Morgunblaðið - 20.04.1975, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRlL 1975
11
Sinfóníu-
tónleikar
Efnisskrá: □ Sergei Pro-
kofjeff: þættir úr Rómeó
og Júlíu □ Þorkell Sigur-
björnsson: Konsert fyrir
bassafiðlu □ P.I. Tsjai-
kovský: Sinfónfa nr. 4 op.
36 □ Einleikari: Árni
Egilsson □ Stjórnandi:
Vladimír Ashkenazy.
Þessir tónleikar voru fyrir
margra hluta sakir svolítið sér-
stakir. Frumflutningur á konsert
fyrir bassafiðlu telst ekki til dag-
legra tíðinda, þvi sfður að íslenzk-
ur hljóðfæraleikari slái í gegn, og
flutningur 4. sinfónfu Tsjai-
kovskýs, sem tókst á köflum af-
burða vel. Balletttónlist, sem er
slitin úr samhengi þeirra atburða
er tóntúlkunin byggist á, getur
sakir ágætis síns staðið ein. Þó er
mögulegt að sögulegt samhengi
og samspil þess við tónræna
hreyfingu og blæbrigði sé svo
samofið einni mynd í huga
manna, að aðskilin séu þau mark-
laus, eða að minnsta kosti komi
flestum litið við. Sagan af Rómeó
og Júliu er menningarleg sam-
Tðnllsl
eftir JÓN
ÁSGEIRSSON
eign. Fyrst og fremst vegna
þeirra tilfinninga, sem eru æðri
allri illsku og hver og einn okkar
vill trúa á. Hver veit nema skiln-
ingur hljómleikagesta hefði orðið
annar á þessu meistaraverki Pro-
kofjeff, ef röðun þáttanna hefði
verið tengd söguþræðinum, en
ekki slitin úr öllu samhengi. Tón-
hugsun þessa verks er ekki aðeins
leikur að tónum, hún er mótuð af
hugblæ sögunnar og verður
þannig skilin, annað og meira en
skemmtileg syrpa. Konsert fyrir
bassafiðlu, eftir Þorkel Sigur-
björnsson, var næst á dagskrá.
Verk þetta er ekki óáheyrilegt, en
fremur lítilfjörlegt að gerð. Stutt
stef, endurtekin án furðulítilla
breytinga, voru unnin eins og
verið væri að byggja upp spennu,
er ætti að blómstra í nýrri og
sterkri tónhugsun. Þetta er svip-
að því, að segja aðeins aðdrag-
anda sögu. Svona vinnuaðferð að
byggja upp tónverk á stuttum
stefjum, sí endurteknum, I nærri
þvi sömu mynd, mætti kalla músí-
kalska þráhyggju og eins og hún
kom fram i kontrabassakonsert
Þorkels, var hún rúin allri tón-
rænni þróun, aðeins endurtekn-
ing mjög svo einfaldra og stuttra
stefja. Arni Egilsson er frábær
kontrabassaleikari og hann skap-
aði verkinu svolítið sérstæðan
blæ, tróð sér aldrei of mikið fram
og lék það á mjög sannfærandi
hátt. í eins konar „kadensu"
sýndi Arni eitt af sínum „tón-
trykkum" sem er fólgið í tón-
breytingum, sem framkallaðar
eru með því að færa bogann til, en
ekki með breytilegri handstill-
ingu. Síðast á efnisskránni var 4.
sinfónían eftir Tsjaikovský.
Glæsilegt og þrungið verk, er ger-
ir mjög strangar kröfur, bæði
hvað snertir tóntak og tækni.
Undirritaður, sem hefur haldið
því fram að Ashkenazy sé ekki
hljómsveitarstjóri, mun með gleði
éta ofan í sig fyrri ummæli, ef
tónsprotinn verður honum eins
tiltækur og nóturnar á píanóinu.
Hvað svo sem finna má að stjórn-
un hans var innlifun hans svo
sterk og einlæg að allir hrifust
með. Slík tilþrif í flutningi sýnir
okkur hvað hljómsveitin okkar er
í raun og veru góð og hvers hún er
megnug.
Trillubátur Vil kaupa 4ra—6 tonna bát, helzt dekkaðan. Góð útb. í góðum bát. Tilboð merkt „Trillubátur 8590" sendist Mbl. M-BENZ 280 SE 1975 Til sölu keyrður 3500 km. Gold metalick. Litað gler. Stereokassettu útvarp. Upplýsingar í síma 10430.
Suðurnesjamenn 500 fm iðnaðarhúsnæði til sölu í Ytri-Njarðvík. Húsið er steinsteypt, einangrað og múrhúðað. Selst í einu eða tvennu lagi. Upplýsingar eftir kl. 7 á kvöldin í síma 1 753, Keflavík. Trésmíðavélar Trésmíðavélar, hjólsög, afréttari, þykktarhefill og fræsari óskast til kaups. Nýtt eða notað. Tilboð sendist Mbl. fyrir 25.4 merkt: „Trésmíðavélar — 6855".
Rnnir þú til
ferðalöngunar,
þá er það vitneskian
um vorið erlendis
sem veldur
25% lækkun á fargjöldum til Evrópu á tímabilinu 1. apríl til 15. mai.
flucfélac LOFTLEIDIR
ÍSLAJVDS
Félög sem sjá um föst tengsl við umheiminn