Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1975
21
RÆTT VIÐ ÁRNA
GRÉTAR
FINNSSQN
RÆJAR
FULLTRÚA
Fjárhagsáætlun Hafnarfjarðar fyrir árið 1975 var afgreidd á
fundum bæjarstjórnar Hafnarfjarðar hinn 28. janúar og 30. janúar
sl. Heildartekjur í ár eru áætlaðar 760 milljónir króna, en voru á
sfðasta ári um 500 milljónir. Helztu tekjuliðir nú eru útsvör 381
milljón, fasteignagjöld 92,6 milljónir, jöfnunarsjóðsgjald 77
milljónir, framleiðslugjaid frá ÍSAL 112 millj., aðstöðugjöld 40
millj. og gatnagerðargjöld 28 millj.
Helztu útgjöld eru: Verk-
legar framkvæmdir 261,7 millj.,
eignabreytingar, þ.e. bygging-
arframkvæmdir o.fl. 178 millj.,
félagsmál 91 millj., fræðslumál
76 millj., stjórn kaupstaðarins
31 millj., íþróttamál 16,4 millj.,
eldvarnir 19,5 millj., heilbrigó-
ismál 40 millj. og framlög til
verkamannabústaða 13 millj.
Morgunblaðið hefur átt viðtal
við Árna Grétar Finnsson,
bæjarráðsmann Sjálfstæðis-
flokksins í Hafnarfirði, um
fjárhagsáætlunina, þau verk-
efni, sem framundan eru í bæj-
armálum Hafnarf jarðar og fjár-
hagsafkomu bæjarfélagsins á
sl. ári, sem var mjög erfitt ár
fyrir svo til öll bæjarfélög á
landinu. Fer viðtal þetta hér á
eftir.
— Hver eru helztu verkefni,
legt slitlag á götur í Hafnar-
firði. En það er ein nauðsynleg-
asta framkvæmd, sem við blasir
í bænum. Næstu tvö árin má
hins vegar ekki búast við nein-
um verulegum framkvæmdum
við lagningu varanlegs slitlags,
þar sem bæjarsjóður verður að
einbeita sér að því að endur-
nýja allar lagnir i götum bæjar-
ins, eins og ég hef lýst hér að
framan.
— Hvað líður skólabygging-
um í Hafnarfirði?
— Hafin er bygging á 7 nýj-
um kennslustofum við Víði-
staðaskóla, sem ætlunin er að
taka i notkun næsta haust. Þá
hefur bæjarstjórn nýlega sam-
þykkt að byggja nýjan skóla í
suðurbænum og er undirbún-
ingur þeirrar framkvæmdar
þegar hafinn. Verið er að ljúka
Þessi loftmynd var tekin af Hafnarfirði á sl. ári. Örvarnar
sýna væntanleg ný byggingarsvæði í Hafnarfirði.
TRAUST FJÁRHflGSSTflÐfl
HAFNARFJARÐAR:
HVORKIGREIÐSLU
HALLINE SKULDA
AUKNING SL. ÁR
- ÞRÁTT FYRIR ERFWLEIKA ANNARRA SVEITARFÉLAGA
sem framundan eru í Hafnar-
firði?
— Stærstu verkefnin, sem nú
er unnið að, segir Ámi Grétar
Finnsson, er lagning hitaveitu í
Hafnarf jörð. Þetta verk er unn-
ið af Hitaveitu Reykjavíkur, en
hins vegar þarf Hafnarfjarðar-
bær að leggja út í stórfram-
kvæmdir vegna hitaveitulagn-
ingar, við holræsakerfi bæjar-
ins. Þær lagfæringar eru for-
senda þess, að hægt sé aó leggja
hitaveitu í bæinn. Heil bæjar-
hverfi i Hafnarfirði hafa ekki
holræsi og í ýmsum öðrum er
holræsakerfið orðið mjög
lélegt. Hitaveitukerfið i
Hafnarfirði verður svokallað
einfalt kerfi og þarf vatn að
geta runnið frá húsunum. Það
verður meginverkefni Hafnar-
fjarðarbæjar á næstu tveimur
árum að endurnýja holræsa-
kerfi bæjarins til þess að hægt
verði að taka á móti hitaveitu í
öll hverfi Hafnarfjarðar. Jafn-
framt þessu verða vatnslagnir
endurnýjaðar og þá er enn-
fremur stefnt að því, að rafveit-
an endurnýi sitt dreifingar-
kerfi um leið í þeim götum, sem
teknar verða til meðferðar.
Þessar framkvæmdir munu
kosta mikið fjármagn og er ráð-
gert, að i ár verji bæjarsjóður
Hafnarfjarðar og Rafveita
Hafnarfjarðar á þriðja hundrað
millj. kr. til þessa verkefnis.
Þegar þessum framkvæmd-
um er lokið verða hins vegar
allar þær götur, sem skipt hef-
ur verið um lagnir í, tilbúnar
undir lagningu varanlegs slit-
lags, en meginkostnaóur við
varanlega gatnagerð í Hafnar-
firði liggur i endurnýjun allra
lagna og undirbyggingu gatna.
Er þess því að vænta, að eftir að
lokið er framkvæmd þessarar
áætlunar um endurbyggingu
gatna verði hægt að gera veru-
legt átak í því að leggja varan-
nýbyggingu við Flensborgar-
skóla og unnið er að endurbót-
um á eldra húsnæði skólans. Þá
er verið að koma upp tréiðnað-
ardeild við Iðnskóla Hafnar-
f jarðar. Þar er nú hafin verkleg
kennsla í fáeinum greinum.
Þá má geta þess, að á s.l.
sumri var hafin bygging dag-
heimilis i Hafnarfirði og er það
fyrsta dagheimilið, sem Hafnar-
fjarðarbær byggir. Gert er ráð
fyrir, að vinna þar fyrir 26
millj. kr. á þessu ári og verður
byggingu dagheimilisins vænt-
anlega lokið á árinu 1976.
Margvislegar aðrar fram-
kvæmdir eru í gangi, s.s. endur-
bætur á heilsuverndarstöð, sem
Hafnarfjarðarbær kostar, end-
urbætur á Sólvangi og fleiri
framkvæmdir, sem of langt mál
yrði upp að telja hér. Þess má
geta, segir Ami Grétar Finns-
son, að hafnar eru framkvæmd-
ir við höfnina eftir alllangt hlé.
Er byrjað á smiði bátabryggju í
suðurhöfninni, en sú fram-
kvæmd mun kosta nálægt 100
millj. kr. og einnig er byrjað á
nýrri hafnarvog, sem væntan-
lega verður tilbúin til notkun-
ar snemma í sumar. Við erum
að skipuleggja nýtt byggða-
hverfi í svokölluðum Hvömm-
um, það er svæði sunnan Jtk
friðarstaða, og er þess að
vænta, að byggingar hefjist þar
innan 1—2 ára. Þá er hafinn
Árni Grétar Finnsson
undirbúningur að skipulagn-
ingu nýs byggingarhverfis í
suóurhluta Hvaleyrarholts.
— Hvernig stendur Hafnar-
fjarðarbær að vígi fjárhagslega
til þess að standa í öllum þess-
um framkvæmdum?
— Að sjálfsögðu er fjárþörf
Hafnarfjarðarbæjar mikil eins
og annarra sveitarfélaga, en
miðað við allar aðstæður held
ég sé óhætt að fullyrða, að
Hafnarfjarðarbær standi til-
tölulega vel að vígi. Að vísu
liggur ekki fyrir endanleg
niðurstaða hjá bæjarsjóði fyrir
s.l. ár, en samkvæmt þeim upp-
lýsingum, sem ég hef aflað mér
hjá bæjarstjóranum Kristni Ö.
Guðmundssyni, þá mun ekki
hafa orðið greiðsluhalli á
rekstri bæjarsjóðs Hafnarfjarð-
ar á s.l. ári og skuldir hans
munu að líkindum ekki hafa
aukizt. Hins vegar var afkoma
Rafveitu Hafnarfjarðar erfið á
s.l. ári einsogannarra rafveitna
og stafar það fyrst og fremst af
því, að fyrrverandi rikisstjórn
heimilaði ekki hækkanir hjá
rafveitum í samræmi við aðrar
verðlagshækkanir. Rafveitan
skuldaði Landsvirkjun yfir 20
millj. kr. um síðustu áramót
fyrir rafmagn og mun bæjar-
sjóður verða að taka á sig að
greióa þessa skuld í ár.
Þá hefur Bæjarútgerð
Hafnarfjarðar ekki farið var-
hluta af þeim erfiðleikum, sem
útgerðarfyrirtæki hafa átt við
að stríða á s.l. ári. Þar til við-
bótar hafa komið til miklar og
alvarlegar bilanir hver eftir
aðra á hinum nýja togara
Bæjarútgerðarinnar, Júní, sem
valdið hefur útgerðinni stór-
kostlegu fjárhagslegu tjóni.
Gert er ráð fyrir, að bæjarsjóð-
ur verði að greiða vegna Bæjar-
útgerðarinnar 13 millj. kr. á
þessu ári.
— Nú hafa flest sveitarfélög
átt við gifurleg fjárhagsvanda-
mál aó etja á s.l. ári, safnað
miklum skuldum og verið rekin
með stórkostlegum greiðslu-
halla. Hver er skýringin á því,
að Hafnarfjörður hefur ekki átt
við sams konar vandamál að
Framhald á bls. 22