sem óneitanlega setti svip sinn á þessar sveitir siðustu áratugina, Brynjólfur Bjarnason Melsted, bóndi á Ból- stað og fyrrum vegaverkstjóri. Hann andaðist á Sjúkrahúsinu á Selfossi 17. des. s.l. og var jarð- settur frá Ólafsvallakirkju á Skeiðum 27. s.m. Brynjólfur var fæddur 2. júli 1889 að Miðengi i Grímsnesi. Foreldrar hans voru Þórunn Guðmundsdóttir, fædd og uppalin i Miðengi og Bjarni Jónsson Mel- sted, prests í Klausturhólum, og Stéinunnar Bjarnad. Thoraren- sens skálds og amtmanns. Brynjólfur var elstur 11 systkina. Atta komust upp en þrjú dóu á unga aldri. Arið 1890 flutti Brynjólfur með foreldrum sínum að Framnesi á Skeiðum. En þar bjuggu þau allan sinn búskap. Á þeim árum var aðstaðan nokkuð önnur hjá þeim er voru að alast upp en nú er. Fátt til skemmtunar eða dægradvalar utan það sem fólst í vinnunni eða hinu daglega amstri. Og skólaganga lítil sem engin hjá flestum. Skömmu eftir aldamót hefja ungmennafélögin göngu sina. Þá fór vakningaralda um landið. Það var kærkomin tilbreýting og lögðu margir fram krafta sina sem tæplega höfðu haft tækifæri til þess fyrr. Brynjólfur gekk ung- mennafélögunum snemma á hönd og vann mikið fyrir þau, mest á Skeiðunum á sinum uppvaxtarár- um, svo og víðar þar sem hann dvaldi. Meðal annars átti hann mikinn þátt í að endurreisa Ungmf. Gnúpverja árið 1927 og varð þá fyrsti formaður þess. Hann mun nokkuð snemma hafa reynt að afla sér_einhvers fróðleiks eða menntunar. 1 því augnamiði fer hann á sínum ungl- ingsárum til séra Magnúsar Helgasonar á Torfastöðum, en sú dvöl þar varð ekki löng, mest vegna þess að þörf var fyrir hann heima fyrir. Haustið 1916 heldur Brynjólfur svo að heiman til náms, heldur hann þá norður að Hólum í Hjaltadal, og dvelur þar næsta vetur. Og hann kýs að halda rið- andi einn sins liðs norður yfir Kjöl, en á þeirri leið var hann algjörlega ókunnugur. En ferðin gekk vel. Hann gisti eina nótt i Kjalfellskofa, og óttaðist þá það eitt að tapa hestunum frá sér en það fór allt vel. Seinni nóttina varð hann svo að liggja úti í Mæli- fellsdal í svartamyrkri, þoku og rigningu, en varð ekkert meint af. Eg tek þetta dæmi til að sýna hvað Brynjólfur sýndi það strax á yngri árum hvað hann var mikill kjarkmaður. Því það er ekki öllum hent að leggja á hálendið ókunnugur og einn síns liðs og komið fram í október. Það mætti nefna mörg fleiri dæmi um Kjark Brynjólfs, en ég læt þetta nægja. Næsta vor kemur svo Brynjólfur suður aftur og tekur við búi af foreldrum sínum og býr i Fram- nesi í nokkur ár. En 1921 fer hann að búa á Búrfelli i Grims- nesi og býr þar I tvö ár. En það er þar sem fundum okkar ber fyrst saman. Ég var þá á fyrsta ári. En forsjónin hafði valið mér það hlutskipti á láta Grímsneshrepp sjá um uppeldi mitt fyrst í stað. Og mér var valinn staður á Búr- felli hjá Brynjólfi, systrum hans og móður. Þegar hann svo hætti búskap þarna fylgdi ég Þórunni, og það lengst af þar til hún lést 1940. Það tel ég að hafi verið eitt mitt mesta lán að eiga hana fyrir fóstru. Eftir aó Brynjólfur hættir búskap að Búrfelli fæst hann við ýms störf. Hann er um skeið ráðs- maður hjá séra Ólafi Briem á Stóra-Núpi. Hann dvelur eitt ár á búgarói í Danmörku og víkkar þar með sjónarsvið sitt og þekk- ingu. En síðar gerist hann verk- stjóri hjá Vegagerð ríkisins, og hefir það starf á hendi i rúma þrjá áratugi. Eitt það fyrsta verk sem hann sá um fyrir Vegagerð- ina var að leggja veginn um Voga- stapa árið 1929. Og víðar var hann með vegavinnuflokka. Og þegar hann svo sest að í Hreppunum verður verksvið hans að vinna að uppbyggingu veganna í Hreppum og Skeiðum auk þess að sjá um viðhald á þeim. Þeir eru ekki svo fáir kílómetrarnir sem lagðir hafa verið af vegakerfi þessara sveita á verkstjórnarárum hans. Árið 1931 kaupir Brynjólfur hálfa jörðina Stóra-Hof í Gnúp verjahreppi. Og um haustið sama ár gengur hann að eiga eftirlif- andi konu sína Guónýju Önnu Gunnarsdóttur. Fædd er hún i Melasveit vestur en átti heima öll sín uppvaxtarár á Kjalarnesi. Fyrst í Saltvík en síðar á Esju- bergi. Hún átti heima um skeið í Reykjavík. Og á þeim árum út- skrifaðist hún úr Kennaraskóla Islands. Þau hjónin búa svo á Stóra-Hofi til ársins 1954 að þau flytja á nýbýli sem þau höfðu undirbúið til búsetu og byggt var á hluta úr Stóra-Hofi, og nefndu þennan nýja bústað Bólstað. Þar átti svo Brynjólfur heima til dauðadags, en Anna hefir ekki dvalið þar síðustu árin af heilsufarsástæðum og dvelur nú á Elliheimilinu Grund i Reykjavík. Þeim hjónum varó ekki barnaauðið. En vorið 1932 flytur Þórunn móðir Brynjólfs til þeirra og ég með henni, og ég dvaldi hjá þeim hjón- um þar til þau fluttust burt frá Stóra-Hofi að fáum árum undan teknum sem ég dvaldi annars staðar og telst því uppalinn þar að verulegu leyti, og tel ég það ekki svo lítils virði. Árið 1945 kemur svo til þeirra frænka Önnu, Sigrún Daníels- dóttir, ættuó frá Siglufirði, þá sjö ára gömul, og elst þar upp, og fer ekki frá þeim, fyrr en hún festir ráð sitt og fer að búa annars staðar. Hún býr nú i Sandgerði. Það lætur aó líkum að þar sem Brynjólfur dvaldi lengri og skemmri tíma að heiman vegna síns starfa þurfti einhver að sjá um búskapinn heima. Og það gerði kona hans með ágætum. Hún bar gott skyn á þau verk er vinna þurfti og einkar lagin að umgangast fólk og finna hvað hverjum hentaði. Enda dylst eng- um sem henni kynnist að þar fer traustur persónuleiki og á það jafnt við gáfur og skapgerð. Það má ljóst vera af því sem sagt hefir verið hér að framan að Brynjólfur hefir margt reynt um æfina og farið inn á mörg verksvið, viljað kunna sem flest og vera sem við- ast liðtækur og þó hefir hann að- eins komist í snertingu vió það svið sem ég held að hafi verið honum hugleiknast, en það er sagnfræðin. Hann skrifaði allmik- ið um ýmiss konar efni og tel ég að þvi mætti gefa nokkurn gaum. Og hann las einnig mikið af góð- um bókmenntum. En það var jafnan svo að timinn var naumur og skylduræknin sem honum var i blóð borin lét hann aldrei í friði. Annars er ekki svo undarlegt þó að hann hafi hneigst að hinni íslensku iþrótt sagnfræðinni þegar það er athugað að Bogi Th. Melsted sagnfræðingur sem lengst af dvaldi í Kaupmanna- höfn var föóurbróðir hans. Ýms störf voru honum falin i þeim sveitarfélögum sem hann dvaldist I. Hann varð ungur að árum sýslunefndarmaður á Skeið- unum. Og þegar Gnúpverjar stofnuðu sjúkrasamlag, með þeim fyrstu á landinu, voru Brynjólfi strax falin gjaldkerastörfin þar og þau hafði hann á hendi þar til að hann treysti sér ekki lengur til að rækja það starf fyrir aldurs sakir. Hver maður hefir sín persónu- legu einkenni sem gerir hann sér- stæðan í sinni samtíð, en það get- ur orkað tvímælis að fara að telja þau upp að neinu marki. Þó verð- ur ekki framhjá sumum þeirra gengið. Brynjólfur var með af- brigðum samviskusamur gagn- vart öllu því sem honum var trúað fyrir hvort sem það var af hálfu þess opinbera, sveitarfélags eða einstaklinga. Og tók mjög nærri sér ef eitthvað hallaði á og illa gekk að ná endum saman. Brynjólfur var afbragðs ferða- maður enda þurfti hann oft á því að halda i sinu starfi, og sérstak- lega ratvís. Kjarkmaður sértakur og það svo að ég hef ekki nema einum manni kynnst er stæði hon- um framar þar. Þegar maður lítur nú yfir far- inn veg og minnist sinna sam- ferðamanna verður manni en ljós- ara hvers virði sú samfylgd hefur verið okkur í lífsgöngunni. I mín- um augum er samfylgd Brynjólfs eða öllu heldur handleiðsla á mín- um uppvaxtarárum mér mikils virði, og fyrir það ber mér að þakka. Og þeir eru sjálfsagt fleiri sem geta sagt það sama. Það eru þessir „aldamótamenn“ sem við köllum svo sem ólust upp við kröpp kjör og nægjusemi, en kynntust lika velgengni islensku þjóðarinnar á eftirstriðsárunum, sem voru varkárir i öllum sínum áætlunum, en trúir sinu sam- félagi, sem höfðu miklu meiri áhrif á sína samtíð en menn gera sér almennt grein fyrir. Þessum mönnum ber að þakka þegar þeirra lifsgöngu er lokið. Ég hygg að nafn Brynjólfs sjáist lengi í sögu þeirra sveita er hann dvald- ist i. Og um leið og ég lýk þessum orðum óska ég önnu konu hans alls góðs á hennar ævikvöldi. Steindór Guömundsson. r — Arsklukkan Framhald af bls.7 ir. Eftir jól eru öll mót brotin, og með þvi móti verSa diskarnir strax verðmiklir meðal safnara, sem greiða fyrir þá mikið fé. Margir kaupa því jóladiskana ekki ein- ungis til skreytingar á heimilum heldur einnig sem góða fjárfest- ingu. Stjórn verksmiðjunnar er nú i höndum eftirkomanda Bing ættar- innar i fjórða ættlið, Ole Simon- sen forstjóra. Annar sonur for- stjórans, Ebbe, hefur nú lika verið tilnefndur forstjóri, en hinn sonur- inn, Per, stjórnar hinni velþekktu 100 ára gömlu verzlun á strauinu i Kaupmannahöfn. Margir starfs- menn verksmiðjunnar hafa unnið þar i meira en 50 ár og þar með skapað grundvöllinn að gæðum og listrænni sköpun. Söfn um allan heim kaupa mörg verk, og á safni verksmiðjunnar sjálfrar á Vesturbrú í Kaupmanna- höfn geta menn kynnzt þróun hennar og þá um leið þróun dansks listiðnaðar i meira en eina öld. ANITA Jjölstyldan og nýjtttti velarnar ANITA 202Slide Rule ANITA 204 Financier Kr. 24.900 viéskjpti VZritt mcéjíina ■ 4? v. % SKRIFSTOFUVELAR H.F. Hverfisgötu 33 Simi 20560

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.