Morgunblaðið - 25.02.1975, Síða 16

Morgunblaðið - 25.02.1975, Síða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1975 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1975 17 i : 1 II im !■ deild kvenna kjgm Valur — UBK 21-6 ÞAÐ var leikur kattarins að músinni sem fram fór á laugardag I 1. deild kvenna. Valur hafði hlutverk kattarins á hendi. en Breiðablik músarinnar. Líklega hefir þessi leikur verið einn sá besti sem Valsstúlkurnar hafa sýnt I vetur. Stúlkurnar úr Kópavogi voru ekki öfundsverðar af að lenda gegn valkyrjunum af Hlíðarenda i þessum ham. Annars er svo að sjá sem Valsliðið sé i bestri þjálfun liðanna í deildinni, og þvi engin furða þó að liðið skipi toppsætið. Valur hefir ekki tapað stigi til þessa, og verður fróðlegt að sjá hvort félagið fer út með fullt hús stiga í vor. Í leiknum gegn Breiðablik áttu allar stúlkurnar góðan leik, ómögulegt að gera upp á milli þeirra. Breiðabliksliðið hefir sannarlega komið á óvart I vetur. Þó verður það ekki sagt með sanni að liðið leiki fallegan eða skemmtilegan handknattleik. Stúlkurnar hafa Halað þessi 10 stig inn á miklum dugnaði og baráttu. En þegar andstæðingurinn er eins sterkt lið og Valur þarf meira til. Eina stúlkan í Breiðabliki sem eitthvað kvað að var Krlstfn Jónsdóttir, sem skoraði reyndar öll mörkin. Leikinn dæmdu Ólafur Steingrímsson og Jens Jensson og komust þolanlega frá sínu. Mörkin Valur. Sigrún Guðmundsdóttir 5. Elín Kristinsdóttir og Björg Jónsdóttir (2 v) 4 hvor, Ragnheiður Lárusdóttir og Hrefna Bjarnadóttir 3 hvor, Björg Guðmundsdóttir og Harpa Guðmundsdóttir eitt mark hvor. Breiðablik: Kristin Jónsdóttir öll mörkin sex. þaraf tvö víti. Sigb. G. Víkingur — KR 10-8 ÞAÐ var ekki mikil reisn yfir leik Víkings og KR þegar félögin mættust i 1. deild kvenna á laugardag. Þarna áttust lika við liðin tvö sem eiga i botnbaráttunni ásamt Þór frá Akureyri. Að þvi leyti var mikið í húfi fyrir bæði liðin, hvert stigið dýrmætt. KR skoraði fyrsta markið, en Vikingur jafnaði strax og komst marki yfir. Þegar best lét i fyrri hálfleik hafði Víkingur þremur mörkum betur, en KR hafði minnkað muninn í eitt mark þegar blásið var til leikhlés, 6—5 fyrir Víking. Þegar í upphafi siðari hálfleiks jafnaði KR. Vikingur komst aftur einu yfir, en enn jafnaði KR. Þegar tiu min. voru til leiksloka var enn jafnt 8—8, en Vikingur skoraði tvö siðustu mörkin og sigraði því með 10 mörkum gegn 8. Með þessum sigri forðaði Víkingur sér af mesta hættusvæðinu, a.m.k. um stundarsak- ir. Vikingur hefir tekið miklum framförum upp á siðkastið. Einkum virðist afturkoma Guðrúnar Helgadóttur hafa breytt liðinu til hins betra. Auk hennar átti Agnes Bragadótt- ir góðan leik. Annars eru Víkingsstúlkurnar harðar i horn að taka i vörninni, og beita ýmsum brögðum. sumum miður fallegum. Þannig lágu þrjár KR-stúlkur i valnum eftir „hanteringu" hjá Guðrúnu Hauksdóttur, sem síðan slapp með ekki svo mikið sem áminningu. Það er hægt að leika sterka vörn án þess að leika gróft. KR veldur undirrituðum talsverðum vonbrigðum. Eins og liðið hefir mörgum góðum einstaklingum á að skipa, finnst manni að útkoman ætti að vera sterkari heild en raun ber vitni. i leiknum gegn Vikingi komust þær Hjördís Sigurjónsdóttir og Hildur Friðþjófsdóttir einna best frá honum af KR-stúlkunum. Mörkin. Víkingur. Agnes 5 (1v), Guðrún Hauks. 3 og Ragnheiður Guðjónsdóttir 2. KR: Sigrún Sigtryggsdóttir 3 (öll víti), Emilia Sigurðardóttir og Hjördís (1v) 2 hvor og Sigþrúður Helga Sigurbjarnardóttir eitt mark. Leikinn dæmdu Guðmundur Þorbjörnsson og Jón Sigurðsson og áttu slakan dag. Sigb.G. Fram — Ármann 12-10 ÞAÐ var lengst af talsverð spenna þegar Fram og Ármann mættust í 1. deild kvenna á laugardag. Þó hafði Fram oftast undirtökin i leiknum. enda að duga eða drepast fyrir Framstúlkurnar, þær mega vart tapa stigi. umfram þau tvö sem þegar eru töpuð, ef þær ætla sér að vinna titilinn í ár. Það var jafnt á öllum tölum upp i 3:3, en þá tók Fram góðan sprett, og leiddi i hálfleik með 7 mörkum gegn 4. f upphafi síðari hálfleiks var komið að Ármannsstúlkunum að sýna hvað i þeim býr. Þegar hálfleikurinn var um það bil hálfnaður hafði Ármann jafnað, 8:8, og næsta mark var einnig þeirra, 9:8 fyrir Ármann. Þá var brugðið á það ráð að hvila Guðrúnu Sigþórsdóttur, sem hafði staðið sig lang best Ármenninga. Við það brotnaði liðið, og Fram sigraði með 12 mörkum gegn 10. Ármannsliðið átti nú loks nokkuð heilsteyptan leik eftir að hafa verið í talsverðri lægð undanfarið. Það var miklu meiri barátta í stúlkunum heldur en í síðustu leikjum, og árangurinn var Itka eftir þvt. Eins og fyrr getur átti Guðrún langbestan leik Ármenninga. Þá stóð Þórunn Hafstein sig einnig vel I sókninni. Aftur á móti voru henni heldur mislagðar hendur f vörninni. Fram á enn möguleika á að vinna sigur t deildinni. Félagið er a?<'ins tveimur stigum á eftir Val, og þessi lið eiga eftir að leika t seinni umferðinni. Undirrituðum segir svo hugur að þar muni ráðast úrslitin i deildinni. Arnþrúður Karlsdóttir lék best Framstúlknanna. Þá vekur Jóhanna Halldórsdóttir ætfð athygli. en efalaust getur hún gert betur með svolftið meiri ákveðni. Oddný Sigsteins- dóttir var venju fremur dauf f leiknum gegn Ármanni og skoraði aðeins eitt mark. Leikinn dæmdu Kjartan Steinback og Gunnlaugur Hjálmarson og gerðu vel. Mörkin. Fram: Arnþrúður 6 (4 v), Jóhanna 2, Oddný, Jenný Magnúsdóttir, Sylvfa Hallsteinsdóttir og Guðrún Sverrisdóttir eitt mark hver. Ármann: Guðrún 5 (2 v), Þórunn 2, Erla Sverrisdóttir, Jóhanna Ásmundsdóttir og Katrfn Axelsdóttir eitt mark hver. Þór — FH 9-12 EKKI var það rismikill handknattleikur sem sást á fjölum íþróttaskemmunnar á Akureyri þegar FH sigraði Þór með 12 mörkum gegn 9 t 1. deildar keppni kvenna á laugardaginn. Ótfmabær skot, og fjölmörg önnur mistök f sókn og vörn var það sem hinum 20 áhorfendum var boðið upp á. Leikurinn var jafn framan af, t.d. var staðan eftir 12 mín. 3:3. Þá kom slakur kafli hjá öllum nema markvörðunum og var ekki gert mark fyrr en á sfðustu mfnútum hálfleiksins, er FH skoraði tvfvegis. Staðan í leikhléi var 3:5. FH-stúlkurnar byrjuðu sfðari hálfleikinn af miklum krafti, gerðu fljótlega 3 mörk og komust þar með 5 mörkum yfir, 3:8. Fór nú að færast nokkur harka f leikinn og virtust Þórsstúlkurnar hagnast á þvf. Alla vega minnkaði munurinn smám saman, var tvö mörk, 9:11, er tvær mfnútur voru eftir. Lokaorðið áttu FH-stúlkurnar og sigruðu örugglega 12:9. Sem fyrr segir var leikur þessi ekki vel leikinn, þegar á heildina er litið. Það brá þó fyrir ágætum varnarleik einkum hjá Þór og markvarzlan var góð hjá báðum liðum. Það fór ekki á milli mála að betra liðið sigraði, en samt olli FH-liðið nokkrum vonbrigðum. Það er skipað jöfnum stúlkum að getu og eru þær liprar, þótt ungar séu að árum. Samt virðist þær ekki ná öllu því út úr leik sínum sem f þeim býr. En þeirra er framtíðin og líður örugglega ekki á löngu áður en það verður f fremstu röð. Svanhvft var bezt að þessu sinni. Kristjana og Gréta stóðu einnig vel fyrir sfnu svo og Gunnþórunn f markinu, en hún varði m.a. þrjú vftaköst. Þór á nú f harðri baráttu fyrir sæti sínu f 1. deildinni. Liðið verður að gera betur en að þessu sinni, ef það ætlar að tryggja sér sætið. Varnarleikur liðsins er góður, en það vantar tilfinnanlega meiri fjölbreytni og ógnun ! sóknarleikinn. Hanna Rúna var einna bezt f sókn og vörn, Magnea átti sömuleiðis góðan leik, ásamt Steinunni og Ástu Pálmadóttur markverði. Guðrún var tekin úr umferð svo hún fékk lítið að njóta sfn. Halldór Rafnsson og Árni Sverrisson dæmdu leikinn allvel. Mörk FH: Svanhvft Magnúsdóttir 4, Gréta Brandsdóttir 3, Kristjana Aradóttir 3. Brynja Guðmundsdóttir 1, Sigfriður Sigurgeirsdóttir 1. Mörk Þórs: Hanna Rúna Jóhannsdóttir 4 (3 v), Magnea Friðriksdóttir 3, Aðalbjörg Ólafsdóttir 1, Guðrún Stefánsdóttir 1. . .. . háhá j Björgvin Björgvinsson átti góðan leik með landsliðinu á sunnudaginn, og ef ihonum var sleppt dr* gæzlu eitt andartak urðu afleiðingarnar fyrir Júgóslava eins og sjá má af þessari mynd sem Friðþjófur tók er Björgvin var að skora ieitt marka sinna. Orfáar sekúndur frá sigri yfir Olympíumeisturunum — ÞETTA var hræðilegt, ég heid að ég sofi varia I nótt, sagði Bjarni Jónsson, sem skaut sigrin- um yfir júgósiavnesku Olympfu- meisturunum úr höndum tsiend- inga á sunnudagskvöidið, þegar 13 sekúndur voru tii leiksioka fékk Bjarni upplagt tækifæri tii þess að færa fslandi tveggja marka forystu f leiknum, komst frfr inn á Ifnuna og átti aðeins við markvörðinn að etja, en skot Bjarna misheppnaðist, mark- vörðurinn náði knettinum og var fyrsti hlekkurinn f hraða upp- hiaupi Júgóslavanna sem endaði með jöfnunarmarki 20—20. Jafn- tefli sem óhætt er að segja að hafi verið f fyllsta máta ósanngjarnt þar sem fslendingar voru búnir að vera betri aðilinn f leiknum næstum þvf frá upphafi og um tfma komnir með unnin leik á hendur, þegar staðan var 20:17 og aðeins 5 mínútur til leiksioka. Á því er lítill efi að íslenzka landsliðið sýndi á sunnudags- kvöldið einn bezta leik sem það hefur sýnt í langan tíma, senni- lega frá því að það gerði jafntefli í Laugardalshöllinni við rúm- ensku heimsmeistarana um árið. Þótt Júgóslavar kæmu hingað ekki með sitt allra bezta lið er enginn vafi á þvi að slíkur er fjöldi þeirra sem stunda hand- knattleik þarlendis og slfk er þjálfun landsliðs þeirra að það getur ekki annað verið en að það sé eitt af þremur beztu liðum heimsins, svo sem það hefur ræki- lega sannað á undanförnum fimm árum. Ástæðan fyrir því að þrjá af fastamönnum júgóslavneska landsliðsins vantaði í hópinn sem kom til Islands var sú, að meistaraliðið þar, Bonja Luka, var að leika í Evrópubikarkeppni meistaraliða á laugardaginn, og þótt landsliðið gangi fyrir öllu öðru f júgóslavneskum hand- knattleik var leikmönnunum gefið leyfi til þess að leika með félagsliði sfnu. Meðal þessara leikmanna var~ markvörðurinn frægi. Úrslit leiksins á sunnudaginn færa okkur heim þá gleðilegu staðreynd, að enn standa íslenzkir handknattleiksmenn við toppinn í þessari fþrótt. Um þetta hefur margur efast að undanförnu, enda hafa vonbrigðin orðið mörg, bæði á Olympíuleikunum, í heimsmeistarakeppninni 1973 og loks nú síðast á Norðurlandamót- inu. Og þótt íslenzkir handknatt- leiksmenn hafi nú sannað sig, þá er ekki þar með sagt að íslenzka landsliðið hafi gert það. Og það mun tæpast gera fyrr en því er búin hliðstæð aðstaða og þeim landsliðum sem nú eru í fremstu röð. Fyrr en svo verður er ekki við því að búast að gangurinn verði á annan hátt en verið hefur — öðru hverju nær liðið að sýna afbragðsleiki og standa beztu lið- um heims á sporði, en hins vegar vantar því nauðsynlega „Stabílit- et“ til þess að komast með við- unandi árangur gegnum mikla keppni, þar sem leika verður hvern leikinn af öðrum á tiltölu- lega skömmum tíma. En úrslitin í leiknum á sunnudagskvöldið ættu og verða reyndar að vera til þess að auka mönnum kjark til þess að gera það átak sem er nauðsynlegt til þess að þessir ágætu hand- knattleiksmenn verði fulltrúar Is- lands í lokakeppni Olympíuleik- anna í Montreal 1976, þar sem stefnt verði hátt. SLÆM BYRJUN íslenzka liðið byrjaði leikinn á sunnudagskvöldið ekki vel. Strax á fyrstu mínútunum nátfu Júgóslavar þriggja marka forystu á tölunni 3—0. Á þessum mínút- um átti Axel tvö ótímabær skot og stórskyttur júgóslavneska liðsins virtust ekki eiga i miklum erfið- leikum með að skjóta langskotum milli fslenzku varnarleikmann- anna, sem höfnuðu í markinu, án þess að Ölafur Benediktsson ætti möguleika á að verja. „Keyrðu“ Júgóslavarnir á mikilli ferð þessar upphafsmínútur Ieiksins, og hafa sjálfsagt ætlað sér að ná þegar afgerandi forystu í leiknum til þess að geta síðan leikið listir sínar. En þá gjörbreytti íslenzka liðið um vörn. Komið var frarn á móti Júgóslövunum, þegar þeir voru í sókninni og þess fieistað að stöðva leikkerfi þeirra í fæðingu og koma í veg fyrir „blokker- ingar" sem greinilega áttu að ganga upp á íslenzku bakvörðun- um. Og það ótrúlega gerðist. Við þessum varnarleik virtust Júgóslavarnir ekkert svar eiga, og allan leikinn voru þeir næsta ráðalausir í sóknarleiknum, og gerðu ýmsar villur f fumi og fáti, sem jafnvel eiga ekki að henda byrjendur f fþróttinni. Áberandi var þó hversu mikil áhrif það hafði hversu „heila“liðsins, fyrir- liðans Horvants, var gætt vel, en hann fékk aldrei ráðrúm til þess að byggja upp fyrir sína menn. Undirritaður hefur séð júgóslavneska liðið leika allmarga landsleiki við ýmis lið, en aldrei áður séð jafn mikið um niður- stungur og vandræðalegar stöðvanir f sóknarleik liðsins eins og að þessu sinni. Venjulega hefur sóknarleikur liðs þessa verið eins og vel smurð vél, sem malar jafnt og þétt, en að þessu sinni tókst íslenzku vörninni að koma f veg fyrir að vél þessi færi nokkru sinni í gang. En þessi varnarleikur kostaði íslenzka liðið mikinn svita. Hver einasti leikmaður liðsins þurfti að vera á þönum hvert einasta andartak í leiknum, og furðu mátti gegna að leikmennirnir skyldu ekki hreinlega springa á keyrslunni. Þeir voru reyndar flestir að niðurlotum komnir þegar leiknum lauk, og farið var að gæta óöryggis vegna þreytu leikmanna i seinni hálfleiknum, en eigi að síður verður að telja að þetta svar við sóknarleik Júgóslavanna hafi borið næstum fullkominn árangur. SKYNSAMLEGUR SÖKNARLEIKUR Lengst af var sóknarleikur íslenzka liðsins einnig með ágæt- um útfærður. Sóknarloturnar voru langar, — stundum jaðraði við að þær væru leiðinlegar, — en þær báru líka betri árangur en oftast áður, og um hann er spurt þegar upp er staðið. Löngum hefur það viljað loða við islenzka landsliðið, að of mikil áhætta hefur verið tekin I sóknarleikn- um, of sjaldan hefur verið beðið eftir því að vörn andstæðingsins opnaðist á einn eða annan hátt, en nú var þetta yfirleitt f góðu lagi. Það var rétt stöku sinnum sem þolinmæði einstakra leikmanna þraut of snemma og þeir reyndu skot sem dæmd voru til þess að mistakast. Þfátt fyrir að sóknarloturnar tækju oft nokkurn tíma var góð ógnun f spili íslendinganna, og átti Björgvin Björgvinsson þar ekki sfzt hlut að máli. Strax á upphafsminútunum sýndi hann Júgóslövunum að hans varð að gæta sérstaklega vel, og eftir það Framhald ð bls. 19 I STUTTU MÁLI: Laugardalshöll 23. febrúar Landsleikur í handknattleik: (Irslit: Island — Júgóslavfa20:20 (13:11) GANGUR LEIKSINS: Mfn. lsland Júgóslavía 3. 0:1 Horvant 4. 0:2 Pokrajac 5. 0:3 Pribanic 6. Axel (v) 1:3 6. Axel (v) 2:3 7. Axel 3:3 8. 3:4 Horvant 8. ÓlafurJ. 4:4 10. ólafurJ. 5:4 11. Viðar 6:4 12. 6:5 Miljak 12. 6:6 Pokrajac 16. 6:7 Príbanic 16. ÓlafurJ. 7:7 18. Hörður 8:7 19. Björgvin 9:7 20. 9:8 Krivokapic 21. ÓlafurE. 10:8 25. Björgvin 11:8 26. 11:9 Pavicevic 27. 11:10 Fejzula 27. Axel 12:10 28. 12:11 Fejzula 29. ÓlafurE. 13:11 Hálfleikur 31. Einar 14:11 33. 14:12 Serdarusic 33. Axel 15:12 34. 15:13 Miljak 35. ólafur J. 16:13 38. Björgvin 17:13 40. 17:14 Pribanic 41. 17:15 Serdarusic 42. Einar 18:15 47. 18:16 Pavicevic 51. 18:17 Horvant 52. Bjarni 19:17 55. ólafurJ. 20:17 57. 20:18 Pribanic 58. 20:19 Pokrajac 60. 20:20 Pavicevic MÖRK tSLANDS: Axel Axelsson 5, Olafur H. Jónsson 5, Björgvin Björgvinsson 3, ólafur Einarsson 2, Einar Magnússon 2, Viðar Símonarson 1, Hörður Sigmarsson 1, Bjarni Jónsson 1. MÖRK JtJGÓSLAVÍU: Pribanic 4, Pavicevic 3, Horvant 3, Pokrajac 3, Serdarusic 2, Fjzula 2, Miljak 2, Krivokapic 1. BROTTVÍSANIR AF VELLI: Engin MISHEPPNUÐ VÍTAKÖST: Nims varði víta- kast frá Axel Axelssyní á 9. mfn. og ólafur Benediktsson varði vftakast frá Pavicevic á 29. mín. DÓMARAR: Nielsen og Huseby frá Noregi og dæmdu þeir yfirleitt mjög vel. Voru róleg* ir en samt ákveðnir og höfðu allan tfmann góð tök á leiknum. — stjl. Hreinn bætti Islandsmetið þrívegis og Erna jafnaði metið 150 m hlaupi Prýðilegt afrek Hreins Hall- dórssonar og nýtt Islandsmet hans f kúluvarpi var það afrek sem hæst bar á meistaramóti Is- lands f frjálsum fþróttum innan- húss sem fram fór f Laugardals- höilinni og f Baldurshaga um helgina. Hreinn átti þrjú gild köst í keppninni og voru þau öli lengri en eldra lslandsmet hans, sem var 18,23 metr. Lengst varpaði Hreinn kúlunni 18,63 metra, en hin köstin mældust 18,31 metr. og 18,58 metrar. Þessi árangur Hreins sannar að hann muni nú vera f mjög góðu formi, og að óhætt sé að gera sér vonir um að hann sigrist jafnvel á 20 metra markinu f sumar, en áiitið er að það muni 0,5—1 metr. að varpa innanhúss. Þá voru ekki sfður athygiisverð afrek ungu mannanna f kúluvarpinu. Oskar setti unglingamet með þvf að varpa 15,86 metra og Guðni vann einnig ágætt afrek: 15,50 metra. Kúluvarp Hreins var eina Is- landsmetið sem var slegió á meistaramótinu að þessu sinni. Annaó met var jafnað. Það gerði hin bráðefnilega Erna Guðmunds- dóttir í 50 metra hlaupinu, sem hún hljóp á 6,6 sek. Staðfest met i þessari grein á hún sjálf. Erna keppti nú í fyrsta skipti undir merkjum KR — var I Ármanni áður, og er ekki að efa að hún mun styrkja KR-liðið verulega næsta sumar, t.d. í Bikarkeppni FRI, en einhverra hluta vegna hafa tiltölulega fáar stúlkur skip- að sér undir merki KR í frjálsum íþróttum á undanförnum árum. Auk kúluvarpsmets Öskars Jakobssonar voru sett tvö önnur aldursflokkamet. Sigurður Sig- urðsson, Ármanni, setti drengja- met í langstökki með því að stökkva 6,64 metra og Gunnar Þ. Sigurðsson, bráðefnilegur hlaupari úr FH, setti sveinamet i 800 metra hlaupi: 2:11,0 min., sem er góður árangur hjá svo ungum pilti. Þegar á heildina er litið verður ekki annað sagt en að árangurinn á meistaramótinu hafi verið nokk- uð góður, svo og þátttakan sem reyndar var mismunandi eftir greinum. „Gamli maðurinn“ í islenzkum frjálsíþróttum, Valbjörn Þorláks- son, sannaði að allt er fertugum fært með þvi að hreppa tvo meistaratitla í stangarstökki og í 50 metra grindahlaupi. Arangur Valbjörns i stangarstökkinu var með ágætum, en hins vegar slakari í grindahlaupinu. Breiðabliksmennirnir Karl W. Fredriksen og Hafsteinn Jó- hannesson unnu tvöfaldan sigur i hástökkinu, en þar var um að ræða hvað skemmtilegasta keppni á þessu meistaramóti. Karl stökk 1,98 metra og átti góðar tilraunir við 2,00 metra, en Hafsteinn hreppti annað sætið með hag- stæðari atrennufjölda en Elías Sveinsson sem stökk sömu hæð. FH-ingurinn Róbert Mc Kee náði athyglisveróum árangri í 800 metra hlaupinu, og ætti að geta farió vel undir 2 mínútur utan- húss í sumar. FH-ingar hlutu alla meistaratitlana i lengri hlaupun- um, Sigurður P. Sigmundsson varð Islandsmeistari i 1500 metra hlaupi og Anna Haraldsdóttir í 800 metra hlaupi kvenna. Um mjög tvísýna baráttu var að ræða i 50 metra hlaupi karla, en þar var Vilmundur hinn sterki, aðeins sekúndubroti frá Islands- metinu. Vilmundur hefur annars verið frá æfingum um tíma vegna meiðsla, en enginn vafi er á þvi að hann verður ‘geysilega sterkur í sumar. Bjarni Stefánsson hljóp einnig vel, en hann mun ætla sér að taka til við 400 metra hlaupið, þar sem frá var horfið eftir síóustu Olympíu- leika, og á þar örugglega eft- ir að bæta um betur. Sigurður Sigurðsson, Armenningurinn ungi, hljóp 50 metrana einnig vel. Hann er tvímælalaust eitt mesta efnið sem fram hefur komið í frjálsum íþróttum hérlendis um Hreinn Halldórsson náði bezta árangri Meistaramótsins og varpaði kúlunni þrfvegis lengra en gamla metið var. Ekki er ólfklegt að Hreinn sigrist á 20 metra markinu, þegar næsta sumar. Karl West Fredriksen, lyftir sér yfir 1,98 metra f hástökkinu. Ur 800 metra hlaupi kvenna: Sigurvegarinn, Anna Haraldsdóttir úr FH hefur tekið forystuna. nokkurn tima, og á eftir að gera garðinn frægan haldist áhuginn. Það verður og að teljast bæri- legt að 7 menn stökkvi 6 metra og lengra í langstökki innanhúss hérlendis og var um mikla bar- áttu að ræða um sigurinn. Hann hreppti tugþrautargarpurinn Stefán Hallgrímsson, sem lét annars ekki mikið að sér kveða á móti þessu. Þrístökkið var hins vegar slakara. Þar var varla hægt að tala um að fleiri en sigurvegar- inn kynnu að stökkva það, og meiri hluti keppendanna náði aldrei að stökkva út í gryfjuna, sem var 11,95 metrum frá plankanum. I kvennagreinunum bar met- jöfnun Ernu hæst, en Guðrún Ingólfsdóttir hjó nærri meti sinu í kúluvarpinu og árangur Önnu Haraldsdóttur í 800 metra hlaup- inu, þar sem hún hljóp á 2:32,4 mín. keppnislaust, verður einnig að teljast góður.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.