Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRlL 1975
7
Áhöfnin á Skírni AK16:
Loðnuvertíð 1975
Loðnuvertíð
I dag erum við að veiða loðnu
fyrir kr. 1.75 pr. kg. og á það eftir
að lækka. Hæst komst verð i kr.
2.80 pr. kg. Verðið á þessari vertíð
hefur verið margskipt og misjafnt
vegna þess að fulltrúar i verðlags-
ráði töldu sig geta ákvarðað fitu-
magn og gæði loðnunnar á hverj-
um tima, löngu fyrirfram eða rétt-
ara sagt, dæmdu loðnuna til þess
að vera í vissri fituprósentu þenn-
an og þennan dag, sem svo loðnu-
ræfillinn fór ekkert eftir. Við
skiljum ekki, hvernig þessum
„séffum“ í verðlagsráði datt í hug
að þétta væri hægt með nokkurri
sanngirni. Við teljum það ský-
lausa kröfu sjómanna, að loðnan
verði verðlögð framvegis eftir
fitumagni hennar, þvi fitumæl-
ingu teljum við framkvæmanlega
jafnóðum og loðnan berst að
landi. Samanber, að í Noregi fer
þetta þannig fram, að verð er mið-
að við fitumagn og þar er þetta
ekki meira fyrirtæki en það, að
prufa er tekin úr aflanum er skip
kemur að landi, hún fitumæld,
niðurstaðan fengin áður en Iönd-
un lýkur og verð þar með ákveðið
og allir ánægðir.
Raunverulegt veró
— skiptaverð
Einn er sá hlutur, sem við sjó-
menn getum ekki sætt okkur við,
en það er sá reginmunur, sem
orðinn er á því verði, sem fisk-
kaupendur (þar á meðal loðnu-
kaupendur) greiða fyrir aflann
og þvi verói, sem kemur til skipta
milli útgerðar og skipshafnar. En
þessi mismunur er tekinn í alls
konar sjóði, sem útgerðarmenn
njóta góðs af. Ef við tökum sem
dæmi loðnuverðið, þá eru það
hvorki meira né minna en 41%,
sem búið er að plokka af verðinu
áður en okkur er einu sinni birt
það. Þessi hin sama prósenta
kemst upp i 47% í Norðursjónum.
Þó kvarta ákveðnir aðilar um að
ekki sé nóg að gert við að rýra
hlut sjómanna. Þvi fólk má vita
að það eru ekki mörg ár siðan
skiptaverð og raunverulegt verð
voru eitt og sama verðið.
Hin gífurlega kjara-
skeróing loónusjómanna
Trúlega hafa loðnusjómenn
orðið fyrir því að setja Islands-
met, kannski heimsmet í tekju-
rýrnun milli ára. Er þó miðað við
sama aflamagn. Dæmi: „Góóur
meðalbátur sem fiskar 6000 tonn
af loðnu hvora vertíð 1974 og 1975
gaf háseta I hlut 1974 600 þús. kr.,
en 1975 kemur til með að gefa 450
þús. kr.“ A sama tíma og verðlag
og aliar vísitölur hafa rokið upp
úr öliu valdi og krónan fallið
niður úr öllu valdi og velsæmi. Og
svo til að kóróna allt saman þurfa
sjómenn að greiða skatta af góð-
um tekjum ársins 1974 með tekj-
um í ár (1975), sem sennilega
duga ekki til lífsviðurværis fjöl-
skyldna sjómanna. Á sama tima
og þessi þróun á sér stað, höfum
við ekki orðið varir við það að fólk
í landi, sem vinnur við loðnuna,
hafi orðið fyrir beinni tekjurýrn-
un nema ef síður væri. Og er nú
svo komið, að t.d. verkamenn í
loðnubræðslu eiga þess kost að
þéna meira yfir vertiðina en sjó-
mennirnir á stórum hluta loðnu-
flotans. Fyrir utan svo vörubif-
reiðastjórana sums staðar á land-
inu, sem þéna mun meira. Þess
má geta, að stór hluti loðnusjó-
manna hefur ekki svo mikið sem
séð konur sinar og börn þaó sem
af er þessari vertið og er hún nú
að verða 2 mánuðir. Svo er fólk
steinhissa á þvi, að ekki sé slegizt
um að komast á sjó. En við sjó-
menn teljum, að það eigi sam-
stundis að senda þá menn i rann-
sókn, sem sækja um skipsrúm í
íslenzku fiskiskipi i dag. Ástandið
er það geðveikislegt.
Nokkur orö um glap-
ræöistogarakaupin
Það verður alltaf uppi fótur og
fit ef einhver dirfist að gagnrýna
hin miklu svik í sambandi við
togarakaup Islendinga. Og sum-
um finnst ekki mikið um þó
keyptir hafi, eða verða keyptir,
40—50 skuttogarar næstum því á
einu bretti. Og sumir, ef ekki all-
flestir þessara togara hafa dugað
heimsiglinguna eða einn veiðitúr
og þó koma fram gallar, alvar
legar bilanir og skipin nýju liggja
svo mánuðum skiptir i höfnum til
viðgerða. Þó hafa verið sendir
„sérfræðingar" erlendis, sem
hafa það að starfi að fylgjast með
smiði og eiga að hafa eftirlit með
hönnun og niðursetningu véla og
spila. En hvar eru þessir menn á
meðan verið er að smíða þessi
skip? Eru þessir fulltrúar Is-
lendinga kannski bara menntaðir
á bókina i Háskóla Islands? Ef svo
er, þá er ekki von til þess að
Islendingar fái nema gölluð og
hroðvirknisunnin skip, þar sem
ætla má að bókaormana vanti alla
reynslu til að fylgjast með smíói
slikra atvinnutækja. Og hverjir
bera svo ábyrgðina? Það vita allir
hverjir bera byrðina af þessu.
Auðvitað hinar vinnandi stéttir.
Það mundu margir segja: En
gleymið þið ekki hvað þessir tog-
arar hafa leyst mikinn vanda og
létt undir með hinum ýmsu
byggðarlögum? Það eru nú
tvennar sögur af þvi.
Flestir af þessum togurum hafa
átt i erfiðleikum og stoppað svo
mánuðum skiptir, þannig að
hjálpargagn af þeim hefur i raun
og veru verið sáralítið. Það er
ráðizt i kaup á svona rándýrum
skipum án þess að athuga áður,
hvort nokkur rekstrargrundvöll-
ur er fyrir hendi. En eins og
menn vita og komið hefur á dag-
inn er enginn rekstrargrundvöll-
ur fyrir þessi skip eins og ástand-
ið er hér á landi og markaðsverð
erlendis hrunið, en við þvi getum
við vist ekkert gert. Þá eru ekki
höfð samráð við sjómenn um
hvaða tegund skipa mundi nú
henta til veiða við tsland. Það eru
landkrabbarnir sem ákvarða það.
Þeir ættu þá sjálfir að fara á þessi
skip. Þeir yrðu þá reynslunni
rikari og það mundi hjálpa þeim
til þess að geta mótað réttar
skoðanir í sambandi við hönnun
og eftirlit véla og annars útbún-
aðar. Við viljum halda því fram,
að það sé lágmark að svona eftir-
litsmenn hafi séð hvernig hlut-
irnir vinna áður en þeir eru
sendir út i heim til svona verka.
Því að verkin þeirra tala svo
sannarlega á okkar tungu í dag.
Nýting loðnunnar
Að lokum er verið að benda á
hvernig við Islendingar göngum
um þetta hráefni, loðnuna. Spek-
ingar á fínum stólum skipuleggja
loðnuvertíðina hverju sinni og úr-
vinnslu hennar, markaðsmál og
fleira og fleira. En þeir hafa alveg
verið lokaðir fyrir þvi að nýta
hrogn og annaó innvols sem
kemur úr skiljurum, þegar verið
er að landa upp úr skipunum. Þó
eru nokkrir staðir komnir með
tanka eða tankbíla til að taka við
þessum úrgangi. Það er alveg
ábyggilegt að það fara tugir millj-
óna i sjóinn aftur, sem væri hægt
að nýta til fullnustu. Norðmenn
(til að mynda) krabba alla loðn-
una upp úr sínum skipum. Þeir
nota aldrei dælur við löndun og
ná því loðnunni óskemmdri upp.
Þó viljum við alls ekki mæla
kröbbun neina bót, hún gengur
seinlega og er miklu erfiðari
löndunarmáti en nú gerist al-
mennt, því litið sem ekkert er
fryst. Það ætti að vera hægt að
dæla upp úr skipunum en taka
afföllin úr skiljaranum og tengja
skilvindu við þau og skilja hrogn-
in frá sjó og öðru innvolsi. Sjálf-
sagt hafa þessir sérfræðingar
ennþá hagkvæmari lausn á
þessum málum. En þeir sitja
sennilega bara á þeim?
Með þökk fyrir birtingu.
Ahöfnin á .Skírni AK 16.
Sveinbjörn Erlingsson, vélstjóri:
Svartolían og togararnir
Finnur Gíslason I. vélstjóri á
b/v Víkingi átti, aó minu viti,
ágæta grein um svartolíunotkun á
togurum okkar í Morgunblaðinu
20/3’75.
Hann færir sterk rök að þvi, að
áróðurinn fyrir því, að nú skuli
svartolia tekin í notkun um borð í
hinum nýju skuttogurum sé ákaf-
lega hrásoðinn.
Finnur bendir réttilega á, að
orkan sem þarf til að gera
svartoliu hæft eldsneyti kostar
peninga og tækin til þessara þarfa
— en með þeim var ekki reiknað
við smíði skipanna — kosta líka
mikla peninga.
Finnur bendir líka réttilega á,
að breytingin kosti aukna vinnu
um borð i skipunum. Ekki finnst
mér ósennilegt að útgerðin þurfi
að borga eitthvað fyrir það i fram-
tíóinni.
Þróunin að undanförnu hefur
verið sú að fækka sem mest fólki
á skipunum. Þetta hefur verið
gert með aukinni hagræðingu og
sjálfvirkni. Þetta stafar m.a. af
því, að nú er orðið almennt viður-
kennt, að eðlilegt sé að sjómenn,
sem vinna f jarri heimilum sinum,
fái lengra fri en aðrir. Nú er svo
komið, að sums staðar erlendis fá
þeir allt að því jafn langt frí i
landi, á launum, og þeir vinna um
borð. Hér er stefnt í öfuga átt,
vinnan er aukin um borð. Þvi
finnst mér mjög athyglisverð sú
hugmynd Finns að hreinsa svart-
oliuna í landi með ódýrum inn-
lendum orkugjafa.
Viðhald véla er stór kostnaðar-
liður útgerðarinnar og óhætt er
'að fullyrða að þessi kostnaðarlið-
ur mun hækka við svartolíunotk-
un. Kemur þar tvennt til, hugsan-
leg mistök við gæzlu tækjanna
eða bilun á þeim og verra elds-
neyti. Mjög álít ég varhugavert að
koma á þessum breytingum með-
an vélar nýju skipanna eru i
ábyrgð, því það vill brenna við að
erfitt sé að fá framleiðendur til aó
bæta galla á vélum þeirra, en
hugsanlega enn þá verra geti þeir
bent á að notað sé eldsneyti sem
þær eru ekki gerðar fyrir.
Ég var um tíma vélstjóri á ali-
stóru erlendu kaupskipi, þar sem
notuð var svartolía sem eldsneyti
fyrir aðalvélina, er var dieselvél
og notaði um 1 tonn af svartoliu á
klst. við fulla ferð. Þarna var vél-
in ávalit ræst með dieseloliu og
skipt yfir á dieseloliu hálftíma
áður en stöðvað var. Þetta er ekki
svo bagalegt þar sem um lang-
siglingu er að ræða, hins vegar
yrði þetta vart hægt í sumum
fiskiskipum. Svartolían skapaði
töluvert aukna vinnu þarna, sem
var heldur ekki mjög bagalegt,
þar sem um ódýrt vinnuafl var að
ræða, mest frá Asiu og Suóur-
Ameríku.
Að öllu athuguðu álit ég að
reiknimeistarar okkar megi setj-
ast niður aftur og reikna betur,
áður en þeir geta fullyrt að svo og
svo margar krónur sparist með
svartoliunotkun, þvi það eru
áreiðanlega of margir óþekktir
liðir i likingunni til að hægt sé að
fá rétt svar að svo komnu máli.
Jarðýta — MF 50 Grafa Til sölu jarðýta D6B árg. '63 og MF 50 Grafa árg. '72. Uppl. í síma 74880 eftir kl. 1 7. Til sölu hús á Rússajeppa — passar á skúffu. Upplýsingar i sima 99- 4386 eftir kl. 8 á kvöldin.
20 ára stúlka 20 ára stúlka óskar eftir vinnu. Margt kemur til greina. Getur byrj- að strax. Upplýsingar í síma 81685 frá kl. 12—4. Volkswagen '73 lítið keyrður til sölu. Upplýsingar í síma 10643 eftir kl. 6.
ísafjörður (oð 3ja herb. íbúð til sölu. Upp- lýsingar í sima 94-3583 á kvöld- in. Matsveinn óskar eftir plássi á góðu skipi. Uppl. i sima 92-221 4.
Ung kona með 8 ára barn, óskar eftir vinnu i Rvk. eða úti á landi. Starfsreynsla skrifstofustörf. Flest kemur til gr., einnig skrifstofustörf. Tilboð send- ist Mbl. merkt Vinna 8*586. Til sölu 2ja herb. kjallaraíbúð í Háleitis- hverfi. Góð kjör ef samið er strax. Tilboð merkt: ..Háleitishverfi — 6834 ", sendist Mbl. fyrir þriðju- dagskvöld.
Norskur læknanemi óskar eftir að leigja herbergi með aðgangi að eldhúsi eða einstakl- ingsíbúð strax. Uppl. í sima 11848 eftir kl. 7 á kvöldin. Verzlunarhúsnæði Verzlunarhúsnæði til leigu við eina aðalgötu bæjarins 55—60 fm að stærð. Uppl. i sima 34283.
Hafnarfjörður — Norður- bær Bílskúrtil leigu simi: 50927. Vil kaupa litinn rennibekk, ekki stærri en 1000 m.m. á milli odda. Upplýs- ingar i sima 40178 kl. 5—8 á kvöldin.
Óskar eftir að kaupa VW 1300 '70—’72 eða Fiat 127 '73. Aðeins vel með farinn kemur til greina. Uppl. i síma 40307 laugard. og sunnud. til kl. 1 7. Iðnaðarhúsæði Til sölu 140 fm iðnaðarhúsnæði við Súðarvog 3. hæð Upplýsingar í síma 401 48.
Til sölu er 4ra tonna trilla endurbyggð 1973 og þá sett ný Volvo penta 36 hestöfl, dýptarmælir, tvær raf- magnsrúllur, sólóeldavél. Upplýsingar i sima 41 132, Húsa- vik. Höfum allar tegundir Polaroid filmur og flassperur. Kvöld og helgarsalan, Brekkulæk 1.
Óskum eftir 3ja herb. ibúð í Rvikeða Hafnarf. frá 1 5. ágúst til langs tima. Má þarfnast lagfær- inga. Tilboð er greini frá staðsetn- ingu og leiguupphæð sendist Mbl. f. 30. apríl merkt: A-7378. 3Wor$unbInbtt> nucLVSincRR ^22480
Bátur óskast 12 — 20 smálesta bátur, útbúinn handfæra- vindum óskast á leigu í sumar. Ætlunin er að stunda veiðar frá Reyðarfirði á bátnum. Uppl. gefur Baldur Guðmundsson, simi 34023.
leikir 5. apríl 1975.
32. leikvika
Úrslitaröð:
X X X — 1 X 1 — 1
1. VINNINGUR: lOréttir-
12 — 1X2
- kr. 18.000.00
9 3842 11248 36601 37982 37939 38385
1284 + 7616 35100 36708 37509 38383 38453
2. VINNINGUR: 9 réttir — kr. 1.000.00
127 4421 9628 35718 37481 37941 38376
391 4571 9662 35944 37484 37949 38384
932 4594 10077 36146 37484 38002 38385
1071 4638 11170 36168 37485 38022 38385
1071 5073 + 11747+ 36168 37505+ 38136 39395
1 272 + 5145 1 1 748 36197 3751 1 38136 38385
1284 5450 12173 + 36198 37527 38136 38387
1294 + 6490 12479 36265 37527 38136 38387
2032 6788 12485+ 36282 37605 38190 38404+
2108 7343 35026 36313 37633 38202 38404 +
2285 7533 35099 36783 + 37640 38236 38435
2878 7760 35150 36870 37671 38337+ 38452
3195 7841 35459 36872 37939 38339 + 38453
3528 7899 35590 36986 37939 38356+ 38453
3529 3668 + 7963 3561 1 37170 37939 38375 38454 + nafnlaus
Kærufrestur er til 28. apríl kl. 1 2 á hádegi. Kærur skulu vera skriflegar.
Kærueyðublöð fást hjá umboðsmönnum og aðalskrifstofunni. Vinn-
ingsupphæðir geta lækkað, ef kærur verða teknar til greina. Vinningar
fyrir 32. leikviku verða póstlagðir eftir 29. apríl.
Handhafar nafnlausra seðla verða að framvisa stofni eða senda stofninn
°g futlar upplýsingar um nafn og heimilisfang til Getrauna fyrir
greiðsludag vinninga.
GETRAUNIR — íþróttamiðstöðin — REYKJAVÍK