Morgunblaðið - 22.01.1975, Síða 25

Morgunblaðið - 22.01.1975, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1975 25 K Morö ö kvenréttindarööstefnu Kristjönsdöttirl LU,,y- _______________þýddi ^ 22 — Hvað eigið þér við, lögreglu- foringi? Hún ... hún hefur þó ekki... hún ... Hann hefði þorað að sverja að hræðsla hennar og undrun var sönn. En hvers vegna ætti hún að verða hrædd? — Um hvað voru Louise Fager- man og Betti Borg að rífast áður en þær skildu i nótt? — Rífast? Ég... veit ekki hvað þér eruð að tala um. — Ég er að tala um samræður þær sem ég heyrði til ykkar fyrir örstuttu, í þá sömu mund og þið komuð út og þér sögðuð að Betti hefði komið ófyrirgefanlega illa fram og að.. . — Wijk, leynilögreglumaður, grípur Eva Gun yfirlætislega fram í fyrir honum. — Ég hefði haldið þér væruð yfir það hafinn að liggja á hleri. Árangurinn er Velvakandi svarar ! síma 10-100 kl. 1 0.30 — 11.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Strætisvagnar Kópavogs J. Ingimar Hannesson, rekstrarverkfræðingur i Kópa- vogi, skrifar eftirfarandi bréf: „Kæri Velvakandi. Þú birtir fyrir nokkru bréf frá Jakobínu Stefánsdóttur, þar sem hún gagnrýnir nýtt leiðakerfi Strætisvagna Kópavogs. Þar sem ég er einn af skipu- leggjendum þessa kerfis, langar mig til þess að biðja þig að birta eftirfarandi línur. Astæðan er ekki sú að ég hafi í hyggju aö hefja ritdeilur við Jakobínu eða aðra, sem óánægðir kunna að vera með þetta kerfi, heldur sú, að ég tel það mikinn misskilning hjá Jakobínu, að markmið Strætis- vagna Kópavogs eigi einungis að vera það að flytja fólk úr Kópa- vogi niður i Lækjargötu. Enn- fremur finnst mér, að þeir mögu- leikar, sem kerfið býður upp á hafi verið lítið útskýrðir í fjöl- miðlum og vil ég bæta úr þvi.“ £ Breytinga var þörf „Jakobína virðist telja, að þróunin í Kópavogi og Reykjavík hafi verið og verði svo hæg að hún hafi engin áhrif á, hvernig réttast sé að haga ferðum strætisvagna. í þessu sambandi vil ég minna á nokkrar afgerandi breytingar til þess að sýna, að Strætisvagnar Kópavogs þurfa nú að skapa far- þegum sínum miklu fleiri valkosti en þörf var á fyrir nokkrum árum síðan. Nú hefur öll opipber þjónusta i Kópavogi safnast saman á einn stað, þ.e. i Miðbæ Kópavogs. Hún hefur svo aftur safnað i kringum sig töluverðri verslun. Fyrr en varir verður þessi þróun að byltingu með tilkomu verslunar- aðeins sá að maður heyrir brot úr setningum, sem maður misskilur gersamlega. ÉG hef ekkert heyrt um neina sennu milli Louise og Betti. — Nú, nú, þótt einkennilegt megi virðast þá eruð þér að ljúga þessa stundina til að vernda þessa hræðilegu vinkonu yðar, sem er svo trygg og trú og einlæg. Eða er það kannski lygi - - - - sögð til að bjarga sjálfri yðar. Christer hugsar meó sér: Þó Camilla hefði ekki verið búin að sannfæra mig um að eitthvað væri bogið við þetta Betti Borg mál myndi ég samt hafa verió gripinn tortryggni, þegar ég verð vitni af því hvað þær konur, sem eiga hlut aó máli, eru fljótar að draga sig inn í skel sína, þegar komið er að vissum atriðum. Katarina Lönner vildi ekki tala um hringinn, sem hvarf.. og fannst aftur. Áse Stenius vildi ekki tala um dánarvottorðið. miðstöðva í stórhýsum þeim, sem nú eru í byggingu, sem þó er ekki nema 1. hluti miklu víðtækari áætlana. 1 Kópavogi hefur ennfremur á síðari árum risið upp töluverður iðnaður, sem er í örum vexti. Það var fyrirsjáanlegt að-Kópavogsbú- ar mundu, i vaxandi mæli, verða af auknum atvinnumöguleikum í eigin bæjarfélagi vegna vöntunar á almenningsvagnakerfi innan- bæjar. Strætisvagnar Reykjavfkur hafa flutt aðalbækistöð sína frá Lækjartorgi að Hlemmi. Eftir að þetta gerðist hefur verslun og önnur þjónusta aukist þar gífur- lega. Nú má segja, að Austur- stræti, Laugavegur og Suður- landsbraut, allt austur að Grens- ásvegi, sé ein samfelld verslunar- gata. Enn er ótalinn fjöldi nýrra iðnaðar- og ibúðaherfa i Reykja- vik.“ 0 Tíðari ferðir — um fleira að velja „Hið nýja kerfi skapar eftir- farandi valkosti, sem gamla kerfið hafði ekki upp á að bjóða: 1. Ferðir innanbæjar í Kópavogi sem skapa atvinnu- og þjónustu- möguleika, sem bókstaflega ekki voru fyrir hendi áður. Margir hafa þegar notfært sé bættar samgöngur við Miðbæ Kópavogs, en mig grunar að þeir séu fleiri sem enn hafa ekki áttað sig á þessum möguleika. 2. Betri tengingu við leiðarkerfi Strætisvagna Reykjavíkur og þar af leiðandi meiri möguleika til þess að sækja vinnu og fá þjónustu hvar sem er í Reykjavík. Nú mun vandfundinn sá staður i Reykjavík eða á Seltjarnarnesi sem ekki er hægt að komast til, með strætisvagni, á einni klukku- stund eða styttri tíma. Miklu örari ferðir auðvelda fólki að notfæra sér ofangreinda valkosti. Kostir tíðra ferða eru svo margir, að of langt mál yi'ði upp að telja." Og nú er röðin komin að Evu Gun Nyren, sem stendur á fætur og flýr spurningar hans. Þegar hún snýst á hæli segir hann hik- laust og ákveðið: — Segið mér þá til dæmis við hvern voruð þér að rífast í garð- inum i gær? Það var bæði talað um hneyksli og kænsku í spilum... og einhver varaði við, og einhver skyldi fá að iðrast... Hún stirðnar upp og stendur gersamlega hreifingarlaus og hann skynjar að köld skelfing hefur gagntekið hana. Christer býst ekki við svari og kærir sig heldur ékki um svar. Hann horfir á eftir henni niður- lútri og hann veit að nú verður ekki aftur snúið. Hann hef.ur hafið eltingarleik- inn.... frá þeim punkti, sem er eins slæmur og hægt er að hugsa sér. Hann leitar morðingja, þótt svo • Eigin reynsla „Til þess að skýra mál mitt nánar, ætla ég að segja dálitið frá eigin reynslu: Við hjónin fluttumst til Kópa- vogs fyrir nokkrum árum og búsettum okkur austarlega í Austurbænum. Við áttum ekki bifreið. Ég hafði tryggt mér vinnu nálægt Lækjargötu og taldi mér þessvegna vel borgið. En við komumst fljótt að því að svo ein- falt var málið ekki. Við þurftum oft að reka erindi í Miðbæ Kópa- vogs. Þar var bæjarskrifstofan, fógetaskrifstofan, heimilislæknir- inn, heilsuverndarstöðin, apo- tekið og peningastofnunin sem við skiptum við, svo eitthvað sé nefnt. Það var, i hæsta lagi, hent- ugt að fara aðra leiðina með strætisvagni. Hina urðum við að ganga, en það voru um 2 km. Auðvitað áttum við að velja okkur heimilislækni, gera öll inn- kaup og kaupa alla þjónustu i nánd við Lækjargötu. Fyrir okkur hefði verið heppilegast að bæjar- skrifstofur Kópavogs væru þar lika. Ef við ætluðum að stunda vinnu í Kópavogi var hentugast að búa niðri í Lækjargötu.“ % Feröir innanbæjar „Ég vil benda Kópavogsbúum á að þurfi þeir að skreppa i Mið- bæ Kópavogs komast þeir, í flest- um tilfellum, af með að greiða fargjald aðra leiðina vegna skipti- miðakerfisins. Ég get ekki stillt mig um að benda á, að allar bæjarstjórnir sem setið hafa síðustu kjörtíma- bil, hafa haft það sem höfuðmark- mið að efla atvinnulífið í bænum. Af þessum orsökum hafa risið iðnaðarhverfi á ýmsum stöðum, eins og áður er að vikið. Er bæjarstjórn, sem hefur þessa stefnu virkilega ætlandi að reka, sem ákafast, strætisvagna- fyrirtæki sem eingöngu er við það miðað að flytja fólk út úr bæn- um.“ virðist sem ekkert morð hafi verið framið. Hann er gestur hér og veit að konurnar munu sætta sig illa við návist hans. Hann er að þreifa sig áfram í dimmu völundarhúsi og finnst sem löng reynsla hans i starfi gagni honum ekkert nú. Hann verður að finna leiðina út frá allt öðrum forsendum. Hann verður að álykta á allt annan hátt. Hann verður að taka fyrst og fremst tillit til taugaóstyrks kvennanna. Þess sem gefið er í skyn. Átta sig á brengluðum til- finnungum. Og hann finnur að nú hefði komið sér betur að hann hefði verið kvenmaður, þótt ekki væri nema um skamma hrið. Skriftafaðirinn Þegar Louise Fagerman leitar til hans klukkustund síðar, út- grátin og ráðvillt og velur hann að 0 Erfitt aö þóknast öllum „Auðvitað er mikill galli að þurfa að skipta oft um vagn. Það er verðið, sem greitt er fyrir f jölg- un valkosta og helmingi örari ferðir. Farmiða- og skiptimiða- talningar benda til þess, að ná- lægt 15% af farþegum eigi leið niður á Lækjartorg. Þetta er auð- vitað ekki lítill hluti farþeganna. Tilfinnanlegast er þó, að hluti af þessu fólki hefur aflað sér at- vinnu þarna, vegna þess að ferðir strætisvagnanna lágu vel við. Hinsvegar var talið að flutningur endastöðvar að Hlemmi væri að- eins tímaspursmál. Hvort sem þetta yrði gert fyrr eða seinna, yrði það jafn erfitt fyrir þetta fólk. Þetta sýnir einmitt hve erfitt er að gera svo að öllum henti.“ 0 Ferðatíminn „Ábendingar Jakobínu, um leiðabókina, ber að þakka og taka til athugunar við næstu prentun. Þegar rætt er um hve langan tima tekur að fara til Reykjavíkur fer það auðvitað eftir þvi, hver ákvörðunarstaðurinn er i Reykja- vik. Ferð að Hlemmi tekur nú styttri tima en ferð ofan í Lækjar- götu áður. Nú tekur ferð ofan í Lækjargötu heldur lengri tíma en áður. Ferðatíminn, sem Jakobína talar um, er miðaður við að horft sé á eftir vagni í Hafnarstræti og á Hlemmi. Við sömu aðstæður, í gamla kerfinu, þ.e. að misst sé af vagninum í Lækjargötu, tók ferðin tæpa klukkustund. Það er misskilningur að hið nýja ieiðakerfi sé einungis verk einhverra sérfræðinga. Vitanlega var leitað ráða hjá þeim sem taldir voru hafa reynslu eða sér- þekkingu í þessum efnum. Ég veit samt ekki betur en að nokkrir starfsmenn, skipulagsnefnd og hinir kjörnu bæjarfulltrúar hafi búið þetta leiðakerfi til. Mikið samráð var og haft við strætis- vagnastjóra. J. Ingimar Hansson verkfræðingur" VELVAKAIMDI S3? SIG6A V/öGA £ ‘í/LVt&AU Ferðamála- ráðstefna Hótel Loftleiðum FERÐAMÁLARÁÐSTEFNA stendur nú yfir á Hótel Loft- leiðum, en hún hófst sl. föstudag. Þátttakendur eru allir frá Banda- rfkjunum og komu þeir með Loft- leiðaþotu til landsins. Þátttakendurnr eru alls 26 og koma frá 5 háskólum vestra, frá Cornell University, Sullivan Community College, University Massachusetts, Michiagan State University og New York Comm- unity College. Þetta er í annað sinn, sem slíkt námskeið er haldið á Hótel Loftleiðum, en þetta er hluti af kennslu ofangreindra skóla I ferðamálum. Auk þess að hlýða á fyrirlestra og taka þátt í umræðum, munu þátttakendur fara til Hveragerðis, skoða Reykjavík, heimsækja Akranes, skoða söfn og heimsækja hitaveit- una að Reykjum i Mosfellssveit. Þá munu þátttakendur heimsækja Norræna húsið og eyða kvöldi í Súlnasal Hótel Sögu, heimsækja Veitingaskóla íslands o.fl. Að síðustu mun borgarstjór- inn i Reykjavík afhenda gestum skjal vegna þátttöku þeirra í námskeiðinu. JHorðiuiblatiili nuGivsmcnR ^^22480 1 Felaaslif □ GLITNIR 59751227 — 1 I.O.O.F. 7 = 1561228'/! = 9.0. Helgafell 59751227 IV/V.—2. I.O.O.F. 9= 1561228VÍ = Spk. Fíladelfia Vakningarvikan heldur áfram í kvöld og næstu kvöld. Ræðu- maður Enok Karlsson frá Svíþjóð. Kristniboðssambandið Samkoma verður i Kristniboðs- húsinu Betania, Laufásvegi 13 i kvöld kl. 20.30. Sigursteinn Hersveinsson talar. Allir eru velkomnir. Hörgshiíð 12 Almenn samkoma. — Boðun fagnaðarerindisins i kvöld, mið- vikudag kl. 8. Góðtemplarahúsið, Hafnarfirði Félagsvistin i kvöld miðvikudag 22. jan. Verið velkomin. Fjöl- mennið. Æfingatimar hjá Knatt- spyrnudeild Fram. Meistara- og 1. flokkur: Miðvikudaga kl. 20.30— 22.10. 2. flokkur: Laugardaga kl. 1 6.00. 3. flokkur: Laugardaga kl. 15.10. 4 flokkur: Laugardaga kl. 14.20. 5 flokkur A og B: Sunnudaga kl. 14.40. 5 flokkur C og D: Sunnudaga kl. 1 5.30. Æfingatimarnir eru í leikfimis- húsi Álftamýrarskólans.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.