Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAI 1975 31 Fræðslu starf börn í bif reiðinni I MAl og júní gengst Umferðar- ráð, i samvinnu við Umferðar- nefnd Reykjavíkur, lögregluna, Leikvallanefnd Reykjavikur og bifreiðatryggingafélögin fyrir fræðslu- og upplýsingastarfi um börn i umferð. Slysaskýrslur sýna, að fjórði hver vegfarandi, sem slasast í umferðinni, er barn. Árið 1974 slösuðust 296 börn i umferðarslysum. Langflest, eða 165 börn, voru gangandi vegfar- endur, 84 voru farþegar i bifreið- um og á reiðhjólum slösuðust 47 börn. Flest börn slösuðust á mánudögum og föstudögum og meira en þriðjungur barnanna slasaðist milli kl. 14 og 17 Tilgangur þessa fræðslustarfs er að kynna líkamleg og sálræn vandamál, sem börn eiga við að stríða sent vegfarendur. Það er sannað mál, að börn hai'a ekki, fyrr en 8—12 ára göntul, þroskað með sér þau skynfæri, sjón og heyrn, sem vegfarendur þurfa að reiða sig svo mjög á í umferðinni. Það er ekki hægt aö reikna nteð fullkominni nýtni þessara skyn- færa fyrr en við 12—14 ára aldur. Þá verður einnig gerð grein fyr- ir, hversu mikil áhrif skipulag íbúðarhverfa hefur á tiðni slysa á börnum í umferðinni, og hvatl til þess, að lóðir og leiksvæði verði gerð þannig úr garði, að þau laði börn til leikja, og að leiktæki séu sett upp á sem flestum stöðuni, sérstaklega þó við fjölbýlishús. Einnig verður fjallað um börn og reiðhjól og foreldrar hvattir til þess að kaupa ekki of fljótt reið- hjól handa börnum sinum, eða að þeir sendi þau ekki út i untferö- ina ein síns liðs á reiðhjólum fyrr en þau hafa þroska og getu til. Á hverju árislasastfjöldibar'na, sem eru farþegar í bifreiðum. Fólk les um slíka atburði í blöð- um, hristir höfuðið og segir ef til vill: >vJá, mikið er þetta hörmulegt, skelfing er að heyra um öll þessi slys,“ eða eitthvað þess háttar. Siðan er atvikinu gleymt. Frétt í einu dagblaðanna seg- ir eitthvað á þessa leið: „Harð- ur árekstur varð á mótum Hafnargötu og Strandgötu. Bif- reiðarnar skemmdust mikið, tvennt slasaðist, barn og full- orðinn. Bæði voru farþegar 1 framsæti. Barnið sat í fangi móður sinnar.“ Fólk hrekkur við og segir: „Þvílikt ábyrgðar- leysi að sitja með smábarn i fanginu í framsæti. Hvað hugsa svona manneskjur? Eða hugsa þær ekki neitt." Og ætli það siðara sé ekki mergurinn máls- ins. Mjög margir gera sér ekki grein fyrir þvi, hversu hættu- legt það er að sitja með börn í framsæti, eða leyfa börnum að sitja einum í framsæti. Skýrsl- ur Umferðarráðs sýna, að 84 börn slösuðust á s.l. ári, er þau voru farþegar i bifreiðum — mörg hver í framsæti. FRAMSÆTIÐ HÆTTULEGAST. Framsætið er hættulegasti staðurinn í bifreiðinni. Barn, sem situr í fangi einhvers í framsætinu getur þvi orðið fyr- ir mjög alvarlegum áverkum af mælaborði og framrúðu bif- reiðarinnar, jafnvel þótt árekst- urinn sé ekki mjög harður. Sá sem situr með barn 1 fanginu, notar það sem vörn fyrir sjálfan sig. Barnið tekur við mesta högginu, ef bifreiðin lendir i árekstri. Sem betur fer er orðið sjaldgæft að sjá eldri börn sitja i framsæti. Margir foreldrar setja börnum sínum þá reglu að sitja í aftursætinu, og er það vel. En þetta á þvi miður aðeins við um stóru börn- in. Litlu börnin sem ekki geta setið ein, sitja alltof oft í fangi fullorðinna i framsætinu. Fólk situr sjaldan undir börnum sinum í aftursætinu, sem er að sjálfsögðu rétti staðurinn. Ef til vill finnst fólki „skemmtilegra" að sitja í framsæti. Hvað er hægt að gera til þess að opna augu fólks? Þarf aó verða slys til þess að fólk læri að skilja hversu hættulegur staður framsætið er? Öryggisstóll af viðurkenndri gerd, sem nota má jöfnum höndum f fram- og aftursæti. BlLBELTI — STÓLAR. Algjört öryggi i bifreið er ekki til. En bílbelti veita mönn- um þó mesta mögulega vernd og geta í mörgum tilfellum forðað fólki algjörlega frá meiðslum, ef til áreksturs kemur. Þetta geta allir, sem kynnt hafa sér þessi mál, verið sammála um. En að tryggja öryggi barnsins i bifreiðinni er mun flóknara. Börn geta ekki notað bílbelti fyrr en við 7—8 ára aldur og þau verða að vera orðin a.m.k. 30—35 kg að þyngd. Ástæðan fyrir því að börn geta ekki notað belti eins og fullorðnir nota (belti, sem eru yfir aðra öxlina og mittið) er sú, að líkamsbygging barns er öðru visi en fullorðins manns. Höfuð barnsins er hlutfallslega miklu stærra. Þegar beltin halda líkamanum föstum slengist höf- uðið til, og vegna þyngdar þess geta háls- og hnakkavöðvar barnsins orðið fyrir áfalli. Beltin geta lika skaddað innyfli barnsins, þar sem þau eru verr varin en hjá fullorðnum. i til- raunum, sem gerðar voru í Svíþjóð (með brúðu), kom í ljós, að við framaná-árekstur varð brúðan fyrir hættulegum lifrarskemmdum, þegar beltin þrýstust að líkama hennar. Það hafa verið gerðar til- raunir með margs konar belti fyrir börn, en menn hafa ekki enn fundið neitt belti sem þjónar sama tilgangi og þau belti, sem fullorðnir nota. Menn hafa þó orðið sammála um að beltin verði að vera mjög breið, þannig að átakið dreifist sem jafnast á allan likamann. En börn geta ekki notað slik belti fyrr en þau hafa náð 3—5 ára aldri. Börn undir 9 mánaða aldri ættu alltaf að vera í burðar- rúmi í aftursæti bifreiðarinnar, vel skorðuðu á milli sætanna eða fest með þar til gerðum beltum. Eftir þann aldur geta börn setið í barnabilstólum. En gera verður þá kröfu til góðra barnastóla, að þeir séu a.m.k. eins vel festir og bílbelti full- orðinna. Einnig er ástæða til þess að vara fólk við þeim sem eru með málmgrindum, sem leggjast í boga fyrir framan barnið. Dæmi eru til, að slikar grindur hafi bognað við mikiö átak og þryst að maga barnsins og stórskaðað það. Laugavegi37 r~\ / r\ i r\ n r T niri o Gallabuxur — flauelist BOLIR — einlitir, mynstraðir, rútlukragabolír, úrval af allskonar frottebolum. HERRASKYRTUR — Nýsending Laugavegi 89 NY SENDING - HERRALEÐURJAKKAR Faco jakkaföt, Ijósir titir, sléttflauelisjakkar. 1_1 _________ „■> , Herra- og dömubuxur urte Herraskör

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.