Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 5
MQRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRlL 1975 5 Gjöf til Sumarbúða Þjóðkirkjunnar Sumarbúóum Þjóðkirkjunnar hefur borizt höfðingleg gjöf til minningar um Guðnýju Arndisi Þórðardóttur en hún lézt i maí 1973, aðeins 15 ára gömul. Hún dvaldist í nokkur sumur i sumar- búðum Þjóðkirkjunnar i Reykja- koti við Hveragerði siðasta sum- arið sem starfsstúlka, sumarið 1972. Guðný Arndís var mikill „SJO STELPUR” í STYKKISHÓLMI Verkfallið eingöngu gert til að mótmæla brottrekstri starfemanns viður til allskonar föndur- gerðar. Þá verða sýndar sænskar lit- kvikmyndir um uppeldisstarf í leikskólum og á dagheimilum báða dagana. Vísindaleg bók gegn mengun og hungri Háskólabókaútgáfan norska hefur nýlega sent frá sér bók á ensku, sem nefnist Against Pollution and Hunger eða Móti mengun og hungri. Þar er safnað I eina bók undir ritstjórn Alice Mary Hiltons efni, sem fram kom á alþjóðlegri ráðstefnu um mengunar- varnir, sem félagsskapur að nafni Society for Social Responsibility in Science stóð að, en það eru samtök starfandi vlsindamanna og verkfræð- inga, sem telja að þeir sem þróað hafi tæknina hljóti að bera nokkra ábyrgð, beina og óbeina, á afleiðingum hennar og þróuninni. Var sú áskorun send frá þessari ráðstefnu til allra vísindamanna að þeir hefðu afskipti af þeim málum. I bókinni eru 21 grein, skrifuð af starfandi vísindamönnum um mengunarvandann í sumum þeirra eru tillögur að ýmsum lausnum eða a.m.k. að stefnum til lausnar meng- unarvandamálum. Formálann skrifar Ralph Nader, hinn kunni baráttumaður í neytendamálum i Bandaríkjunum, og fjallar hann um ábyrgð kunnáttu- manna. Aðrar greinar fjalla um hina ýmsu þætti mengunar. I Noregi stuðluðu Konunglega vísindaakademían og Háskólinn í Þrándheimi að ráðstefnunni. En að útgáfu bókarinnar standa háskólafor- lögin í Oslo, Bergen og Þrándheimi. Norska háskólaforlagið gefur bókina út fyrir Evrópumarkað, en jafnframt kem- ur hún út í Bandarikjunum, Kanada og Suður-Ameriku. Þorsteinn Aöalsteinsson i sam- vinnu við Trésmiðjuna Ösp, en alls starfa við sýninguna 18 manns. Þetta er 9. verkefni leikféíags- ins frá stofnun þess 1967. Það skal tekið fram að þetta verk er ekki ætlað börnum. Ráð- gert er að sýna verkió viðar en i Stykkishólmi. Myndin er af stelpunum sjö i leikritinu. I efri röð frá vinstri: Dagmar Kristjánsdóttir, Magða lena Bragadóttir, Rut Leifsdóttii og Jóhanna Rún Leifsdóttir. Sitj- andi frá vinstri: Súsanna Þor- varðardóttir, Harpa Agústsdóttir og Ingveldur Björgvinsdóttir. Spilakvöld sjálf- stæðisfélaganna Spilakvöld sjáifstæðisfélag- anna í Reykjavík verður haldið fimmtudaginn 17. april n.k. að Hótel Sögu, Súlnasal. Avarp flyt- ur Albert Guðmundsson alþm. Omar Ragnarsson skemmtir og hljómsveit Ragnars Bjarnasonar leikur fyrir dansi til kl. eitt. Mið- ar verða afhentir f skrifstofu Landsmálafélagsins Varðar Laufásvegi 46, frá og með n.k. mánudegi. Guðný Arndís Þórðardóttir. náttúruunnandi og er gjöf þessi til þess að gefa öðrum börnum kost á dvöl i sumarbúðum kirkj- unnar. Eru það hennar nánustu aðstandendur, sem eiga hug- myndina að þessari minningar- gjöf og nemur hún kr. 100 þúsund og skuldbinda Sumarbúðir Þjóð- kirkjunnar sig til að veita 20 börnum'vikudvöl þ.e. 2—3 börn- um á hverju sumri næstu ár. Skal reynt að géfa helzt þeirn börnum kost á dvölinni, sem ekki eiga þess annars kost. Akvörðun um val barna er samþykkt af biskupi, fulltrúa æskulýðsstarfs kirkjunn- ar og fulltrúa gefenda sem er Guðný Helgadóttir, amma Guðnýjar Arndísar. 5 ALDARINNAR gl Ef lítill bíll getur haft rými, þægindi og aksturs- eiginleika stóra bílsins, Ljósmynd Ól.K.M. ÆFINGAR hafa staðið yfir hjá leikfélaginu Grfmni Stykkis- hólmi sfðan í marz á leikritinu „Sjö stelpur" eftir Erik Torstens- son. Leikfélagið áformar frum- sýningu á verkinu í kvöld, laugar- daginn 12. aprfl í Stykkishólms- bfói kl. 21.00. Leikendur eru 12 og leikstjóri verksins er Þórir Steingrímsson en honum til aðstoðar er Dagbjört Höskuldsdóttir. Leikmynd önn- uðust Björgvin Þorvarðarson og Opið hús hjá Stýri- mannaskólanum í dag I DAG verður í húsakynnum Stýrimannaskólans alhliða kynn- ing á skipstjóranámi og kennslu í sjómennsku. Verður skólinn opnaður gestum kl. 14.00 og stendur kynningin til kl. 17. Allir nemenda munu liggja frammi upplýsingabæklingar um skip- stjóranám og atvinnuréttindi og möguleika að námi loknu. Kven- félagið Aldan mun sjá um veit- ingar fyrir gesti á 1. hæð skólans. Einn af kennurum Stýrimannaskólans, hinn kunni aflamaður Þor- steinn Gfslason upplýsir 1. stigs nemendur um leyndardóma fisksjár- innar. kennarar og nemendur skólans verða til staðar til að veita gestum upplýsingar og leiðbeina þeim. Ölf fiskileitar- og siglingatæki skólans verða í gangi og notkun þeirra og starfsemi skýrð út. Þá verður kvikmyndasýning f hátfða- salnum kl. 16.00 og þar sýndar myndir frá notkun fiskileitar- tækja,starfa um borð f skuttogara og stutt mynd um lengd og breidd með skýringum. Auk leiðbeininga kennara og Jónas Sigurðsson, skólastjóri Stýrimannaskólans, sagói i stuttu samtali við Mbl., að þeir sem aó kynningunni stæðu væntu þess að sjá sem flesta gesti, þeir hefðu verið með svipaðar kynningar undanfarin ár við góóar undir- tektir. Mikil breyting hefur orðið á kennsluaðstöðu og tækjabúnaði sjómannaskólans og hægt fyrir fólk að sjá í gangi flest þau tæki, sem um er rætt, í sambandi vió sjómennsku og siglingar. Sýning hjá Fóstru- skólanum um helgina Kynning á starfsemi Fóstruskóla íslands verður í gamla Iðnaðarmannahús- inu við Tjörnina í dag og á morgun. Það eru kennarar og nemendur, sem gangast fyrir þessari kynningu, en í tengslum vió hana verður sýning á leikföngum, barnabókum, myndíð og föndri fyrir börn og efni- 1 fréttatilkynningu skólans seg- ir, að tilgangurinn með þessari nýbreytni f starfsemi skólans sé einkum sá að kynna tengsl milli bóklegs og verklegs náms, sem fram fer í skólanum, og er sýning- in ætluð fólki, sem áhuga hefur á fóstrumenntun, svo og foreldrum og öðrum þeim, sem láta sér annt um uppeldi barna. Sýningin verður opin laugardag og sunnudag kl. 2—6. MORGUNBLAÐINU hefur borizt eftirfarandi greinargerð frá verk- stæðismönnum Kaupfélags Ar- nesinga, Selfossi, sem eiga nú f verkfalli: „Vegna fréttatilkynningar stjórnar Kaupfélags Arnesinga, sem send var fjölmiðlum sl. mið- vikudag, viljum við verkstæðis- menn i smiðjum K.Á. taka þetta fram: Með tilliti til þess atrióis að kaupfélagsstjórnin reynir, með því að vísa til 16. gr. í Samþykkt- um Kaupfélags Arnesinga, að sanna að kaupfélagsstjórinn sé raunverulega kaupfélagsstjóri, og hafi því umsjón með eignum félagsins og megi ráða fólk og reka, þá viljum við taka fram, að um það höfum við aldrei efast hið minnsta. Hitt er annað, hver skoðun okkar er á þvi, hvernig hann beitir þvi valdi sem sam- vinnumenn í Arnessýslu hafa falið honum. Stjórn kaupfélagsins leggur í tilkynningu sinni mikla áherslu á deilu þá sem upp hefur komið milli kaupfélagsstjórans og okkar um hefðbundinn rétt okkar til að vinna í eigin þágu á verkstæðinu fjóra og hálfan tima i viku hverri. Hún reynir að láta líta svo út sem þessi deila sé tilefni verkfallsins, en það er tilhæfulaust með öllu. Verkfallið er eingöngu háð til að mótmæla brottrekstri Kolbeins Guðnasonar, sem starfað hefur hjá fyrirtækinu i 35 ár og verið trúnaóarmaður bifvélavirkja á okkar vinnustað um 25 ára skeið. Verkfallinu veróur aflétt þegar uppsögn Kolbeins hefur verið afturkölluð, og ekki fyrr, hvað sem líður deilunni um þá vinnu- aðstöðu sem kaupfélagsstjórnin gerir ranglega að aðalatriði málsins. Hún heldur þvi fram að þessi vinna okkar baki fyrir- tækinu stóraukin kostnað og áhættu. Vissulega er hér um hlunnindi að ræða, en við viljum taka það skýrt fram, að við höfum bent á leiðir til þess að þetta megi verða fyrirtækinu kostnaðarlitið eða næsta kostnaðarlaust. Við höfum boðist til aó greiða véla- leigu, til að taka hóptryggingu Framhald á bls. 18 þá hlýtur það að vera Fiat. Fiat einkaumboð á íslandi: Davið Sigurðsson h/f, Siðumúla 35, Simar 38845 og 38888. Auk Fiatsins verður spilað um 1 4 Mallorcaferðir á bingói aldarinnar í Háskólabiói sunnudaginn 1 3.4. kl. 14.00. Miðasalan er í Háskólabíói í dag laugardag frá kl. 14.00. HVER FÆR BINGÓBÍLINN? ÞRÓTTUR. □□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.