Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 28
 28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRÚAR 1975 veizla og steik og annar fagnaður á boróum, snerti hún samt varla á nokkrum bita. Lítið er það, sem kattartungan finnur ekki, segja menn, og svo er um þá virðingagjörnu. Síra Tómas var glaður mjög að þessari veizlu og skrafhreifinn, yrti á marga og leitaðist við að skemmta, einkum þeim konunum; en hvort sem það heldur var af ásettu ráði gjört eða af tilviljun, þá bar ætíð svo við, að hann kallaði Ingi- björgu á Hóli maddömu, þegar hann ávarpaði hana; en jafnan, er hann sneri máliríu til Ingveldar, sagði aldrei nema blátt áfram: Ingveldur mín! Ingveldi þótti sem ekki ætti að draga af sér það, sem hún ætti og guð hefði gefið henni, og var henni það verra en þó hún hefði fengið sinn undir hvorn vanga, þegar prestur talaði til hennar, en varð aftur bleik sem nár í hvert skipti, sem hann ávarpaði Ingibjörgu. Þá er menn voru gengnir undan borðum, sýndi Ingveldur vonum bráðara á sér fararsnið, og hugðu menn hana kranka. Indriði kom þá að máli við móður sína — og vildi ég, segir hann, að þú, móðir, minntist þess, er þú hézt mér, að vekja máls á bónorðinu, og mun ekki annan tíma betra færi á gefast. Annan veg virðist mér þetta, sonur, sagði Ingi- björg, sýnist mér Ingveldur ekki hafa verið með glöóu bragði í dag, hvað sem veldur; en þó má ég gjöra það fyrir þín orð að hætta til þess. Sætir hún þá lagi að fá færi á Ingveldi, áður en HÖGNI HREKKVÍSI — Hvers vegna stanzarðu þarna á miðri leió, Snati minn? hún riði brott; og einhvern tíma stóð svo á, að þær urðu tvær saman fyrir ofan bæinn; gengur þá Ingi- björg til hennar og kveður hana blíðlega og segir: Mig langar til að tala nokkur orð við yður, áður en þér farið; ég hef verið beðin þess af manni, og þykir mér mikið undir því, hverju þér svarið. Mín er æran og yðar lítillætið, maddama góð, ef þér viljið tala við mig, og látið mig heyra erindi yðar, sagði Ingveldur og glotti við. Ingibjörgu grunaði nú af þessu svari, hvernig fara mundi, og þagnaði við; en með því að svo langt var komið, var illt aftur hvarfs, tekur hún aftur til máls og segir: Það er erindi mitt, að sonur minn Indriói hefur beðið mig að koma að máli við ykkur mæðgurnar um það, hvort ykkur mundi það óskapfellt, að hann leitaði þar ráðahags, sem er Sigríður dóttir yðar; segir hann, aö þar sé sú kona, er hann helzt mundi kjósa sér fyrir ættar og atgjörvis sakir af þeim kvenkostum, sem hér eru nærindis. Verður það, sem varir og ekki varir, sagði Ing- veldur. Sízt mundi mig hafa grunað það, að þið á Hóli leituðuð til mægða við okkur smámennin fyrir hand- an ána, og vil ég víst vita, hvort þetta mál er af alvöru flutt eður ekki. Ekki er það með nokkru falsi af okkar hendi, sagði Ingibjörg, munu það og margir mæla, að ekki sé óákomið með þeim Indriða mínum og Sigriði dóttur yðar. Það munuð þér og aðrir verða að skoða sem þeim líkar, hvert jafnræöi sé með þeim; en skjótt er að svara erindi yðar, maddama góð, af minni hendi, að aldrei gef ég samþykki mitt til þess ráðahags; um vilja Sigríðar veit ég ekki; þó er mér næst að halda, aó hún muni líta í aðra átt, ef hún gefur um aö giftast að svo stöddu. Síðan gekk Ingveldur burt sem skyndilegast; breytti hún nú ráði sínu um heimreiðina og var hin kátasta það eftir var dagsins. Ingibjörg segir Indriða þessi málalok, og verða þau honum til mikillar ógleði og þaö þó verst, er hann þóttist mega ráða af orðum Ingveldar, að hyggja hans um vilja Sigríðar mundi hafa verið tómur hugarburður. Riðu þau mæðgin heim \ið svo búið, og tekur Indriði nú ógleði mikla, svo aó hann nær því mátti engu sinna. Ingveldur ríður og heim frá boð- inu um kvöldið og er hin kátasta. Ekki segir hún Sigríði frá viðræðum þeirra Ingibjargar. Litlu síðar kom upp sá orðrómur þar í sveitinni, að Indriði á Hóli hefði beðið sér stúlku vestur í héruð- um og þó minni háttar bóndadóttur, en ekki fengið, og því væri hann nú orðinn hálfgeðveikur. Enginn vissi gjörla að greina höfund þessara frétta; en þeir, sem lengst komust í rannsókninni, höfðu það fyrir satt, að ólyginn maður hefði sagt þær Gróu á Leiti. Ingveldur lét hvern mann, sem kom að Tungu, segja sér þessar fréttir og innti að öllu sem nákvæmast, og FEROIIMAIVD ílto&imofgunkaffinu Vinur hafðu ekki áhyggjur, þú sleppur, þessi stofa er búin jafn- þrýstiútbúnaði. Já, heldurðu kannski að ég búi hér? 2/2 Varstu nógu fljótur í vinnuna?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.