Morgunblaðið - 25.02.1975, Side 11

Morgunblaðið - 25.02.1975, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1975 11 Tónlistar- hátíð nor- rænna ung- menna í Helsinki Verðákvörðun á steinbíti: Fiskvinnslustöðvar greiða hærra verð Matthfas Bjarnason (S), sjávarútvegsráðherra, svaraði f gær í neðri deild Alþingis fyrir- spurnum (utan dagskrár) frá Karvel Pálmasyni (SFV) og Kjartani Ölafssyni (K), varð- andi verðákvörðun á steinbfti. Ráðherrann sagði m.a. að hann væri persónulega mótfallinn verðákvörðun á þeim grund- velli, sem hún lægi fyrir. Að sínu mati væri réttara að verð- ákvörðun væri ákveðin út verð- lagstímabilið og við það miðuð að hráefnið væri hæft til frystingar. Aðalatriði málsins væri, eins og það horfði við nú, að hér væri um lágmarksverð að ræða, og að fiskvinnslustöðvarnar á Isafirði, Bolungarvfk, Flateyri, Þingeyri og Súgandafirði hefðu undirgengizt að kaupa steinbft til vinnslu á þvf verði, sem gilti f haust, á tfmabilinu fram til 1. marz, hafi hann verið eða verði hæfur til vinnslu. Ekki sé ágreiningur um steinbftsverð, eins og það sé ákveðið frá 1. marz nk. Ráðherrann kvaðst hafa í hyggju breytingu varð- andi útflutningsgjöld, þann veg, að sömu reglur giltu um steinbít og karfa. Hann sagðist vonast til, að þessi afstaða fisk- kaupenda á Vestfjörðum, sem hann hefði nú gert grein fyrir, leysti þá tímabundnu deilu, er upp hefði komið. Ráðherrann sagði það ekki í verkahring sínum að staðfesta ákvörðun á fiskverði né í sínu valdi að breyta því, eins og fyrirspyrjendur hefðu gefið í skyn. Hann las því til staðfest- ingar ákvæði gildandi laga um starfssvið verðlagsráðs sjávar- útvegsins. Þá vitnaði hann til reglugerðar, sem fyrrverandi sjávarútvegsráðherra hefði undirritað og gefið út, þess efnis, að á tfmabilinu frá l./ll. — 15./3. ár hvert mætti hlutur steinbíts í lönduðum afla ekki vera hærri en 5%. Þessari Matthfas Bjarnason, sj ávarút vegsráðherra. reglugerð hefði hann breytt og stytt tímabilið um hálfan mánuð. Sá steinbítsafli, sem nú væri á miðum fyrir Vestfjörð- um, væri fyrr á férð en allmörg undanfarin ár og gæði hans önnur en reynsla liðinna ára á þessum tíma hefði gefið tilefni til að ætla. Væru sín viðbrögð nú við það miðuð. Margvíslegur fróðleikur kom fram í svörum ráðherra og urðu umræður all- harðar í þingdeildinni. Verða þeim gerð nokkur skil síðar. Þingsályktunartillaga: Ný skipan gjaldeyris- og innflutningsmála Lögð var fram á Alþingi f gær tillaga til þingsályktunar, þar sem viðskiptaráðherra er falið að gera breytingar á reglugerð um skipan gjaldeyris- og viðskipta- mála, sem nú er f gildi. Verði breytingin við það miðuð, að öll gjaldeyris- og innflutningsvið- skipti verði auðveldari f fram- kvæmd en nú er, m.a. með veru- lega minni eyðublaðanotkun, minni skýrslugerð og skrif- finnsku en nú er samfara af- greiðslu slfkra mála. Áherzla verði lögð á það, að ákvæði um vegferð fjármagns að og frá land- inu verði gerð mun auðveldari en nú er. Bent er á sem áfanga f þessu máli, að ákvæði um skipan gjaldeyris- og innflutningsmála verði hér á landi með svipuðum hætti og gerist f nágrannalöndum okkar, t.d. Danmörku. Stefnt verði að þvf, að væntanlegar breytingar á fyrrnefndri reglu- gerð taki gildi hið allra fyrsta og eigi sfðar en 1. júlí 1975. Flutningsmaður þingsályktun- artillögu þessarar er Jón G. Sól- nes ( S) alþingismaður. Hann seg- ir m.a. í greinargerð með tillög- unni: Þegar núgildandi reglugerð um skipan gjaldeyris- og innflutn- ingsmála o.fl. var gefin út hinn 27. maf 1960, var stórt spor stigið í þá átt að gera öll mál varðandi gjaldeyris-, innflutnings- og fjár- festingarmál auðveldari í fram- kvæmd en verið hafði. Þjóðin hafði um áratugi búið við margs konar kerfi hafta og takmarkana Nýtt út- varpsráð á næstunni? Þriðju umræðu um frumvarp til laga um kjörtíma útvarpsráðs lauk loks f neðri deild Alþingis í gær. Einn þingmaður tók til máls, Magnús Torfi Ólafsson, fyrrver- andi menntamálaráðherra. Hins- vegar var atkvæðagreiðslu frest- að. Allt bendir til þess að þetta nýja frumvarp fái lagagildi, er málið kemur til atkvæða, væntan- lega næstu daga. Liggur þá fyrir Alþingi að kjósa nýtt útvarpsráð. Jón G. Sólnes, alþingismaður. í sambandi við þessi mál, sem á margvíslegan hátt hafði beinlínis verið dragbítur á alla athafna- semi, framkvæmdamöguleika og fjármagnssköpun einstaklinga og fyrirtækja og um leið eðlilegs hagvaxtar þjóðarinnar f heild. Til- koma fyrrgreindrar reglugerðar var því vissulega mikil úrbót á því vandræðaástandi, sem ríkt hafði f þessum málum til þess tíma, að hún tók gildi. Á þeim hálfum öðrum áratug, sem liðinn er frá því, að fyrr- greind reglugerð var gefin út, hafa hins vegar orðið svo örar breytingar í heiminum á sviði við- skipta og þá sérstaklega fjár- magnsflutnings almennt, að nú er svo komið að dómi flm. þessarar tillögu, að mörg ákvæði núgild- andi reglugerðar eru orðin alger- lega úrelt og standa beinlínis í vegi fyrir eðlilegum hagvexti þjóðarinnar í heild. Hvort sem okkur líkar það bet- ur eða verr, þá er högum okkar þann veg farið nú, að við erum frá því að vera einangruð þjóð komn- ir í miðja þjóðbraut að þvf er snertir samskipti þjóðanna, og er þátttaka okkar í hinum mörgu alþjóðastofnunum, sem við höfum gerst aðilar að, glöggt dæmi þess- um staðhæfingum til sönnunar. Staðreyndirnar blasa því við okkur á þann hátt, að ef við ætl- um okkur ekki að dragast aftur úr á sviði viðskipta- og fjármagns- sköpunar, þjóðinni til ómetanlegs tjóns, verðum við að haga athöfn- um okkar á viðskipta- og fjár- málasviðinu á þann veg, að þær samrýmist alþjóðlegum leikregl- um. Flm. telur því, að brýnasta nauðsynin til úrbóta í þessum málum og um leið sú auðveldasta sé að gera hið fyrsta breytingar á reglugerð þeirri, sem rætt er um f þingsályktunartillögu þessari. Al- veg sérstaka áherslu leggurflm. á nauðsyn þess, að gerðar verði ráð- stafanir til þess að gera vegferð fjármagns að og frá landinu greið- ari en nú er. Flm. vill benda á þá kosti, sem að hans áliti eru folgnir í þvf, að hægt er á mjög svo auð- veldan hátt að lagfæra með reglu- gerðarbreytingu helstu annmark- ana, sem hann telur vera á þess- um málum, í stað þess að þurfa að samþykkja lagabreytingu sem þarfnast mundi mikillar undir- búningsvinnu og margs konar at- huganna sem að sjálfsögðu tækju langan tfma og frestuðu um of þeim aðgerðum, sem flm. telur, að þurfi að koma til framkvæmda hið allra fyrsta. Nú stendur yfir í Helsinki í Finnlandi árleg tónlistarhátíð ungs fólks í Norðurlöndum — Ung Nordisk Musikfest, en hún hófst sl. sunnudag og stendur út þessa vfku. Tilgang þessara hátíða má segja þriskiptan: 1. Að veita norrænum tónskáld- um, undir þrítugu, tækifæri til að heyra verk sfn flutt af norrænum tónlistarnemum og atvinnumönn- um. 2. Að auka skilning á hvers kyns nútímatónlist, bæði hjá flytjend- um sem hlustendum, og endur- spegla þá tónlistariðju, sem ungt fólk stundar á Norðurlöndum. 3. Auka menningarsamstarf Noróurlandanna, kynni og víð- sýni tónlistarmanna þeirra. í Helsinki verður hátíðin með því sniði, að hljóðfæraleikarar, yngri en 30 ára, víðsvegar að frá Norðurlöndunum, munu sjá um flutning 35 verka eftir jafn mörg ung norræn tónskáld. Hljóðfæra- skipun verkanna er allt frá sin- fónískri stærð niður f einleiks- verk. Þá mun barnakór syngja og nokkrir einsöngvarar koma fram. Sinfóníuhljómsveit Helsinkjar mun flytja einhvern hluta sinfón- iskra verka, en tónleikar verða á hverju kvöldi. Fyrirlestrar munu og verða haldnir. Þetta verður í annað skipti, sem Islendingar eru þátttakendur í Ung Nordisk Musikfest. Héðan fara 10 manns og eru þar af 8 virkir f tónlistarflutningi hátíðar- innar. Þau eru: Ágústa Jónsdóttir víóluleikari, Hafsteinn Guð- Framhald á bls. 31 TÖLVUBÓKHALD VEITIR UPPLÝSINGAR MÁNAÐARLEGA: • EFNAHAGSYFIRLIT • REKSTRARYFIRLIT • HÖFUÐBÓKARYFIRLIT • FYLGISKJALAYFIRLIT HVERNIG GENGUR TÖLVUBOKHALDIÐ FYRIR SIG? 1 Á skrifstofu yðar fer fram færslumerking í sérstaka tölvudagbók. 2. Þér afhendið okkur aðeins frumrit tölvudag- bókar, en engin fylgiskjöl. 3. Við götum færslurnar í gatastrimil, sem lesinn er inn á tölvu. Eftir 1 0—1 2 daga fáið þér í hendur bókhaldsútskrift og rekstrar- og efnahagsyfirlit. Tölvan vinnur hraöar og öruggar en maöurinn. Þessi tölvubókhaldsþjónusta er ódýr, en aöalkosturinn er aö hin daglega bókhaldsvinna veröur auöveldari og veitir stjórnendum verömætar upplýsingar fyrr en áöur. Viö þjónum fyrirtækjum um land allt. Veitum alla nauösynlega aöstoö í byrjun. Hringiö eöa skrifiö og biöjiö um kynningarbækling. TÖLVÍS HF. Hafnarstræti 18, Reykjavík. Sími 22-4-77.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.