Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRlL 1975 19 UMSJÓN: Bergljót Halldórsdóttir, Björg Einarsdóttir, Erna Ragnarsdóttir, Lilja Ólafsdóttir. Mestu verðmætin búa í manneskíunni síáliri SÍÐASTLIÐNA helgi fóru Erna og Björg til fundar við konur I dreif- býli. Á aðalfundi A. Skaftfellskra kvenna, sem haldinn var að Reyðará I Lóni, sunnudaginn 6. apríl, var KVENNAÁRIÐ á dag- skrá. Formaður sambandsins, Sigurlaug Árnadóttir frá Hraun- koti I Lóni, flutti skýrslu um starf sambandsins síðastliðið ár og for- menn einstakra félaga gerðu grein fyrir ársstarfinu. Innan vé- banda Sambands A.-Skafta- fellskra kvenna eru 6 félög — eitt fyrir hvern hrepp I sýslunni og eru félagar alls 184. Fjöl- mennast er kvenfélagið á Höfn I Hornafirði, en í þvi eru 74 konur og fámennasta félagið er i Lóni með 10 félagskonum. Sambandið er öflugt og hefur látið ýms merk mál til sin taka m.a. stóðu félagskonur að stofn- un elli- og hjúkrunarheimilis og fæðingarheimilis á Höfn. Rekstur þessara stofnana varð samband- inu ofviða, er fram í sótti og hefur Hafnarhreppur og sýslufélagið tekið að sér að starfrækja heimil- ið, sem er i tveimur samliggjandi viðlagasjóðshúsum, en samband kvenfélaganna heldur áfram að styrkja heimilin. Á þessum slóðum er mikið úr- val steintegunda og mátti sjá þess viða stað á heimilum t.d. hjá presthjónunum á Kálfafellsstað. er áttu mikið og fjölbreytt safn steina. Konurnar i héraðinu tóku sig til og söfnuðu steinum og höfðu á boðstólum fyrir ferðamenn og varð úr þvi nokkur tekjulind. sem meðal annars gerði kleift að fá sjónvarpstæki i elli- og hjúkrunar- heimilið. Opnun vegarins yfir Skeiðarár- sand s.l. sumar gerbreytti að- stöðu fólks á þessum slóðum og konurnar i austur- og vestursýsl- unni heimsóttu hverjar aðra fljót- lega eftir að vegurinn hafði verið tengdur. Að loknum hádegisverði með fulltrúum aðalfundarins var kvennaárið tekið á dagskrá og leiddi formaðurinn þann fundarlið inn með frásögn af aðdraganda og markmiðum ársins, en siðan flutti Beta Einarsdóttir framsögu- erindi. Hún sagði meðal annars. að kvennaárið væri voldug hvatning til kvenna um heim allan — hætta gæti stafað af aðildarleysi kvenna að mótun nútima sam- félags. Konur eru flestar upp- alendur, en hafa ekki nema að litlu leyti áhrif á það samfélag, sem biður barna þeirra. Að framsöguerindum loknum urðu fjörlegar umræður og sýnd- ist sitt hverjum um kvennaárið og gidli þess fyrir okkur hér á landi. Flestar voru á einu máli um að Höfn í HornafirSi konur þyrftu að hasla sér völl i rikara mæli á vettvangi þjóðmála og að eitt af hlutverkum kven- félaga væri að veita þeim tæki- færi til að þjálfa sig til þátttöku i félagsstarfi. Mörg námskeið hafa verið haldin á vegum sambands- ins og kom fram sú hugmynd, að æfing i ræðumennsku og funda- tækni væri verðugt verkefni. Rætt var um að mestu verðmætin byggju I manneskjunni sjálfri og konum sem einstaklingum bæri að þroska og þjálfa sina sérhæfi- leika. Formaðurinn reifaði það sjónar- mið að konur hefðu vissa sér- stöðu og að ævi kvenna væri oft tímabilsbundin, — þegar afl- að er menntunar og starfsþjálfun- ar, — þegar heimili og börnum eru helgaðir starfskraftarnir — og síðan þyrftu þær að hafa að- stöðu til að snúa aftur að fyrri vinnu að uppeldishlutverkinu loknu. Of langt mál yrði að fara nánar út i umræður þær, sem fram fóru I nýbyggðri stofunni að Reyðará. i hlýju og við góðan beina, meðan aprilslyddan úti fyrir læddi þeim grun að aðkomukonunum, að ekki yrði flugfært frá Höfn og þannig fengist sjálfgefið tækifæri Sigurlaug Árnadóttir til að dvelja lengur og ræða fleira. En sú von varð að engu og um miðaftansbil var flogið heim á leið. Hugurinn dvaldi við inntak gamalla spakmæla, sem Sigur- laug Árnadóttir hermdieftir öldr- uðu fólki. er dvaldi á bernskuheimili hennar, en það sagði gjarnan: Það kemur fram I seinna verkinu, sem gert var ( hinu fyrra — eða: Það er ekki nóg að tala. það verður lika að framkvæma. Augljóst er að A.-Skaftfellskar konur láta ekki sitja við orðin tóm. 99 Kona nokkur stóð upp á fundi og færði rök fyrir máli sínu. „Þú hlýtur að vera ógift — þú ert svo skelegg", sagði fundar- stjóri við hana á eftir. ff Konur, sem setið hafa í bæjarstjórn Reykjavíkur frá 1908. (Athygli er vakin á þvl, að not- að er að jafnaði það starfsheiti, sem átti við hlutaðeigandi full- trúa, þegar kosning fór fram og notað var þá). 1908: Katrín Magnússon, hús- frú, Þórunn Jónassen, húsfrú, Brlet Bjarnhéðins- dóttir, húsfrú og Guðrún Björnsdóttir, húsfrú. 1910: Katrin Magnússon, húsfrú 1912: Guðrún Lárusdóttir, húsfrú 1914: Briet Bjarnhéðinsdóttir, húsfrú 1916: engin 1918: Inga Lára Lárusdóttir, ungfrú 1920: Jónlna húsfrú 1922: engin 1924: engin 1926: engin 1928: Guðrún Jónasson, kona 1930: Guðrún Jónasson Jónatansdóttir, kaup- 1934: Jóhanna Egilsdóttir, hús- frú og GuSrún Jónasson, kaupkona. 1954: 1938: Soffla Ingvarsdóttir, hús- frú og GuSrún Jónasson, kaupkona. 1958: 1962: 1942: Soffla Ingvarsdóttir, hús- frú, Katrin Pálsdóttir, hús- frú og Guðrún Jónasson, 1966: kaupkona. 1970: 1946: Katrln Pálsdóttir, húsfrú og Auður Auðuns. frú, cand. jur. 1950: Katrin Thoroddsen, læknir 1974: og Auður Auðuns, frú, lögfræðingur ari og Auður Auðuns. frú, lögfræðingur Auður Auðuns, frú lög- fræðingur og Gróa Péturs- dóttir, húsfrú. Auður Auðuns, Gróa Pétursdóttir og Adda Bára Sigfúsdóttir. AuðurAuðuns Sigurlaug Bjarnadóttir, Steinunn Finnbogadóttir og Adda Bára Sigfúsdótt- Bára Sigfúsdóttir. Messur á morgun Dómkirkjan Messa kl. 11 árd. Ferming. Séra Óskar J. Þorláksson dómpróf- astur. Messa kl. 2 síðd. Ferming. Séra Þórir Stephensen. Barna- samkoma kl. 10.30 árd. í Vestur- bæjarskólanum við Öldugötu. Séra Þórir Stephensen. Háteigsprestakall Messa ki. 10.30 árd. Ferming. Séra Arngrímur Jónsson. Ferm- ingarguðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Jón Þorvarðsson. Árbæjarprestakall Barnasamkoma kl. 10.30 árd. í Ár- bæjarskóla. Guðsþjónusta i skól- anum kl. 2 siðd. Aðalsafnaðar- fundur á sama stað eftir messu. Æskulýðsfélagsfundur kl. 8.30 siðd. Séra Guðmundur Þorsteins- son. Dómkirkja Krists konungs Landakoti Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lágmessa kl. 2 síðd. Asprestakall Barnasamkoma i Laugarásbíói kl. 11 árd. Ferming í Laugarnes- kirkju kl. 2 síðd. Breiðholtsprestakall Sunnudagaskóli i Breiðholtsskóla kl. 10.30 árd. Messa í Bústaða- kirkju kl. 4 siðd. Ferming og altarisganga. Séra Lárus Hall- dórsson. Hallgrfmskirkja Messa kl. 11 árd. Séra Karl Sigur- björnsson. Fermingarguðsþjón- usta kl. 2 síðd. Dr. Jakob Jónsson. Messa kl. 4 siðd. Altarisganga. Séra Jón Dalbú Hróbjartsson skólaprestur prédikar. Kirkju- kaffi eftir messu i safnaðarheim- ilinu. Kirkja Öháða safnaðarins Ferming og altarisganga kl. 10.30 árd. Séra Emil Björnsson. Grensássókn. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. — Fermingarguðsþjónusta kl. 2 siðd. Altarisganga verður þriðju- daginn 15. apríl kl. 8.30 síðd. Séra Halldór S. Gröndal. Borgarspftalinn Guðsþjónusta kl. 10 árd. Séra Halldór S. Gröndal. Aðventkirkjan Samkoma kl. 5 siðd. Steinþór Þórðarson prédikar. Filadelffa Almenn samkoma kl. 8 síðd. Kinar Gíslason. Bústaðakirkja Fermingarguðsþjónustur kl. 10.30 árd. og kl. 1.30 síðd. Séra Ólafur Skúlason. Fa*reyska sjómannaheimilið Samkoma kl. 5 síód. Forstöðumað- urinn. Neskirkja Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Séra Frank M. Halldórsson. Ferm- ingarmessa kl. 11 árd. Séra Frank M. Halldórsson. Fermingarmessa kl. 1.30 siðd. Séra Jóhann S. Hlíð- ar. Kveðju- og helgistund mánu- dagskvöldið 14. apríl kl. 8.30 siðd. Séra Jóhann S. Illiðar. Laugarneskirkja Messa kl. 10.30 árd. Ferming altarisganga. Séra Garðar Svavarsson. Elliheimilið Grund Messa kl. 2 síðd. Séra Gunnar Arnason. Félag fyrrv. sóknar- presta. Frfkirkjan Reykjavfk Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðni Gunnarsson. Messa kl. 2 síðd. Scra Þorsteinn Björnsson. Fellaprestakall Barnasamkoma i Fellaskóla kl. 10.30 árd. Séra Ilreinn Hjartar- son. Digranesprestakall Barnaguðsþjönusta í Víghóla- skóla kl. 11 árd. Fermingarguðs- þjónusta i Kópavogskirkju kl. 2 siðd. Séra Þorbergur Kristjáns- son. Kársnesprcstakall Barnaguðsþjónusta kl. 11 árd. í Kársnesskóla. Fermingarþjón- usta i Kópavogskirkju kl. 10.30 árd. Séra Arni Pálsson. Garðakirkja Barnasamkoma i skólasalnum kl. 11 árd. Fermingarguðsþjónustur kl. 10.30 árd. og kl. 2 siðd. Séra Bragi Friðriksson. Ilafnarfjarðarkirkja Fermingarguösþjónustur kl. 10.30 árd. og kl. 2 síðd. Séra Garðar Þorsteinsson. Fríkirkjan Hafnarfirði Guðsþjónusta kl. 11 árd. Athugið breyttan messutima. Séra Guð- mundur Óskar Olafsson. Lágafellskirkja Barnaguðsþjónusta kl. 2 síðd. Séra Bjarni Sigurðsson. Akraneskirkja Messa kl. 5 siðd. Séra Jón Einars- son í Saurba1 messar. Sóknar- prestur. Keflavfkurkirkja Fermingarguðsþjönustur kl. 10.30 árd. og kl. 2 siðd. Séra Björn Jónsson. Grindavfkurkirkja Messa kl. 2 siðd. Séra Jönas Gisla- son lektor messar. Sóknarprestur. Stokkseyrarklrkja Guðsþjónusta kl. 2 síðd. Sóknar- prestur Eyrarbakkakirkja Barnaguðsþjónusta kl. 10.30 árd. Sóknarprestur. Oddakirkja, Rang. Fermingarmessa og altarisganga kl. 2 siðd. Séra Stefán Lárusson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.