Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 Vestur-íslenzk mœðgin: Sigríður og Kristján Kristjánsson - Kveðja ÁSTÆÐAN fyrir þessum siðbunu línum er sú, að mér er afar ljúft að minnast góðra vina og ekki sizt frændfólks við leiðarlok. 1 hóp hins vestur-islenzka frændgarðs af Deildartunguætt í Borgarfirði varð skarð fyrir skildi á síðast liðnu hausti er mæðginin Sigríður Kristjánsson og Kristján Kristjánsson létust með fárra daga millibili, móðirin á sjúkra- húsi í Whíte Rock, en sonurinn á sjúkrahúsi í Geralton, Ont. Varla má minna vera en þeirra sé minnzt í blaði hér heima, svo fjölmennur er garður frænda hér- lendis, er þekkti þau. Ég sem þessar línur skrifa, var svo hepp- inn að kynnast hluta frændfólks- ins er ég dvaldi Vestanhafs árið 1963. Viðkynningin var hugljúf og vináttan er traust, enda koma Vestur-Islendingar til dyranna eins og þeir eru klæddir. Áber- andi í viðkynningu er góðmennsk- an og hreinskilnin. Margvíslegar torfærur voru á vegi islenzku landnemanna, er þeir voru að nema jarðir í nýrri heimsálfu. Þrátt fyrir erfiðleika frumbýlisáranna, er ást Vestur- Islendinga til íslands sérstaklega hjartfólgin, í gegnum marga ætt- liði. Mörg stórskáld Vestur- Islendinga hafa sent íslandi hina fegurstu ættjarðaróðí. Á fjöl- mörgum sviðum sýna Vestur- Islendingar okkur hér heima ætt- jarðarelskuna í hinni fegurstu mynd. Þessa mættum við Islendingar vera minnugir jafnt stjórnvöld sem einstaklingar, að á þessu ári er þeir minnast aldarafmælis samfelldrar byggðar í Manitoba- fylki, að enginn falli úr lestinni, er hyggur á vesturför á sumri komanda, heldur fjölgi þátt- takendum. Sigríður Kristjánsson var fædd 27. febrúar 1896 í Árdalsbyggð. Eiginkona min, LAUFEY GUNNLAUGSDÓTTIR. Sóleyjargötu 12, Akranesi, sem lézt 2 mai, verður jarðsett frá Akraneskirkju, föstudaginn 9. mai kl. 14. Fyrir hönd aðstandenda. Gunnar Sigurðsson. t Hjartkær eiginkona min, móðir okkar, tengdamóðir og amma GUÐRÚN KRISTBJÖRG JÓNASDÓTTIR, verður jarðsungin frá Útskálakirkju laugardagínn 10 þ m. kl. 2 e.h. Blóm vinsamlegast afþökkuð, en þeir, sem vildu minnast hinnar látnu er vinsamlegast bent á minningarsjóð Jórunnar Guðmundsdóttur. Ijósmóður Kortin fást að Útskálum. Guðmundur Jónsson, Rafnkelsstöðum, börn, tengdabörn, og barnabörn. t Móðir okkar, stjúpmóðir, tengdamóðir og amma, MARGRÉTS. FRIÐRIKSDÓTTIR frá Reyðarfirði. til heimilis að Ásabyggð 2 Akureyri, andaðist að Fjórðungssjúkrahúsinu Akureyri 4. mai s.l. Kveðjuathöfn fer fram i Akureyrarkirkju föstudaginn 9. mai kl. 1 3.30 Jarðsungið verður frá Búðareyrarkirkju laugardaginn 10. maí kl 14 Blóm og kransar afbeðin, en þeir sem vildu minnast hennar eru beðnir að láta líknarstofnanir njóta þess. Sólveig Gunnarsdóttir, Örn Indriðason Ragnhildur Gunnarsdóttir, Ólafur H. Oddsson Fjóla Gunnarsdóttir, Pétur Valdimarsson Bóas Gunnarsson, Kristín Sigfúsdóttir Reynir Gunnarsson, Guðný Pálsdóttir Aðalheiður Gunnarsdóttir, Hallur Sigurbjörnsson Sigrún Gunnarsdóttir, GuðmundurT. Arason Una Sigriður Gunnarsdóttir Árnmar Andrésson Ingvar Gunnarsson, Dagmar Sigurðardóttir Páll Gunnarsson, Ingilaug Sigurðardóttir Hjalti Gunnarsson, Aðalheiður Vilbergsdóttir Ásgeir Gunnarsson Guðrún Hafliðadóttir Sólborg Gunnarsdóttir, Þorkell Jónsson Lára Gunnarsdóttir, Eðvald Eiriksson Jörgen Hólm og barnabörn. Foreldrar hennar voru hjónin: Jón f. 1866 d. 1953 (tók sér ættar- nafnið Borgfjörð) Magnússon hreppstjóra að Hofsstöðum í Álftaneshreppi, Mýrarsýslu, Jóns- sonar. Móðir Jóns Borgfjörð en kona Magnúsar hreppstj. var Helga Þorsteinsdóttir frá Skildinganesi Ingjaldssonar. Sigríður hét móðir Magnúsar dóttir séra Jóns á Bergsstöðum í Svartárdal, A.-Hún. Auðunssonar. Alsystir séra Jóns var Guðrún amma Gísla sagnaþuls Konráðs- sonar. Móðurbróðir Magnúsar hreppstj. var séra Auðunn, faðir Björns sýslumanns Húnvetninga Blöndals að Hvammi í Vatnsdal. Kona Jóns Borgfjörð og móðir Sigríðar var: Guðrún Eggerts- dóttir f. 1868 d. 1959. Foreldrar hennar voru hjónin Sigriður f. 1837, d. 1906, Jónsdóttir óðals- bónda i Deildartungu Jónssonar dbrm. og óðalsbónda Þorvalds- sonar, sjá nánar Mbl. 23.2. 1969, og Eggert bóndi i Fróðhúsum, siðar í Tandraseli og í Hrafna- björgum fremri i Hörðudal, sonur Jóns stúd. bónda og sýslumanns að Leirá Arnasonar. Móðir Eggerts og fyrri kona Jóns var Halla dóttir séra Jóns á Gilsbakka Jónssonar. Eggert í Fróðhúsum átti fjölda systkina, en til Ameríku fóru hann og Henrik bróðir hans. Systkini Eggerts voru þessi: Arni að Hliðarfæti, Ragnheiður húsfrú að Fossi í Vesturhópi, Halldóra húsfrú að Fiskilæk, Guðný húsfrú, Helga húsfrú í Deildartungu fyrri kona Jóns afa Guðrúnar, Jón umboðs- maður i Vik í Mýrdal, Olafur hreppstj. að Geldingaá, Jónas Eggert bóndi i Sólheimatungu og Ragnhildur húsfrú að Vilmundar- stöðum. JÓn Magnússon Borgfjörð flutt- ist frá Islandi árið 1888, og nam land vestast í Geysisbyggð. Hinn 16. desember 1889 voru gefin saman í hjónaband Guðrún og Jón Borgfjörð. Heimili sitt nefndu þau Hvanneyri. Þar hafði húsbóndinn hreinsað til, reist ibúðarhús (bjálkahús) og bjálka- fjós. Þeim hjónum varð 9 barna auðið. Magnúsína Helga, f. 11. desember 1890, ekkja Tómasar Jónassonar í Riverton, Páll Valdimar, f. 5. október 1892, bóndi að Hvanneyri ókv. bl., Eggert Júlíus, smiður í Calgary, f. 1. júlí 1894, kv. Jónínu Brands- son, Sigríður Martha, Dýrfinna, f. 7. marz 1898, látin; var búsett I Spokane, Wash. U.S.A. gift George Olson, .látinn. Árni Wilfred, f. 15. marz 1900, bóndi í Árborg, átti Björgu Friðfinns- dóttur, hún er látin, Lára Halldóra, f. 31. desember 1902, ekkjufrú i Winnipeg, átti Wilbur Thompson, Magnús, f. 9. júní, 1904, kennari í Árborg, ókv. bl. og Guðni Edward, f. 1907, búsettur í Winnipeg, kv. Jean Tackaberry. Jón Borgfjörð var alveg sérstak- ur þjóðhagasmiður, og ekki er ósennilegt að sú reynsla er hann fékk í hinu nýja heimalandi, óyrktu landi, umkringdur af náttúrunni, ósnertri af manna höndum, hafi kennt honum dýr- mætar lexíur, sem að góðum not- um komu; t.d. smiðaði Jón án nokkurrar fyrirmyndar þreskivél að fullu. Jón var maður vel gef- inn, frekar hár vexti, tigulegur á velli, sterkur og glímumaður góð- ur. Skemmtilegur í viðræðum og glaðvær í hópi vina, vinsæll. Guðrún Eggertsdóttir Borg- fjörð, bar á sér höfðinglegt yfir- bragð, framkoma og atorka minnti á kvenhetjur fornaldar, tilfinningarík, ástrík eiginkona og framúrskarandi móðir. Guðrún var stórgáfuð kona, félagslynd, meðal stofnenda Kvenfélagsins Freyja í Geysisbyggð, um árabil gjaldkeri. Stofnandi Kvenfélags- ins i Árdalssöfnuði. Hreinskilin og blátt áfram i framkomu. Tak- mörkuð var skólaganga hennar, en hún aflaði sér í skóla lifsins mikillar þekkingar á ýmsum sviðum. Yfirhöfuð lét Guðrún Borgfjörð sér ekkert óviðkom- andi, er stefndi til framfara og heilla. Framanskráð sýnir þann jarð- veg er Sigríður Martha var upp- alin i. Ættgöfgi gerir að vísu eng- an betri eða verri, en vissulega er allt sem gott er og göfugt, þess virði að því sé haldið á loft. Barnung vann Sigga fyrir sér með því að hjálpa til á heimilum í nágrenni Hvanneyrar. Þegar hún hafði aldur til leitaði hún að at- vinnu í Winnipeg. Þar kynntist hún eftirlifandi eiginmanni sínum er kom frá Is- iandi árið 1913. Þau giftust 1916. Kristján Ottó Kristjánsson frá Stapadal f. 27. október 1892. Sér- staklega vel byggður maður að þreki og kröftum, fljótvirkur en allt fer vel i höndum hans, með hreinan og fallegan svip. Systkini Ottós eru þessi: Sigríður, kona Bjarna bónda og skipstj. Asgeirssonar í Stapadal, Kristín Pálina, Guðbjörg Oktavía, f. 1885 d. 1974. Maður hennar Asgeir Kr. Matthiasson útvegsbóndi að Gimli á Bíldudal, Páll, f. 1889, bygginga- meistari á Isafirði, nú í Reykja- vík, Hjörtur, smiður á Isafirði, siðar í Rvík, látinn, Kristinn, f. 1895, d. 1921, Guðbjörg, látin, Björg, látin, Matthías Knútur, f. 1900, búsettur í Reykjavik og Gisli Guðmundur, f. 1901, d. 1920. Sigríður og Ottó settu fyrst bú i Winnipeg, en fluttust fljótlega til Winnipegosis, þar sem húsbónd- inn stundaði jöfnum höndum fiskveiðar og trésmíðar. Arið 1938 flytjast þau til Geralton í Ontario. Sjö barna varð þeim auðið og eru þau þessi: Kristján, f. 6. apríl 1917, meistari í húsateikningu, d. 24. sept. 1974, Simonía Lára, f. 9. ágúst 1918. Maður hennar er dr. Randolph G. Hoilen námufræð- ingur, þau eiga 3 börn, Jón Edwin, f. 13. nóvember 1919, tré- smiður í Geralton. Kona hans Emily Birningham. Eiga 3 börn, Gísli Harold, f. 4. janúar 1921, námufræðingur, býr i Guetamala. Giftur konu frá Honduras Sulina að nafni. Bl., Oddný Guðrún Selma, f. 13. júli 1922. Maður hennar er Herbert Brown námu- fræðingur í Eliot Lake. Ont. Eiga 3 börn, Grettir Valdimar, f. 13. september 1923, læknir í Atihok- an, Ont. Kvæntur konu af enskum ættum Elísabeth Heath hjúkrunarkonu. Eiga 3 börn og Skúli Ottó f. 15. september 1927, sérfræðingur á sviði sjónvarps frá Háskóla Torontoborgar. Kvæntur Florence Harbron lækni í Brampton, Ont. Bl. Heimili þeirra stóð í Geralton þar til fyrir nokkrum árum að þau settust að i White Rock, B. C. Hvar sem heimili þeirra var, róm- uðu allir framkvæmdarsemi, gest- risni og félagslyndi, menningar- brag allan. Sigriður var hin mesta afkastakona við hannyrðir, tónlist hafði hún ennfremur i hávegum. Af lífi og sál vann hún kvenfélagi kirkju sinnar. Vinföst og trygg. Kristján Kristjánsson andaðist eftir langvarandi veikindi á sjúkrahúsinu í Geralton 24. sept. s.l. Afkastamikill atvinnurekandi i heimaborg sinni, eftirsóttur, enda fórst honum allt snilldarvel úr hendi. TCona hans eftirlifandi er Helen Bains frá Winnipeg, en af enskum ættum. Þau áttu 4 börn. Mæðginanna Sigríðar og Kristjáns verður lengi minnzt, vegna drengskapar. Ottó Kristjánsson ber sinn þunga ást- vinamissi með sönnu íslenzku þreki, en fullviss um endurfundi ástvina handan jarðneskrar til- veru. Frændur og vinir senda Ottó og fjölskyldu hans allri dýpstu samúðarkveðjur. Helgi Vigfússon. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á þvf, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á f miðvikudagsblaði, að berast í sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hiiðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera f sendibréfs- formi eða bundnu máii. Þær þurfa að vera vélritaðar og meðgóðu iínubili. t Móðir okkar, GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR, Öldugötu 29, Hafnarfirði. verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju laugardaginn 10. maí kl 1 1 f.h. Fyrir hönd aðstandenda, Börnin. Eiginmaður minn, ÞORBJÖRN LEVÍ TEITSSON, Sporði, verður jarðsunginn frá Víðidalstungukirkju, laugardaginn 10. maíkl. 2 e.h. Þeir sem vildu minnast hins látna, láti dvalarheimilissjóð Kvennabands- ins njóta þess Friða Sigurbjörnsdóttir. t Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur samúð við andlát og útför systur okkar, SOFFlU STEFÁNSDÓTTUR HJALTALlN, Systkinin frá Grjótagötu 4, Reykjavfk. t Hugheilar þakkir fyrir samúð og vinarhug við andlát og útför sonar okkar, BORGARS GUNNARS GUÐMUNDSSONAR frá Þingeyri. Ásta Sigurðardóttir, Guðmundur Jóhannes Borgarsson. útfaraskreytlngar blómouol Groöurhusið v/Si'gtun simi 36770

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.