Morgunblaðið - 22.01.1975, Síða 27

Morgunblaðið - 22.01.1975, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 22. JANUAR 1975 27 Frá alþjóðlegu skákmóti í Houston í Texas Texas er að verða háborg skák- lífsins í Bandaríkjunum og þar lauk allsterku alþjóðlegu skák- móti fyrir skömmu. Urslitin urðu sem hér segir: 1, R. Hiibner (V,- Þýzkal.) 8 v., 2. Matanovic (Júgósl.) 7,5 v., 3. Mednis (U.S.A.) 7 v., 4. Jansa (Tékkósl. > 6,5 v., 5. Grefe (U.S.A.) 6 v., 6. — 7. Damjanovic (Júgósl.) og Martz (U.S.A.) 5,5 v., 8. Kanlan (Puerto Rico) 5 v., 9.—10. Chellstorph og Commons (U.S.A.) 4 og 12. Kark- lins (U.S.A.) 2 v. Sigur Hubners kom engum á óvart, en hins vegar munu fáir hafa búizt við svo miklu af Medn- is. Hann hefur verið alþjóðlegur meistari um alilangt skeið en náði með þessum árangri fyrri hluta stórmeistaratitils og er fyrsti Bandarikjamaðurinn til þess að vinna það afrek í fjögur ár. Þeir grefe og Martz tryggðu sér alþjóð- legan meistaratitil með árangri sínum í mótinu. Hér kemur nú ein skák frá Houston. Hvítt: W. Martz Svart: R. Hiibner Kóngsindversk vörn 1. d4 — g6, 2. c4 — Bg7, 3. g3 — d6, 4. Bg2 — Rc6, (Nú er hvítur eiginlega þvingað- ur til þess að leika d5; 5. Rf3 yrði svarað með Bg4 og 5. e3 er full hægfara) 5. d5 — Rb8, 6. e4 — e5, 7. Rc3 — f5, 8. Rge2 — Rf6, 9. 0-0 — 0-0, 10. exf5(?) (Nú nær svartur að tryggja sér mjög sterka mióborðsstöðu. Betra var 10. f4). 10. — gxf5, 11. f4 — e4,12. Khl — c5, 13. dxc6 frhj.hl. (Þannig kemur hvítur að visu i veg fyrir aó svartur nái öllum völdum á miðborðinu, en i staðinn nær svartur hraðari lióskipan). 13. — Rxc6, 14. Be3 — Be6, 15. Da4 — De7, 16. Hadl — Hfd8, 17. b3 (Hér kom einnig til greina að reyna 17. Rd5). 17. — d5, (Losar sig við bakstæða peðið á d5). 18. cxd5 — Rxd5, 19. Rxd5 — Bxdö, 20. Bd4 (Lætur af hendi biskupaparið en eftir 20. Rd4 hefði áframhaldið getað orðið: 20. — Rxd4, 21. Bxd4 — e3!, 22. Bxd5+ — Hxd5, 23. Bxg7 — e2! og vinnur). 20. — Rxd4, 21. Rxd4 — Df7, 22. Rc2 — Bc6, 23. Hxd8 — Hxd8, 24. Dxa7 — Hd2, 25. Rb4(?) (Tapar strax en eftir 25. Db8+ hefði áframhaldið getað orðið: 25. — Df8, 26. Dxf8 — Bxf8, 27. Re3 — Bc5, 28. Rxf5 — Bb5, 29. Hcl — e3, 30. Bxb7 — e2, 31. Bf3 — Hdl, 32. Hxdl — exdlD, 33. Bxdl — Bc6+ og mát i næsta leik). 25. — Bb5, 26. Hel — Bf8, 27. a3 — Dxb3, 28. Dxb7 — Hdl og hvít- ur gafst upp. Eftir 28. Hgl — Hxgl, 29. Kxgl — Ddl+ er hann óverjandi mát. — Ford Framhald af bls. 1 nauðsynlegt og þess vegna hefðu Bandaríkin sent hergögn til landa í þessum heimshluta. Jafnframt útilokaði Ford þann möguleika að Bandarfkin drægj- ust inn í Víetnamstríðið. Hins vegar vék hann sér undan að svara því hvort loftárásir yrðu hafnar að nýju gegn skæruliðum. Hann sagði að slíkar ráðstafanir yrði að gera innan ramma stjórn- arskrárinnar og laganna. Um yfirlýsingu þá sem hann kvaðst undirrita í vikunni sagði hann að hún væri „víðtækasta orkuverndaráætlun í sögu þjóðar- innar. Hún er fyrsta skrefið í þá átt að við endurheimtum orku- frelsi okkar." Hins vegar taldi hann að tillög- ur demókrata leystu aðeins hluta vandans. David Ennals, aðstoðarutanríkis- ráðherra Breta, er hann sagði frá samkomulaginu um togveiði- bannið á blaðamannafundi i gær. — Samkomulag Framhald af bls. 1 Nokkur atriði samkomulagsins eru enn óútkljáð. Engin tima- mörk verða fyrir samkomulaginu en kveðið verður á um að hver samningsaðili geti sagt upp samn- ingum með hæfilegum fyrirvara að sögn Ennals. Hann sagði að samþykkt hefði verið að Norðmenn hefðu rétt til að stöðva togara sem brytu samn- inginn, rannsaka þá og skipa þeim að sigla burt. Hins vegar geta aðeins Bretar, Frakkar og Vestur-Þjóðverjar sjálfir lögsótt skipstjórana eða gert aðrar ráð- stafanir ef þeir gerast brotlegir. Bannið nær til norskra togara einnig og það hafa norskir togara- menn gagnrýnt harðlega. Ennals aðstoðarutanrfkirráð- herra lét í ljós ánægju með sam- komulagið. Hann sagði að afli Breta mundi ekki minnka veru- lega við bannió en nefndi engar tölur. Formaður norsku sendinefnd- arinnar, Jens Evensen landhelgis- ráðherra, hefur oft sagt að hann mundi ekki slita viðræðunum og tekið fram að hann vilji forðast þorskastríð eins og það sem Bret- ar og tslendingar hafa átt í. Full- trúar Frakka og Vestur-Þjóðverja i viðræðunum voru embættis- menn, og Efnahagsbandalagið sendi áheyrnarfulltrúa. Illfært um Hellisheiði í gærkveldi MIKIL fannkoma var á Hellis- heiði I gærkveldi, en þar voru starfsmenn Vegagerðar rfkisins á ferð. Var heiðin um það bil að verða ófær og var fólk varað við að leggja á heiðina. Mikil ofan- koma var og talsverður skafrenn- ingur. Hann sagði að ef ekkert yrði að gert yrðu Bandaríkjamenn háðir erlendum ríkjum um helming olíu sinnar 1985. Fyrr í dag báru öldungadeildar- mennirnir Edward Kennedy og Henry Jackson fram tillögu um að áætlun forsetans um nýja tolla af innfluttri oliu yrði frestað um 60 daga. — Skákin Framhald af bls. 2 verða skákir Sznapiks og Guð- mundar og Dvorecki og Ciocaltea. Þeir, sem unnu sinar skákir í meistaraflokki f gær auk Guðmundar voru: Dvorecki sem vann Enklaar, Ligterink sem vann Wejnstein, og Dieks sem vann Sznapik. 1 stórmeistaraflokki vann Portisch Donner, Popov Timman, Hiibner Geller og Ree Gligorie. Spor — sögur og þættir til umhugsunar MER var það óblandin ánægja að fá tækifæri til að vera ofurlítið samvistum við Sigurð Júlíus Jó- hannesson i Winnipeg árið 1950, og meðal annars þakka honum innilega fyrir hans hollu vegsögu fram á ævibrautina bæði i bundnu máli og óbundnu í les- máli Æskunnar snemma á þessari öld, þegar ég var drengur á mót- unarskeiði. Málflutningur hans hefði verið svo sannfærandi, að það kom alveg af sjálfu sér að láta sér ekki detta í hug að snerta fyrsta staupið, sem ég teldi mér mikið happ, þvi að það væri eina örugga viðhorfið til vinsins, bæði gagnvart sjálfum sér ðg öðrum. Kvaðst ég viss um, að margir jafn- aldrar mínir hefðu sömu sögu að segja. Við þessi orð mín hýrnaði yfir öldungnum mér sýndist hann yngjast um nokkur ár. I opinberum ákvæðum um markmið skylduskólans segir meðal annars á þá leið, að skólinn skuli leitast við að innræta nem- endum sínum heilbrigð lífsvið- horf. Þetta ákvæði er mjög veiga- mikió, því að ekkert veganesti er æskunni nauðsynlegra til sannrar menntunar. 1 þessu sambandi vil ég minnast á nýja ofannefnda bók frá Rikis- útgáfu námsbóka. Er bókin gefin út í samvinnu við Bindindisfélag Dekkjum stol- ið undan bíl SPANNÝJUM dekkjum á felgum var stolið undan Landroverjeppa I fyrrinótt, þar sem hann stóð fyrir utan bifreiðaverkstæðið að Hjallahrauni 13 í Hafnarfirði. Stóð jeppinn á bremsuskálunum þegar verkstæðismenn komu til vinnu i gærmorgun. öllum fjórum dekkjunum var stolið undan bílnum, en þau voru af gerðinni Barum, stærð 750x16. Verðmæti þeirra að meðtöldum felgunum er vart undir 50 þúsund krónum. Þeir sem einhverjar upplýsingar geta gefið um þetta mál eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna í Hafnarfirði. — Björn Framhald af bls. 2 þáttur Öskars Hallgrfmssonar í stjórn Atvinnuleysistrygginga- sjóðs, að ég held frá því að hann tók til starfa 1956, hefur í alla staði verið með ágætum og gefur sizt tilefni til þess að kastað sé að honum dylgjum þegar hann nú lætur þar af störfum sem aðalfull- trúi. Björn Jónsson." Haig borgar hundsferð Stuttgart, 21. janúar. Reuter. ALEXANDER Ilaig hershöfðingi, yfirmaður herliðs NATO, hefur boðizt til að greiða Bandarfkja- stjórn 46 dollara og 92 cent fyrir afnot sem hundurinn hans, Duncan, hafði af bifreið banda- rfska hersins. Þingmaður í Washington, Les Aspin hafði áður skýrt frá ókeyp- is ferðalagi Duncans frá flug- vellinum í Frankfurt til Stuttgart. Haig kveðst ekkert hafa vitað um þetta fyrr en Aspin sagði frá þessu og bauðst strax til að borga. tí i ÞRR ER EITTHVRfl FVRIR RLLR |H<iT0unblaííil> íslenskra kennara. 'tarna er ein- mitt komin i framkvæmd hug- mynd, sem ég hef löngum verið að rausa um, m.a. með gömlu Æsk- una i huga og fleira, að nauðsyn- legt væri að ná til barnanna eftir „beinni línu“ með fjölbreytt og áhugavekjandi lesefni, — með ýmsar nautnahættur nútímans i huga. Heitió „Spor" getur minnt á ævispor, ógæfu- eða gæfuspor. At- vik og ákarðanir, sem yngri og eldri hljóta alltaf að taka, láta sem sagt eftir sig spor af ýmsu tagi. Greinar þessarar bókar eru ágætlega fjölbreytilegar að efni, engin löng né þreytandi, en ýms- ar stuttar og smellnar. Meirihlut- anum hefur Sigurður Gunnarsson kennari safnað og þýtt. Þetta sam- starf milli Ríkisútgáfunnar og Bindindisfélags islenskra kenn- ara viróist mér hafa tekist mjög vel og vera tilraun til að mæta brýnni þörf. Frágangur er ágæt- ur, talsvert af myndum, sumum ágætum. En af því að ég minntist á skylduskólann og heilbrigð lffs- viðhorf vil ég að lokum einnig tjá Ríkisútgáfunni þakkir fyrir ein- dregna viðleitni hennar til að hjálpa skólunum til að rækja skyldu sína á þessu afar mikil- væga sviði, með því að kappkosta að veita þeim efni til lestrar og söngs í kristnum fræðum, allt frá sex ára aldri. Er þar fólgínn mik- ill menningarfjársjóður fyrir uppeldisstarf skólanna, sem ég óska að notist sem best. Helgi Tryggvason — Þjófnaður Framhald af bls. 28 frá þvi á þjóðhátíð í sumar, sem hafði ekki verið aftengdur. Inn um gluggann fóru þjófarnir og hafa þeir farið um öll húsakynni veitingahússins, sem er lokað yfir vetrarmánuðina. Engar skemmd- ir voru unnar á húsakynnum og engu stolið öðru en áfenginu. Gera má ráð fyrir að verðmæti þýfisins sé um 160 til 170 þúsund krónur. — Nígeríumenn Framhald af bls. 28 Lagos af - veiðiskipum margra þjóða, sem stunda veiðar í Atlantshafi sunnanverðu. Loðna gæti þvi fallið inn i markaðinn og hún er af stærð, sem Nigeríu- menn þekkja mjög vel í vatna- svæði sínu og þykir bragðbetri en aðrir fiskar að svipaðri stærð. Stærð virðist því heppileg og bragðið gott — en erfitt er að spá um verðlagiö. Þarf nokkurn und- irbúningstima og reynslutima til þess að koma þessari vöru ínn á markaðinn, en Bragi kvað markaðinn i Nígeriu búa yfir miklum möguleikum, þar sem í Nigeriu búa um 70 milljónir manna. Kvað hann því vel þess vert að allir möguleikar þessa máls yrðu athugaðir gaumgæfi- lega. Sagðist Bragi eiga von á skýrslum um málið frá Nígeríu. Þá gat Bragi Eiriksson þess að Bóas Emilsson á Eskifirði hefði einnig þurrkað loðnu og hefði það tekizt yel. Fór Bragi meó sýnis- horn frá Bóasi í umrætt skipti til Nígeríu. — Skæruliðar Framhald af bls. 16 ið slíkar aðgerðir sem aðeins skaða hagsmuni Frakka og ein- ingu frönsku og palestínsku þjóð- anna.“ Skæruliðarnir kváðust til- heyra Mohammed Boudia- skæruliðasveitinni, en flokkur þessi lýsti sig einnig ábyrgan á árás á E1 Al-flugvél á Orly fyrir viku. ísraelsstjórn sagði i gær í bréfi til Kurt Valdheims, fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð- anna, að Frelsishreyfing Arafats væri, hvað sem „hrokafullum fyr- irslætti" liði, ábyrg á gerðum skæruliðanna á Orly. Frönsk stjórnvöld sögðu í dag að viðbótarlið lögreglu hefði verið sent til Orly-flugvallar til að herða öryggisgæzluna þar og hefði einnig verið ákveðið að loka svölum flugstöðvarbyggingarinn- ar fyrir almenningi. Var þetta ákveðið eftir fund með Michel Poniatowski innanríkisráðherra. Hugsanlegt er talið að atburð- irnir á Orly og eftirleikur þeirra muni leiða til alvarlegra vanda- mála varðandi stefnu frönsku stjórnarinnar í málefnum Araba, en Frakkar hafa verið þeim mjög hliðhollir, og kemur þar helzt inn i framsal skæruliðanna þriggja frá Irak. Telur t.d. blaðið France Soir Frakka ekki eiga um annað að velja en að krefjast sliks fram- sals. — Finni Framhald af bls. 1 tavallinen tarina", skáldsaga (1961), „Tapausten kulku", skáldsaga (1969) og „Villan- pehmeetaskuulámmin", ljóð (1971). Ennfremur skáldsög- urnar „Juhanustanssit", 1964, „Miná, Olli ja Orvokki", 1967, og Siiná nákijá missá teijá, 1972, sem hafa verið þýddar á sænsku. Fulltrúar íslands í dóm- nefndinni að þessu sinni voru Ölafur Jónsson ritstjóri og Vé- steinn Ólason lektor, en vara- maður Andrés Björnsson út- varpsstjóri. Eftirtalin rit voru tekin til dómsúrslita við veitingu verð- launanna að þessu sinni: Danmörk: Jörgen Gustava Brandt: „Her omkring" (ljóð 1974). Poul Örum: „Kun sand- heden“ (1974). Finnland: Claes Ándersson: „Rumskammrater" (ljóðabók 1974). Hannu Salama: „Kommer upp í tö“ (skáldsaga 1972/74). Island: Guðbergur Bergsson: Það sefur í djúpinu" (1973) og „Hermann og Didi“ (1974, tvö fyrstu bindi lengri skáldsögu). Þorgeir Þorgeirsson: „Yfir- valdið" (1973). Noregur: Jens Björnebo: „Haiene" (1974). Edvard Hoem: „Kjærleikens ferje- reiser (1974). Svfþjóð: Sven Delblanc: „Vinteride“ (1974). Göran Palm: „Bokslut frán LM“ (1974). Mbl. leitaði álits bókmennta- gagnrýnanda sfns, Jóhanns Hjálmarssonar, á verðlaunahaf- anum. Hann sagði: Salama hefur alltaf vakið deilur. Hann hefur verið sakaður um guðlast í einni af fyrstu skáldsögum sinum, en umdeildasta bók hans er verðlaunabókin. Gagn- rýnin hefur einkum komið lengst frá vinstri. Salama þykir gera heldur lítið úr finnskum stalinistum. 1 bókinni brýtur hann til mergjar það sem gerist að tjaldabaki kommúnískrar hreyfingar i Tammerfors á stríðsárunum. Hann styðst við reynslu foreldra sinna, en þau voru virk í hópi finnskra kommúnista. Skáldsagnahöfundur skoðar hlutina ekki með augum stjórn- málamannsins. Hann er algjör- lega frjáls eða ætti að minnsta kosti að vera það og með þvi móti verður hið mannlega sam- hengi ljósara en ella. Með þetta i huga semur Salama bók sina og er þá ekki að furða þótt menn skilji hann og meti hver með sinum hætti. Frásagnarstíll Salama er breiður og raunsær. Raunsæi finnskra höfunda er oft napur- legt eins og til dæmis Óþekkti hermaðurinn eftir Váinö Linna og Söngur Sólveigar eftir Lassi Sinkkonen eru til vitnis um. Hin hugmvndafræðilegu átök, vinstri og hægri, eru mjög mikil í Finnlandi og koma ekki sizt fram í finnskum bókmennt- um.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.