Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 12.04.1975, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. APRlL 1975 15 Lítið fylgi í USA við Indókínaaðstoðina New York 11. apríl —AP MEIRIHLUTI Bandarlkjamanna, eða meira en 70%, telja að Suður- Vletnam og Kambódia falli I hendur kommúnista hvað sem Bandarfkjastjórn geri. 11% eru ekki viss. Þetta kemur fram I skoðanakönnun sam bandaríska sjónvarpsstöðin NBC hefur gert, og samkvæmt henni er mikill meirihiuti (88 %: 11 %) á móti upphaflegri ósk Fords forseta um 300 milljónir dollara f hernaðar- aðstoð við Suður-Vfetnam og 222 milljónir dollara til Kambódfu. NBC-könnunin var gerð s.l. þriðjudag og miðvikudag og náði til 1,575 fullorðinna Bandaríkja- manna. A fimmtudag fór Ford Josephine Baker á sjúkrahús París 11. apríl Ntb. SKEMMTIKRAFTURINN frægi, Josephine Baker, var f dag lögð inn á sjúkrahús f París, en ekki er vitað gjörla hvað amar að henni. Að sögn kunnugra hefur hún hvað eftir annað fengið væga aðkenn- ingu af slagi upp á síðkastið. Josephine Baker hefur undan- farið komið fram f nýrri revíu, sem sviðsett var til að halda upp á fimmtfu ára starfsaf- mæii hennar f skemmtiiðnað- hins vegar fram á það við þingið að það samþykkti 722 milljóna dollara hernaðaraðstoð við Suður- Vfetnam. Sem svar við spurningunni um það, hvort þingið ætti að veita 100 milljónum dollara til hjálpar- starfs i Indókína sögðu 44% já, 44% nei og 12% voru óákveðin. Ford hefur beðið um 250 milljón dollara veitingu til hjálparstarfs. Skoðanakönnun á vegum Harr- is-stofnunarinnar leiddi í ljós 57%—29% meirihluta gegn frek- ari aðstoð við Suður-Vietnam og Kambódíu, jafnvel þó að með henni yrði komið í veg fyrir blóð- bað. Mikill meirihluti var á móti hernaðaraðstoó við Suður- Vietnam og aukinni aðstoð við Kambódíu. 44% þeirra 1,522 manna sem spurðir voru töldu rétt að taka takmarkaðan þátt i striði til að halda loforð við vinaþjóðir, en 43% voru á móti.' AP-mynd. FYRSTI RÍKISRÁÐSFUNDURINN — Myndin sýnir hinn nýja konung Saudi Arabíu, Khalid, halda fyrsta fund sinn með ríkisstjórninni eftir að hann tók við eftir morðið á Feisal konungi. Q AU sty ður friðarviðræður Talið að skæruhernaði í Ródesíu verði hœtt Kristjanía lögð niður Kaupmannahöfn 11. apríl Ntb. SAMÞYKKT var á danska þing- inu í gærkvöldi að Kristjanía skyldi lögð niður á næstunni, en i Kristjaníu, sem er í Kaupmanna- höfn, hafa haldið til ýmsir þjóðfé- lagshópar, sem hafa átt við vanda- mál að stríða, m.a. vegna eitur- lyfjanotkunar og drykkju ellegar önnur vandamál flest af félags- legum toga spunnin. Aðkomufólk frá hinum Norðurlöndunum sem verið hefur á sama báti hefur einnig Ieitað skjóls i Kristjaníu. Er stefnt að þvi að rima hverfið fyrir 1. apríl 1976. Orla Möller, varnarmálaráðherra, sagði að nauðsynlegt yrði að veita félags- lega og fjárhagslega aðstoð ýms- um þeim, sem yróu að flytja úr hverfinu á næstu mánuóum og hefja nýtt líf á öðrum stað. Dar-es-Salaam 11. apríl — Reuter • EININGARSAMTÖK Afrfku- rfkja, OAU, veitti f dag viðræðum til að reyna að koma á meirihluta- stjórn blökkumanna f Ródesíu og sjálfstæði Namibfu skilyrðislaus- an stuðning sinn. A fundi utan- rfkisráðherra landanna 41 f Ein- ingarsamtökunum f Dar- es-Salaam var f dag gefin út opin- ber yfirlýsing þessa efnis og þar sagt að Afrfkulönd geti þjónað sem málamiðlarar til að auðvelda tilfærslu valdsins til hins afrfska meirihluta. En um leið undir- strika ráðherrarnir að skæru- hernaðurinn yrði mjög sennilega aukinn ef viðræðurnar færu út um þúfur. • Þrátt fyrir það að f yfirlýsing- unni sé þess krafizt að beitt verði harðari aðgerðum til einangrunar Suður-Afrfku, stofnuð sé sérstök nefnd sem hafi eftirlit með efna- hagslegum refsingum OAU gegn Suður-Afríku, er talið að áherzla verði lögð á að reyna friðsamar leiðir, og að skæruhernaður verði stöðvaður í Ródesfu. Stjórnmálaskýrendur telja að samþykkt þessi sé ótvíræður sigur fyrir lönd eins og Tanzaníu og Zambíu sem aðhyllzt hafa hóf- sama stefnu og beitt sér fyrir þvi að vandamálin í suðurhluta Afriku séu leyst á raunsæjan hátt. Hins vegar hvetur yfirlýsingin til þess að OAU auki hernaðar- og efnahagsaðstoð við blökkumanna- skæruliða sem berjast gegn völd- um hvítra í suðurhluta Afríku, og að Suður-Afrika verði rekin úr Sameinuðu þjóðunum. Er sagt að afrískar frelsishreyfingar telji nú að eina leiðin til að breyta valda- kerfinu i Suður-Afriku sé að vinna að því með vopnavaldi. Hinsvegar sé aðstaðan önnur i Ródesíu og þar séu möguleikar til breytinga bæði með og án vopna. Landhelgisátök undan Gíbraltar Madrid 10. apríl — Reuter SPÆNSKA flotamálaráðuneytið sagði í dag að skipt hefði verið á tveimur sjómönnum frá Marokkó og tveimur spænskum sjómönn- Noregur og Sovétríkin: Samvinna um fiskstofnarannsóknir Moskvu, 11. april. — NTB NOREGUR og Sovétrfkin geróu f dag samkomulag í Moskvu um nánari samvinnu ásviði fiskveiði- rannsókna. Sjávarútvegsráðherr- ar landanna tveggja, Eivind Bolle og Aleksander Isjkov, undirrit- uðu samkomulagið, en það hafði verið undirbúið þegar í desember þegar Isjkov var f heimsókn i ösló. Sfðar var það svo samþykkt af stórþinginu f marz. Bolle og Isjkov hafa undanfarna daga rætt hvernig þessi samvinna yrði f framkvæmd. Bolle undirstrikaði i dag að mikilvægasti tilgangur samkomu- lagsins væri að standa vörð um fiskstofnana, einkum á Norðaust- ur-Atlantshafi. Fyrst og fremst eigi löndin tvö að sameinast um ítarlegar rannsóknir á mögu- leikum til meiri fjölgunar innan stofnanna. Samkvæmt samkomu- laginu á að stofna sameiginlega stjórnarnefnd sem komi saman til fundar a.m.k. einu sinni á ári og verður sá fyrsti siðar á þessu ári. Einnig hefur verið rætt um rannsóknarþing með þátttöku landa sem veiða á norðaustur- hluta Atlantshafsins. um ásamt einum báti þeirra, sem strandgæzluskip frá Marokkó tók á Gíbraltarsundi á mánudag s.l. fyrir að stunda ólöglegar veiðar innan landhelgi Marokkó, sem færð var úr 12 i 70 mílur í marz árið 1973. Spænsk freigáta skilaði Marokkómönnunum, en þeir voru teknir af tveimur spænskum her- skipum sem blönduðu sér i töku bátanna. Flotamálaráðuneytið i Madrid segir að handtökurnar hafi átt sér stað á hafsvæði sem hvorki tilheyrir Spáni né Mar- okkó, en útfærsla landhelgi Mar- okkó var mjög umdeild. Sovétmenn gera Israelsstjórn leynilegt tilboð: St j órnmálasamskipti gegn friðarsamningi? Tel Aviv, 11. april — AP SOVÉTSTJÖRNIN hefur með leynd haft samband við fsraelsku rfkisstjórnina f þeim tilgangi að reyna að koma friðarráðstefn- unni í Genf á að nýju, að þvf er virt fsraelskt dagblað skýrði frá f dag. Dagblaðið Haaretz sagði, að tveir sovézkir sendimenn hefðu komið flugleiðis til Israels f sfðustu viku og átt viðræður við Yitzhak Rabin, forsætisráðherra, og Yigal . Allon, utanrfkisráð- herra. Segir blaðið að sendimenn- irnir hafi boðið að sovézka stjórn- in myndi taka upp stjórnmála- samskipti við lsrael ef samkomu- lag næðist f Genf. □ Israelska utanrfkisráðuneytið hefur neitað að staðfesta eða vfsa á bug frétt blaðsins. Það gaf út , óvenjulega yfirlýsingu þar sem það segist ekkert vilja segja um hana, og embættismenn hafa einnig verið þögulir um málið. Dagblaðið hafði það eftir sovézku sendimönnunum að i skiptum fyrir samkomulag milli Araba og lsraela í Genf væru Sovétríkin reiðubúin til að tryggja öryggi Israels innan landamæranna eins og þau voru fyrir árið 1967 og hefja á ný stjórnmálasamskipti, sem slitið var eftir striðið í Miðaustur- löndum 1967. Haaretz segir að Sovétmenn séu „mjög áhugasamir um að Genfar- viðræðurnar hefjist aftur „þar eð þeir óttist að áframhaldandi hnút- ur i deilunni kynni að valda nýju striði og átökum við Bandarikin. Blaðið segir, að israelska stjórn- in hafi tjáð Sovétmönnunum að hún væri ekki búin að gera upp hug sinn i smáatriðum varðandi Genfarviðræðurnar. Israelsstjórn hefur haldið þvi fram i næstum 8 ár að hún sé reiðubúin til að hefja á ný stjórn- málasamskipti við Sovétrikin, en þar eð Sovétmenn hafi slitið þeim þá verði þeir að stiga fyrsta skrefið. 1 siðustu viku vakti Rabin, forsætisráðherra, athygli á þeirri kaldhæðni að Sovétrikin séu annar forsætisaðili Miðaust- urlandaráðstefnu á meðan þau haldi uppi einhliða stefnu gagn- vart deiluaðilum. „Sovétrikin hafa tekið mjög fjandsamlega og ótvíræða afstöðu gegn Israel," sagði Rabin i viðtali við AP- fréttastofuna. „Þau láta öll vopn af hendi við Arabalöndin. Þau hafa ekkert samband við Israel. Það er mjög einkennilegt að annar forsætisaðili friðar- ráðstefnu skuli ekki tala við annan deiluaðila." Haaretz sagði, að auk þessa fundar i Israel hefðu sendiherrar Israels og Sovétríkjanna í Washington hitzt og væru fleiri slikir fundir landanna tveggja liklegir á næstunni. Yfirmaður fsraelska herráðsins hélt blaðamannafund i dag og sagði að miklir vopnaflutningar ættu sér stað frá Sovétrikjunum til Egyptalands, Sýrlands og Irak. Enn óvissa um orkuráðstefnuna Paris 11. apríl — Reuter. OLÍUKAUPALÖNDIN reyndu i dag að koma viðræðunum sem staðið hafa yfir I Parfs sfðan á mánudag við olfuframleiðslu- löndin út úr þeirri sjálfheldu sem þau hafa verið f. Umræðurnar um viðfangsefni væntanlegrar alþjóðlegrar orkumálaráðstefnu hafa ekki borið árangur og f dag ber belgfski fulltrúinn, studdur af Bandaríkjunum og Japan, fram nýjan lista yfir umræðuefni ráðstefnunnar sem kemur nokkuð til móts við kröfur fram- leiðslulandanna og þróunarland- anna, að sögn. Hingað til hafa þær þjóðir, sem kaupa mesta oliu, haldið fast við að ráðstefnan eigi að einbeita sér að því að fjalla um oliu og mál sem hafa bein tengsl við orkuþörf heimsins, en hin löndin hafa kraf- izt þess að einnig verði rætt um önnur hráefni og þróunarvanda- mál. Kleppe í Iran Teheran 11. apríl. Reuter VIÐRÆÐUFUNDIR hófust í Teheran í dag milli Per Kleppe fjármálaráðherra Noregs og Hushang Ansari fjármála- og efnahagsráðherra irans um aukin viðskipti og samvinnu á sviði efnahagsmála milii Noregs og Iran. Kleppe er i fyrirsvari sjö manna sendinefndar sem kom til Irans i gærkvöldi i opinbera heimsókn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.