Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 7 Hernaðarstaða Norðurlanda gagnvart Sovétríkjunum: GetaNorðmenn varið olíuna? Geta Norðmenn varið olíuna sina? spyr Stig Löfgren, hermála- fréttaritari Svenska Dagbladet, i þriðju grein sinni um hernaðar- stöðu Norðurlanda, en hún fjallar um þau áhrif sem olíuvinnslan undan Noregsströndum kann að hafa á viðbúnað stórveldanna á þessum slóðum. „Ekki er hinn minnsti vafi á því að oííuvinnslan á eftir að hafa áhrif á öryggispóli- tík og varnaráætlanir, en hverjar afleiðingarnar verða er ekki gott um að segja enn sem komið er," segir hann. Hann bendir á. að norska land- grunnið taki yfir um það bil eina milljón ferkllómetra, eða svæði sem sé meira en þrefalt stærra en Noregur. Olíuvinnsla er þegar hafin fyrir sunnan 62. breiddar- gráðu á Norðursjó, þar sem land- grunnið tekur yfir um 160.000 ferkílómetra svæði. Á norðurhluta landgrunnsins, sem tekur yfir 740.000 ferkílómetra svæði hafa enn aðeins farið fram setlaga- rannsóknir en þær gefa visbend- ingar um mikið olíumagn undan Norður-Noregi. Stig Löfgren segir norska stjórnmálamenn hafa verið ákaflega varfærna í umræðum um þetta mál og litið viljað láta hafa eftir sér um þau áhrif, sem oliu- málið kann að hafá. Þvi segist hann fyrst og fremst hafa upplýs- ingar sínar frá yfirmanni rannsókna utanríkispólitísku stofnunarinnar i Oslo, Johani Jörgen Holst. vinnslan á landgrunninu norska svo og fyrirhuguð útfærsla fisk- veiðilögsögunnar krefjist aukinnar gæzlu norska ríkisins. Meðal ann- ars þarf að fylgjast með því að oliufyrirtækin haldi sig innan þeirra svæða sem þeim hafa verið mörkuð, svo og að þau fari eftir settum öryggis- og umhverfis- verndarreglum. Ennfremur þarf að sjá um tilhlýðilega björgunar- starfsemi og koma í veg fyrir hugsanlega skemmdarstarfsemi. Um þetta segir Löfgren einingu i Noregi svo og um að kostnaði af þessum ráðstöfunum verði mætt með hluta olíuteknanna. Hins vegar eru ekki allir á einu máli um hver eigi að annast þessi verkefni. Flestir virðast þeirrar skoðunar, að herinn sjái um þetta, en sú hug- mynd hefur komið upp, að sett verði á laggirnar sérstök stofnun á borð við bandarisku strandgæzl- una og segir Lögfren, að Holst hafi talið margt mæla með því. Hins vegar hafi hann orðið þess áskynja, að norskir stjórnmála- menn hefðu efasemdir um ágæti slíkrar stofnunar enda þótt þeir hafi litið vilja um málið segja. Segist Löfgren m.a. hafa skynjað, að þeim fyndist slík stofnun hafa i för með sér ónauðsynlega skipt- ingu fjármagns og óþörf samræm- ingarvandamál, þar sem ekki megi líta framhjá þeirri staðreynd að öll verði þessi störf að vinnast á hernaðarlega mikilvægum hafsvæðum. lega fyrst og fremst til njósna þannig að þar verði komið fyrir tækjum til að fylgjast með skipa- ferðum, bæði ofan- og neðan- sjávar. Jafnframt bendir Löfgren á þann möguleika, að vandamálið verði öfugt, að hávaðinn frá bor- um og dælum trufli hlustunartæk- in, sem notuð eru til þess að fylgjast með kafbátum, tæki, sem bæði Sovétmenn og NATO ríkin hafa komið fyrir milli Finnmerkur og Spitzbergen. Slíkar truflanir gætu valdið öryggisleysi, sem engum væri akkur i. Einsýnt segir Löfgren, að Norðmenn muni forð- ast eftir mætti að gefa tilefni til nokkurs konar öryggisleysis og tortryggni á þessum slóðum. Þá fjallar hann um þá þýðingu, sem heildarframleiðsla Norður- sjávaroliunnar getur haft fyrir úthald f striði. Hann gerir ráð fyrir, að eftir fimm ár megi vænta þess, að olíuf ramleiðsla ríkjanna við Norðursjó nemi um 20% af elds- neytisþörf Vestur-Evrópu. Með það í huga verði enn mikilvægara fyrir NATO-rikin að ráða Norður- sjávarsvæðinu. I þeim nýtanlegu orkulindum, sem vitað er um á norska land- grunninu segir Löfgren olíumagn um 300 milljónir lesta og 500 milljarða rúmmetra af gasi. Og i þeim lindum, sem aðeins hafa ver- ið gerðar ágizkanir um er búizt við 1—2 milljörðum lesta af olfu og 1000—2000 rúmmetrum af gasi. Olíuvinnslupallarnir undan Noregsströndum bjóða heim átakahættu. Verndun oliuborpallanna og annarra bygginga og tækja- búnaðar í sambandi við olíuvinnsl- una er margþætt vandamál. Vafa- laust verða borpatlarnir margir og dreifðir yfir stórt svæði og hver þeirra um sig því árásarmark. Þá er hægt að eyðileggja með ýmsu móti, með árásum herskipa, flug- véla, flugskeyta, með djúpsprengj- um, jafnvel fallbyssum og þar fram eftir götum. Hins vegar er alls ekki vfst, að árásaraðili mundi reyna að eyðileggja borpallana. Hugsanlegt er, að hann vilji taka að minnsta kosti einhverja þeirra óskemmda með það fyrir augum að nytja oliuna sjálfur. Þá gæti það orðið verkefni Norðmanna sjálfra að gera þá ónothæfa. Liklegt má telja, að árás mundi fyrst og fremst beinast að þeim oliuvinnslustöðvum, sem þýðingu hefðu fyrir eldsneytisnotkun Nor- egs og Vestur-Evrópulanda i lang- varandi átökum. Hugsanlegt er. að Norðmenn og aðrar þjóðir við Norðursjó gætu i sameiningu ann- ast varnir oliulindanna þar, en hvernig það yrði gert — hvort til dæmis yrði miðað við heildar- verndun tiltekinna svæða eða varnir fyrir einstakar vinnslu- stöðvar — mundi byggjast á mati á þvi, hve vænlegar slikar varnir yrðu til árangurs svo og á kostnaði miðað við aðrar varnarleiðir. Löfgren segir Ijóst, að olíu- „Hvernig svo sem þetta vanda- mál verður leyst, verður hér vafa- laust um að ræða umfangsmikla starfsemi herskipa og flugvéla sem þýðir, beint og óbeint, að varnir Norðmanna gegn hugsan- legri innrás verða efldar," segir Löfgren. 5.— Þegar kemur að olfuborun milli Finnmerkur og Spitzbergen und- an bækistöðvum sovézka fs- hafsf lotans, koma aftur upp önnur og sennilega alvarlegri vandamál. Löfgren bendir á, að Rússar hafi aldrei skirrzt við að halda uppi hernaðarlegum njósnum og upplýsingastarfsemi f skjóli umsvifa, sem ekkert komi hernaði við, — og minnir i þvi sambandi á alræmda starfsemi sovézkra fiski- skipa, ekki sizt undan ströndum Svíþjóðar. Vegna þessa segir hann einsýnt að Rússar muni ganga út frá því sem gefnu, að aðrar þjóðir beiti sömu aðferðum og að olfu- framleiðslupallarnir verði notaðir i hernaðarlegum tilgangi, hugsan- Reiknað er með, að árleg oliu- framleiðsla árið 1977 verði um 35 milljónir lesta og að hún verði komin upp i 50 milljónir lesta nokkrum árum siðar. Til saman- burðar getur hann þess, að oliu- notkun Svfa nemi 30 milljónum lesta á ári. Hluta norsku olfunnar og gass- ins á að dæla til Bretlands og Þýzkalands, sem hefur i för með sér aukin tengsl við Efnahags- bandalag Evrópu, sem Norðmenn höfnuðu aðild að. Hann bendir á, að trúlega muni Efnahagsbanda- lagsrikin færa út samvinnu sina til utanrikis- og öryggismála og það hafi f för með sér, að samvinnan innan NATO verði meira eða minna samvinna milli Efnahags- bandalagsins og Bandarikjanna. „Fari svo" segir hann, „getur olf- an i Norðursjó haft það f för með sér að Efnahagsbandalagsrikin liti á Noreg sem jafngildan viðskipta- aðila." Enn er ekki að vita hvaða auð- æfi eru fólgin i landgrunnssökklin- um norðan 62. breiddargráðu, set- lagarannsóknir hafa gefið mönn- um tilefni til að gizka á. að oliu- framleiðsla Norðmanna geti komizt upp I tvö hundruð milljónir lesta á ári á næsta áratug, og meginhluti þeirrar framleiðslu komi frá hafsvæðunum undan Norður-Noregi, og sennilega einn- Framhald á bls. 26 Snæfellihga og Hnappdæla í Reykjavík býður Snæfellingum 65 ára og eldri til kaffidrykkju í safnaðarheimili Neskirkju, sunnudaginn 1 1. maí kl. 1 5. Stjórn og skemmtinefnd. Æfingagallar Nylon æfingagallar, vatns- og vindþéttir. Æfingagallar úr stretch, og stretch/bómull. Vfir- leitt allar stærðir fyririiggjandi. Einnig gallar m/hettu hentugir fyrir útiíþróttir. onri^ vöruvorzlMiint Klopporilig 44 Reykiovik tinv 11783 Ferðaskrifstofan ÚTSÝN UTSYNARKVOLD1 VORBLÓT -] Sumarfagnaður og 20 ára afmælishátíð Útsýnar í Súlnasal Hðtel SögUj sunnudagskvöld 11. maí n.k. I ★ Kl. 19.00. Húsið opnað. if Kl. 19.30. Sérstakur veizlumatur. 3 Austurlenzkir smáréttir Kinverskur fiskréttur — CHO LOW YU Indverskt kabab karry Arabiskir kjúklingar —- DJEDJAD IMER Verð aðeins kr. 1.200 , sumar- if Tízkusýnmg — Sýningarsamtökin Karon sýna vor-, s , og baðfatatízkuna 1975. if Skemmtiatriði — Kennarar og nemendur úr Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar sýna dansa rsýna dansa ir Fegurðarsamkeppni — 10 fegurðardisir keppa til úrslita um titilinn „Ungfrú Útsýn 1975" — 200 þúsund króna ferðaverðlaun. if Ferðabingó — Vinningar 3 glæsilegar Útsýnarferðir til Spánar og ítaliu. if Danshljómsveit Ragnars Bjarnasonsr. ATH. Þetta er síðasta Útsýnarkvöldið á þessu vori. Missið ekki af óvenju glæsilegri og spennandi en ódýrri skemmtun. Veizlan hefst stundvíslega og borðum verður ekki haldið eftirkl. 19.30. Tryggið ykkur borð hjá yfirþjóni á föstudag frá kl. 15.00 isima 20221. ■ Verið velkomin — Góða skemmtun Ferðaskrifstof^n ÚTSÝN

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.