Morgunblaðið - 20.04.1975, Side 23

Morgunblaðið - 20.04.1975, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 20. APRlL 1975 23 Austurvöllur *+3 « « *■* O _a a ; u4 ! r*1 co r*8**' Vallarstræti Sodthaab • *4 t-> *-» co Tn. Th. Hótel Reykjavík Herdísar- hús ísafold Austurstræti Landsbank- inn Nath.&Ols. E. Jacobsen Kjötbúðin Hiis Ólafs Sveinss. *-* 00 o, 2 Ingólfs- hvoll Edinborg Eimskipaíél. íslands Gunnar Gunnarss. Hafnarstræti Afgr. Eim- skipafél. ísl. Fisksölu- hiisG. H. Brunasvœðið. óskemmd úr eldinum. Innbú hans var vátryggt fyrir 88 þúsund krónur. 6. Vefnaðarvöruverzlun Egils Jacobsen vestan við bankann brann alveg svo og skrifstofur Nathans og Olsen sem voru á efri hæðinni. Bækur beggja fyrir tækja björguðust. Vörur verzl- unarinnar voru vátryggðar fyrir 50 þúsund krónur en búnaður skrifstofunnar og vörur þar fyrir 11 þúsund krónur. 7. Vöruhús Gunnars Gunnars- sonar í Austurstræli brann til grunna. 1 því húsi var einnig kjöt- verzlun. Vörur í húsinu voru vá- tryggðar fyrir 27 þúsund krónur. 8. íbúðarhús Gunnars Gunnars- sonar kaupmanns við Hafnar- stræti brann til grunna. Þar var einnig verzlun og skrifstofa. Litlu mun hafa verið bjargað úr hús- inu. 9. Edinborgarhúsið nýja við Hafnarstræti brann alveg. Skjöl og bækur verzlunarinnar Edin- borgar náðust en allt brann i skrifstofum Eimskipafélags ís- lands og brezka konsúlatsins sem voru í sama húsi. 10. Edinborgarhúsið gamla brann alveg, en þar var einnig verzlun Edinborgar. Vörur og innanstokksmunir voru vátryggó fyrir 43 þúsund krónur. 11. Ingólfshvoll skemmdist mikið í eldinum en þó ekki alveg, t.d. féll þakið ekki. Miklu var bjargað af innanstokksmunum. Allt var þar vátryggt. 12. Fisksöluhús Gisla Hjálmars- sonar við Hafnarstræti brann alveg. Það var nýlega byggður skúr og ódýr. Brunamál í ólestri Eins og nærri má geta var ekki um annað rætt í bænum næstu daga á eftir en brunann. Kom fram mikil gagnrýni á skipulag brunamála í bænum enda slökkvi- liðið lítt skipulagt, varalið þess lítt æft og tækjakostur ónógur. Mest gagn við slökkvistarfið gerði mótordæla sem af tilviljun var i bænum. Kaupmaður nokkur hafði flutt hana inn þremur árum fyrir brunann og boðið bænum hana til kaups. Þáverandi bæjar- stjóri vildi ekki kaupa dæluna þar eð hann taldi hana of kraftmikla. fyrir ekki stærra bæjarfélag. Var dælan geymd niðri við höfn og beið þess að verða flutt til út- landa. Var hrein hundaheppni að hún skyldi ekki vera farin úr landi. Dæla þessi var tekin traustataki og siðar keypti bærinn hana, enda var nú farið að gefa brunamálum bæjarins meiri gaum en áður. Enda voru skrif um þessi mál í blöðúm harðorð eins og sjá má af eftirfarandi grein úr Morgunblaðinu daginn eftir brunann, sem hér verður birt i lok þessarar samantektar um mesta bruna á Islandi fyrr og siðar. Greinin er þannig: „Oss rak i rogastans við að sjá tiltektir slökkviliðsins. Vill slökkviliðið og Anton Eyvindsson. „Þetta var óskaplegt bál” „ÞETTA var óskaplegt bál og örugglega það mesta sem ég man eftir allan þann langa tima sem ég vann að brunavörnum i Reykja- vík," sagði Anton Eyvindsson fyrr- verandi brunavörður i stuttu sam- tali við Mbl. en hann var einn þeirra sem unnu að slökkvi- störfum i brunanum mikla 1915. Vann Anton við mótor- dæluna sem svo mikið kom við sögu i brunanum, og nánar er getið i frásogninni hér á síðunni. Anton þarf ekki að kynna fyrir gamalgrónum Reyk- vikingum, þeir þekkja hann af ára- tuga störfum í slökkviliði borgar- innar. „Ég var rétt liðlega tvítugur þegar þetta gerðist," sagði Anton „Ég bjó á þessum tima hjá foreldrum mínum uppi á Hverfisgötu Ég var ekki byrjaður í slökkviliðinu heldur vann hjá bænum, t.d við grjótnám i holti fyrir sunnan gamla Kennaraskólann Þá voru aðeins tveir menn i slökkvi- yfirstjórn þess hugsa til, hvernig farið hefði ef hvassviðri hefði ver- ið? Vér hyggjum að hver einasti bæjarbúi muni geta svarað þeirri spurningu. Einstakir menn úr brunaliðinu gengu mjög vel fram, svo sem bunumeistararnir o. fl. En slíkt verður einskis virði, þeg- ar alla rétta tilhögun og tæki vantar. Að voru áliti, voru slökkvitól bæjarins einskis meg- andi, og má heppni kallast að einn af kaupmönnum þessa bæjar átti bifdælu, sem afstýrði frekara tjóni þar sem hættan var mest. Köllunartækin eru einnig mjög í ólagi. Menn komu seint og marga vantaði alveg fram á sið- ustu stundu. Lúðrarnir gömlu létu vart til sin heyra. Þá má það og dæmalaust heita, að ekki skuli slökkvilið hér hafa reykhjálma, til að gera mönnum fært að fara um hús, þótt reykur sé. Telja má vist að bjargast hefði lif Guójóns heitins Sigurðssonar, ef slik tæki hefðu verið fyrir hendi. Engum var umferð bönnuð um göturnar meðan bruninn stóð sem hæst. En á eftir hafði lögreglan hugsun á að loka með með snæris- spottum. Það er of seint að byrgja brunn- inn, þegar barnið er dottið í hann. En hefir þessi bruni ekki sann- fært menn um, að með þeim tækj- um sem bærinn hefir nú, stendur hann máttvana þegar eldsvoða ber að höndum?" Samantekt — SS. Rætt við Anton Eyvindsson, sem tók þátt í slökkvistarfinu liðinu en bæjarstarfsmennirnir áttu að vera tilbúnir að fara i slökkvistörf ef eldsvoða bar að. Nú, fleiri hópar áttu að vera tilbúnir ef slikt kom upp." — Þú hefur auðvitað verið kallaður i brunann mikla? „Já, ég var sofandi heima i rúmi enda kom eldurinn upp um miðja nótt. Ég vaknaðf við brunalúðrana og fór strax niður i bæ Það var aldeilis sjón sem við blasti. miðbær- inn allur eitt eldhaf. Ég fór fyrst út i slökkvistöðina I Tjarnargötu og hjálpaði til við að afgreiða bruna- slöngur og tæki en siðan fór ég ásamt Karli Bjarnasyni að vinna við mótordælu sem tekin var traustataki vegna slökkvistarfsins. Þetta var eina mótordælan sem til var og hún var ekki í eigu bæjarins. Hún dældi 400 litrum á minútu. Við höfð- um dæluna utarlega á nýju stein bryggjunni og létum hana dæla sjó á Ingólfshvol, Edinborg og hús Gunnars Gunnarssonar til að reyna að verja þau og það tókst að nokkru t.d. brann Ingólshvoll ekki allur." — Var ekki mikil ringulreið þarna á svæðinu? „Þú getur getið þér nærri um það, þarna var alveg óskapleg ringulreið en allir reyndu að gera eins og þeir gátu. Hitinn var óskaplegur, mikið neitaflug og reykur. Dælan var bara notuð i Hafnarstrætinu en i Austur- strætinu varð að notast við bruna- hana. í þá daga var miklu meiri kraftur á bununni heldur en er i dag En eldurínn var svo mikill að ekki fékkst við neitt ráðið enda húsin öll úr timbri. Aðeins tókst að verja hús- in vestan við Hótel Reykjavik, ísa- fold og Herdisarhús. Það var óskap- leg sjón að sjá bæinn þegar tók að birta um morguninn og allt var i rúst eftir brunann. Endurreisn miðbæjar- ins hófst svo strax um sumarið." — Var ekki bætt úr brunavörnum eftir þennan stórbruna? „Jú, það var að sjálfsögðu gert Bærinn keypti t.d. mótordæluna sem fyrr er nefnd og seinna keypti hann kraftmeiri dælu Þá var fjölgað um einn á vakt i slökkvistöðinni árið eftir og var ég þá ráðinn Það var 1. april 1 91 6 og var ég siðan í slökkvi- liðinu allt þar til ég lét af störfum vegna aldurs fyrir nokkrum árum. En það er vist óhætt að segja það að bruninn 1 91 5 er sá stærsti sem ég vann við öll þessi ár." r «Iá rcyndar - Vió bjóóum, nú sem fyrr mikió og vandaó úrval af hinum heimsþekktu hreinlaetis- tækjum frá IDEAL STANDAHD -hvítum og lituóum-Þaó er betrí LAUSN, okkar LAUSN. J. ÞORLÁKSSON & NORÐMANN H.F Skúlagötu 30 — Bankastræti 11 — Sími 11280 it:j lausn?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.