Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 11 Karlakórinn Fóstbræður Kvennakór Suðurnesja Samkór Vestmannaeyja Stúdentakórinn Walton Grönroos SÖNGUR er án efa einn greini- legasti mælikvarði á menningu almennt. Söngur og mál er sprottið af sömu rót og meðferð og efnisval er sýnishorn menn- ingarlegra viðhorfa þess er syng- ur, en speglar í andsvari hlust- andans tilfinningalegan og menntunarlegan þroska hans. Þær kröfur, sem gera þarf til söngvara, ef syngja á Messías eða Botniu, eru svo ólíkar, að saman verður ekki jafnað og sem við- fangsefni eru þetta menningar- legar andstæður. Notagildið, sem markmið, leiðir oft til þess að sölumöguleiki ræður of miklu um gerð verksins. Andstætt viðhorf leiðir aftur á móti til sköpunar verks, sem er rúið öllum tengslum við mannleg umsvif, byggt á þeirri hugmynd, að listgildið eigi að vera fólgið i verkinu sjálfu og skynjun þess einstæð. Eitt af einkennum nýtilistar er skamm- lifi og sifelld endurnýjunarþörf, sem stafar oft af lítilfjörleik í gerð. Á sama tíma vinna vel gerð nýtiverk á og öðlast í fyllingu tímans viðurkenningu sem lista- verk. Þá er nýtilist mjög háð efna- hag, menntun og siðgæði og er með sama ofstæki, og oft samtim- is, hafin til skýjanna eða for- dæmd. Fyrir nokkrum árum voru karlakórar mest virtu flytjendur söngtónlistar hér á landi. Með vaxandi þekkingu á raddbeitingu, hefur söngsmekkur almennings breytzt á siðari árum og vegur blandaðra kóra vaxið mjög. Margt fleira kemur til en söngtækni, t.d. vaxandi almenn menntun á sviði tónlistar og vaknandi vitneskja um úrval listaverka frá öllum tím- um fyrir blandaða kóra. Á móti þessu kemur svo minnkandi nýsköpun verkefna fyrir karla- kóra. Þetta þýðir ekki að tími karlakóra sé liðinn, heldur að aðstæður séu aðrar í dag, val- kostir fjölbreytilegri en áður fyrr og nýsköpun verkefna fyrir karla- kóra sé að verða brýn nauðsyn. Á siðustu tónleikum Karlakórsins Fóstbræðra kvaddi sér hljóðs, sem stjórnandi, ungur og vaxandi tónlistarmaður Jónas Ingi- mundarson píanóleikari. Af þess- um tónleikum verður aðeins ráðið að hann veldur þessu verki vel og óhætt er að spá honum framtið sem kórstjóra. Herbert H. Ágústs- son tónskáld, stjórnandi Kvenna- kórs Suðurnesja, er góður tón- listarmaður og á betra skilió en að þjóna undir slíkan smekk sem kom fram á tónleikum kórsins. Lög eins og More, Yesterday, úr söngleiknum Cabaret og þau er Elísabet Erlingsdóttir söng, eru svo þvæld að aðeins afburða flutningur afsakar slíkt efnisval, Iðnskólinn verði áfram á ísafirði SEXTIU og fjórir nemendur og kennarar við Iðnskóla Isafjarðar hafa birt áskorun til bæjaryfir- valda Isafjarðarkaupstaðar vegna húsnæðisvandamála skólans, sem undirskrifendur áskorunarinnar segja ógna tilveru hans. Stóðu fyrrgreindir aðilar að kröfugöngu fyrir viku síðan, þar sem krafizt var að lausn yrði fundin á hús- næðisvandamálinu. Orsök þess vanda var talin aógerðarleysi bæjaryfirvalda, þar sem fyrir lægi umsögn húsráðenda i þá veru að ekkert væri því til fyrir- stöðu af þeirra hálfu aó leigja nægilegt húsrými undir skóla- starfsemina. Meginkrafa undir- skrifendanna er að skólinn verði áfram á Isafirði og fái tækifæri til að eflast og vaxa svo sem slíkri stofnun ber, svo og að kennarar skólans sitji við sama borð varð- andi húsnæói og aðrir kennarar við aðra skóla staðarins. „Látum ekki flytja skólann frá ísafirði“— er kjörorð undirskrif- endanna. og þó varla. Samkór Vestmanna- eyja hefur sungið vitt og breitt um Suðurland og gefið út yfirlit um hagvöxt i hljómleikahaldi kórsins, en undirrituðum til sárra leiðinda, treysti kórinn póstþjón- ustunni fyrir útburði aðgöngu- miða, sem komu til skila tveim dögum eftir að konsertinn var haldinn. Með kærri þökk. Háskólakórinn er að verða til og ungt fólk, undir góðri hand- leiðslu, velur sér viðfangsefni, sem ekki eru skráð á vinsælda- listunum, telur sig eiga erindi við góða tónlist og vandar söng sinn. Rut Magnússon hefur unnið frá- bært starf með þjálfun Háskóla- kórsins, sem söng hreint og víða mjög fallega. Kórónan á þessari söngönn, voru svo tónleikar Walton Grönroos, frá Álandseyj- um. Hann er frábær söngvari og væri skemmtilegt að fá hann til að syngja í Carmen, sem stendur til að færa upp i Þjóðleikhúsinu bráðlega. Á þeim hluta söngskrár- innar sem undirritaður hlýddi á, söng Walton Grönroos lög eftir Schubert, Schumann og Hugo Wolf, vandasöm verkefni sem gera miklar kröfur til flytjenda. Undirleik annaðist Agnes Löve pianóleikari, og er leitt til þess að vita hve ungum píanistum bjóðast fá tækifæri til að „músisera". Sjötíu sinnum iviku Sjötíu sinnum í viku hefja þotur okkar sig til flugs í áætlunarferö, samkvæmt sumaráætlun til 12 staöa í Evrópu og Bandaríkjunum. Þessi mikli ferðafjöldi þýðir þaö, að þú getur ákveðið ferð til útlanda og farið nær fyrirvaralaust. En það þarf talsvert til að þetta sé mögulegt. Það þarf traust starfsfólk og góðan flugvélakost. Við höfum hvort tveggja. Við höfum 2 Boeing og 3 DC8 þotur, og 1600 starfsmenn, marga með langa og gifturíka reynslu að baki, í þjónustu okkar, Starfsfólk okkar hefur ekki aðeins aðsetur á (slandi. 500 þeirra starfa á flugstöðvum og skrifstofum okkar í 30 stórborgum erlendis. Hlutverk þess er að greiða götu þína erlendis. Ætlir þú lengra en leiðanet okkar nær, þá er ekki þar með sagt að við sleppum alveg af þér hendinni, þá tekur ferðaþjónusta okkar við, og skipuleggur framhaldið í samvinnu við flest flugfélög heims, sem stunda reglubundið flug, og fjölda hótela. Þegar þú flýgur með vélum okkar, þar sem reyndir og þjálfaðir flugmenn halda um stjórnvölinn, og þér finnst að þú sért að ferðast á áhyggjulausan, þægi- legan og öruggan hátt, þá veistu að það er árangur af samstarfi alls starfsfólks okkar, sem á einn eða annan hátt hefur lagt hönd á plóginn til þess að svo mætti verða. FLUGFÉLAG LOFTLEIBIR /SLAXDS Sendiferðabíll Chevrolet '74 með gluggum og sætum til sölu. Til greina kemur að taka einkabíl upp í. Uppl. í síma 36806 í dag og eftir kl. 7 á kvöldin. Stangaveiðimenn Lax- og silungsveiðileyfi til sölu í dag og næstu daga kl. 5 — 7. Sími 1 5528. Söngvika Tónlist eftir JON ÁSGEIRSSON Félög með þjálfaö starfslið í þjónustu við þig

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.