Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1975 Halldór Guðjónsson, dósent: Málmblendiverksmiðjan Félasslff I.O.O.F. 8= 1 562268V2 = 9.I □ Edda 59752257 — 1 □ Edda 59752257 = 2. I.O.O.F. Rb. 1 = 1242258VÍ — Bingó. K.F.U.K. Reykjavík Kvöldvaka kl. 20.30 I kvöld. 16 ára og eldri i unglingadeildum fé- lagsins boðnar á fundinn. Allar konur velkomnar. Stjórnin. Félag einstæðra foreldra auglýsir fund á Hótel Esju fimmtu- dag 27. febr. kl. 21. Fjallað um efnið „staða einstæðra foreldra I þjóðfélaginu". Framsögu hafa Sævar Berg Guðbergsson, Guðrún Helgadóttir og Erla Jónsdóttir. Gunnari Thoroddsen félagsmála- ráðherra hefur verið boðið á fund- inn. Umræður. Veitingar eftir vali. Nýir félagar velkomnir. Stjórnin. Filadelfía Almennur bibliulestur kl. 20:30. Ræðumaður Einar Gislason. Félagsfundur verður haldinn hjá kvennadeild Sálarrannsóknarfélags fslands miðvikudaginn 26. febrúar kl. 20.30 að Hallveigarstöðum. Aðalfundur Kvenfélags Ásprestakalls verður haldinn miðvikudaginn 26. febrúar að Norðurbrún 1 kl. 8.30 stundvislega. Venjuleg aðalfundar- störf. Þær umræður sem nýlega hafa orðið um samninga við Union Carbide hafa, eins og títt er um slíkar umræður, snúist um of upp í mannjöfnuð og flokksjöfnuð. Hættur þessa umræðuforms eru augljósar og því skal hér reynt að vekja aftur máls á efni umræð- unnar, og þá einkum á einum þætti þessara samninga, þætti sem aldrei hefur verið ræddur i alvöru, þótt þegar virðist hafa verið tekinn um hann ákvörðun. Það virðist sem svo að eignar- hlutur okkar í verksmiðjunni hafi verió ákveðinn því sem næst þegjandi og hljóóalaust, eða á grunni raka, sem ekki eru efna- hagsieg. Þótt rökin fyrir þessari eignaraóild hafi aldrei verið sett skýrt fram, liggur í loftinu að þau höfða einkum til sjálfstæðisvilja okkar, það er til vilja okkar að verða ekki um of háóir ákvörðun- um erlendra aðila. Væntanlega er hér um hreint efnahagslegt vandamál að ræða. Sem fullvalda ríki er okkur í lófa lagið að stemma stigu við allri áreitni hugsanlegra viðsemjenda okkar, annarri en þeirri sem spretta kann af samningi sem við gerum við þá um vöru, þjónustu og pen- inga. Til þess að gera grein fyrir hugsanlegum áhrifum Union Carbide á efnahagslif okkar, skulu hér settir fram tveir fjar- stæðustu möguleikarnir á eignar- hlut okkar í fyrirhugaðri verk- 'smióju: 1) að Islendingar eigi verk- smiðjuna aó fullu og 2) að Union Carbide eigi verk- smiðjuna að fullu. Þar sem hér er eingöngu fjallað um arðsemissjónarmið má í gróf- um dráttum líta svo á að eingöngu þurfi að taka tillit til tveggja atriða: 1) hver verður væntanlegur ágóði og 2) hversu góð verður aðstaða okkar til aó tryggja ágóóann. Við þurfum að reyna að gera ágóðann sem mestan en þó eink- um að hafa tryggingu hans sem mest á okkar valdi. Ef Union Carbide á verksmiðj- una að fullu, virðist í grófum dráttum mega skipta tekjum okk- ar af verksmiðjunni á eftirfar- andi hátt. 1. Rafmagnssala 2. Laun starfsmanna 3. Tekjur af byggingu verk- smiðjunnar 4. Landleiga 5. Skattar Þar sem ætla má, að við gætum, ef við vildum, lagt á verksmiðj- una eignarskatta frekar en tekju- og veltuskatta, gætum við i þessu tilviki séð til þess að nær öll áhættan stafaði af 1. lið og við værum því óháðir öllum ákvörð- unum Union Carbide, sem ekki snerta framleiðslumagn verk- smiðjunnar. Eins og orkumálum er háttað i heiminum er væntan- lega betra fyrir okkur að semja um orkuverð en nokkuð annað, enda trúlegt að Union Carbide sé fyrst og fremst að sækjast eftir orku, þegar þeir leita hingað. Jafnframt mætti nýta orkuna til annars ef framleiðsla verksmiðj- unnar stöðvaðist. En Union Carbide væri fastbundið fjárfest- ingu sinni hér og yrði því mjög tregt til að stöðva framleiðsluna. Þess ber líka að geta að lióir 3., 4. og 5. mundu skila okkur gjald- eyristekjum til annarra nota þegar er bygging verksmiðjunnar hefst. Ef vió ættum verksmiðjuna að fullu, er engin ástæða til að sund- urgreina tekjur okkar af henni; við hefðum tekjur af sölu málm- blendisins og Union Carbide yrði eini kaupandinn. Við yrðum eins og áður háðir orkuverði í heimin- um, þó það kæmi fram á annan hátt en áður, en þar við bætist, að Union Carbide hefði meira frjáls- ræði til að breyta afstöðu sinni til verksmiðjunnar. Jafnframt yrð- um við ekki aðeins háðir fram- leiðslumagni verksmiðjunnar, við yrðum líka fyrir sveiflum á verði framleiðslunnar. Við yrðum jafn- vel háóir því hvernig Union Carbide færir bækur sínar; fyrir- tæki gæti ákveóió að taka ágóða sinn í verslun með málmblendi í stað þess að taka hann í fram- leiðslunni. Enn ber að geta þess að gjaldeyristekjur myndu engar verða af verksmiðjunni fyrr en framleiðsla hæfist. Það er því ljóst að í seinna tilvikinu er áhætta okkar mun meiri en í hinu fyrra, (reyndar ætti það að vera ljóst af því einu að allri fjárfestingu fylgir áhætta) en jafnframt ætti að vera ljóst að áhættan vex á þann hátt að einn erlendur aðili fær í hend- ur verulegt ákvörðunarvald um efnahag okkar. Áhætta okkar og hugsanleg sjálfstæðisskerðing fer vaxandi með vaxandi eignaraðild í verksmiðjunni. Það eru reyndar ýmis önnur Stjórnin. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53., 55. og 57. tbl. Lögbirtingablaðsins 1974 á Stafnesvegi 1, neðri hæð, Sandgerði, þinglesinni eign Ólafs Gíslason- ar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 27. febrúar 1975 kl. 14.00, eftir kröfu Árna Gr. Finnssonar hrl., Jóhanns Þórðarsonar hdl., Jóns N. Sigurðssonar hrl., Guðjóns Steingrímssonar hrl., Björgvins Sigurðssonar hrl. og Árna Gunnlaugssonar hrl. Sýslumaður Gullbringusýsli. efnahagsleg atriði sem ræða bæri í sambandi við þessar fjárfest- ingaráætlanir okkar. Á þessum síðustu og verstu vikum er ljóst orðið, að við höfum ekkert eigið fé til að fjárfesta, við verðum að reisa verksmiðjuna á sama hátt og við reisum íbúðirnar okkar, upp á krít og borga að lokum við því að vinna næturvinnu eða þiggja styrk frá pabba. Skuldagreiðslur okkar til út- landa eru, og hafa lengi verið, miklu stærri hluti þjóðartekna okkar en nokkrum hagfræðingi þykir eðlilegur og hættulaus. Jafnvel þótt verksmiðjan stæói undir öllum sinum skuldagreiðsl- um þegar frá fyrsta degi fram- kvæmda við verksmiðjuna, mundi þetta skuldahlutfall engu að síður versna við byggingu verksmiðj- unnar. Að sjálfsögóu skilar verk- smiðjan ekki afrakstri strax, við verðum því um nokkurn tima að greiða skuidir af verksmiðjunni með öðrum tekjum okkar. Erum við aflögufær? Enn má benda á, að bygging verksmiðjunnar er ekki hluti af neinni stærri áætlun, það virðast engar ákveðnar hugmyndir á kreiki um það hvernig stóriðnþró- un Islands skuli áfram haldið að þessari verksmiðju reistri. Það ber heldur ekkert á því, að alvar- lega hafi verið farið á fjörurnar við aóra en Union Carbide. Við getum þvi hvorki gert okkur grein fyrir gæðum samnings með þvi að bera hann saman við fyrir- hugaða stefnu, né heldur með því að bera hann saman við aðra möguleika, sem við kunnum að eiga í dag. r — Rætt við Arna Grétar Finnsson Framhald af bls. 21 striða. Er það vegna þeirra tekna, sem þið hafið af ál- verinu? — Við höfum vissuiega góðar tekjur af álverinu, segir Árni Grétar Finnsson. Hins vegar hefur reynslan verið sú, ef ég tek t.d. Akureyri til samanburð- ar, að tekjur Akureyrarbæjar1 af samanlögðum fasteigna- gjöldum og aðstöðugjöldum hafa verið hærri á undanförn- um árum en samanlagðar tekj- ur Hafnarfjarðarbæjar af fasteignagjöldum, aðstöóu- gjöldum og framleiðslugjaldi frá ISAL. Á þessu ári er gert ráð fyrir stórhækkun tekna frá ÍSAL, þar sem veruleg hækkun var á heimsmarkaðsverði áls á s.l. ári, sem veldur hækkun á framleiðslugjaldinu. Nú hefur hins vegar átt sér stað sam- dráttur í álsölu og er verksmiðj- an nú ekki rekin með fullum afköstum. Vera má því, að tekj- ur af ISAL séu of hátt áætlaðar í ár, en þær eru byggðar á sömu forsendum og notaðar voru við gerð fjárlaga. — Þið gengust fyrir niður- skurði á útgjöldum bæjarfé- lagsins þegar í júlímánuði á s.l. ári, er ekki svo? — Jú, það er rétt. Þegar sýnt var, að endar mundu ekki ná saman hjá bæjarsjóði, þá skar bæjarstjórnin niður ýmis út- gjöld um nærri 60 millj. kr. eða um 12% af heildarútgjöldum bæjarfélagsins. Þetta var að sjálfsögðu hvorki auðvelt né vinsælt fyrir nýkjörna bæjar- - stjórn, en sú varkárni og fyrir- hyggja, sem meirihluti bæjar- stjórnar sýndi þá, á sjálfsagt sinn stóra þátt i þvi, hvernig afkoma bæjarsjóðs var um síó- ustu áramót. — Hvernig hafa viðbrögð bæjarbúa verið við þessum nið- urskurði? — Þau hafa verið mjög jákvæð. — Hvaða útgjöld og hvaða framkvæmdir voru helzt skorn- ar niður? — Framlög til byggingar- framkvæmda og innréttingar á húsnæði voru skorin niður um 26,3 millj. og framlög til verk- legra framkvæmda þ.e. gatna- gerðar um 32,4 milljónir eða samtals um 58,7 millj. kr. Hins vegar er skylt að geta þess, að greiðslur frá ISAL fóru um 40 millj. fram úr áætlun og voru því gatnagerðarframkvæmdir auknar á ný um haustið. — Hvernig hefur meirihluta- samstarf fimm bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins og tveggja bæjarfulltrúa Félags óháðra borgara gengið, það sem af er kjörtímabilinu? — Þetta samstarf hef ur geng- ið mjög vel og meirihlutinn hef ur verið mjög samhentur. Bæj- arstjórinn, Kristinn Ó. Guð- mundsson, gegnir nú bæjar- stjórastarfi þriðja kjörtímabilið í röð. Hann hefur reynzt mjög nýtur í starfi, sérstaklega sam- vizkusamur að því er lýtur að fjármálastjórn bæjarins, enda er traust fjármálastjórn undir- staða blómlegra framkvæmda, segir Árni Grétar Finnsson að lokum. Stýrimann — vélstjóra og háseta Vantar á 64 lesta bát sem rær frá Rifi. Uppl. í síma 52820. Ullarmatsmaður Viljum ráða nú þegar ullarmatsmann í verksmiðju vora í Mosfellssveit. Vakta- vinna. Ferðir úr Reykjavík til og frá verk- smiðju. Álafoss h. f. sími 66300. I. vélstjóra og háseta vantar á bát sem gerður er út frá Rifi. Upplýsingarí síma 93-6646. Skrifstofustarf Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar óskar eftir að ráða ritara til starfa í skrifstofu samlags- ins. Vélritunarkunnátta áskilin. Umsóknir sendist fyrir 28. febrúar. Sjúkrasamlag Hafnarfjarðar. Logsuðumenn og plötusmiður Lausar eru stöður fyrir fjölmarga hæfa og vana logsuðumenn og plötusmiði. Unnið verður í landi við langtímastörf i Noregi i sambandi við oliuborpalla. Umsækjendur verða að undirrita a.m.k. 6 mánaða starfssamn- ing og vera Norðurlandamenn. Vinnuveitandi greiðir fargjöld fram og til baka. Launatrygging 30 norskar krónur á klst. 600 norskar krónur á viku (daglaun) Allir skilmálar samkvæmt samningum launþegasamtaka. Meðmæli nauðsynleg. Hafið þegar bréfa- og simasamband við: teikn. dr. Thor Holmgren, Inter — Thor, Sweden A/B, Bangatan 1, 26500 Helsingborg, Sweden, simi 042 516 55 eða 1 1 15 01. Telex 72620. Bezt að auglýsa 1 Morgunblaðinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.