Morgunblaðið - 25.02.1975, Síða 4

Morgunblaðið - 25.02.1975, Síða 4
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1975 LOFTLEIÐIR Bl LAI LEI G A CAR RENTAL 21190 21188 Hópferðabílar Til leigu í lengri og skemmri ferðir 8 — 50 farþega bílar. KJARTAN INGIMARSSON Sími 86155 og 32716. BlLALEIGA CAR RENTALl Úr og klukkur hjá fagmanninum. Úrval varahluta í margar gerðir bíla. Bremsuborðar Rúðusköfur Vatnskassaþéttir Hosur Viftureimar Demparar Blokkþéttir Stýrisáklæði Bensínlok Höfuðpúðar Þurrkublöð Vatnsdælur og fleira Kristinn Guönason hf. Suðurlandsbraut 20 sími 86633 Játningar og yfirbót Sú lenzka var við lýði f gamla kommúnistaflokknum, að með- limir hans, sem ekki gengu alveg I takt við flokksstefnuna eða höfðu mælt á annan veg en samræmdist sfðari ákvörðun flokksins, vóru látnir lesa játn- ingar sfnar um yfirsjón og iðr- un f heyranda hljóði og lofa bót og betrun. Þessi marxiski fiokksagi og skoðanastýring hefur legið f láginni um árabil en skýtur þó jafnan upp kolli er meiriháttar átök verða f flokknum. Um þetta efni er m.a. fjallað f sunnudagshug- leiðingum Tfmans um „menn og málefni". Tfminn segir m.a.: „Þannig er nú Ragnar Arnalds hvað eftir annað látinn ómerkja fyrri frásögn sfna af slitum viðræðna um myndun nýrrar vinstri stjórnar á sfðasta sumri. Ragnar kenndi þá Al- þýðuflokknum fyrst og fremst um, að slitnaði upp úr viðræð- um. Þjóðviljinn birti þá fyrir- sögn með stærsta letri sínu til að staðfesta þennan framburð Ragnars. Nú þykir hinsvegar ekki lengur henta að halda þessu fram. Nú er búið að ákveða f æðsta ráði flokksins að kenna Framsóknarflokknum um..„Þess vegna verður Ragnar að skrifa söguna upp á ný og ógilda það, sem hann hefur áður sagt. I hinni nýju sögu Ragnars er Alþýðuflokk- urinn Iftið eða ekkert nefndur, þótt hann væri áður talinn sökudólgurinn...“ Magnús og málm- blendiverksmiðjan Og Tfminn heldur áfram: „Magnús Kjartansson á ótvf- rætt þann heiður, að hafa haft forustu um þetta mál og lagt megingrundvöll að þvf samn- ingsuppkasti, sem hefur verið gert við amerfska málmblendi- hringinn. t þessu uppkasti er að finna margt, sem er til lofs Magnúsi og þeim, sem hafa unnið að þessu máli með hon- um. Það var lfka vitanlegt, að fyrir réttu ári voru allir þing- menn Alþýðubandalagsins þessu máli fylgjandi nema tveir. Nú hefur hins vegar ver- ið snúið við blaðinu og ákveðið að Alþýðubandalagið verði á móti málinu. Magnúsi Kjartanssyni hafa þvf verið settir þeir kostir að snúast gegn þvf eða að hljóta bannfær- ingu æðsta ráðsins. Magnús hefur kosið sama kost og Ragn- ar Arnalds. Hann vitnar nú orð- ið gegn þvf máli, sem hann er höfundur að, en það má Magnús eiga, að hann gerir það á þann hátt, að augljóst er, að honum er það óljúft. Sama verður vart sagt um Ragnar. En báðir beygja þeir sig undir flokksagann." Guðmundur og Ingi R. Þá segir Tfminn: „Innan Alþýðubandalagsins eru hins vegar til sjálfstæðari menn, sem ekki láta beygja sig undir flokksagann, og eru nógu sterkir til að lúta ekki neinum fyrirmælum. Einn þessara manna er Guðmundur Hjartar- son, sem greiddi atkvæði með gengisfellingunni f stjórn Seðlabankans, þvf að hann taldi það skásta úrræðið, eins og komið var. Guðmundur Hjartarson hefur um langt skeið verið talinn af flokksbræðrum sfnum mestur fjármálamaður þeirra og þvf fengið það hlutverk að sjá öðr- um fremur um fjárreiður flokksins. Það var þvf ekki neitt undarlegt þótt Lúðvfk Jósefsson skipaði hann banka- stjóra Seðlabankans. Eftir vandlega athugun sá Lúðvfk ekki annan innan flokksins, hæfari til að gegna þessari stöðu, sakir gáfna og reynslu. Guðmundur brást ekki þvf mati Lúðvfks, að hann væri glöggur fjármálamaður, þegar hann greiddi atkvæðí meðgengisfell- ingunni á dögunum. Að sjálf- sögðu gerði hann það ekki ánægður frekar en aðrir, en sem reyndur f járaflamaður gerði hann sér þess grein, að ekki var um annað skárri kost að ræða. Það er ótvfrætt, að næst Guð- mundi Hjartarsyni hefur Ingi R. Helgason verið mesti fjár- málasérfræðingur Alþýðu- bandalagsins. Hann hefur átt þátt f flestum eða öllum fjár- málafyrirtækjum, sem tengd hafa verið Alþýðubandalaginu á einhvern hátt, en þegar rætt er hér um Alþýðubandalagið, er jöfnum höndum átt við Sam- einingarflokk alþýðu — Sósfalistaflokkinn. Traust sitt á fjármálahyggindi Inga R. Helgasonar hefur svo Alþýðu- bandalagið sýnt með þvf að gera hann að fulltrúa sfnum f bankaráði Seðlabankans. Þar tók Ingi R. þá afstöðu, þegar fjallað var um gengisfelling- una, að hann lét skjalfesta bók- un, sem fól f sér allskonar vangaveltur um að gengisfell- ing gæti verið varasöm. Bókun- in var lesin upp f útvarpi og birt f Þjóðviljanum. Af henni kunna ýmsir að hafa dregið þá ályktun, að Ingi R. hafi greitt atkvæði gegn gengisfelling- unni. En svo var ekki. Ingi R. sat hjá við atkvæðagreiðsluna. Hann vildi ekki taka á sig þá ábyrgð að vera á móti gengis- fellingunni, þótt hann teldi hana varasama. Staða Alþýðubandalagsins er nú þannig, að tveir mestu fjár- málamenn þess, Guðmundur Hjartarson og Ingi R. Helga- son, hafa neitað að fylgja þeirri flokkslfnu að vera á móti gengisfellingunni. Þeir fylgja áfram sömu stefnu og Lúðvfk Jósepsson og Magnús Kjartans- son höfðu f vinstri stjórninni og höfðu enn f sambandi við stjórnarmyndunarviðræðurnar á sfðastl. sumri, þegar þeir við- urkenndu að nokkur gengisfell- ing væri óhjákvæmileg. Efna- hagsvandinn var þó ekki orðinn eins hrikalegur þá og nú.“ Séra Bernharður Guðmundsson skrifar frá Addis Abeba: Elsa — og þau hin.. — Hann hefur verið veikur í marga daga, sígrátandi með uppköst. Faðirinn réttir Elsu lítinn böggul, það örlar þar á brúnum dún á litlum kolli, — þarna er agnarsmá, þjáð mann- vera. — Gafstu honum smjör? — Bara pínulítið, bara agnar- lítið, trúðu mér. — En nóg til þess, að hann varð veikur. Ég hef sagt þér það áður, nýfædd börn mega ekki fá þrátt smjör. En taktu þetta með þér heim og komdu aftur, ef honum batnar ekki. Elsa réttir föðurnum 2 pakka af mjólkurdufti, strýkur barn- inu hlýlega á kollinn, fer síðan að sinna næsta sjúklingi sem bíður. Kannski hrjáir hann malaria, slöngubit, vannæring, lungnabólga, berklar ... allt eru þetta algengir sjúkdómar. Yfir 100 manns bíða þennan morgun eftir að Elsa líti á þá. Sumir hafa verið bornir yfir vegleysur næstum 2 dagleiðir. Það kemur sér vel að Elsa hef- ur hröð handtök og kann vel til verka. Hún skrifar á spjöld, hvað gera skal fyrir sjúklinginn og í næsta herbergi eru aðstoð- armenn sem framkvæma það — gefa lyf og gera að sárum. Elsa Jakobsen er frá Færeyj- um og á þar 12 systkini búsett. Hún hefur starfað í Noregi, Danmörku og á Islandi, en síð- asta áratuginn eða svo hefur hún starfað á vegum kristni- boðsins í Eþíópiu og alltaf með Islendingum. Fyrst með Ás- laugu og Jóhannesi Ölafssyni í Gidole, en nú síðustu árin í Konsó. Elsa segist ekki vita á hvaða máli hún hugsi, en þegar henni er mikið niðri fyrir, berst frá henni á hreimfagurri ís- lenzku: „Blessað barnið" eða „hugsa sér“. Þar sem fjölskyldutengsl eru jafnsterk og hér í Afriku, er óhugsandi að komið sé með sjúkling, hann lagður inn og síðan komi eirihver úr fjöl- skyldunni í heimsókn af og til. Sjúklingurinn yrði sjálfsagt PETTA VENJULEGA , DROPI / (110- T VTAKK) u Xx ANOSK.....Ö5V/FNI 'AN PESS AD L'ATA 7 HftKKA PRlSlNN FASTA KÚNNA VhA MEÐ GOÐUM ), FYRIRVARA JSf&tfú/VD miklu veikari en ella af ein- manaleik og hræðslu við hið framandi umhverfi. Nei, hér í álfu er það algengast að fjöl- skyldan einfaldlega búi hjá sjúklingnum meðan hann er veikur. Algengt er, að 2—3 sofi undir rúmi hans og í kringum það. A daginn er setið og spjall- að, tvinnuð bómullinn, stellað með mat. Meira að segja slátr- aði einn eiginmaðurinn geit við rúm konu sinnar. Hún skyldi sko fá veizlu, svo að henni batn- aói og kæmist sem fyrst heim. Það eru 20 sjúkrarúm á sjúkraskýlinu í Konsó, en sem framan greinir er þar miklu fleira folk viðloðandi. Læknir- inn kemur einu sinni í mánuði til skurðaðgerða, annars hvílir allt á Elsu. Umhirða sjúklinga, móttaka yfir 20.000 sjúklinga á ári á göngudeild, innkaup, fjár- mál, viðhald o.s.frv. Við höfum komið á marga spítala hér í Eþtópíu, en hvergi var loft og lykt jafngóð sem á skýlinu í Konsó, né eins snyrti- leg umgengni. Þetta er þeim mun meira afrek sem sífelldur vatnsskortur er í Konsó. — Er þetta ekki erfitt? spyr ég Elsu. — Erfitt? Ég veit ekki. Það er nóg að gera og Guð hefur gefið góða heilsu og verndar allt starfið hér. Það, sem er erfit^ er, þegar mikið sjúkt fólk kemur í regn- tímanum og ókleift er að ná til læknis. Þá verð ég oft að reyna að gera upp á eigin spýtur sitt- hvað sem er langt fyrir utan verksvið hjúkrunarkvenna. En ég veit að sjúklingurinn deyr ef ekki er eitthvaó að gert. Þaó knýr mig til að reyna mitt bezta, ef vera kynni að það gæti hjálpað. Það er enginn sími í Konsó, og því enginn möguleiki að ráð- færa sig við lækni með þeim hætti. Eitt kvöldið meðan við vorum þar, var komið með fár- veika konu. Hún hafði verið i fæðingu í marga daga, fóstrið var dáið og hún kom því ekki frá sér vegna legu þess. Kjell- run kona Skúla er hjúkrunar- kona og saman lögðu þær Elsa krafta sína þessa nótt til að bjarga lífi þessarar svörtu syst- ur. Dieselmótorinn gall í heitri hitabeltisnóttinni og sá fyrir Ijósi, aðstandendurnir sátu um- komulausir kringum bál utan við skýlið. Inni á skurðstofunni gerðu konurnar bæn sína og hófust síðan handa við aðgerð- ina. Morguninn eftir, er ég kom á stjá, var Elsa önnum kafin á göngudeildinni að venju, þreytuleg aó vísu. Hún brosir: — Það hafðist — með Guðs hjálp. Konan fór heim stálslegin að nokkrum tíma liónum. Elsa býr í litlu húsi í grennd við sjúkraskýlið. Þar voru líka 5 unglingar 1 jólafríi, sem Elsa annast um. Munaðarlaus börn, eða fjölskyldan hefur neitað að taka við, er legu þeirra lauk. Nú liggur ungur drengur á skýlinu flogaveikur og með berkla. Hann hefur komið aftur hvað eftir annað sárþjáður. Foreldfarnir vilja ekkert með hann hafa, því að þau trúa því, að Satan búi i honum. Trúlega verður hann sjötta fósturbarnið hennar Elsu. — Hjátrúin er voðaleg hér, segir Elsa. — Fólk lifir í sífelld- um ótta við Satan. Lif þess snýst um að reyna að blíðka hann með öllum mögulegum ráðum. Þau forðast líka að kveikja ljós af ótta við að illu andarnir eigi auðveldara með að finna það og gera því mein. Vesalings, vesalings fólkið. Það eru forréttindi að mega flytja því fagnaðarerindio um Jesúm Krist, sem frelsar frá hinu illa. Á hverjum morgni hefur Elsa helgistund.Boðar þessu hrædda hrjáða fólki, að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf sinn ein- getinn son, svo að hver sem á hann trúir'glatist ekki heldur hafi eilíft líf. Ég sá nýtt blik í augum sumra þeirra, sem á hlýddu. Þannig þjónar Elsa bræðrum sínum og systrum — líknar líkama og sál. Hún þjónar manneskjunni allri.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.