Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 Piltur og stúlka Eftir Jón Thoroddsen Þeii, sem einhvern tíma hafa reynt þad að fylgja kærum ástvini til moldar og hafa séð yndi augna sinna og trúfastan leiðtoga allt i einu hverfa ofan í hið myrkva skaut jaróarinnar, þaðan sem hans er aldrei aftur von til þessa lífs, munu gata ímyndað sér, hvernig Indriða varð við, er hann las þetta bréf, sem flutti alla von hans, þenna trúa leiðtoga æskumannsins, til grafarinnar. Indriói sat þegjandi og starfði á bréfið og las það oft upp aftur og aftur, eins og hann gæti ekki trúað sjálfum sér, að hann sæi það rétt, sem hann sá og las. Sólin blessuð leið frá austri til suðurs og frá suðri í vesturátt; fuglarnir þutu í loftinu kring- um Indriða, þar sem hann sat eins og jarðfastur steinn, og skuggarnir þokuö- ust upp eftir balanum og upp á fætur honum; en Indriði vissi ekki, hverju HÖGNI HREKKVÍSI <d im 5-is t fyrsta lagi: ferðin í fiskasafnið var alvee sérleea ánægjuleg fyrir okkur fram fór, og tárin, sem eru fylgisveinar harmsins og einverunnar og menn ekki skammast sín fyrir, þegar enginn sér til, styttu honum svo stundir, að hann gáði þess ekki, hvað timanum leió. Loksins stóð hann upp og ætlaði líkast til að snúa aftur heim til bæjarins; en með því að hugur hans var í einhverri leiðslu og svima, gáði hann ekki aö, hvað hann gekk, og stefnir austur með tjörn; þannig gekk hann um hríð, og verður hann þá ekki fyrr var við en slegið er meö hendi á herðarnar á honum, og er þar kominn Sigurður félagi hans; hafði hann lengi um daginn leitað hans alls staóar þar, sem honum gat til hugar komið, og nú gengið þenna veg, ef svo líklega sem ólíklega mætti til bera, að Indriði hefði gengið þangað. Indriði hrökk við, þegar slegið var á herðarnar á honum, en Sigurður leit hálfhlæjandi framan I hann og sagði: Hvað ertu nú að hérvillast, lagsmaður? Ég gekk hingað að gamni mínu, sagði Indriði, og nú ætlaði ég heim aftur. Á! Þá þykir mér þú ekki fara skemmstu leiðina, ef þú ætlar að ganga I Kvennagullið aldrei hafa augum litið, hún horfði og horfði á hann, og því lengur sem hún horfði, því betur leist henni á piltinn. „Á hvað ertu eiginlega að glápa þarna I glugganum?“ spurði gestgjafinn, maður- inn konunnar. „Þér væri nær aö sjá um að grísinn væri steiktur, en að hanga þarna. Þú veist líklega, hvaðastórmenni það er, sem hér eru gestir í dag“. „Æ, mér er sama um allt stórmenni“, sagöi konan. „Ef þeir ekki vilja gista, þá mega þeir fara fyrir mér. En komdu hingað, þá skaltu fá að sjá mann, sem segir sex. Svo fallegan mann hefi ég aldrei á æfinni séö. Og ef þú villt gera mér að skapi, þá býðurðu honum inn og veitir honum vel, því ég held aö hann hafi ekki úr miklu að moða, vesalingur- inn“. „Ertu búin að missa þessa vitglóru, sem þú hefir?“ spurði maður hennar, — hann reiddist svo, að hárin risu á höfði hans. „Út í eldhús með þig og farðu að hugsa um grísinn, en stattu ekki þarna og gláptu á ókunnuga menn“. V J LTkiö a grasfletinum Eftir: Mariu Lang Þýðandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 51 mig við hann fyrr en í nótt, þegar ég vissi að W'ilhelm var ekki heima. Þvf miður stendur húsið okkar ekki við ána... svo að ég varð að laeðast yfir garðinn hjá Elisabet. Ég gekk niður að ánni og hver situr þá ekki þar og starir á mig hæðnislegum grænum aug- um, nema auðvitað Thotmes III? Þið hljótið að skilja að mfn fyrsta hugsun var að henda jakkanum frá mér og leggja á flótta? En svo... Svo gekk kötturinn allt í einu eins og ekkert væri og kom sér makindalega fyrir á jakkanum. Og allt f einu vissi ég hvað ég átti að gera. Ég hneppti f flýti öllum hnöppunum og svo batt ég þetta allt eins kyrfilega og ég gat. Og þessi hryllilegi köttur lá þarna og malaði allan tfmann... Sfðan kastaði ég þessu út f ána og svo vitið þið hvað gerðist. Ég varð ofsahrædd og þegar þið komuð heim, lá ég f rúmi mfnu og þóttist sofa. Um dauða Elisabetar veit ég ekkert. Þið verðið að trúa mér að þvf leyti, þvf að ég get ekki talað sannara orð .. .Er... er eitthvað fleira sem þið viljið vita? Eitt- hvað sem þið viljið spyrja um? Þótt ég hafi nú reynt að segja eins skipulega frá þessu og mér er unnt... Rigningin steyptist úr loftinu fyrir utan, Margit Holt spennti greipar f taugatitringi f kjöltu sinni, Christer Wijk kveikti f makindum f pfpu sinni. — Aðeins fáeinar spurningar, sagði hann að lokum stuttlega. — Fyrst og fremst, hvers vegna? Við vitum auðvitað Margit, að þér hefur aldrei þótt raunverulega vænt um Tommy, en... — Ef þið vissuð, svaraði hún og lagði áherzlu á orð sfn, — hvað hann hefur komið miklu illu tfl leiðar þyrftuð þið ekki að bera upp þvflfka spurningu. Munnurinn á henni herptist saman, svo að hann varð eins og mjótt strík og af öllu mátti Ijóst vera að hún hafði ekki f hyggju að gefa neinar ftarlegar skýring- ar. — Hvað stóð í bréfunum? sagði Chríster hálfvonleysislega. Ég framdi morð, sagði hún ró- lega, til að það fréttist ALDRÉI NOKKURN TlMA... Hún leit með alvörusvip á Christer. — Og hvað gerist nú. Hvað ætl- arðu að gera við mig? Hann hristi höfuðið. — Ég er hræddur um, að þú hafir ekki snúið þér til réttra aðila. Ég er hér aðeins sem elnka- aðíli... — Hættu þessari vitleysu. Ég kom til þfn, vegna þess ég áleit það þægiiegra að tala við ein- hvern sem ég þekkti almennilega, og nú verð ég að biðja þig að gera mér að minnsta kosti þann greiða að segja hinum spurula lögreglu- stjóra frá játningu minni. Ég fer heim og þar verð ég, ef hann hefur áhuga á að tala við mig frekar. Hún sagði sfðustu orðin af virðuleik, en hún var ekki full- komlega styrk á fótunum, þegar hún stóð hpp. Faðir minn brá við skjótt og sagði, að hann skyldi fylgja henni heim. Christer og ég sátum eftir og horfðum lengi hvort á annað án þess að segja orð. Svo fór ég allt f einu að hlæja bjálfalega. — Morðingi númer tvö hefur birzt... svo virðíst sem návist þfn örvi mjög hið hinar sofandi sam- vizkur þorpsbúa. Ertu ekki glaður og ánægður? Christer beit gremjulega f pfp- una sfna. — Hvers vegna viðurkennir manneskja annan eins glæp og morð? Eftir þvf sem ég bezt veit geta ástæður verið þrjár: 1. viðkomandi er brjálaður og vill nota tækifærið og baða sig upp úr eigin illsku og leiða athyglina að sjálfum sér 2. viðkomandi hefur framið morðið f alvöru og er um megn að haida þvf leyndu lengur. Og f þriðja lagi með játningu sinni vakir það fyrir viðkomandi aðila að halda verndarhendi yrir einhverjum öðrum sem hann álít- ur að sé hinn seki. Hvað Yngve Mattson snertir kemur skýring númer þrjú prýðilega heim og saman. En Margit Holt... ég get ekki áttað mig á þvf. Er það þá kannski ofurstinn sjálfur sem við eigum að hafa augun með, þegar allt kemur til alls? 1 nokkur andartök leifraði nið- ur í huga mér öðrum grunsemd- um, enn hryllilegri. Hin dular- fulla ofurstafrú myndi scnnilcga ekki fórna sér fyrir manninn sinn, en... fyrir Agnetu? Nei, nei, það gat ekki verið satt. Ég hafði ekki einu sinni leyfi til að hugsa svona. — En hún var óneitanlega vel að sér, sagði Christer hugsi. Þetta með jakkann og Thotmes, sem var kastað f ána hefur hún kannski getað lesið f blöðunum og það er auðvitað til f dæminu að Agneta hafi sagt henni frá þvf að þau Tommy hafi hitzt. En samt... Ef þetta var allt uppspuni og til- búningur, þá var það að minnsta kosti furðu sannfærandi. Við vorum enn að tala um Margit þegar faðir minn kom aftur. Djúpar áhyggjuhrukkur voru á enninu á honum. — Hún er alveg örvita. Eg sagði ofurst- anum allt af létta og hann varð mjög æstur, en gaf f skyn að hann hefði óttast að hún fyndi upp á

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.