Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 2. DEILD NORWICH tapaði fyrir Aston Villa 1—4 I sfðasta ieiknum I ensku 2. deildar keppninni I knattspyrnu sem fram fór nýlega, I Norwich. Orslit þessa leiks breyta þó engu um það að Norwich fylgir Manchester United og Aston Villa upp I 1. deild. Hefur Norwich því aðeins haft ðrsdvöl I 2. deildinni eins og Manchest- er United, en Sunderland, sem lengi vel var I einu af forystu- sætunum I 2. deildinni situr eftir með sárt ennið. Sunderland var nálægt þvf að komast 11. deildina einnig I fyrra, en skorti þá herzlumuninn, rétt eins og nú. Markhæsti leikmaðurinn I 2. deildar keppninni I ár varð Graydon, Aston Villa, sem skoraði 28 mörk. Little, Aston Villa, skoraði 25 mörk, Channon frá Southampton skoraði 23 mörk og MacDougalI, Norwich, skoraði 22 mörk. Lokaúrslitin f 2. deildar keppninni urðu sem hér segir: Manchester Utd. 42 17 3 1 45—12 9 6 16 21—18 61 Aston Villa 42 16 4 1 47—6 9 4 8 32—26 58 Norwich City 42 14 3 4 34—17 6 10 5 24—20 53 Sunderland 42 14 6 1 41—8 8 5 7 24—27 51 Bristol City 42 14 5 2 31—10 7 3 11 16- -23 50 W.B.A. 42 13 4 4 33—15 5 5 11 21- -27 45 Blackpool 42 12 6 3 31—17 2 11 8 7—16 45 Hull City 42 12 8 1 25—10 3 6 12 15—43 44 Fulham 42 9 8 4 29—17 4 8 9 15- -22 42 Bolton Wand. 42 9 7 5 27—16 6 5 10 18—25 42 Oxford Utd. 42 14 3 4 30—19 1 9 11 11—32 42 Orient 42 8 9 4 17—16 3 11 7 11—23 42 Southampton 42 10 6 5 29—20 5 5 11 24—34 41 Notts County 42 7 11 3 34—26 5 5 11 15—33 40 York City Notthingham 42 9 7 5 28—18 5 3 13 23—37 38 Forest 42 7 7 7 24—23 5 7 9 19—32 38 Portsmouth 42 9 7 5 28—20 3 6 12 16—34 37 Oldham Atletic 42 10 7 4 28—16 0 8 13 12—32 35 Bristol Rovers 42 10 4 7 25—23 2 7 12 17—41 35 Millwall 42 8 9 4 31—19 2 3 16 13—37 32 Cardiff City 42 7 8 6 24—21 2 6 13 12-41 32 Sheffield Wed. 42 3 7 11 17—29 2 4 15 12—35 21 FERILL Aston Villa var glæsilegur í vetur. Lioio tryggoi sér sæti I 1. deild, og vann auk þess enska deildarbikarinn, en mynd þessi var tekin af þeim leik loknum og sýnir tvo af leikmönnum Villa, Chris og lan Ross með verðlaunagripinn. 15 FÉLÖG OG1093 FÉLAGAR í UMSE Mikill badminton- áhugi íSiglufirði SIGLUFJARÐARMOT í badmin- ton fór nýlega fram og var þar keppt f meistaraflokki, 1. flokki, drengjaflokki, sveinaflokki, kvennaflokki, telpnaflokki og meyjaflokki. Var mikil þátttaka í mótinu enda mikill áhugi á bad- mintoníþróttinni f Siglufirði. Helztu úrslit í mótinu urðu sem hér segir: í meistaraflokki karla sigraði Þórður Björnsson Sigurð Stein- grímsson í úrslitaleik i einliðaleik og þeir Sigurður Blöndal og Þórð- ur Björnsson sigruðu Sigurgeir Erlendsson og Sigurð Steingríms- son í úrslitaleik í tvíliðaleik. I 1. flokki sigraði Sigurður Blöndal í einliðaleik og Öli J. Blöndal og Sverrir Sveinsson i tvíliðaleik. Sigurvegari í einliðaleik í drengjaflokki varð Friðrik Arn- grímsson en í tvíliðaleik þeir Gunnar Aðalbjörnsson og Friðrik Arngrímsson. í sveinaflokki sigraði Haraldur Marteinsson í einliðaleik og Daði Arngrímsson og Haraldur Mar- teinsson i tvíliðaleik. Sigurvegari i einliðaleik kvenna varð Stella Matthíasdóttir og í tvíliðaleik þær Auður Er- iendsdóttir og Jóhanna Ingimars- dóttir. Sóley Erlendsdóttir sigraði í einliðaleik i telpnaflokki og í tví- liðaleik í þeim flokki sigruðu Lovísa Hákonardóttir og Sóley Er- lendsdóttir. Sigurvegari i einliðaleik í meyjaflokki varð Særún Jóhanns- dóttir og í tvíliðaleik þær Sigrún Jóhannsdóttir og Særún Jóhanns- dóttir. Brunkeppni í Hlíðarfjalli NÝLEGA var haldið í Hlíðarfjaili við Akureyri fyrsta brunkeppnin sem fram hefur farið hérlendis um langan aldur. A sínum tíma var sett bann við því að keppa f bruni hérlendis, — talið að að- stæður væru þannig að mikil slysahætta væri samfara slíkri keppni, en sem kunnugt er bygg- ist brunkeppni upp á þvf að kepp- endurnir fara langa braut og bratta með tiltölulega fáum hlið- um. Nú hafa hins vegar aðstæður breytzt mikið frá því að bannið liprónirl var sett á, og þá sérstaklega í skíðalandi Akureyrar. Er ætlunin að brunkeppni verði að árvissum viðburði nyrðra, og hafa Akureyr- ingar í hyggju að hafa brun sem aukagrein á næsta skíðalandsmóti sem haldið verður á Akureyri. Brunkeppnin á dögunum heppnaðist mjög vel. í karlaflokki var brautin 2300 metrar, með um 600 metra hæðarmismun. Alls voru keppendur 24 og sigraði Haukur Jóhannsson á 99,64 sek., þanníg að hann náði gifurlegum hraða i brautinni. Annar varð Theodór Sigurðsson á 103,15 sek. og þriðji varð Tómas Leifsson á 104,42 sek. Aðeins tvær konur kepptu. Margrét Vilhelmsdóttir sigraði á 125,40 sek. og Guðrún Frímanns- dóttir varð önnur á 133,83 sek. á ársþingi UMSE. Fremst á myndinni eru gestir ígsins, Gísli Halldórsson, forseti ISt, Hermann Guð- mdsson, framkvæmdastjóri ISl og Hafsteinn Þor- valdsson, formaður UMFl. hreppur á sambandsvæðinu styrkti sambandið ekki fjárhags- lega. Á þinginu fluttu þeir Sigurður Jósefsson, Vilhjálmur Björnsson, Birgir Þórðarson, Haukur Halldórsson og Sveinn Jónsson framsöguræður um þá mála- flokka sem efst eru á baugi hjá sambandinu, og lögð var fram og samþykkt yfirgripsmikil starfs- áætlun fyrir yfirstandandi ár. Er þar lögð áherzla á að undirbúa sem bezt þátttöku UMSE í lands- móti UMFÍ á Akranesi. Þá var á þinginu nokkuð rætt um landsmót UMFÍ 1978, sem UMSE hefur verið falið að sjá um, en ekki er endanlega búið að ákveða mótsstaðinn. Þingið harmaði, að ekki skyldi vera veitt framkvæmdafé til byggingu iþróttahúsa við Hrafna- gils- og Þelamerkurskóla á fjár- lögum rikisins á þessu ári og skoraði þingið á fjárveitingavald rikisins, að sjá til þess, að á næsta ári yrði veitt fé til áðurnefndra iþróttahúsa. Á þinginu voru tveir verðlauna- gripir afhentir. Sjóvábikarinn hlaut UMF Svarfdæla i annað sinn, en félagið fékk flest stig úr öllum mótum UMSE á s.l. ári, og félagsmálabikar UMSE var veitt- ur í fyrsta sinn. Bikar þessi er gjöf frá Ungmennasambandi Skagafjarðar i tilefni 50 ára af- mælis UMSE 1972. Bikarinn skal veittur árlega sem viðurkenning, þvi félagi innan UMSE er starfað hefur bezt að félagsmálum á sam- bandssvæðinu næsta ár á undan. UMP' Skriðuhrepps hlaut bikar- inn að þessu sinni, en félagið innti af hendi gott starf á s.l. ári, m.a. á sviði leiklistar. I UMSE eru nú 15 félög og innan þeirra 1093 félagsmenn. Á þessu ári gekk Skiðafélag Dalvík- ur í UMSE, en það félag var stofn- að fyrir þremur árum. i marz s.l. sameinuðust svo UMF Ársól og UMF Arroði í eitt félag og starfa nú undir nafni þess síðarnefnda. Stjórn UMSE var öll endurkjör- in, en hana skipa: Haukur Stein- dórsson formaður, Haukur Halldórsson varaformaður, Birgir Þórðarson gjaldkeri, Magnús Kristinsson ritari og Vilhjálmur Björnsson meðstjórnandi. 1 vara- stjórn eru Halldór Sigurðsson, Oddný Snorradóttir og Gylfi Páls- son. Við ramman reip að draga 54. ársþing Ungmennasam- bands Eyjafjarðar var haldið á Freyvangi 19. og 20. apríl s.l. Kom fram f skýrslu sem Þóroddur Jóhannsson, framkvæmdastjóri sambandsins, flutti á þinginu, að starfsemi þess var með bióma á stðasta ári, og mörg verkefni voru tekin fyrir. iþróttamálin bar þó hæst, bæði var komið á iþrótta- kennslu á sambandsvæðinu, efnt til móta innan þess og íþróttafólk frá UMSE var sent til móta utan héraðs. Þá voru sumarbúðir starf- ræktar, komið á tveimur félags- málanámskeiðum og staðið að samkomuhaldi I samvinnu við önnur félagasamtök, t.d. bindindismót að Hrafnagili. Birgir Þórðarson, gjaldkeri UMSE, skýrði reikninga sam- bandsins, en niðurstöðutölur þeirra voru 1,4 milljónir króna. Kom fram, að sveitarstjórnir höfðu styrkt UMSE mjög myndar- lega á s.l. ári, og aðeins einn Grikkland, Albanía og Luxem- burg. Verður fyrsti leikur Islend- inganna við Pólverja, sem að margra áliti eiga nú eitt bezta körfuknattleikslandslið í Evrópu. Hið sama er að segja um lið Sví- þjóðar og Grikkland, þau standa mjög framarlega. Lítið er vitað um lið Albaníu, og ef að líkum lætur ætti leikurinn við Luxem- burgara að verða jafn og þar ugg- laust nokkrir sigurmöguleikar. Leikið verður i Wolfenbuttel, skammt frá Hannover, og fara allir leikir íslenzka liðsins fram fyrir hádegi, nema sá fyrsti sem hefst kl. 17.30 að staðartima. Er þetta einnig okkar mönnum i óhag — í landi áhugamennskunn- ar er það harla fátitt að kappleik- ir geti farið fram á öðrum tima en á kvöldin og um heigar. Kristinn Jörundsson verður fyrirliði landsliðsins í körfuknatt- leik sem leikur á EM í V- Þýzkalandi. Við spurðum hann hvernig honum Iitist á þá keppni og liðið okkar í dag. — Ég er nokkuð bjartsýnn, að vísu er þetta ekki alveg okkar sterkasta lið, en þó það sterkasta sem hægt var að velja úr hópi þeirra sem valið var úr. Liðið hef- ur einbeitt sér að þeim leikaðferð- um sem það hefur leikið í fyrri leikjum í vetur, og liðið er að ná góðu valdi á þeim ,,kerfum“. Við vitum að mótherjarnir verða mjög sterkir, og þótt við höfum orðið fyrir áföllum hvað mannskap snertir örvæntum við ekki. Við munum berjast eins og við getum i hverjum leik, meira er ekki hægt að fara fram á. JÓN JÖRUNDSSON Tveir nýliðar verða i ísl. liðinu, og annar þeirra er Jón Jörunds- son úr ÍR, en hann er einmitt bróðir Kristins. Við spurðum hann um hvernig honum litist á verkefnið. — Undirbúningur liðsins fyrir þessa ferð hefur verió mjög góð- ur, æfingarnar góðar og skemmti- legar og góður andi í hópnum. Fjarvera Kolbeins Jónssons og Þorsteins veikir liðið að sjálf- sögðu eitthvað, en þeir sem koma í þeirra stað gera sitt besta. Ég er að sjálfsögðu mjög ánægður með að hafa verið valinn i landsliðið, og við förum i hvern leik með því hugarfari að sigra. JÓN BJÖRGVINSSON Hinn nýliðinn er Jón Björgvins- son úr Ármanni, leikmaður sem hefur sýnt miklar framfarir í vet- ur. — Það er auðvitað ekki hægt að vera með neína bjartsýni þegar við göngum til leiks gegn þjóðum eins og Póllandi og Grikklandi, en það þýðir heldur ekki neitt að vera að barma sér fyrirfram. Við tökum bara hvern leik fyrir sig, gerum okkar besta í hverjum þeirra, og ef liðið smellur saman þá er ég ekkert hræddur. Það er mjög ánægjulegt fyrir mig að vera valinn í þessa ferð, og ég vona að ég standi undir því sem af mér er ætlast. Islenzka körfuknattleikslands- Iiðið heldurtil Vestur-Þýzkalands á mánudaginn, en þar mun það taka þátt i Evrópubikarkeppni landsliða í körfuknattleik, sem fram fer dagana 12.—17. maí n.k. Verður þar ugglaust við ramman reip að draga, þar sem mótherjar okkar verða Pólland, Svíþjóð, Haukur Jóhannssun — nárti um 90 km. hrada f brunbrautinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.