Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 13 Mannf jöldinn á Arnarhólstúninu á Friðardaginn 8. maf 1945. að skjóta i nágrenni Kalkofnsveg- ar. „Ég var þarna einn," sagði Sveinn, „en fór samt á stúfana til þess aó athuga þetta. Fann ég sjóliðann, sem var dauðadrukk- inn með vélbyssu og skreið hann áfram eins og hann væri í hernað- araðgerðum. Ég náói byssunni fljótlega af honum og fór síðan með hana í bækistöð herlögregl- unnar við Sölvhólsgötu. Þar var þá mikill hermannafjöldi fyrir og mikill gleóskapur og flestir ef ekki allir við skál. Ég náði tali af einum yfirmanna, sem ekki var mjög ölvaður og lét hann hafa byssuna. Ég hef oft siðar velt þvi fyrir mér, aó ef ekki hefði náðst í þennan drukkna sjóliða og hann afvopnaður, hefði hann getað t.d. á Arnarhólstúni orðió fólki aó bana með þessu vopni, en þangað var hann að fara, þegar ég stökk á hann og afvopnaði hann.“ Sveinn Stefánsson sagði okkur jafnframt að fyrr um daginn hefði hann verið á vélhjóli lögreglunnar og hefði hann tvisvar sinnum orðið fyrir aðkasti brezkra sjóliða, sem hefðu í bæði skiptin rétt verið búnir að ná sér. En vélhjólið hefði bjargað sér og hann með aðstoó þess getað rifið sig lausan frá sjóliðunum. Svo að aftur sé vísað í skýrslu lögreglunnar frá atburð- unum á friðardaginn, þá er þess getið að skotvopnum hafi verið beitt. Hvort hér er um aó ræða sömu byssu og Sveinn sagði okkur frá — skal ósagt látið, en þó gæti það vel verið. I Mbl. frá þessum tíma segir: „Til lögreglunnar kom unglingspiltur, sem fengið hafði skot í gegnum báðar buxnaskáim- arnar og bifreiðastjóri, er tjáöi lögreglunni, aó skotið hefði verið i gegnum hjólbarða á bifreið sinni.“ Sveinn Stefánsson sagði okkur jafnframt frá viðureign, sem varð við Varðarhúsið. Lögregluþjónn, Óli Otta, hafði verið að reyna að sansa brezkan sjóliða, sem gengið hafði berserksgang. Vék sér þá annar sjóliði vopnaður hamri að Óla og ætlaði að slá hann í höfuð- ið. Nærstaddur iögreglumaður, Jónas Jónasson, sá hvað verða vildi og tókst honum að ná hamr- inum af manninum áður en högg- ið lenti á höfði Óla. 0 Táragasið á Arnarhóli Um klukkan 23 um kvöldið kom til alvarlegra árekstra á Arnar- hólstúni og til þess að rýma hól- inn varð lögreglan í Reykjavík fyrsta sinni að grípa til táragass. Um þessa atburði sagði Agnar Ko- foed-Hansen í viðtali við Morgun- blaðið fyrir nokkrum dögum. „Tilraun brezkra sjóliða fyrr um daginn til að koma Union Jack upp á styttu Ingólfs Arnarsonar höfðu að vonum hleypt skapi í unga Islendinga og þá sauð upp úr og grimmdar slagsmál hófust. Um kvöldið þegar við komum 12 saman á einni af Maríunum Iogaði þar allt I slagsmálum milli ís- lenzkra æskumanna og sjólið- anna. Við vorum í tveimur flokk- um lögreglumennirnir og útbúnir til þess aó mæta slagsmálum. 1 raun var þetta verkefni — þótt það væri ekki skemmtilegt — heppilegt með tilliti til þess að nú kom í ljós árangur þrotlausra æf- inga á undan. Vildi ég því gjarn- an, að lögreglumennirnir fyndu hvers virði þessar æfingar væru þeim. Við komum að Arnarhóln- um að austan og var hóllinn þá svartur af fólki. Slagsmálin voru aðallega i þremur stórum hópum og voru Bretarnir vopnaðir bar- eflum. Ég fór við fleiri menn upp á stall Ingólfs og ég man að ég kastaði sjálfur fyrstu gassprengj- unni. Ekkert svigrúm var til þess að gefa fólkinu frest á að hypja sig og varð því strax að skakka leikinn og stöðva slagsmálin, þvi að heiftin var orðin svo mikil, að alvarlegir atburðir gátu gerzt þá og þegar. Þegar ég kastaði fyrstu sprengjunni varð þar fyrir, litill, en snaggaralegur sjóliði, sem leiftursnöggt greip sprengjuna og ætlaði að kasta henni í mig aftur. Sprengjur þessar voru um eitt kg að þyngd og því ekki gott að fá þær í sig, a.m.k. ekki i höfuóió. Við köstuðum þeim hins vegar inn á mili fóta fólksins i þröng- inni. Nú en sjóliðinn tók upp sprengjuna og ætlaði að kasta henni i okkur, en i þvi hann mundaði hana sprakk hún i hönd- um hans. Gleymi ég seint hinum kerskna svip hans, sem breyttist i skelfingu um leið og sprengingin varð og hann brenndist á hönd- inni. Þessar táragassprengjur voru bandariskar frá Federal Laboratory i Bandaríkjunum og voru kallaðar „tripple chaser“ og sprungu i þrennt um 3 til 4 sek- úndum eftir að þeim hafði verið kastað. Eftir aó gasinu hafði verið varpað á völlinn tók það okkur um það bil eina mínútu að ryója allan Arnarhólinn og stöðva öll slagsmál þar.“ „Vió fylgdum hópnum eftir nið- ur á Lækjartorg" sagði Agnar, „þar héldu menn áfram að safn- ast saman og berjast og notuðum við þá sérstakar táragasbyssur til þess að leysa upp slagsmál minni hópa. Fengu lögreglumennirnir þá einnig fyrsta sinni að sjá hvernig þessi tæki virkuðu i reynd. Menn, sem urðu fyrir þesssum skotum, hurfu á brott eins og hvirfilbylur hefði komið yfir staðinn. Smáhópar voru siðan eltir og þeim tvistrað. Viða kom til átaka, svo sem eins og t.d. framan við Hótel Borg. Á lög- reglustöðinni var komið upp þjón- ustustofnun fyrir borgarann, en þangað gat hann komió í augnbað og laugað augu sin upp úr vökva, sem eyddi áhrifum gassins. Allir lögreglumenn voru hins vegar með gasgrimur." £ Engir slösuðust alvarlega I skýrslunni um óeirðirnar, sem birtist í Mbl. að loknum atburðun- um 1945, segir um þennan þátt þeirra: „Um klukkan 23 hófust enn óspektir á Arnarhólstúni og voru þar bæði Islendingar og her- menn. Þar eð óspektir voru víðar i bænum og vænta mátti alvarlegra óeiróa á ýmsum stöðum, tók stjórn lögreglunnar i Reykjavik þá ákvörðun að nota táragas. Dreifði lögreglan fyrst óeirða- mönnum á Arnarhólstúni, en síð- ar smærri hópum víða í miðbæn- um. Þessar aðgerðir lögreglunnar báru þann árangur, að óspektum linnti með öllu hér i bænum á tiltölulega skömmum tima. Lög- reglunni er ekki kunnugt um að alvarleg slys hafi orðið í sam- bandi við framangreindar óeirðir, en nokkrir menn uróu fyrir minni háttar meiðslum vegna ryskinga og grjótkasts. Einna álvarlegust var skothrið brezkra sjóliða, er átti sér stað við herbúðir í grennd við Sænska frystihúsið." Að sögn Sveins Stefánssonar varó gasfnykurinn af sprengjun- um svo megn, aö nokkru síðar varð nær ólift i Höfðaborginni, en vindur, sem var vestlægur bar gasið þangað austur. Við spurðum nú Agnar Kofoed Hansen, hvort Ijóst væri hvernig á þessum óeirðum hefði staðið og hvers vegna brezkir sjóliðar hefðu brugðizt svo við friðartil- kynningunni. Agnar sagði að brezkir sjóliðar hefðu talið að far- ið hefði verið illa með þá hér á Islandi, svo og á Nova Scotia. Þeir töldu sig hér hafa farið á mis við ýmsar lystisemdir, svo sem skemmtanir o.fl. og sagði Agnar að greinilega hafi verið um sam- tök að ræða. Hið einkennilega gerðist í Halifax, að þar gengu brezkir sjóliðar einnig berserks- gang á nákvæmlega sama tíma. Þar varð eignatjón af völdum brezkra sjóliða, sem nam um 4 milljónum dollara, en reikningur- inn vegna þess tjóns, sem þeir ollu í Reykjavik nam rúmlega 200 þúsund krónum, sem voru miklir peningar á verðlagi ársins 1945. 1 Halifax létust 4 i óeirðum, en samtök sjóliðanna voru unnin undir kjörorðinu „paint Halifax and Reykjavík red“. % Lögreglan stóðst raunina Daginn eftir, hinn 9. mai, höfðu menn enn tilhneigingu til þess að safnast saman, en lögreglan var á verði. Notaói hún þá svokallað perugas, sem var vökvi i gler- hylkjum, sem óeinkennisklæddir lögreglumenn brutu i mannþröng (létu falla á götuna, svo að litið bar á inni i þrönginni) og gátu menn ekki hafzt við á staónum eftir að peran hafði brotnað. Til nokkurra óeirða kom, en illskan í þeim var ekki eins mikil og degin- um áður. Miklar óeirðir biossuðu þó upp i herskálahverfi við Hall- veigarstig þann dag og neyddist lögreglan til að beita táragasi gegn hermönnunum. Að lokum sagði Agnar: „Það gott var við þessi alvarlegu upp- þot, að þarna fékk lögreglan í fyrsta skipti tækifæri til þess að fást við alvarlegar óeirðir og hafði i fullu tré við óspektarmennina og það án þess að nokkur borgari eða lögreglumaður slasaðist. En slikt skiptir eiginlega öllu máli. Þetta jók mjög sjálfstraust lög- reglunnar i heild. Lögreglan stóð sig með mikilli prýði öll striðsárin og hafði ég persónulega mjög gaman af að vinna með henni. Hún var frábær mannskapur, traustur og vel æfður.“ — mf.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.