Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 1
^2 SIÐUR 80. tbl. 62. árg. LAUGARDAGUR 12. APRÍL 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Gomes eftir undirritunina: Ekki taka all- ir samningn- um fagnandi Lissabon 11. april Reuter NTB. FLLLTRL'AR stærstu stjórn- málaflokka Portúgals undirrit- uðu í dag hinn umdeilda samn- ing, sem tryggir hernum öll völd I landinu næstu þrjú til fimm árin. Fór undirritunin fram við hátíð- lega athöfn og að henni lokinni sagði Fransisco da Costa Gomes forseti, að ekki hefðu allir tekið samkomulaginu fagnandi. En aldrei hefði verið einróma stuðn- ingur þjóðar við neina gerð eða ráðstöfun og þrjú til fimm ár undir herstjórn væri ekki óhæfi- lega langur tími. Sagði forsetinn að herinn hefði fengið völdin f sfnar hendur til að hægt væri að Framhald á bls. 18 Enn neitað að leynisamn- ingar hafi verið gerðir Washington 11. april AP. Reuter. TALSMAÐLIR Fords Bandaríkja- forseta vfsaði þvf aftur á bug f dag að leynisamningar hefðu ver- ið gerðir milli Nixons Banda- rfkjaforseta og Thieus forseta Suður-Vfetnams, þar sem Banda- rfkjamenn hefðu skuldbundið sig til að koma til aðstoðar landinu ef kommúnistar létu til skarar skríða. Það var Henry Jackson öldungadeildarþingmaður, sem kvað upp úr með þetta, eins og frá hefur verið skýrt f Morgunblað- inu. Nessen, talsmaður Fords, sagði óhugsandi að slikir samningar hefðu verið gerðir og Kissinger, utanríkisráðherra, sem hefði ver- ió helztur samningamaður Banda- Framhald á bls. 18 WiLson vígieifiir London 11. april Reuter HAROLD Wilson, forsætisráð- herra Breta, sagði f dag að hann teldi að Verkamannaflokkurinn myndi koma sterkari en áður út úr þjóðaratkvæðinu um aðild Breta að Efnahagsbandalagi Evrópu, vegna þess að sú stefna hefði verið ákveðin að leyfa Manntjón í sprengingu Napoli 11. april. NTB. Reuter TÖLF manns að minnsta kosti fórust i sprengingu i leikfanga- og flugeldaverksmiðju skammt frá Napoli i dag, að þvi er lögregluyf- irvöld greindu frá i kvöld. 1 fyrstu var talið að mun minna manntjón Framhald á bls. 18 frjálsa tjáningu á skoðunum, að því er hann sagði. Wilson sagði, að Ihaldsflokkur- inn hefði aðeins tekið „yfir- bygginguna" inn i Efnahags- bandalagið og ekki þjóðina i heild. Færi nú aftur á móti svo að meirihluti kjósenda styddi áfram- haldandi aðild Breta i atkvæða- greiðslunni þann 5. júni þýddi það, að Bretar beinlínis æsktu eft- ir að vera i bandalaginu og hefðu sjálfir fengió að taka um það ákvörðun. Myndu þá allár starfs- greinar og allir sem rétt hefðu til að greiða atkvæði una úrslitum atkvæðagreiðslunnar i sátt og samlyndi. Eins og frá var sagt í Mbl. i dag er mjög mikill ágreiningur og skoðanamunur innan Verka- mannaflokksins vegna málsins og hefur Wilson verið gagnrýndur fyrir að reka úr stjórninni Eric Heffer, sem í umræðum á þingi lagðist gegn tillögum stjórnarinn- ar um aðild að EBE. MARIO SOARES — foringi sósialista i Portúgal, skrif- ar hér undir samning þann, sem stjórnmálaflokkarnir féllust á að gera við byltingarráð hersins, en sam- kvæmt honum fær herinn öll völd í landinu næstu þrjú til fimm ár. Allir fulltrúar stærstu flokka undirrituðu plagg þetta, en fulltrúar öfgaflokka til hægri og vinstri, svo og smáflokkar konungssinna, neituðu. Haft er fyrir satt, að Soares hafi tregðzt lengi við áður en hann samþykkti að undirrita samninginn. Kambódíustjórn vonsvikin: Engin aðstoð fráUSA — búizt við afsögn Long Borets Phnom Penh 11. apríl. Reuter KAMBÓDlLSTJÖRN sagði I yfir- lýsingu í dag að hún væri ákaf- lega vonsvikin vegna ræðu Ger- alds Fords Bandaríkjaforseta til þingsins í gærkvöldi. Kambódfska þjóðin hefði veitt at- hygli að forsetinn hefði forðazt að minnast á hjálp handa Kambódíu og myndi stjórnin ekki hika við að endurskoða afstöðu sína til stórveldanna, en ekki var þarna nánar kveðið á um hvað átt væri við. Það var upplýsingaráðuneyti Kambódiu sem gaf út þessa yfir- lýsingu siðdegis. Þar var einnig tekið fram aó stjórnin væri reiðubúin að halda áfram baráttu sinni til að koma á friði i landinu og afstaða Fords Bandarikjaforseta myndi ekki hafa áhrif þar á. Areiðanlegar heimildir i land- inu höfðu fyrir satt að Long Bor- et, forsætisráðherra, myndi segja af sér innan 48 klukkustunda og væri ætlunin að Chau Sau foringi stjórnarandstöðuflokksins, demó- krata, myndi verða falið að mynda nýja stjórn, en Chau hefur gagnrýnt mjög stjórnarstefnu Lon Nols og hvað eftir annað neitað að taka sæti i samsteypu- stjórnum með öðrum stjórnmála- flokkum i landinu. Binda stjórn- málafréttaritarar vonir við að honum takist að mynda breiða Framhald á bls. 18 Fráleitt að fallizt verði á beiðni Fords Saigon, Washington, 11. apríl NTB. Reuter. AP. MARGIR bandarískir þingmenn hafa í dag látið í Ijós þá skoðun að fráleitt sé að Ford Bandaríkjafor- seti fái samþykki fyrir þeirri 722 millj. dollara fjárveitingu til S- Víetnams, sem hann óskaði eftir í gær. Telja þingmennirnir að það mætti teljast gott ef hann fengi samþykki þingsins fyrir um 250 millj. dollara veitingu til mannúðarmála og björgunarað- gerða í landinu. Talsmenn bandarísku stjórnar- innar hafa i einkasamtölum einnig viðurkennt aó sáralitil von sé til að fjármagnió fáist. Aftur á móti vefjist nokkuð fyrir þing- mönnum að gera upp við sig, hvort þeir eigi aó veita forset- anum heimild til að láta banda- BOLL BARG HANDRITUM SOLZHENITSYN FRÁ SOVÉT París 11. apríl. Reuter. SOVÉZKI Nóbelshöfundurinn Alexander Solzhenitsyn skýrði frá þvi í dag, að það hefði verið þýzki höfundurinn Heinrich Böll, sem smyglaði handritum hans út úr Sovétríkjunum. Sagði Solzhenitsyn frá þessu f þröngum hópi franskra rithöf- unda. Hann sagði að þeir Böll hefðu alltaf hitzt, þegar hann hefði komið til Sovétrfkjanna. Hefði það gerzt fyrir opnum tjöldum til að byrja með, en sfðan hefði Böll hrist af sér þá sem veittu honum eftirför og þeir mælt sér mót á leynistað. Þar hefði Solzhenitsyn sfðan af- hent honum handritin að sög- um sfnum og Böll haft þau á brott með sér. A fundinum sem um getur var verið að kynna útkomu nýj- ustu bókar Solzhenitsyns á for- lagi Du Seuil. Solzhenitsyn sagði rithöfundunum frönsku frá því að hann væri stöðugt undir eftirliti sovézkra snuðr- ara sem legðu sig fram um að fylgjast með ferðum hans. Væri augljóst að áhugi KGB á ferð- Framhald á bls. 18 Heinrich Böll. riska hermenn fara til Suður- Vietnams til aó aðstoða við brott- flutninga á bandarískjum borgur- um þaðan, verði það nauðsynlegt. Telja þeir að þá geti sú hætta verið fyrir hendi, að Bandaríkin dragist á ný inn i stríðsátökin. Sókn kommúmsta að héraðs- höfuðborginni Xuan Loc hélt áfram i dag, en her S-Víetnams á þessu svæói mun hafa staðizt sóknina og fallhlifasveitir voru og sendar á vettvang til að styrkja varnir borgarinnar gegn hersveit- um kommúnista, sem reyna að umkringja borgina. Bardagar geisa einnig i óshólmum Mekong- fljótsins og á nokkrum stöðum úti við ströndina. Sérfræðingar telja að hermenn stjórnarinnar hafi öðlazt aukið baráttuþrek við ræðu Fords Bandaríkjaforseta, enda hefur henni verið fagnað þar einróma og hvatt til þess að þingmenn verði við beiðni forsetans. Mike Mansfield, leiðtogi demókrata i Öldungadeildinni, sagói i dag aó svarió vió beiðni forsetans yrði örugglega nei- kvætt. Hann sagði: „Eg hygg að Framhald á bls. 18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.