Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1975 19 —Agnar Framhald af bls. 15 Celtic. — Það er gaman að fylgjast með ýmsu varðandi körfuboltann vestra, t.d. söl- unum á leikmönnunum sem eru ævintýralegar. Aisindor (Jabbar) sem er einn besti miðherji heimsins f dag var t.d. seidur sfðast á um 3 millj. dollara, eða um 1,2 milljónir punda. — Balck- burn Rovers er uppáhalds- liðið í ensku knattspyrnunni sem Agnar fylgist einnig vel með, og nú bfður hann eftir að sjá þá leika i 2. deild að ári. Agnar hafði ákveðið að hætta körfuknattleik fyrir tveim árum, en honum sner- ist hugur með það. — Mér er engin launung á þvf, að ástæðan fyrir þeirri ákvörð- un að leika áfram var ein- göngu tekin vegna þeirrar stefnu sem Körfuknattleiks- sambandið tók f landsliðs- málunum. Það var nær ekk- ert um landsleiki hér áður fyrr, og lftið við að vera fyr- ir landslið. En þegar hin nýja stefna kom fram, sá maður möguleika á að leika fjöldann allan af Iandsleikj- um og það var freistandi. Stefna K.K.l. f þessum mál- um er mjög jákvæð, — UBK Framhald af bls. 15 hefir skiðaáhugi stórum aukist f Kópavogi." Ætlar Breiðablik að gangast fyrir einhverjum hátíðahöldum í tilefni afmælisins? „Já það verður mikið um dýrð- ir. Laugardaginn 1. mars mun fara fram knattspyrnuleikur á gamla vellinum. Það verða heima- menn og Vestmannaeyingar sem eigast við. Leikurinn verður liður i árlegri bæjakeppni. A eftir verður opið hús á vegum félagsins þar sem velunnurum og félögum verða bornar kaffiveitingar. Hálfum mánuði seinna mun verða haldin afmælishátið í Asgarði, nýja íþróttahúsinu í Garðahreppi. Þar verður keppt I knattspyrnu, handknattleik, körfuknattleik og sýnd glíma. Þá má ekki gleyma einum stærsta liðnum í tilefni afmælisins sem er útgáfa afmælisrits. Blaðið kemur væntanlega út um mánaðamótin mars-apríl, og er ætlunin að gera blaðið vel úr garði. Við vonum að bæjarbúar sýni þessum hátfðahöldum okkar áhuga.“ Hvernig er fjárhagslega staða Breiðabliks? „Eins og er er félagið í tals- verðri skuld. Þó er alltaf bjart yfir. Við börmum okkur ekki. Okkur tekjulindir eru þær sömu og annarra íþróttafélaga. Það er að segja styrkur frá bænum, sem segja má að sé vel úti látinn. Þá er og styrkur frá I.S.I., tekjur af getraunum og skemmtunum o.sv.frv. Þá hafa ýmis fyrirtæki hér í Kópavogi styrkt okkur dyggilega. Má þar einkum nefna Byggingavöruverslun Kópavogs, Utvegsbankann, Málningu h.f. og Ispan. Öll þessi fyrirtæki eiga miklar þakkir skildar. Þá má ekki gleyma ágætu félagi sem stofnað var á s.l. ári. Það nefnist Styrktar- mannafélag Breiðabliks og hefir verið félaginu sterkur bakhjarl." Nokkuð að lokum Þórir? „Ekki nema að það virðist bjart fram undan hjá Breiðabliki. Eins og árangurinn á s.l. ári varð, er ekki annað að sjá en i Kópavogi sé efnilegt íþróttafólk. Ég vona að framhaldið hjá þessu unga fólki verði eins gott og hingað til.“ Þessi voru lokaorð Þóris Hall- grímssonar formanns Breiða- bliks. — Landsleikur Framhaid af bls. 17 höfðu þeir alltaf mann yfir hon- um, stundum tvo. Hitt var svo augljóst mál, og reyndar fyrirfram vitað, að sóknarleikur ísienzka liðsins var ekki nægilega fjölbreyttur. Það sama var reynt aftur og aftur, og undir lokin tókst júgöslavneska liðinu að finna bærileg svör við því og var það, ásamt með þreytu leikmanna, örugglega aðalskýr- ingin á því að íslenzka liðinu gekk illa að skora þegar á leikinn leið. Þarna kemur einfaldlega til að íslenzka liðið hefur ekki haft tíma og aðstöðu til þess að æfa nógu vel saman. Bak við hvert leikkerfi sem lið notar liggur vinna og aftur vinna. —Taylor Framhald af bls. 15 3. deild þar sem það leikur nú. Hamingjuhjól- ið virðist þó farið að snúast félaginu f hag að nýju. Félagið á nú góða möguieika á að vinna sér sæti að nýju f 2. deild. Flestir segja að þar ráði miklu frábær frammistaða Peter Taylors. Taylor segir: „Ég held að við séum með nógu gott lið til að komast upp f aðra deild. Okkur fer stöðugt fram, einkum fyrir frábæra handleiðslu Malcolms Alli- son. Hann veit sannarlega hvað knattspyrna er og mannskapurinn sem hann hefir er það góður, að ég er viss um að Crystal Palace er aftur á leið upp.“ Taylor hefir ekki enn þá verið valinn f landslið Eng- lands. En það mun varla verða á þvf löng bið, — Toppliðin Framhald af bls. 17 sæti með jafnmörg stig og Stoke City. Hefur þetta litla félag stað- ið vel fyrir sínu í vetur, en að margra dómi var það ekki líklegt til afreka þegar keppnistimabilið hófst. Öll mörkin voru skoruð í seinni hálfleik. Skoraði Leighton James bæði mörk Burnley. Áhorf- endur voru 18.525. Middlesbrough — Leeds 0:1 Jackic Charlton, framkvæmda- stjóri Middlesbrough fékk fyrr- verandi félaga sína í Leeds í heimsókn á laugardaginn og eigi færri en 39.500 áhorfendur komu til þess að fylgjast með viðureign- inni. Leikurinn var mjög jafn til að byrja með, en á 32. mínútu bar sókn Leeds árangur er Alan Clarke skoraði. Eftir mark þetta varð gífurleg barátta í leiknum, þar sem Middlesbrough var meira með knöttinn og fékk fleiri tæki- færi. Bæði Frank Spraggon og Dave Amstrong komust í dauða- færi, en Leedsararnir höfðu heppnina með sér, tókst að halda marki sínu hreinu og halda frá Middlesbrough með bæði stigin f pokahorninu. Fylkir - KR 30-29 ÁRBÆJARLIÐIÐ Fylkir setti heldur betur strik íreikninginní 2. deildar keppninni I handknattleik á sunnudaginn er liðið lagði KR-inga að velli í Laugardalshöllinni. 30—29 urðu úrslit þessa leiks sem var orðinn mjög harður I lokin og endaði raunar með því að einn KR-inganna gat ekki lengur haft stjórn á skapi sinu og lamdi annan dómara leiksins. Fylkir kom verulega á óvart með því að ná strax góðri forystu í leiknum, og henni tókst liðinu að halda allan fyrri hálfleikinn og vera 5 mörkum yfir, þegar flautað var til leikhlés. Mikið var skorað á báða bóga, enda fátt um varnir og markvázlan ekki upp á marga fiska. í seinni hálfleiknum tóku KR-ingar það til bragðs að taka tvo leikmenn Fylkisliðsins úr umferð. Bar það þann árangur að þegar seinni hálfleikur var hálfnaður munaði aðeins tveimur mörkum á liðunum. Virtist svo sem að KR-ingar væru að ná tökum á leiknum, en einmitt þegar mest á reyndi gerðu einstakir leikmenn liðsins sig seka um mikið bráðlæti og i stað þess að jafna leikinn enn frekar náði Fylkir frekari forystu. Mikil spenna var i leiknum undir lokin, en Fylkismönnum tókst að halda sínum hlut og sigra. Með þessum ósigri má segja að KR-ingar séu út úr myndinni í baráttunni um 1. deildar sætið að ári, nema þvi aðeins að Fylkir sigri Þrótt einnig, en liðin eiga eftir að leika. Vinni KR hins vegar alla leiki sina sem eftir eru og þeirra á meðal Þrótt, er möguleiki á aukaleik um 1. deildar sætið milli KR og Þróttar. Oómarar i leik Fylkis og KR voru þeir Kjartan Steinbeck og Eysteinn Guðmundsson, og voru þeir, einkum Eysteinn, stundum of fljótir að gripa til flautunnar og tóku þannig nokkur mörk af KR-ingum. Mörk KR i leiknum skoruðu: Hilmar Björnsson 16, Haukur Ottesen 6, Björn Blöndal 3, Símon Unndórsson 1, Ingólfur Óskarsson 1, Bogi Karlsson 1 og Jóhann Sævarsson 1. 2. DEILD Bjarni Jónsson, þjálfari og „prfmus mótor“ Þróttarliðsins skorar f leiknum við Þór. Þróttur — Þór 30-17 ÞRÓTTUR sýndi frábæran leik þegar félagið mætti Þór frá Akureyri i 2. deild karla á laugardag. Einkum var það i siðari hálfleik sem Þróttur sýndi getu sina. Hvað eftir annað komu þeir Akureyrinqunum I opna skjöldu og burstuðu þá gersamlega með 30 mörkum gegn 1 7. Það var reyndar jafnt á öllum tölum upp i 9—9. en þá voru um 8 min. til leikhlés. Þá brugðu Þróttarar á það ráð að taka Þorbjörn Jensson úr umferð, en hann hafði til þessa verið óstöðvandi, skorað fimm mörk I röð. Við það breyttist gangur mála Þrótti i hag sem skoraði þrjú siðustu mörkin i hálfleiknum og hafði þvi betur 12 gegn 9. I siðari hálfleiknum héldu Þróttarar uppteknum hætti, settu mann til höfuðs Þorbirni, og sölluðu svo mörkum i netmöskva Þórs. Lyktirnar urðu siðan 30 mörk gegn 17 Þrótti i vil, og stendur liðið nú með pálmann í höndunum, hefir tapað fæstur stigum i deildinni. Þróttarar léku þarna skinandi handknattleik sem gefur ekkert eftir þvi besta sem sést hérlendis. Það er gott jafnvægi i leik liðsins, skyttur, góðir linuspilarar og menn til að senda boltann á tinuna. Allt þetta gerir það að verkum að þeir hafa liklega sterkasta liðinu á að skipa í 2. deild. Það er-helst KA frá Akureyri sem stenst Þrótti snúning, enda eru það Akureyringarnir sem hafa hirt þessi þrjú stig af Þrótti. Bestu menn Þróttar f leiknum gegn Þór voru tvimælalaust Bjarni Jónsson, Halldór Bragason og Friðrik Friðriksson. Auk þeirra átti Konráð Jónsson skinandi leik á linunni. Þórsliðið var hvorki fugl né fiskur eftir að Þorbjörn var tekinn úr umferð. Þar með var eina virkilega hættulega langskyttan hjá Þór úr leik. Auk Þorbjörns átti Benedikt Guðmundsson all góðan leik. Leikinn dæmdu Olfert Nábye og Gunnlaugur Hjálmarsson og voru óvenju slakir. MÖRKIN. Þróttur: Friðrik 7, Bjarni 6 (5v), Halldór og Jóhann Frimannsson 4 hvor, Konráð 3, Trausti Þorgrimsson og Sveinlaugur Kristjánsson 2 hver, Erlingur Sigurðsson og Gunnar Gunnarsson eitt mark hvor. Þór: Þorbjörn 7, Benedikt 5 (1v), Gunnar Gunnarsson 2, Aðalsteinn Sigurgeirsson, Jón Sigurðsson og Óskar Gunnarsson eitt mark hver. Sigb. G. ÍBK - Þór 13-12 Það var engin frægðarför sem Þór frá Akureyri gerði suður i Keflavik á sunnudag til að leika við heimamenn í 2. deild islandsmótsins i handknattleik. Það er óþarft að orðlengja það, að Keflvikingar sigruðu með 13 mörkum gegn 12 i slökum leik. Gangur leiksins var annars þessi: Þór skoraði fyrsta markið, og var Aðalsteinn að verki úr viti. Guðni Kjartansson jafnaði þegar i stað fyrir Keflavik, og Þorsteinn og Steinar bættu siðan tveimur við áður en Þór náði að skora sitt annað mark. 3:1 fyrir Keflavik. Þá tóku Þórsardt góðan sprett og náðu tveggja marka forystu sem Keflavik siðan jafnaði, 5:5. Næstu þrjú mörk voru Þórs, en lokaorðið i hálfleiknum áttu Keflvikingar og staðan i hléi var þvi 8:6 fyrir Þór. Guðni minnkaði muninn i upphafi síðari hálfleiks í eitt mark. Þá skoraði Þorbjörn fyrir Þór og höfðu Akureyringarnir þvi aftur tveimur betur. En það reyndist skammgóður vermir þvi Keflvíkingar skoruðu næstu þrjú og voru þvi yfir, 10:9. Þá var jafnað, og Þór bætti síðan öðru marki við skömmu siðar. Þá skoraði Keflavík og staðan 11 gegn 11, og allt gat gerst. Þór skoraði svo sitt tólfta mark þegar tiu minútur voru til leiksloka og reyndist það síðasta mark Akureyringanna, þvi Keflvikingar skoruðu tvivegis það sem eftir lifði, og sigruðu þvi með 13 mörkum gegn 12. Eins og fyrr getur var leikurinn i heild fremur slakur. Einkum virtust Akureyringar áhugalitlir, og þvi fór sem fór. Það voru aðeins tveir leikmenn í liði Þórs sem eitthvað kvað að. Þeir voru Benedikt Guðmundsson og Tryggvi Gunnarsson markvörður. Keflvikingar náðu þarna í tvö kærkomin stig, og ættu eftir þennan sigur að vera úr allri fallhættu. Það breytir þó engu um það, að liðið er fremur slakt handknattleikslið. Þeir sem raunverulega bera liðið uppi eru knattspyrnumennirnir Guðni Kjartansson, sem þó hefir litið leikið með í vetur, Steinar Jóhannsson og Þorsteinn Ólafsson. Dómarar voru Árni Júliusson og Ólafur Andrésson og dæmdu ekki vel. Mörkin. Keflavik: Þorsteinn 5 (v), Guðni 3, Steinar og Sævar Halldórsson 2 hvor og Grétar Grétarsson eitt mark. Þór: Benedikt 5, Þorbjörn Jensson 3, Aðalsteinn Sigurgeirsson 2(1 v), Jón Sigurðsson og Óskar Gunnarsson eitt mark hvor. Sigb. G. UBK — Stjarnan 19-18 AUKAKAST tekið á röngum stað örfáum sek. fyrir leikslok færði Breiðablik bæði stigin I leik gegn Stjörnunni sem fram fór i Garða- hreppi á sunnudag. Knötturinn var sendur á Hörð Má Kristjánsson sem skoraði rétt áður en flautan gaf leikslok til kynna. Þarna hefðu dómararnir Vilhjálmur Jónsson og Bjarni Jónsson mátt vera betur á varðbergi sem og oftar i leiknum. Annars var leikurinn oft ágætlega leikinn af báðum liðum. Þó er það skoðun undirritaðs að Stjarnan hafi verið mjög óheppin að hljóta ekki bæði stigin. T.d. mistókust Stjörn- unni fimm vitaköst. Fjögur þeirra varði Marteinn Árnason og það fimmta fór i slá. Já, Marteinn gerði piltunum úr Garðahreppi oft lifið leitt með góðri markvörslu. Breiðablik hafði forystu lengst af. Kópavogsliðið hafði betur í hálfleik 12 mörk gegn 8. Stjarnan vann þennan mun upp fljótt í siðari hálfleik og hafði einu marki betur, 15—14, þegar tíu mín. voru til leikstoka. Eftir það skiptust liðin á um að skora, en lokaorðið átti Breiðablik eins og áður getur og sigraðí með 19 mörkum gegn 18. Breiðabliksliðið hefir marga snjalla menn innan sinna vébanda. En þessir annars ágætu leikmenn ná ekki að mynda þá heild sem nauðsynleg er til að ná árangri. I leiknum á sunnudag voru það markvörðurinn Marteinn Árnason og Hörður Már Kristjánsson sem komust einna best frá. Síðan nýja íþróttahúsið I Garðahreppi var tekið I notkun hefir Stjarnan tekið undraverðum framförum í handknattleiknum. Það er ekki gott að segja hvar liðið væri statt I deildinni ef aðstaðan hefði verið til reiðu strax í haust. En við því verður litið gert héðan af, ekkert virðist blasa við liðinu annað en fallið. Gunnar Björnsson bar af á sunnudag eins og oftast áður. Hann er leikmaður með gifurlegan stökkkraft og hörku skytta. Aftur á móti or varnarleikurinn hans veika hlið. Guðmundur Ingvason og Kristján Ólason áttu og ágætan leik. MÖRKIN. Breiðablik: Hörður 7 (2v), Daniel Þórisson 4 (2v), Diðrik Ólafsson 3, Sigurjón Ragnarsson og Páll Eyvindsson 2 hvor og Steinþór Steinþórsson eitt mark. STJARNAN: Gunnar og Kristján 4 hvor, Magnús Andrésson og Guðmundur (2v) 3 hvor, Guðfinnur Sigurðsson 2 (1v), Geir Ingimars- son og Guðjón Friðriksson (v) eitt mark hvor. Sigb. G.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.