Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRlL 1975 LOFTLEIÐIR BILALEIGA CAR RENTAL 72 21190 21188 LOFTLEIÐIR FERÐABÍLAR h.f. Bilaleiga, sími 81260. Fólksbilar — stationbilar — sendibilar — hópferðabilar. ® 22*0*22* RAUDARÁRSTIG 31 _______________/ Skipti RAÐHÚS — ÍBÚÐ Til sölu er raðhús í smíðum í Seljahverfi. Æskileg skipti á stórri 3ja herb. eða 4ra herb. íbúð. TIL SÖLU 60 fm skrifstofuhús- næði í miðri austur- borginni. Upplýsingar í síma 83747. Athyglisverð erindi og fögur tónlist i Aðventkirkjunni, Ingólfsstræti 19, hvern sunnudag kl. 5. Sunnudaginn 13. april flytur Steinþór Þórðarson erindi sem nefnist: HVERS VEGNA EG ER SJÖUNDA DAGS AÐVENTISTI. Fjölbreyttur söngur í umsjá Árna Hólm. Allir velkomnir Einar og Ashkenazy Alþýðublaðið birtir i gær for- ystugrein undir yfirskriftinni: Einar og Ashkenazy. Þar segir: „Pfanósnillingurinn Vladim- ir Ashkenazy er nú staddur hér á landi og lék f gær einleik með Sinfónfuhljómsveit Islands. Það er orðinn regfulegur við- burður f tónlistarlffi Islend- inga, að landsmönnum gef- ist kostur á að hiýða á leik þessa heimskunna listamanns, sem sýnt hef- ur tónlistarmálum okkar, og raunar Islandi og Islendingum, einstakan hlýhug og velviija. Frumkvæði hans í sambandi við listahátfðirnar, sem haldn- ar hafa verið hér á landi er ómetanlegt. Ashkenazy hefur af lífi og sál og af óbilandi dugnaði lagt sig fram um að gera þessar hátfðir að alþjóð- legum tónlistarviðburðum og það hafa þær orðið fyrir hans tifverknað. Fá Islendingar seint fullþakkað þessum manni, sem kaus að gerast landi okkar og hefur sýnt fs- lensku menningarlífi mikla ræktarsemi. Það hefur lengi verið áhuga- og baráttumál Vladimirs Ashkenazy að fá að bjóða föður sfnum, David, til sfns nýja heimalands. Vegna stirfni sovéskra stjórnvalda hefur ítrekuðum óskum feðganna um að fá að hittast þó ávallt verið hafnað. Vladimir Ashkenazy, sem er fslenskur rfkisborgari, hefur því snúið sér til þess eina aðila, sem honum sem Islend- ingi er tiltækur í slfku máli og ber skylda til þess að veita hon- um sem og öðrum tslendingum liðveislu undir áþekkum kringumstæðum — til rfkis- stjórnar Islands. Hafa rfkis- stjórnir þær, sem hann hefur snúið sér til, ávallt tekið mála- leitunum hans vel og stundum eitthvað reynt að aðhafast." Hvernig var tækifærið notað? I sömu forystugrein segir Al- þýðublaðið: ,,Nú vill svo til, að á sama tfma og þessi heimsfrægi snill- ingur dvelur á Islandi og leyfir Islendingum að njóta listar sinnar er fslenski utanrfkisráð- herrann, Einar Agústsson, f opinberri heimsókn f Sovétrfkj- unum. I heimsókninni hefur hann rætt við flesta helstu ráðamenn Sovétrfkjanna — þá menn, sem ekki hafa viljað leyfa Ashkenazy feðgunum að hittast og Vladimir Ashkenazy hefur beðið íslensku rfkis- stjórnina að reyna að hafa áhrif á. Þegar Einar Agústsson kem- ur heim úr för sinni til Sovét- rfkjanna mun Alþýðublaðið spyrja hann, hvað honum hafi orðið ágengt f málum þeirra Ashkenazyfeðga. Alþýðublaðið mun spyrja utanríkisráðherr- ann við hvaða forystumenn Sovétrfkjanna hann hafi rætt þetta mál, hverjar undirtekt- irnar hafi verið og hvort utan- ríkisráðherranum fslenska hafi tekist að leysa það verkefni, sem Alþýðublaðið hefur marg- sinnis skorað á hann að fylgja fast eftir — að fá heimild sovéskra stjórnvalda fyrir David Ashkenazy til þess að heimsækja son sinn og tengda- dóttur á Islandi. Það er ekki aðeins Alþýðu- blaðið, sem hefur mjög ein- dregið skorað á fslensk stjórn- völd og þá fyrst og fremst Einar Agústsson, sem verið hefur utanrfkisráðherra tveggja ríkisstjórna, að bregðast vel við liðveislubón hins fslenska rfkisborgara, Vladimirs Ashkenazy. ÖII þjóðin, sem fengið hefur að njóta hæfileika og fórnfýsi þessa dáða lista- manns, hefur tekið undir þá áskorun. Það er heldur ekki að tilefnislausu. I fyrsta lagi eig- um við Islendingar bágt með að skilja það furðulega háttalag sovéskra stjórnvalda að meina feðgunum að hittast. I öðru lagi gerum við okkur það Ijóst, að Vladimir Ashkenazy á það margfaldlega skilið af málsvör- um okkar að þeir fylgi þessu baráttumáli hans fast fram og nú hefur Einar Agústsson ein- mitt haft eitthvert það besta tækifæri til þess, sem boðist hefur. Hvernig hefur það verið notað?“ Halldór Jónsson, verkfræðingur; Um framtíðina og úrræðin SÉU menn sammála um eitthvað þessa dagana, þá er það að það séu ýmsar blikur á lofti í efna- hagsmálunum. Þó eru líkur til þess að draga muni úr verðbólgu í heiminum innan skamms. Olíu- vandamálið er á undanhaldi, alls staðar nema í þáttum íslenzka sjónvarpsins urn orkumál Ætli enginn geti lánað þeim nýlegt hefti af Newsweek eða einhverju svoleiðis blaði? Það eru nokkrar horfur á því, að Arabarnir verði orðnir blankir fyrr en varir, allavega miðað við fyrra rikidæmi, og verða það lík- Iega áður en Islendingar hafa rænu á að slá þá fyrir stórfram- kvæmdum. Það má telja mjög hæpið, að þjóðin geti bætt lífskjör sín verulega á næstu árum án þess að til komi utanaðkomandi fjármagn til þess að reisa hér arðbær fyrirtæki. En slikt krefst undirbúnings og munum við nú gjalda sofanda- háttarins i þeim efnum, ef við missum af Arabagullinu. Kannski lærum við af þessu, að það kost- ar sáralítið meira að hugsa heldur hærra en maður telur sig geta á hverjum tíma. Hvað sem þvi líður, hljótum við að hugsa um framvindu mála á allra næstu mánuðum og árum. Margir eru kvíðnir og spá at- vinnuleysi og samdrætti, jafnvel landflótta. Vist er um það, að Norðmenn vantar nú um 20.000 manns i byggingariðnað sinn, svo að við íslendingar megum vara okkur á þvi að vera of hugfangnir af samdráttarhugmyndum t.d. í byggingariðnaði, sem er einskon- ar trúaratriði hjá mikilsmegandi hagfræðingum okkar. Það er nokkuð óyggjandi að við þurfum að reisa 2.500—2.800 ibúðir á ári næstu 5 ár. Ef við ætlum ekkert að byggja i ár og næsta ár, þá kem ur óhollur þrýstingur á okkur seinna, verðbólguspenna sem við þekkjum allt of vel, t.d. frá sið- asta ári þegar byggingariðnaðar- menn sprengdu alla skala af sér. Þetta miðast náttúrlega við það að við ætlum ekki að flytja fólkið út, en það getur breytt dæminu. Við megum ekki lenda í sama pyttin- um og Ford Bandaríkjaforseti, sem áttaði sig of seint á því, að atvinnuleysi er verri vágestur en verðbólgan þó vond sé. Islending- ar þurfa á öilu sinu fólki að halda og þeir vilja vinna og eru því vanir. Og svoleiðis fólk tekur ekki við neinu samdráttarhjali, sé ann- að mögulegt. Kjör og atvinna Nú er ASl búið að segja að nóg sé komið af samdrættinum. Menn iifi ekki af tekjunum þegar verð- bólgan vex og vinnan minnkar. Þetta er rétt eins og dýrtíðin er oróin. Það verður að gera eitt- hvað. Hinir reyndari og raun- særri verkalýðsforingjar hafa sagt, að þeir geri sér ljósar að- stæður í þjóðarbúinu og þær leyfi ekki að krafist verði endurheimt- ar kaupmáttarins frá mars 1974. Þetta gefur vonir um að nú takist að nota skynsemina einu sinni. Að fólkið geti haft nægar tekjur þó að þaó verói að leggja ívið meira á sig fyrir þær. En það er ekki hægt að krefjast þess að bara launafólkið leggi á sig byrðar. Það þarf að tryggja það, að opinberu fyrirtækin dansi ekki óbeisluð um buddu almennings og að forstjórum þeirra líðist ekki neinar sjón- hverfingar í gjaldskrárútreikn- ingum sínum á meðan aðrir eiga að spenna beltin. Takist þetta væri lagður grundvöllur að raun- hæfum kjarabótum síðar. (Nú er ekki um kjarabætur, heldur dýr- tíðarstyrki að ræða). En á þessu er einn galli. Það er ákveðin tregða í öllum kerfum. Og í heilu efnahagskerfi er mikil tregða. Þó við sköpum þær aðstæð ur að allt ætti að fara að gétá gengið, þá heldur ástandið áfram að versna i töluverðan tíma á eft- ir, hafi það verið byrjað á því. Og það viróist vera byrjað. Það er því hæpin von til þess, að allt fari nú i gang, þó svo að við höldum friðinn. Við erum ekki búnir að stöðva vagninn sem rennur afturábak um leið og við ákveðum að gera það. Ég óttast að við munum verða lengi að ná vagninum af stað upp brekkuna nema til komi utanað- komandi fjármagn og það fljótt, til þess aó veita i framkvæmdir. Við erum nefnilega „brók“ eins og þeir segja. En það er úr vöndu að ráða. Við erum búnir að slá meira en góðu hófi gegnir, og maður er jafnvel hræddur um að það fé hafi ekki Framhald ð bls. 30. in ■=■ \ EKKI DROPI 'l HÚSÍNU / \tAOND Reykjanesmótinu, sem jafn- framt er úrtökumót fyrir und- ankeppni Islandsmótsins lauk sl. sunnudag. Reykjanesmeist- ari varð sveit Kára Jónassonar Bridgefélagi Kópavogs. Hlaut sveitin alls 192 stig. 1 sveit Kára eru ásamt honum: Grím- ur Thorarensen, Guðmundur Pálsson, Öli Andreason, Guðmundur Gunnlaugsson og Vilhjálmur Sigurðsson. Röð sveitanna varð þessi: Sveit Stig. Björns Eysteinssonar 171 Alberts Þorteinssonar 157 Guömundar Ingólfssonar 153 Bjarna Sveinssonar 153 Haralds Brynjólfssonar 148 Böðvars Guómundssonar 143 Siguróar Emilssonar 140 Jóns Gfsiasonar 121 Hauks Hannessonar 107 Óiafs Vaigeirssonar 106 Sigurðar Þorsteinssonar 82 Sigurðar Sigurðssonar 65 Marons BJörnssonar 38 Övfst er enn hve margar sveitir muni komast f undan- keppnina en talið er líklegt að þær verði f kring um sex. Að keppninni lokinni héldu bridgemenn dansleik og var þar m.a. spilað bingó. Þótti skemmtunin takast með ágæt- um enda þótt ekki væri marg- mennt. XXX Frá bridgefélagi Siglufjarðar. Mánudaginn 24. mars sl. lauk sveitakeppni félagsins. Urslit urðu þau að sveitir Steingríms Magnússonar og Boga Sigur- björnsjonar urðu efstar og jafnar að stigum og þurfa þvf að spila aukaleik, eða auka- leiki, til þess að úrslit fáist. Urslit urðu þessi: Sveit Stig Steingrfms Magnússonar 72 Boga Sigurbjörnssonar 72 Páls Pálssonar 61 Sigurðar Hafliðasonar 61 Hinriks Aðalsteinssonar 15 Björns Olafssonar 0 1 sveit Steingríms eru auk hans þeir Tómas Jóhannsson, Jóhann G. Möller og Björn Þórðarson. I Sveit Boga eru auk hans þeir Anton Sigurbjörns- son, Jón Sigurbjörnsson og Hreinn Steinsson. Þar sem sveitir np< 3 og 4 urðu einnig jafnar þarf aukaleiki um þau sæti. Mánudaginn 7. apríl hófst 2ja kvölda hráðsveitarkeppni, sem þannig er hugsuð að starfshóp- ar eða fyrirtæki skrá sveitir til leiks. Allar horfur eru á að tölu- verð þátttaka verði í keppni þessarri, enda keppt um vegleg- an farandsbikar. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.