Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRIL 1975 13 Guðlaug Sigmundsdóttir frá Gunnhildargerði — Attræð „Ein minning fylgir mér frá yngstu árum.“ Ég stend við bæjardyrnar á Hjaltastað ásamt móður minni. Við drepum á dyr; þær eru raunar opnar og sæmi- lega bjart að sjá inn göngin sem liggja til baðstofu. Nærri strax birtist þar úng kona vel í vexti og glæsileg, með gleðibragði sem ekki leynir tilefni sinu. Hún fagn- ar okkur með þeim hætti að ég finn að við höfum áreiðanlega ekki verið að villast þótt leiðin hefði virst löng. I brosi þessarar konu, orðum og athöfn urðu engin undirmál fundin. Við vorum velkomin. Þannig kom Guðlaug til dyra og í fylgd með henni fjögur börn í kringum minn aldur, umleikin sama hugblæ og hún sjálf. Hér hlaut manni að líða vel — og það brást ekki heldur. Svona liðu nokkur ár, uns allt i einu dregur fyrir sól. Fjölskyldan á Hjaltastað flytur brott úr sveit- inni og sest að á Vattarnesi við Reyðarfjörð. Og nú urðu kirkju- ferðir manns og aðrar komur að Hjaltastað dauflegar. Margur er smjörs voðinn. Oft reynast hugmyndir úr bernsku harla litt tryggðar, og því hærri sem þær eru því hættara er þeim, þegar prófsteinn raunsæisáranna kemur til. En standist þær raun- ina verða þær ómetanleg eign. Siðar miklu, þegar leiðir lands- manna tóku að mætast hér við Faxaflóa, bar fundum okkar Guð- laugar og fjölskyldu hennar saman á.ný. Þau hjón bjuggu á 5. áratug aldarinnar i sérstæðu timburhúsi við Bergstaðastræti 70 ásamt börnum sínum. Guðlaug var enn húsfreyja á stóru heimili — raunar stærra en áður — en jafnframt rak hún prjónastofu þótt húsakynni væru þröng. Smá- fólkið hafði breyst i fullvaxin mannvænleg ungmenni. En ég þekkti aftur anda heimilisins, fullan af glaðværð, lifsþrótti og hreinskilni að sjálfri vinfestunni auðvitað ógleymdri. Þetta hús stóð mér jafnan opið. Fjölskyldu- myndin frá Hjaltastað endur- skýrðist og ég sannfærðist fljótt um að hún hafði hvorki verið ýkt né ósönn i huga minum. Hitt var fremur að hún hafði verið dregin af fáum dráttum. Við endurnýjuð kynni hlaut ég að átta mig betur á persónuleika Guðlaugar og mikl- um mannkostum, ekki sist hetju- ís kominn inn á lund hennar í hverri raun. Fyrir meira en tveim áratugum missti hún eiginmann sinn, Pétur Sigurðsson frá Hjartarstöðum. Þeim hafði orðið átta barna auðið og komust öll til þroska. En þremur þeirra hefur Guðlaug séð á bak mitt úr önn manndómsár- anna. Gegn slíkum harmi endist fátt til huggunar, og þá er það sem persónulegt þrek skiptir mestu. Um leið vil ég nefna þá mannheill sem Guðlaug Sig- mundsdóttir á að fagna. Hún mun fylgja henni til æviloka og minn- ingu hennar miklu lengur. Óskar Halldórsson. Electrolux Hl Frystikista 310 Itr. 4 ¥ Electrolux Frystikista TC114 310 litra Frystigeta 21,5 kg á dag. Sjálfvirkur hita- stillir (Termostat). Öryggisljós. Ein karfa. Útbúnaður til að fjar- lægja vatn úr frystihólfinu. Seg- ullæsing. Fjöður, sem heldur lokinu uppi. Vörumarkaðurinn hf. Hvergerðingar Árnesingar Samsöngur verður í Hveragerðiskirkju sunnudaginn 1 3. april kl. 2.30. Kvartett kennara frá Hliðardals- skóla syngur. Auk þess syngja Árni Hólm og Jón H. Jónsson einsöng og tvisöng. Ókeypis aðgangur en samskot vegna starfsemi kvartettsins. allar stœróir fyrirliggjandi heildsala, smásala, RAFIÐJAN HR VESTURGÖÍU 11 SÍMI 19294 Til sölu fiskbúð Til sölu er fiskbúðin að Sörlaskjóli 42 ásamt öllum tækjum og búnaði. Allar nánari uppl. í síma 19378. Skinnasýning og keppni verður haldin að Hótel Varðborg á Akureyri á morgun sunnudag 13. apríl kl. 2 e.h. á minka- skinnum. Stjórnin. Grímseyjarsund Siglufirði, fimmtudag. RÆKJUBATARNIR komu að i morgun og voru með allgóðan afla. Þeir sögðu við komu sína af rækjumiðunum, á Grimseyjar- sundi, að haffs væri farið að reka inn á sundið og væri ís í aðeins um átta sjómilna fjarlægð frá Grimsey til suðsuð-austurs af eyj- unni. Ef is rekur inn á sundið þá er hætt við að rækjuveiðarnar geti orðið erfiðar viðfangs. Hér er verið að losa um 120 tonn af loðnu úr vélskipinu Lofti Baldvinssyni. — mj Hestamannafélagið Fákur KAFFIHLAÐBORÐ verður í félagsheimili Fáks við Elliðaár í dag. Húsið opnar kl. 1 5.00. Fákskonur sjá um þetta stórkostlega hlaðborð. Komið og drekkið kaffið. Allir velkomnir, hestamenn og velunnarar. Vörubíll og jarðýta Til sölu Scania L76 með lyftihásingu árgerð 1966 og BTD 8 jarðýta, ástand beggja tækj- anna er gott. Gott verð, ef samið er strax. Upplýsingar í símum 441 74 og 53075. Selfossbúar r Arnesingar Á morgun sunnudaginn 13. apríl kl. 20.30. hefst í Gagnfræðaskólanum á Selfossi nám- skeið til að hjálpa fólki að hætta reykingum. Komið tímanlega. íslenzka bindindisfélagið. FUS Huginn — Garða- og Bessastaðahreppi Félagsfundur Félag ungra sjálfstæðismanna i Garða- og Bessastaðahreppi heldur almennan félagsfund þriðjudaginn 1 5. april kl. 8.30 að Lyngási 1 2. Fundarefni: 1. Garðar Siggeirsson sveitarstjóri ræðir hreppsmál. 2. Guðmundur Hallgrímsson formaður. Byggung i Garðahreppi skýrir frá störfum félagsins og ræðir mögulegar lagabreytingar. 3. Kjör tveggja fulltrúa á landsfund sjálfstæðisflokksins. Félagar i Huginn og Byggung eru hvattir til að fjölmenna og taka með sér nýja félaga. Stjórn Hugins. Kópavogur Sjálfstæðiskvennafélagið Edda heldur almennan fund i sjálf- stæðishúsinu við Borgarholtsbraut miðvikudaginn 16. apríl n.k. kt. 20.30. Dagskrá: Kosning fulltrúa á landsfund. Kosning fulltrúa á aðalfund KSK. Inntaka nýrra félaga. Önnur mál. Sýndar verða litskuggamyndir. Mætið vel og stundvíslega. Stórnin. ATLAS SUMARDEKK A GÖMLU VERÐI. kr. 600 — 12 m/hv. hring 5.357 F 78 — 14 m/hv. hring 6.886 G 78 — 14 m/hv hring 7.136 H 78 — 14 m/hv. hring 7.888 Atlas jeppadekk. kr F 78 — 15 m/hv. hring 8.200 G 78 — 15 m/hv. hring 8.635 H 78 — 15 m/hv. hring 9.101 700 — 15 — 6 strigal 10.370 650 — 16 — 6 strigal. 9.436 700 — 16 — 6 strigal 1 1.636 750 — 16 — 6 strigal. 14.346 Slétt sumardekk kr. 600 — 16 — 4 strigal. 4.766 650 — 16 — 6 strigal 5.735 Véladeild HJÓLBARÐAR Sambandsins ^

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.