Morgunblaðið - 20.04.1975, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 20.04.1975, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRlL 1975 V-Þýzkaland: Lög, sem tryggja rétt fréttamanna, samþykkt ÞÝZKA blaðið The German Tri- bune, sem gefið er út á ensku, skýrði nýlega frá því að í febrúar- lok hefðu verið samþykkt í þýzka sambandsþinginu lög, sem gefa fréttamönnum og öðrum, sem starfa við útgáfu blaða og að frétt- um I sjónvarpi og útvarpi, óskor- aðan rétt til að neita að gefa upp heimildir að fréttum fyrir rétti. Einnig segir í lögunum, að ekki sé hægt að gera upptæk prentuð eða skrifuð skjöl, segulbandsspólur, myndir og annað efni I fórum fréttamanns, heima hjá honum eða á vinnustað. Þá _ er einnig kveðið á um, að ekki megi gera tímarit upptæk nema skv. skrif- legri skipun dómara. Fella niður 1. bekk vegna húsnæðisskorts FJÖLMENNUR fundur garð- yrkjumanna haldinn á Garð- yrkjuskóla ríkisins á Reykjum, 6. Námskeið fyrir foreldra barna með sérþarfir FORELDRASAMTÖK barna með sérþarfir og Námsflokkar Reykjavíkur gangast fyrir nám- skeiði í húsakynnum Foreldra- samtakanna í Brautarholti 4 dag- ana 21.—28. aprfl. Verður nám- skeiðið á hverju kvöldi þessa daga frá kl. 21—23. Tekin verða fyrir þrjú svið, sem snerta börn með sérþarfir: geð- og greindarþroski, sjúkdómar og líkamsþroski og kennslumál. Þá verður hópvinna foreldra um félagslegar þarfir þeirra og barna þeirra og sameiginlegt umræðu- kvöld fyrirlesara og þátttakenda. Annað námskeið er fyrirhugað í haust á vegum sömu aðiia og er það hugsað í beinu framhaldi af þessu námskeiði. A þessu fyrsta námskeiði verða tekin fyrir grundvallaratriði áður umræddra sviða, sem helzt koma foreldrum að gagni, og næsta námskeið mun siðan byggja að einhverju leyti á þessum grundvallarupplýsingum. apríl 1975, beinir þeirri ein- dregnu áskorun til stjórnvalda, að hraðað verði uppbyggingu Garðyrkjuskóla ríkisins, og að til- raunir á sviði ylræktar og garð- ræktar verði efldar, um leið og fundurinn fagnar þeim tilraun- um, sem nú þegar eru f gangi við Garðyrkjuskólann. I frétt frá skólanum segir, að millibekkjaprófum hafi lokið rétt fyrir páska, en garðyrkjunámið er þriggja ára nám og nemendur teknir inn í skólann annað hvort ár. Veturinn 1974 og 1975 var 2. bekkur og í honum 28 nemendur, 11 i skrúðgarðyrkju og 17 í ylrækt og matjurtaræktun. Aðsókn að skólanum hefur aukizt mikið hin síðari ár. Hefur orðið að fella 1. bekk niður skólaveturinn 1975—76, þar eð ekki fékkst fjár- veiting til þess að byggja þriðju heimavistarálmuna við hið nýja skólahús Garðyrkjuskólans, sem hefur verið í byggingu allt frá árinu 1961. 20 umsóknir hafa þeg- ar borizt um skólavist í 1. bekk í haust, og hefur orðið að vísa þeim nemendum á aðra framhalds- skóla, þar sem þeir geta bætt undirbúning sinn, en síðan verð- ur að láta þá taka inntökupróf i þeim greinum, sem þeir hafa ekki notið nægilegrar kennslu í að mati skólans og taka þá svo beint i 2. bekk, eins og heimilað er í reglugerð. Vatnslitamyndin, sem Ásgrfmssafni var gefin. Gamalt Asgríms-málverk gefið Asgrímssafni BLAÐIÐ hefur spurnir af þvf að Asgrfmssafni hefði verið gefin gömul og dýrmæt vatns- litamynd eftir Asgrím. Er við inntum frú Bjarnveigu Bjarna- dóttur, forstöðumann safnsins, eftir þessu svaraði hún: — Já, það er rétt. Formaður Kvennadeildar Slysavarna- félagsins, frú Hulda Victors- dóttir, og frú Guðrún Ólafsdótt- ir heimsóttu Asgrímssafn ný- lega og færðu þvf að gjöf fyrir hönd Kvennadeildarinnar undurfagra vatnslitamynd sem Ásgrfmur Jónsson mun hafa málað uppúr aldamótum Þessi mynd á sér dálitla sögu. Frú Margrét Halldórsdóttir, Njálsgötu 31, sem var náfrænka Ásgrfms, en þau voru systkina- börn, og eiginmaður hennar, Magnús Bergmann Friðriksson, ákváðu að Kvennadeild Slysa- varnafélagsins erfði eignir þeirra að þeim látnum, en þau voru barnlaus. Margrét var mikill stuðningsmaður Kvenna- deildarinnar og starfaði mikið að slysavarnamálum. Eru þau hjón látin fyrir nokkrum árum. Húsið á Njálsgötu 31 varð því eign Kvennadeildarinnar og allir þeir munir sem f því voru, meðal þeirra þessi gamla vatns- litamynd, sem Asgrímur mun hafa gefið frænku sinni. Gjöf þessi til safnsins kom mér reyndar ekki á óvart. Skömmu áður en frú Gróa Pétursdóttur andaðist, en hún var eins og flestir vita formað- ur og mikil driffjöður Kvenna- deildar Slysavarnafélagsins, hitti ég hana í hófi. Tjáði hún mér frá myndinni, og að kon- urnar hefðu ákveðið að gefa hana Asgrímssafni. Þótti þeim að hún ætti hvergi frekar heima en á heimili Ásgríms og safni hans. Og nú er þetta hug- ljúfa listaverk þangað komið, og er safnið afar þakklátt Kvennadeildinni fyrir þann mikla höfingsskap sem hún sýnir með þessari ákvörðun sinni. Kammersveitin flyt- ur nýtt verk Hafliða Álandseyjafyrirlestrar KAMMERSVEIT Reykjavfkur heldur fjórðu og sfðustu reglu- legu tónleika sfna á þessum vetri í dag, sunnudag kl. 16 f sal Menntaskólans við Hamrahlfð. Á tónleikaskrá eru tvö 18. aldar tón- verk og tvö 20. aldar tónverk. Af hinum síðarnefndu má vekja sérstaka athygli á því að frum- flutt verður tónverkið Diverti- mento fyrir sembal og strengja- tríó eftir Hafliða Hallgrimsson en hann samdi verkið í júní 1974 með hina nýstofnuðu Kammer- sveit í huga. Þá verður leikið stutt en fjörugt verk eftir rússneska tónskáldið Serge Prokofieff, sem hann byggir á söngvum Gyðinga og er verk þetta fyrir klarinett, strokkvartett og píanó. Fulltrúar 18. aldarinnar eru hins vegar þeir Leopold Mozart og J.S. Bach. Hinn fyrrnefndi lifir aðallega í sögunni sem faðir Wolfang Amadeus Mozarts en hann var einnig liðtækt tónskáld og eitt af verkum hans sem lifir er konsert f D-dúr fyrir clarino eða trompet og hljómsveit. Lárus Sveinsson leikur einleik á trompet en stjórn- andi í verki þessu er Páll P. Páls- son. Tónleikunum lýkur á Brandenborgarkonsert nr. 5 í D- dúr eftir J.S. Bach, en þar eru einleikarar þau Jón H. Sigur- björnsson flautuleikari, Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleikari, og Helga Ingólfsdóttir, sembal. Kammersveit Reykjavfkur er að ljúka sínu fyrsta starfsári, og segir í fréttatilkynningu frá henni, að áhugi áheyrenda lofi góðu um áframhaldið. Lokið er við gerð tónleikaskrár fyrir næsta vetur og mun sveitin þá halda ferna reglulega tónleika með svipuðu sniði og verið hefur. Auk þess mun flutt tón- og leikverkið „Sagan af dátanum" eftir Stravinsky í samvinnu við Leik- félag Reykjavíkur. FYRSTI fyrirlestur Alandseyja- viku Norræna hússins verður í dag kl. 15, söguiegur fyrirlestur um Álandseyjar, sem prófessor Matts Dreijer, fyrrverandi þjóð- minjavörður Alandseyja, heldur. Á mánudag heldur Nils Edel- man frá Abo-háskóla jarðfræði- legan fyrirlestur um berggrunn Álandseyja og er sá fyrirlestur á vegum Háskóla Islands en hald- inn i fundarsal Norræna hússins. Með fyrirlestrinum, sem hefst kl. 20.30, verða sýndar litskyggnur. Þriðjudagskvöld kl. 20.30 verð- ur helgað bókmenntum Alands- eyja og það flytur fil. dr. Jo- hannes Salminen, bókmennta- fræðingur, fyrirlestur um álenzk- ar bókmenntir og álenzka skáldið Karl-Erik Bergman les úr eigin skáldskap og skáldskap annarra Alendinga. Karl Erik Bergman er fiskimaður og margt í skáldskap hans er mótað af reynslu hans af hafi og fiskveiðum. Þóroddur Guðmundsson, skáld, hefur þýdd nokkur ljóð eftir álenzk skáld og mun hann lesa einhverjar þýð- inga sinna. Almennur fundur um bindindis- hreyfinguna Þingstúka Reykjavíkur — IOGT — og Islenzkir ungtemplar- ar — IUT — boða til almenns fundar um binaindishreyfinguna á Islandi þriðjudaginn 22. þ.m. kl. 8.30 siðd í kjallara Templara- hallarinnar við Eiríksgötu. Fram- sögumenn verða frá Góðtemplara- reglunni, ungtemplurum og AA- samtökunum. Síðanverða frjálsar umræður. Fundurinn er öllum opinn. Guðný Guðmundsdóttir, Helga Ingólfsdóttir, Graham Tagg og Pétur Þorvaldsson (talið frá vinstri) frumflytja Divertimento fyrir sembal og strengjatrfó eftir Hafliða Hallgrfmsson á tónleikum Kammer- sveitar Reykjavfkur á sunnudaginn. Selurinn aust- ur í Arnes LEIKFÉLAG Reykjavíkur áformar að fara með leikrit ' Selurinn hefur mannsaugu eftir Birgi Sigurðsson sem sýnt hefur verið 25 sinnum í Iðnó, austur 1 Arnes í Gnúpverjahreppi og hafa þar eina sýningu á verkinu fyrir Hreppamenn sfðla maf maí- mánaðar. I frétt frá L.R. segir, að nú fari hver að verða síðastur að sjá þessa sýningu á fjölum Iðnó, þvi að aðeins séu þar örfáar sýningar eftir. A myndinni sést Jón Sigur- björnsson i hlutverki Gamla. Hann iðkar yoka, trúir á Maó og verzlar með laxveiði.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.