Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.02.1975, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 25. FEBRUAR 1975 Geir Hallgrímsson, forsætis- ráðherra um fráfall Andenæs: Mikill missir fyrirísland GEIR Hallgrlmsson forsætis- ráðherra minntist norska stór- þingmannsins Tönnes Ande- næs með eftirfarandi orðum í samtaii við Morgunblaðið í gær: „Með Tönnes Andenæs er horfinn ,sjónum okkar einn bezti vinur Islendinga á er- lendri grund. Áhugi hans á Is- landi og íslenzkum málefnum var með eindæmum, og hug- kvæmni hans og dugnaður að láta gott af sér leiða kom okkur oftsinnis að ómetanlegu gagni. Fráfall hans er því mikill missir fyrir okkur íslendinga, sem og Norðmenn er eiga á bak að sjá merkum stórþingsmanni á bezta aldri. Hann hafði unnið sér góðan orðstír, en átti einnig mikið ógert I þágu lands síns. Við, sem notið höfum vináttu hans, minnumst fjörmikils og hugljúfs manns og sendum frú Henny og börnum þeirra inni- legar samúðarkveðjur." — Slysið í Noregi Framhald af bls. 1 stöðvunarljósið við Trettenbraut- arstöðina. Talsmenn norsku ríkis- járnbrautanna, NSB, segja að það sé ekki mögulegt að báðar lestirn- ar hafi keyrt á grænu ljósi. Unnið er af krafti að rannsókn málsins, og búast má við niðurstöðum ein- hvern næstu daga. Stjórnendum beggja lestanna tókst að kasta sér út úr lestunum sekúndubroti áður en þær skullu saman. Áður höfðu þeir sett neyðarbremsurnar á en það var um seinan. Áreksturinn var óum- flýjanlegur úr því sem komið var. Þá hafði einnig sá er sá um fjar- stýringu lestanna rofið strauminn til þeirra er hann sá hvað verða vildi, en einnig of seint. Það var hryllileg sjón sem mætti björgunarmönnum er þeir komu á slysstaðinn. Fremstu vagnarnir í hvorri lest lentu upp á vögnunum fyrir aftan og brutu niður þakið, svo að það lagðist yfir farþegana. Fremsti farþega- vagninn í lestinni til Osló lagðist algjörlega saman. Þar sátu fiestir þeirra sem létust og allt bendir til að þeir hafi látist samstundis, mestmegnis fjölskyldur með börn sín. Sá fyrsti af þeim sem slösuðust var kominn á sjúkrahús í Lille- hammer kl. 14.30, en það var ekki fyrr en um kl. 20.00 að tókst að losa þann síðasta úr brakinu og flytja með þyrlu á sjúkrahús. Björgunarstarfið var mjög erfitt, þar sem skera þurfti göt á vagn- ana með gasbrennitækjum til að ná slösuðum og látnum úr brak- inu. Tiltölulega lítill ótti greip um sig meðal farþega, sem máttu biða Björgunarmenn að leita I brakinu. Simamynd AP. i lestunum í 2—3 tíma þar til þeir voru keyrðir til Osló. Fréttir af atburðinum voru mjög óljósar fyrst I stað og ættingjar þurftu að bíða lengi í óvissu áður en þeir fengu ótta sinn staðfestan eða þá að þeir heimtu sína nánustu. Norska þjóðin er harmi slegin eftir þennan voveiflega atburð. Heimkoman sem hlakkað hafði verið til, endaði fyrir marga með sorg. Skyndilega höfðu makar, systkini eða í sumum tilfellum heilar fjölskyldur verið hrifsaðar í burtu. Fjögurra manna fjöl- skylda lét lifið i slysinu. Sömu- leiðis þrjú af fimm manna fjöl- skyldu frá Osló, ■— faðir og sonur lifa, mæðgurnar þrjár létu lifið. Tvenn hjón létu lifið, og systkini. Af þeim sem fórust voru sjö undir 18 ára aldri. Sá elzti sem lézt var 65 ára. Eins og sagði í upphafi voru allir þeir sem létust Norðmenn að undanskildum hinum heims- kunna barytonsöngvara George Goodman. Hann var að koma frá Þrándheimi, þar sem hann söng með sinfóniuhljómsveit staðarins. Jaworsky skorar á Nixon Chicago, 24. febrúar. Reuter. LEON Jaworsky, fyrrverandi sak- sóknari I Watergatemáiinu, hélt fund með fréttamönnum í Uhicago f gær, þar sem hann skoraði á Nixon fyrrum forseta að gefa yfirlýsingu um Watergate- málið og segja sannleikann, „segja það sem honum býr I brjósti." Jaworsky var að þvi spurður hvaða líkur hann teldi á að þeir Mitchell, Erlichman og Halde- man, nánustu ráðgjafar Nixons, afplánuðu þá dóma, sem kveðnir voru upp yfir þeim, 2!ó til 8 ár, og hann svaraði því til að hann teldi likurnar afar litlar. Hann vildi hins vegar ekkí skýra á hverju hann byggði það álit sitt. Tönnes M. Andenæs — góður málsvari Islendinga innan norrænnar samvinnu Osló, 24. febrúar. Frá fréttaritara Morgunblaðsins Ágústi I. Jónssyni: HINN mikli íslandsvinur Tönnes M. Andenæs var einn þeirra 27 sem fórust í járnbrautarslysinu f Guðbrandsdal síðastlið- inn laugardag. Andenæs var 51 árs, og hafði setið á þingi fyrir Verka- mannaflokkinn frá 1969. Hann beitti sér mjög fyr- ir aukinni norsk-íslenzkri samvinnu á þingi, sem og í Norðurlandaráði, en þar hafði hann starfað frá þvf árið 1971. For- maður var Tönnes Ande- næs í félaginu Norsk- islandsk samband f Osló á árunum 1960—1965. □ Tönnes Maddson Andenæs var fæddur 25. júní 1923. Á stríðsárun- um meðan Noregur var hernuminn tók hann virkan þátt í starfsemi andspyrnuhreyfingar- innar, fyrst heima fyrir, en síðan erlendis. Á styrjaldarárunum nam hann m.a. við skólá norska flughersins í Kanada og Englandi. Rithöfundur Er hann kom til baka heim til Noregs tók hann til við nám sitt og lauk lögfræðiprófi árið 1955. Arið 1949 gerðist hann einn af stofnendum háskólaforlagsins norska og var forstjóri þess fyr- irtækis til dauðadags. Ande- næs hóf snemma afskipti af stjórnmálum og var í bæjar- stjórn heimabæjar síns, Bær- um, frá 1964—1971. Á þing var hann kjörinn 1969 og endur- kjörinn 1973. Hann sat í fjöl- mörgum ráðum og nefndum og eitt ár dvaldi hann í Uganda sem ráðgefandi við háskóla þar. Andenæs gaf út nokkrar bæk- ur, þar á meðal eina um norsku stjórnarskrána, sem þýdd hefur verið á ensku, frönsku og þýzku. Bar hag íslendinga fyrir brjósti Eins og áður sagði lét Ande- næs norræna samvinnu mjög til sín taka. Á fundum Norður- landaráðs i Reykjavík í siðustu viku beitti hann sér fyrir auk- inni samvinnu Norðurlandanna um sjónvarpsefni og hafði þá I huga hversu íslendingar eru af- skiptir í þessum efnum, en hann og sænski þingmaðurinn Per Olov Sundman höfðu unnið að skýrslu um möguleika á aukningu slíks samstarfs milli Norðurlanda. I ræðu sinni á þinginu setti Andenæs m.a. fram þá hugmynd að stuðlað yrði að því, að hægt væri að senda norrænt sjónvarpsefni með skjótara hætti en verið hefur til fslenzka sjónvarpsins. I samtali við blaðamann Morg- unblaðsins á þinginu í siðustu viku sagði Andenæs, að mark- mið sitt með tillögunni væri að Norðurlöndin kostuðu aðra sjónvarpsrás fyrir íslenzka sjónvarpið, þar sem boðið yrði upp á nýtt og ferskt efni frá Norðurlöndunum. Eiít síðasta mál hans á norska þinginu var að tryggja Is- lendingum atvinnurétt í Noregi til jafns við aðra Norðurlanda- búa. Tönnes Andenæs átti fjöl- marga vini á íslandi. „Maður góðleikans". Andenæs var á heimleið til Osló er slysið átti sér stað. Hann hafði farið til móts við fjölskyldu sína i fjallakofa fjöl- skyldunnar skammt frá slys- staðnum og verið þar frá því að hann kom af fundi Norður- landaráðs í Reykjavik. Blaðið Verdens Gang segir í dag, að fjölskylda Andenæs hafi ekið heimleiðis í bíl, en þar sem í bílnum hafi verið einu sæti of litið, ákvað Andenæs að taka sjálfur lestina. Oslóarblöðin skrifa flest kveðjuorð um Tönnes Andenæs í dag. Stærsta blað Noregs, Aft- enposten, segir meðal annars: „Tönnes Andenæs hafði oft áhuga á þeim málum sem eng- inn annar sinnti. Hann for sín- ar eigin Ieiðir og skoðanir hans voru ekki ævinlega í samræmi við stefnu Verkamannaflokks- ins. Þrátt fyrir það var Ande- næs einn þeirra fáu sem átti sér alls staðar vini og varla nokkra óvini. Hann var vinsæll maður, maður góðleikans. Við vorum oft ósammála honum en enginn gat verið óvinur Tönnes Andenæs." Kunnátta og sögulegur skilningur Helge Sivertsen segir m.a. i Arbeiderblaðinu: „Andenæs tekur ekki framar þátt í að móta framtíðina. Hann hefur lokið sínu hlutverki í norskum stjórnmálum. Hann skilur eftir sig greinileg spor í okkar eigin landi og á Norðurlöndum. Hann hafði sjaldgæfa hæfileika til að leiða hið norræna menningar- og listasamstarf, hæfileika til að vernda og endurnýja. Hann var nútímamaður með söguleg- an skilning og kunnáttu. Um Færeyjar og ísland í nútið og fortfð vissi hann meira en flest- ir aðrir. Fáir hafá gert meira til að þáttur þessara landa yrði ekki fyrir borð borinn í norr- ænu menningarlífi." Tönnes Andenæs verður minnst í norska stórþinginu á morgun, þriðjudag, af Guttorm Hansen, forseta þingsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.