Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1975 hf. Árvakur, Reykjavfk. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn GuSmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. ABalstrnti 6, sfmi 10 100. . _ Aðalstrnti 6, sfmi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. i mðnuBi innanlands. f lausasölu 35,00 kr. eintakið. Útgefandi Framkvnmdastjóri Ritstjórar Ritstjómarfulltrúi Fróttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjóm og afgreiBsla Auglýsingar Almenn og góð heilsu- gæzla er ein af undir- stöðum velferðar í þjóðfé- lögum nútímans. Ljóst er, ao lítið þjóðfélag eins og okkar hlýtur að eiga fullt í fangi með að fullnægja þeim kröfum, sem gerðar eru á þessu sviði. Heilsu- gæzlumálefnin hafa alla tíð verið erfið úrlausnar hér á landi, m.a. vegna þess strjálbýlis, er við búum viö. Um nokkurra ára skeið hefur veriö leitazt við að gera úrbætur í þessum efnum úti á landsbyggð- inni. Margt hefur þegar áunnizt, þó að enn sé víða pottur brotinn, þar sem heil byggðarlög búa við ótrygga læknaþjónustu. Fram til þessa hafa menn gjarnan litið svo á, að það væri fyrst og fremst landsbyggðin, sem ætti við vandamál að etja á þessu sviði. En því fer fjarri að svo sé. í þéttbýlinu ber nú í vaxandi mæli á erfið- leikum varðandi heilsu- gæzlu, þó að þeir séu e.t.v. ekki í öllum tilvikum sama eðlis og í strjálbýlinu. íbú- um Reykjavíkur er þannig margur vandi á höndum að því er varðar heimilislækn- ingar, og ljóst er, að í þeim efnum er afar nauðsynlegt að gera víðtækar úrbætur. Nýlega hefur verið upp- lýst, að í Reykjavík einni séu nú a.m.k. 6000 manns, er ekki hafi sérstakan heimilislækni. Því hefur jafnvel verið haldið fram, að allt að 11000 Reykvík- ingar nytu ekki þeirrar að- stöðu að hafa sérstakan heimilislækni. Hverjum manni má ljóst vera, að við svo búið má ekki sitja og leggja verður ríka áherzlu á að finna lausn á þessum vanda. Það er með öllu óviðunandi ástand, þegar þúsundir manna búa við öryggisleysi af þessu tagi. Borgaryfirvöld í Reykja- vík hafa reynt að beita sér fyrir lausn þessara vanda- mála, en ekki þarf að fara í grafgötur um, að þar er við ramman reip að draga. Fram til þessa hefur ríkis- sjóður ekki getað greitt lögboðinn kostnað við heilsugæzlu og sjúkrahús í Reykjavík. Ríkissjóður hefur með öðrum orðum ekki megnað að fylgja eftir frumkvæði Reykjavíkur- borgar. Þetta er m.a. ein af ástæðunum fyrir því, að framkvæmdir á þessum sviðum hafa dregizt á lang- inn. Það er fyrst á fjárlög- um þessa árs, að gert er ráð fyrir framlagi til heilsu- gæzlustöðvar í Reykjavík. Hópsamvinna heimilis- lækna hefur mjög rutt sér til rúms á síðari árum, og margt bendir til þess, að sú leið sé vænlegust til þess að greiða úr því ófremdar- ástandi, sem nú ríkir í þessum efnum í Reykjavík. Borgaryfirvöld hafa um nokkurt skeið unnið að undirbúningi að stofnun heilsugæzlustöðva í borg- inni. Ákveðið er að hefjast handa með slíka starfsemi í Árbæjarhverfi, og sú fjár- veiting, sem nú hefur verið ákveðin í þessu skyni, mun fara til þess að kaupa hús- næði undir heilsugæzlu- stöð þar. Þá hafa borgar- yfirvöld unnið að því að koma upp slíkri stöð i Breiðholti. Teikningar hafa þegar verið gerðar og vonir standa til, að fram- kvæmdir geti hafizt á næsta ári, þannig að unnt yrði að hefja þar starf- rækslu fyrir árslok 1977, ef fjárhagsörðugleikar verða ekki til tafar. Hér er verið að fara inn á nýjar brautir við heilsu- gæzlu í borginni, og að því leyti verður að líta á fyrir- hugaðar heilsugæzlustöðv- ar í Árbæ og Breiðholti sem eins konar tilraun. Reynslan mun dæma um gildi þessa fyrirkomulags, en vonir standa vissulega til þess, að þetta nýja fyrir- komulag geti orðið undir- staða stórbættrar heilsu- gæzlu í Reykjavík. Starf- semi af þessu tagi á að ná til líkamlegra, andlegra og félagslegra þátta heilsu- gæzlustarfsins, og menn hljóta því að vona, að þau skref, sem nú er ætlunin að stíga, beri þann árangur, sem vænzt er. Borgaryfirvöld í Reykja- vík hafa lagt ríka áherzlu á, að allt verði gert, sem unnt er, til þess að bæta aðstöðu fyrir aldraða og langlegu- sjúklinga. Fjárhagserfið- leikarnir hafa vitanlega tafið framkvæmdir á þessu sviði. Hér kemur einnig til, að ríkissjóður hefur ekki getað tekið þátt í byggingu sérstakrar álmu við Borg- arspítalann í þessu skyni, svo sem lög mæla þó fyrir um. Eins og sakir standa er gífurlegur skortur á rúm- um fyrir langlegusjúklinga og ljóst er, að í þessum efnum er mjög brýnt að lyft verði Grettistaki. Margar leiðir hafa verið kannaðar í því skyni að bæta úr bráðum vanda á þessu sviði. Borgarstjórn ákvað t.a.m. fyrir skömmu að tilhlutan heilbrigðis- málaráðs að taka Hafnar- búðir undir slíka starfsemi. Talið er, að þar megi vista a.m.k. 30 sjúklinga, en ráð- gert er að þessi deild starfi í nánum tengslum við Borgarspítalann. Hér er um mjög mikilsvert fram- tak að ræða, sem kemur til með að bæta talsvert úr þeim skorti, sem nú er á rými fyrir langlegusjúkl- inga, þó að mikið sé enn ógert. Allt þetta sýnir, að all- umfangsmikið starf hefur verið unnið á þessu sviði, þó að mörgum finnist eðli- lega að of hægt gangi. Mestu skiptir þó, að skipu- lega og markvisst sé unnið að úrbótum í heilsugæzlu- málum, svo sem reynt hefur verið, eftir því sem föng eru á hverju sinni. Heilsugæzlumál í Reykjavík Frá æskulýðsstarfi þjóðkirkjunnar: Fjölskyldan Eftir sr. Guðmund Þorsteinsson — fyrri hluti Inngangur: Því ber svo sannarlega að fagna, að æskulýðsdagur þjóð- kirkjunnar skuli nú að þessu sinni helgaður málefnum heim- ila, hjúskapar og fjölskyldulífs, þvi að hér er um einhver veiga- mestu mál hvers samfélags að ræða. Heimilin eru í senn grundvallarundirstöður og burðarásar pnannlegs sam- félagslífs og þá aðillinn, er hvað mestan þátt á í því að móta líf unga fólksins í landinu og búa það því veganesti, er dugir og með þarf til þess að æskan geti lifað heilbrigðu, þróttmiklu mannlífi og sé þess síðar umkomin að leysa hina eldri kynslóð af hólmi f land- inu. A vettvangi heimilis og í faðmi fjölskyldu eru örlög hins uppvaxandi þjóðfélagsþegns ráðin. Af því má sjá, hve mikil- vægt það er, að heimilin séu traustar og sterkar stofnanir, er valdi viðfangsefnum sínum. Hér er því ekki um neitt smá- mál að ræða, er viðhlítandi skil verði gerð f stuttri grein, held- ur verður hér um flest stiklað á stóru og nokkurra atriða getið, er snerta þennan vettvang einstaklingsins, heimili hans og fjölskyldulíf. Rætt verður stutt- lega um gildi og kosti hjú- skapar- og fjölskyldusamfélags, ennfremur fjallað nokkuð um þær hættur, er að þessu sam- félagsformi, kjarnafjölskyld- unni, steðja og getið að lokum nokkurra úrræða, til verndar einingu og innri styrk fjöl- skyldulífsins, þessarar grund- vallareiningar þjóðfélagsins. I. Kostir fjölskyldusamfélags- ins Maður er manns gaman, segir fornt spakmæli og sem sam- félagsveru er manninum það lífsnauðsyn að lifa í nánum tengslum við aðra menn. Frá örófi alda hefur hann lifað fjöl- skyldulífi og saga mannkyns flytur máttugan boðskap um það alheimshlutverk, sem fjöl- skyldan hefur haft með hönd- um i aldanna rás og þrátt fyrir hin fjölmörgu blæbrigði mann- legs lífs í heiminum má þó hvarvetna greina þennan grundvallar þátt þessarar mannfélagsstofnunar, foreldra og börn og nánustu ættmenni, sem tengd eru tryggða- og blóð- böndum fjölskyldunnar. Mestu veldur um varanleik og langæi hjúskapar- og fjöl- skyldulifs, að þetta mannlífs- form er stofnað af Guði og nýt- ur frá öndverðu velþóknunar hans. Þessvegna þjónar þetta samfélagsform í senn mann- inum og lífinu og breytir þar engu um, þótt hjúskapur og fjölskyldulíf eigi við margs kyns vandamál að stríða á síbreytilegum tímum, þar sem ný og gömul viðhorf takast á. Engin stofnun ófullkominna manna verður nokkru sinni fullkomin og gallalaus. Jafnve! hinar hreinustu hugsjónir fara menn um flekkuðum höndum. En fátt sýnir betur gildi og kosti fjölskylduformsins, sveigjanleik þess og aðlögunar- hæfni en sú staðreynd, að það skuli henta hverri nýrri tið, hverri nýrri kýnslóð, að það skuli hafa lifað af allar bylt- ingar og umbreytingar I þjóð- félögunum öld eftir öld. Sé tekið mið af skýrslum og tölfræðilegum staðreyndum, er hjónaband og fjölskyldu- samfélag það, er af þvf leiðir, vinsælt samlífsform, sem lang- flestir æskja eftir og vænta sér mikils af. Fari hjónaband út um þúfur skoðast sá atburður, sem einangrað fyrirbæri og or- saka og skýringa leitað hjá hjúskaparaðilum sjálfum frem- ur en skuld sé skellt á samlífs- formið. Sem fyrr greinir, óska langflestir eftir því að lifa hjúskapar- og fjölskyldulífi I kjarnafjölskyldu, og þótt lltill, hávaðasamur hópur telji um- breytinga þörf m.a. á þann hátt að stofna stórfjölskyldur, þar sem hópur óskyldra aðila af báðum kynjum lifir fjölskyldu- lífi, og þótt þessi hópur kunni lag á þvl að láta til sln heyra I fjölmiðlum, veitir hann enga þverskurðarmynd af viðhorfum fólks almennt. Það er sannar- lega þversagnakennt, að þeir aðilar skuli vera til, sem beita sér fyrir frelsi frá hefðbundn- um hjúskap, sem menn þó almennt óska eftir að ganga I, að reynt skuli að gera lítið úr þvf mannlega sambúðarformi, sem flestir vænta sér svo mikils af. Það mun mála sannast, að „allir elsajjeirai wira ÆSMBurallUlGIIRIIHH 1975 menn þoli allar breytingar á högum sínum fremur en á þessu sviði. Fólk getur flutt bú- ferlum jafnvel til annarra landa, skipt um nágranna og vini, atvinnu og vinnufélaga og þetta allt gengið árekstra- og áfallalítið, sé fjölskyldan með. En leysist heimilis- og fjöl- skyldulíf upp, skilur það ævin- lega eftir djúp ör I sálarlífi fjöl- skyldufélaganna. Þetta gegnir engri furðu, því að engin mann- 'félagsstofnun uppfyllir jafnvel þörf mannsins fyrir öryggi og traust. Innan vébanda fjöl- skyldunnar finnur einstakl- ingurinn, að hann heyrir öðrum til, er öðrum einhvers virði, hefur eitthvað að lifa fyrir, og öðlast verndartilfinningu I ótryggum heimi, er býður upp á ugg og einmanaleik. Allir hafa þörf fyrir kærleika, umhyggju, vináttu og tryggð og ekkert veitir þetta I ríkari mæli en hjúskapur og fjölskyldullf. Með því að láta fólk undirgangast skilyrði og skyldur hjúskapar- sáttmála vill þjóðfélagið efla og styrkja tengsl og öryggi þessa sambúðarforms, þannig að ekki sé fyrirvaralaust hægt að vlkj- ast undan vanda eða segja skilið við skyldur, án þess að reynt sé eftir megni að ráða fram úr þeim vandkvæðum, er upp kunna að koma I sambúð- inni. Og hér lætur þjóðfélagið sig mestu varða uppeldishlut- verk heimilanna. Barnið, ávöxt- ur samlífs karls og konu, á fyllsta rétt á því að hafa for- eldra sína samtimis hjá sér og rannsóknir hafa sýnt, að barni líður betur I fjölskyldu, hjá móður og föður en I nokkurri annarri mannfélagsstofnun, séu foreldrarnir á annað borð færir um að ala upp börn, en frá því geta að sjálfsögðu verið undantekningar. I fjölskyldu eru grundvallarþarfir barnsins uppfylltar, þar tilheyrir það ákveðnum hópi ástvina, er veit- ir því öryggi og skjól ekki að- eins um stundarsakir, heldur um alla framtfð. Ekkert barn getur að skaðlausu farið á mis við þessa umhyggju, þetta öryggi. Og hefðbundin fjöl- skyldugerð tryggir þennan grundvallar rétt barnsins að eiga foreldra, búa hjá þeim og njóta þeirra samtlmis. Auk þess er svo heimili og fjölskylda griðastaður hinna fullorðnu, I önn og erli dag- anna, heilagt vé, þar sem fólk fær að njóta friðar og hvíldar og endurnæringar og byggja sig upp fyrir það starf og strlð, er fylgir lifsbaráttu mannanna. Hér hafa örfá dæmi um kosti hjúskapar- og fjölskyldulífs verið nefnd og I ljósi þeirra þarf víst engan að undra, þótt þessi samfélagsstofnun hafi reynst lífseig innan mannlegs samfélags I aldanna rás.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.