Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1975 23 t RICHARD TÓMASSON, Eskihlið 7, lést i Landspítalanum sunnudaginn 23. þ.m. Systkini hins látna. t Móðir okkar, KRISTÍN SIGUROARDÓTTIR, Langholtsvegi 187, andaðist á Borgarspitalanum 22. febrúar 1 975. Málfríður Magnúsdóttir, Sigríður Magnúsdóttir, Áslaug Magnúsdóttir. t Sonur minn og bróðir okkar, ÞORSTEINN ASMUNDSSON, Gunnarssundi 1, Hafnarfirði, andaðist 21. þ.m. Markrún Felixdóttir og systkini hins látna. t Maðurinn minn, GUNN LAUGURGUÐJÓNSSON, útgerðarmaður frá Siglufirði, verður jarðsettur miðvíkudaginn 26. þ.m. kl. 13.30frá Dómkirkjunni. Hólmfríður Sigurjónsdóttir. t Faðir minn, INGVAR GÍSLASON, vistmaðurá Hrafnistu, andaðist 21. febrúará Borgarsjúkrahúsinu. Fyrir hönd vandamanna, Sigurjón Ingvarsson. t EIRÍKUR SIGURÐSSON vélstjóri, Hjallabraut 13, Hafnarfirði, lézt um borð í m/s Dísafelli aðfararnótt föstudagsins 21. febrúar. Guðný Valtýsdóttir og börn, Þóra Eiriksdóttir, Sigurður Sigfinnsson. t ÞÓRA KRISTÍN MARGRÉT HELGADÓTTIR, Suðurgötu 38. Bjarnabæ, Hafnarfirði, andaðist i Landspítalanum 22. febrúar. Fyrir hönd systkina, Matthias Helgason. t Útför bróður okkar, ÞÓRÐAR BENEDIKTSSONAR, fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 2 7. febrúar kl. 10.30. Finnur Benediktsson, Ólafur Benediktsson. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför, KRISTÍNAR M. GUÐMUNDSDÓTTUR, Vesturbergi 8. Reykjavík. Kristján B. Magnússon, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn. Jóhanna Pálsdóttir Minningarorð Jóhanna Pálsdóttir var fædd aö Hjallakoti á Álftanesi 15.3. 1895. Faöir hennar var Páll Stefáns- son, f. 26.6. 1864, d. 10.8. 1935. Páll stundaöi sjómennsku á Álfta- nesi og víðar, vann að hafnargerð Reykjavíkur og við pakkhússtörf og fisksölu um árabil, vel látinn heiursmaður, faðir hans var Stefán Ásgrímsson, f. s.s. 1808, bjó lengst af á Álftanesi, d. 28.10. 1890. Sonur Asgríms Stefánsson- ar bónda að Króki i Arnarbæli í Ölfusi.f. 1768, d. 14.3. 1851. Móðir Jóhönnu var Ólöf Jóns- dóttir, f. 25.6. 1873, Tjarnarkoti, Álftanesi, dóttir Jóns Eiríksson- ar, f. 16.1. 1838 í Hjallasókn. Jón drukknar ásamt 8 sjómönnum við kræklingstekju i Hvalfirði 5.5. 1875. Páll og Ólöf eignast þessi börn: Þjóðbjörg Pálsdóttir f. 28.12. 1890, Jóhanna Pálsdóttir f. 15.3. 1895, d. 15.2. 1975, Guðný Páls- dóttir f. 16.7. 1897, d. 19.10. 1963, Guðmundur Pálsson f. 28.9. 1900, Ingveldur Pálsdóttir f. 4.8. 1904, Guðbjörg Pálsdóttir f. 22.2. 1907, Gestur Pálsson f. 5.11. 1911, Júlíus Sigvaldason f. 31.7. 1911, son Þjóðbjörgu ólu þau einnig upp. Jóhanna giftist 31.12. 1921 Antoni Eyvindssyni, f. 26.3. 1893, brunaverði í Reykjavík. Börn þeirra eru: Benedikt f. 12.2. 1922 kv. Fríðu Gísladóttur, Asta f. 21.11. 1925 g. Otto Malmberg, María f. 2.10. 1927, d. 27.2. 1957, g. Kristjóni Jónssyni, d. 1.7. 1961. Langri starfsævi er lokið. Hönd og hugur mikillar konu hafa fengið hvíld. Ár gleði og ár sorga, er saga hennar. En reisn, fegurð ásamt góðvild og hlýju þessarar merku konu gleymist engum sem henni kynntist. Eng- an skugga ber á minningu henn- ar, henni á ég ótal margt að þakka, hún veitti mér oft gleði og hvatningu þegar á þurfti að halda hún setti ljós sitt aldrei undir mæliker. Þannig lifir hún í minn- ingu ótal margra. Nú er hún kvödd með þakklæti fyrir það hvernig hún lifði lífi sínu. Æskuárin liðu við kröpp kjör. Börn þurrabúðarmannsins Páls Stefánssonar í Hjallakoti á Alfta- nesi urðu 7. Hann og kona hans Ölöf Jónsdóttir lögðu hart að sér, en lifsbaráttan var erfið, svo erfið að ótrúlegt er til þess að hugsa. Faðir minn, bróðir Jóhönnu, hefur sagt mér að þau hafi ekki soltið, en magafylii fengu þau kannski ekki dögum saman, en ástriki skorti börnin ekki, um- hyggja foreldranna var þrotlaus. Langar stundir var Páll frá heim- ili sínu við róðra og vinnu- mennsku og þá hvíldu uppeldis- störfin á Ólöfu og það sögðu syst- kinin oft, að mestu gleðistundir bernskunnar voru þegar Páll kom heim eftir langa útiveru. Þá varð hreysið að konungshöll. Systkina- hópurinn var óvenju samlyndur strax í æsku og mér er til efs, að meiri samheldni systkina, þetta margra, eigi sér mörg fordæmi. Ólöf og Páll taka sig upp og flytja til Reykjavíkur 1913 til þess að eiga þess kost að veita börnum sínum betri aðhlynningu i hús- næði, fæði og uppeldi. Árið 1921 giftist Jóhanna eftir- lifandi manni sínum Antoni Ey- vindssyni, miklum öðlingsmanni, sem allir eldri Reykvikingar þekkja vegna starfs hans í slökkviliði Reykjavíkur. Þau hjón voru mjög samhent og samstillt i hverju sem þau tóku fyrir hend- ur. Heimili Jóhönnu bar þess merki að þar var ekki höndum til kastað, enda einstaklega hlýlegt og fullt anda gestrisni og góðvild- ar. Jóhanna og Anton eignuðust 3 börn mannvænleg, sem verða for- eldrum sínum til mikillar gleði. Eiginmaður, börn og allt, sem þau varðar, situr í fyrirrúmi, hagur þeirra er æ borinn fyrir brjósti, þó var ávallt timi til þess aó taka þátt í gleði allra, veita huggun, jafnvel tiltal þegar þess þurfti við, ekkert var henni óviðkom- andi, sem til heilla horfði fyrir systkinahóp sinn, ekki vegna for- vitni né yfirgangs, það átti hún ekki til, en ef hana grunaði að hún gæti orðið að liði þá var það umsvifalaust gert. Meðan ég rita þetta og hugsa til lífs Jóhönnu þá minnist ég hlýju hennar og það er ljúfsár tregi sem ég finn til. Það voru alltaf gleói- og eftirvænt- ingarstundir þegar Jóhönnu og Antons var von, því milli heimila foreldra minna og þeirra var ein- læg vinátta. Þetta voru alltaf gleðistundir og forvitin eyru lítils drengs drukku í sig umræður þær sem fram fóru. Gjafmildi Jóhönnu var einstök, þar vissi hægri höndin ekki hvað sú vinstri gjörði. Það er erfitt fyrir ungt fólk að skilja í dag, að fyrir aðeins 40 árum var það stórt áhyggjuefni fyrir ungan dreng í stórri fjöl- skyldu hvort hægt yrði að eignast nýja skó fyrir jólin. Nýir skór, það var að eignast hálfan heiminn. Svo var Jóhönnu fyrir að þakka, að draumurinn um skóna rættist í mörg ár. Ég átti afmæli í desem- ber og fékk þá ávallt nýja skó frá henni. Hlýja og ylur þessarar minningar gleymist aldrei. Jóhanna og móðir mín voru mikl- ar og einlægar vinkonur, áttu traust samband sin á milli og báru saman ráð sin þegar ástæða var til. Sameiginlegri ákvörðun þeirra um framgang mála hefði engum komið til hugar að standa i vegi fyrir. Þaó sýnir best traust mitt og virðingu fyrir henni og dómgreind hennar, að allt fram á allra síðustu ár leitaði ég ráða hennar um mál til þess að heyra álit hennar áður en lokaákvörðun var tekin. Það var gaman að fara með Jóhönnu, Anton og föður minum þegar daginn fór að lengja og rauðmaginn að veiðast, suður á Álftanes, rauðmagi annarstaðar að var helst ekki ætur. Að heyra Jóhönnu og Guðmund rifja upp sögur frá æskuárunum á nesinu, með glettnum og hlýlegum inn- skotum Antons var ógleymanlegt. Svo þegar Jóhanna er liðlega 60 ára, börnin uppkomin og notaleg- ir, rólegir dagar framundan. barnabörnin að byrja að vaxa úr grasi. Allir keppast við að bera þau hjónin á höndum sér. Þá dregur dimmt ský fyrir sólu, Maria dóttir þeirra Antons deyr Framhald á bls. 31 S. Helgason hf. STEINiÐJA flnhoiii 4 Slmar 14677 og 14254 Qtfaraskreytingar blómouol i Gtóóurhúsið v/Sigtún simi 36770 t Faðir minn, ÓLAFUR S. DAGFINNSSON, andaðist mánudaginn 24. fe-brúar. Fyrir hönd vandamanna. Valdimar Ólafsson. t Eiginmaður minn, ÞORSTEINN ÞORSTEINSSON, Hofsvallagötu 16, lést i Borgarspitalanum að kvöldi 21. febrúar. Ásdís Eyjólfsdóttir. t Eiginmaður minn, faðir okkar og sonur, GEIR GUÐLAUGUR JÓNSSON, verður jarðsunginn frá Háteigskirkju, miðvikudaginn 26. febrúar kl. 3 eh. Þeim, sem vildu minnast hins látna er vmsamlega bent á að láta Sjálfsbjörg njóta þess. Signý Þ. Óskarsdóttir, Sigriður Geirsdóttir, Maria Geirsdóttir, Þorkell Geirsson, Maria Árnadóttir. t Unnusti minn, sonur okkar og bróðir, GUÐMUNDUR GEIR YNGVASON Engjaveg 27, ísafirði, verður jarðsunginn frá ísafjarðarkirkju þriðjudaginn 25. febrúar kl. 2. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á liknarstofnanir. Sólveig Friðbjarnardóttir, Sigrun Einarsdóttir, Yngvi Guðmundsson. Auður Yngvadóttir, Einar Ágúst Yngvason, Þuriður Yngvadóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.