Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRIL 1975 Piltur og stúika sgs við kaupmann, en leiddi síðan Guórúnu að hillunni og lét hana velja sér þar silkiklút; og var þá ekki tekinn sá lakasti. Eftir það gengu þær stöllur úr búðinni. En ekki leið á löngu, áður vísur nokkrar komu upp suður á Álftanesi og eignaðar útróðrar- manm norðlenzkum, er verió hafði þar í búðinni, og þóttust menn vita, að þær lytu eitthvað til þess, er Guðrúnu dvaldist svo lengi í loftinu hjá búðarlok- unni. Vísurnar eru svona: Búðar- í loftið hún Gunna upp gekk, gráfíkjur nógar og sætabrauó fékk; Sigríður niðri í búðinni beið, bylti við ströngum og léreftið sneið. F’agurt er loftið, og fullt er það ull, fáséð mun Kristján sýna þar gull; og lengi var Gunna í loftsölum há, og litverp í framan hún kemur þeim frá. HÖGNI HREKKVÍSI Siðan tók Kristján silki ágætt (selja þeir þess háttar öðrum á vætt) og hvislar að Gunnu: A herðarnar þin hafðu hann, fallegur stúlkurinn min! Missæl er þjóðin, oss dónunum dýr dropinn oft gjörist og varningur nýr; en ókeypis stúlkurnar fallegu fá fyrirtaksklútana Danskinum hjá. Skömmu eftir þessa búðarferð kom Guðrún einu sinni að máli við Sigriði og segir: Mér þykir vera orðinn vandi að lifa hérna í henni Reykjavík, ef maður getur ekki gengið svo tvö fet ein saman með karlmanni, að maður sé ekki orðuó við hann. Það hef ég ætíð haldið, sagði Sigríður, að þaö væri nokkuð vandasamt. Það má nú fyrr vera, eóa veiztu, hvað því veróur nú taldrjúgast um hérna í Víkinni? Nei, ég tala viö svo fáa. Og ekki nema það, að það er búið að koma okkur Kristjáni sem er hjá honum Möller saman; og það hélt ég þó, að því gæti sízt dottið í hug, blessuðu, því orsök verður að vera til alls. Ekki held ég það sé; það er víst ekki nema hugar- burður þinn, og ekki hef ég heyrt neitt talaó um þaö. Það veit ég; þaó forðast að láta þig heyra það, af því að þaö hugsar, að þú segir mér það aftur; en ég trúi, að það sé komin út einhver drápa suður á Álftanesi út úr því, að ég fór með honum hérna um daginn upp í loftið að sjá klútana, eins og þú vissir. Ég hugsaði þaó og, að það væri varlegra að fara þangað ekki, og því sagói ég þaö við þig; en hvernig veiztu þetta? Ég hef heyrt sagt, að þær hafi verió þrjár aó stinga saman nefjunum um það inni hjá henni mad- dömu ...! þær tala ekki um sjóferðirnar sínar samt; en það er ekki þar fyrir, mig gildir einu, hvað þær þvaóra. Þaó hefur spillt fyrir, að hann lét alla, sem voru í búðinni, sjá, að hann gaf þér klútinn. Og ekki var, þó hann gæfi mér klútbleðilinn þann arna, ég held ég hafi þá gjört svo margt fyrir hann, sem ekki hefur allt komið til reiknings; en látum það þvaóra, ég kippi mér ekki upp vió þaó, sem hlaupið DRÁTTHAGIBLÝANTURINN meÖthoi^unkaffinu Þér hafið ofnæmi fyrir fjöðr- um. Hann er kominn aftur, maður- inn á neðri hæðinni og spyr hvenær hann megi vænta þess að fá næði til að sofna í nótt. Halló, halló

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.