Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL TT 21190 21188 LOFTLEIÐIR Hópferðabílar 8—21 farþega í lengri og skemmri ferðir. Kjartan Ingimarsson Sími 86155-32716-37400. Afgreiðsla B.S í. FERÐABÍLAR h.f. Bílaleiga, sími 81260. Fólksbílar — stationbílar — sendibilar — hópferðabílar. Innilegar þakkir til allra, sem glöddu mig á sjötugs afmæli minu. Sérstakar þakkir til hjónanna Al- disar og Aðalsteins. Sólveig Andrésdóttir frá He/lissandi. Mínar hjartans þakkir flyt ég öllu samstarfsfólki minu i Sjólastöð- inni í Hafnarfirði fyrir dásamlega gjöf á 60 ára afmæli minu 1. mai. Svo og öllum vinum fyrir veittar gjafir minni elskulegu fjölskyldu fyrir veitta aðstoð og gjöf. Guð blessi ykkur öll. LHja Sigurðardóttir, Skerseyrarveg 4, Hafnarfirði. Fasteignasalan Símil 3040. Til sölu .... Stór byggingarlóð í Arnarnesi. (1281 ferm.). .... 110 ferm. 4ra herb. íbúð i Ljósheimum, i skiptum fyrir ein- býlishús. .... Stór ibúð við Egilsgötu, ibúðarkjallari, 2 hæðir og geymsluris og bilskúr, í skiptum fyrir 3ja—4ra herb. ibúð, helst i vesturbænum. .... 2 prjónastofur, seljast sam- an, eða sitt i hvoru lagi. .... 5 herb. ibúð við Miklu- braut, 1 52 ferm. .... Fasteígnatryggð veðskulda- bréf til 2ja ára. .... Raðhús i byggingu i Kópa- vogi. Stutt komið. .... 5 herb. ibúð, 109 ferm., við Leirubakka, 1 herb. i kjallara. .... Nokkur stangaveíðileyfi i Langá á Mýrum i ágúst. .... Höfum kaupanda að hent- ugu húsnæði fyrir verslunarfyrir- tæki. .... Höfum kaupendur að fast- eignum í Vesturbænum. .... Höfum kaupanda að stórri 4ra—5 herb. ibúð i Breiðholti. Heimasími solumanns: 40087. Útibú Akureyri að Hafn- arstræti 86, simi 23909. Sölumenn: Ólafur Ás- geirsson, Baldvin Valde- marsson. JÓN ODDSSON, hæstaréttarlögmaður, Garðastræti 2, Simi 13040. STAKSTEINAR Barnalegur áróður Alfreð Þorsteinsson segir svo f Tfmanum f gær: „Þess er nú vfða minnzt, að 30 ár eru liðin frá ósigri Þjóð- verja f sfðari heimsstyrjöld- inni. 1 athyglisverðri grein f blaðinu sl. sunnudag er sagt að Bándaríkjamenn og Evrópubú- ar gæti sérstaks hófs, þegar þessa atburðar er minnzt, þar eð sársauki sorgar og þjáningar frá þessum tfma hafi mildazt. Hins vegar sé þessu öðru vfsi farið með Sovétmenn, sem reki eins konar strfðsminningar- iðnað með þjóðrembings- og endurminningargreinum, sem falli ekki alls kostar að sögu- iegum staðreyndum.“ „Við lslendingar förum ekki varhluta af þessum strfðsminn- ingariðnaði Sovétmanna, sem satt að segja hefur heldur óvið- felldinn blæ. Vitaskuld færðu Sovétmenn þungar fórnir f hinum hrikalega ófriði, en það færðu fleiri fórnir og lögðu sinn skerf að sameiginlegum sigri bandamanna. En þess er vandlega gætt í strfðsminn- ingarrekstri Sovétmanna að geta þess f sem fæstum orðum. — Áróður af þessu tagi er barnalegur. Sjálfsagt hentar hann vel f Sovétrfkjunum sjálfum, en hljómar ankanna- lega f eyrum f V-Evrópu og Bandarfkjunum. Vilja þeir þó sfzt draga úr mikilvægum skerfi þjóðarinnar og þungra fórna hennar á þessum örlaga- rfku tfrnurn." Skipalestir um Islandsála 1 þessum áróðursiðnaði, sem Alfreð Þorstcinsson gerir að umræðuefni f Tfmanum, er jafnan gengið fram hjá þeirri afdrifarfku staðreynd, að Bandarfkjamenn birgðu Sovét- rfkin að drjúgum hluta upp, bæði að vopnum og vistum, á úrslitastundum á austurvfg- stöðvunum. Baráttuþrek og hernaðarmáttur Sovétmanna þá, sem vissulega vakti al- heimsathygli, byggðist m.a. á þessum birgðaflutningum. An þeirra vopna og vista, sem skipalestir Bandamanna fluttu yfir Atlantsála, frá Bandarfkj- unum til Sovétrfkjanna, með öllum þeim mannfórnum og verðmætatapi sem þeim flutn- ingum var samfara, hefði gangur styrjaldarinnar f Rúss- landi getað orðið annar en raun bar vitni um. fslendingar kunna góð skil á sögu og stað- reyndum þessara birgðaflutn- inga. Sannleikurinn um gang sfðari heimsstyrjaldarinnar á rússneskri grund verður ekki allur sagður, ef þessi þáttur liggur f þagnargildi. Fyrir hverju var barizt? Það er e.t.v. barnalegt að spyrja um tilgang og markmið Bandamanna f heimsstyrjöld- inni síðari. Fullveldi þjóða, al- menn þegn- og lýðréttindi og virðing fyrir frumréttindum einstaklingsins voru helztu leiðarljósin. Og varanlegur friður var lokamarkmiðið. Þessi meginmarkmið vekja sfðan áleitnar spurningar, sem hljóta að ieita á hug hvers heiðarlegs manns. Eru almenn þegnréttindi virt á valdasvæði Sovétrfkjanna f dag? Er frelsi einstaklings til skoðana og tjáningar f heiðri haldið? Eru t.d. Gyðingaofsóknir liðin tfð? Hvert er fullvcldi þeirra rfkja, sem umlykja vfðfeðm landa- mæri Sovétrfkjanna? Er e.t.v. hægt að benda á Eystrasalts- rfkin þrjú sem táknræn dæmi fullvalda rfkja? Hve margir samvizkufangar sitja bak við lás og slá vegna skoðana sinna einna? Þannig mætti lengi spyrja. Lýðræðisþjóðirnar hafa samt margt og mikið lært af dýr- keyptri reynslu sfðari heims- styrjaldarinnar. Atlantshafs- bandalagið, sem er virkjun á samtakamætti þeirra, er bein afleiðing þeirrar reynslu. Hlut- leysi reyndist bræðraþjóðum okkar, Dönum og Norð- mönnum, haldlaust er á reyndi. Og með þessum samtökum hefur tekist að varðveita frið- inn f V-Evrópu f þrjá áratugi og hefta framrás kommúnismans, sem sló hrammi sfnum á flest rfki A-Evrópu f lok styrjald- arinnar. Þennan samtakamátt þarf að styrkja til efiingar friði og mannréttindum f okkar heimshluta. Kaffisala Kvenfélags Laugarnessóknar er í dag, uppstigningardag IIIN árlega kaffisala Kven- félags Laugarnessóknar er i clag Uppstigningardag og verður að þessu sinni í Sigtúni við Suðurlandsbraut, er mun vera stærsti veitingasalur, sem til er i landinu. Og eiga þau hjón, Sigmar veitingamaður og Þórdis kona hans, miklar þakk- ir skilið fyrir þetta vinarbragð við Kvenfélagið og söfnuðinn. Stærð þessa salar hefur það hagræði í för með sér, að nú þarf enginn að standa upp og rýma fyrir nýjum gesturn, held- ur getur hver selið svo lengi sem hann viil og notið þeirra skemmtiatriða, sem kvenfélags- konurnar hyggjast bjóða upp á að þessu sinni, og er þar um að ræða algera nýjung og til- breytni frá fyrri árum. Skemmtiatriðin verða meðal annars þessi: Frú Elin Sigur- vinsdóttir, hin góðkunna sópransöngkona, mun syngja við undirleik frú Maríu Mark- an, er fyrrum bar hróður ís- lands um svo langa vegu. Þá mun verða fjölbreytt tizkusýn- ing frá Verðlistanum undir stjórn frú Fálínu Jónmunds- dóttur, er svo víða hefur farið um heim, en ólst upp sem telpa svo að segja undir kirkjuvegg Laugarneskirkjunnar. Mun ávallt eitthað vera að gerast þarna allan timann til ánægju og gleði fyrir kaffigest- ina. Meðai annars mun frú Maria Markan og nokkrar kven- félagskonur syngja þarna nokkrum sinnum. Þá verður og þarna skyndihappdrætti fyrir börnin, sem alltaf hafa komið svo mörg með foreldrum sínum. Kaffisalan mun að venjú heíjast klukkan 3 að lokinni guðsþjónustu í Laugarnes- kirkju, sem byrjar kl. 2. Þar mun hinn góðkunni prestur Arbæjarsóknar. séra Guðmund- ur Þorsteinsson, predika. Kven- félagskonurnar munu að lok- inni messu hafa bifreiðir til taks fyrir utan kirkjuna, til að flytja þá kirkjugesti inn i Sig- lún, sem óska þess. Eins og að venju rennur allur ágóði kaffisölunnar til væntan- legs safnaðarheimilis — sem er öllum þéttbýlis-söfnuðum alger nauðsyn nú, en var óþekkt fyrirbrigði hérlendis, þegar Laugarneskirkja var byggð. Þarna verður til sýnis líkan með tveim tillögum um stað- setningu og útlit væntanlegs safnaðarheimilis, en um það hefur þvi miður orðið nokkur óeining i söfnuðinum, sem við vonum, að senn sé á enda. Hlaðborðinu og veitingum öllum af hendi kvennanna, þarf ég ekki aó lýsa, andrúmsloft- inu, gleðinni, og alúðinni, sem þarna hefur ávallt rikt. Fjöl- skyidurnar hafa fjölmennt — og unga fólkið i sókninni. Og gamlir sóknarbúar jafnvel komið úr nágrannabæjunum. Já, þarna hafa komið ungir og gamlir úr öllum þjóðfélagshóp- um, konur og menn, og allir virðast hafa farið jafn ánægðir frá borðum Kvenfélags Laugar- nessóknar. Verið velkomin i hið stóra Sigtún, núna á Uppstigningar- daginn. Garðar Svavarsson. Frá Bridgefélagi Siglufjarðar Lokið er tveggja kvölda hraðsveitakeppni, með þátt- töku 11 fyrirtækja eða starfshópa. Urslit urðu þessi: Trillukarlar 804 stig Utvegsbanki Islands 788 stig Þormóður rammi hf. 776 stig S.R. 767 stig Isafold hf. 761 stig Tréverk hf. 695 stig Barnaskólakennarar 678 stig Bæjarstarfsmenn 676stig PósturogSimio.fl. 668 stig Versl. K.E.A , Sigluf. 667 stig Bridgefélag Siglufj. 640 stig Hægt var að fá allt upp í 36 stig íyrir hvert spil, en 20 spil voru spiluð hvert kvöld og keppni því geysiskemmtileg. 1 sveit Trillukarla voru þeir Valtýr Jónasson, Páll Pálsson, Björn Þórðarson og Magnús Víðarsson. Mánudaginn 28. april fór fram verðlaunaafhending og var þá keppt um hinn sögu- fræga Eggertsbikar, sem er eins kvölds einmennings- keppni. Siglufirði, 16. apríl 1975. XXX Úrslit í Oxfordkeppni BSÍ Þann 27. febrúar sfðastliðinn voru spilaðir f Reykjavfk 2 riðlar í alþjóðlegri tví- menningskeppni ungs fólks, sem skipulögð var af Bridge- félagi Oxford-háskóla, cn hald- in hér fyrir tilstuðlan Bridge- sambands tslands. Alls tóku þátt i keppninni 448 pör í 7 löndum og voru úrslit keppninnar reiknuð sem einn riðill í tölvu. Sigurvegarar i keppninni urðu R.J.R. Benstead og T. Cope frá Cambridge með 72.53% skor. 1 öðru og þriðja sæti urðu pör frá Grikklandi og Canada. Beztum árangri íslenzku keppendanna náðu Snjólfur Ölafsson og Jón Gisla- son. Þeir voru í 11 sæti með 64.54%. Alls tóku 24 pör þátt í keppninni hér og fylgir hér árangur 12 hæstu: Snjólfur Ölafsson — Jón Gislason 64.54% Gestur Jónsson — Sigurður Einarss. 59.85% Þórir Sveinsson — Jón Kristinn Jónss.59.25% Vilhjálmur Vilhjálmsson — Jónatan Lindal 58.38% Björgvin Þorsteinsson — Bjarki Tryggvason 57.76% Sigurður Sverrisson — Valur Sigurðsson 57.67% Einar Guðjohnsen — Jón Baldursson 54.67% Una Arnadóttir — Margrét Rader 54.05% Jón flilmarsson — Jón Páll Sigurjónss51.65% Jón Sólnes — Kristinn Björnsson 51.18% Jóhann Sveinsson — Tryggvi Bjarnason 51.03% Ásgeir Gunnarsson — Ragnar Halldórss. 50.55% Aðrir þátttakendur hér fengu undir 50%. Bridgesamband Islands mun veita þeim Snjólfi og Jóni bókarverðlaun fyrir frammi- stöðuna. A.G.R.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.