Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975
Til að afla f jár verða félagar f Tý með flugdrekasölu í dag.
Týsmenn aðstoða fjölfötluð börn
haldinn var f Kjarvalshúsinu á
Seltjarnarnesi f gær, kom fram,
að þar er nú rekiö dagheimili
og skóli fyrir 21 barn, en starfs-
líð er 12 manns. Stofnunin hef-
ur starfað á þessum stað frá því
i október 1974, en áður var vísir
að slíkri stofnun í Bjarkarhlíð
við Bústaðaveg.
Forstöðukona dagheimilisins
er Rannveig Löve, en í stjórn
stofnunarinnar sem er skipuð
af menntamálaráðuneytinu,
eru: Þorsteinn Sigurðsson
kennari, Sævar Halldórsson
barnalæknir og Haukur Þórðar-
son orkulæknir.
Þá kom fram, að félagar í Tý
hafa unnið samtals 50 dagsverk
við lóð stofnunarinnar og munu
þeir ljúka þeirri framkvæmd
um helgina, en áður en þeir
hófu lóðaframkvæmdirnar, var
ástand í kringum húsið hörmu-
legt.
Börnin fóru strax að notatækin,
sem voru afhent f gær. Ljósm.
Mbl.: Emilfa.
Lionsklúbburinn Týr afhenti f
gær Dagheimili og skóla fjöl-
fatlaðra barna á Seltjarnarnesi
2 göngugrindur og styrktarstól
að gjöf. Ennfremur nokkrar
faghandbækur og um leið var
tilkynnt að Önnu Þórarinsdótt-
ur sjúkraþjálfara hefði verið
veittur styrkur til8vikna nám
skeiðs f Bretlandi. Til að standa
straum af þessum kostnaði eru
Týs menn með flugdrekasölu í
dag f Reykjavfk og rennur allur
ágóði af sölunni til þessara
mála.
A blaðamannafundi, sem
Mjög gott atvinnu-
ástand á ísafirði
SAMKVÆMT upplýsingum Sig-
urðar Grfmssonar, fréttaritara
Mbl. á tsafirði, er atvinnuástand
þar gott, næg atvinna og útlit fyr-
ir að svo verði. Sigurður sagði að
samkvæmt upplýsingum Péturs
Sigurðssonar hjá Verkalýðsfélag-
inu Baldri, væri enginn á at-
vinnuleysisskrá á lsafirði, en frá
tsafirði og Hnífsdal eru gerðir út
4 skuttogarar og ailmargir hand-
færabátar.
Erfitt hefur verið að taka á móti
öllum þeim fiski, sem borizt hefur
á land á Isafirði, og samkvæmt
upplýsingum Ishúsfélags ísfirð-
inga er heldur meira framboð á
rosknum konum til vinnu nú en
endranær á þessum árstíma.
Skýringin mun vera sú, að rækju-
veiðinni lauk fyrr en venjulega og
konurnar, sem unnið hafa við
rækjuvinnslu, hafa því haldið
áfram að vinna. Utlit er fyrir
næga vinnu fyrir skólafólk vestra
i sumar.
Astralskar stúlkur hafa verið
við vinnu hjá Hraðfrystihúsinu á
Hnífsdal, svo og nýsjálenzkar
stúlkur. Hafa þær verið hérlendis
í um það bil eitt ár, en eru nú á
förum heim. Ein stúlknanna mun
þó ekki á heimleið, þar sem hún
hefur fest ráð sitt vestra.
Fyrirlestur um
lífríki Mývatns
PÉTUR M. Jónasson vatnallf-
fræðingur heldur fyrirlestur í
Norræna húsinu föstudaginn 9.
þessa mánaðar klukkan 20.30.
Fyrirlesturinn nefnist „Lífríki
Mývatns og sérkenni þess“.
_ Ór. Pétur M. Jónasson er kennari f vatna-
líffræði við Hafnarháskóla. Hann er Reyk-
vfkingur, fæddur 1920, en hefur dvalizt I
Kaupmannahöfn frá 1939. Hann varði
doktorsritgerð sfna við Hafnarháskóla 1972,
og fjallaði þar um botndýr í Esromvatni á
Sjálandi. Iðnaðarráðunev tið fól Pétri M.
Jónassyni, Jóni Olafssyni haffræðingi og
fleirum að gera líffræðilegar athuganir á
Mývatni og Laxá, og hafa þær rannsóknir
staðið undanfarin 4 ár. f vor verður byrjað á
svipuðum rannsóknum á Þingvallavatni.
Hópur sérfræðinga tekur þátt í þeim rann-
sóknum, og veitir Pétur þeim forstöðu.
Nemendur að verki í Myndlista- og handíðaskóla íslands.
r
Gestaboð hjá
Skagfírðingum
SKAGFIRÐINGAFÉLAGIÐ og
kvennadeild þess standa fyrir
gestaboði I Lindarbæ í dag, upp-
stigningardag, klukkan 14.30.
Þangað eru allir eldri Skagfirð-
ingar velkomnir. Guðrún Sig-
urðardóttir flytur erindi og Guð-
rún Tómasdóttir syngur einsöng.
Undirleikari er Ölafur Vignir
Albertsson. Og að venju verður
glæsilegt veizluborð. Gestir verða
aðstoðaðir við að komast að og frá
boðinu eftir þörfum.
SKOLI AÐ
Á MORGUN verður opnuð sýning
Myndlista- og handiðaskóla ts-
lands, Skipholti 1, og nefnist
sýningin „Skóli að starfi.“
Sýnd verða verk nemenda, en
jafnframt verður starfsemi
skólans kynnt, og verða nemend-
ur og kennarar við störf I vinnu-
stofum meðan sýningin stendur.
Myndlista- og handiðaskólinn
hefur nú starfað i 35 ár. Undan-
farið hefur starfsemin tekið mikl-
um breytingum. Nemendur I dag-
deild hafa verið 120 i vetur, en
námskeið á vegum skólans hafa
1 DAG, 8. maí, verður samkomuhús votta Jehóva
við Sogaveg formlega vigt. Söfnuðurinn hefur
að vfsu notað salinn frá þvf í janúar 1974, en
byggingunni er nú fyrst endanlega lokið.
Milton G. Henschel, sem á sæti f stjórn biblfu-
félagsins Varðturnsins, var væntanlegur hingað
til lands f gær, og flytur hann vígsluræðuna.
Söfnuðurinn hófst handa um bygginguna 1972
og er hún að miklu feyti reist í sjálfboðaliðs-
vinnu. Auk samkomusalarins eru f húsinu tvær
minni kennslustofur, skrifstofa Varðturnsfé-
lagsins og heimili fyrir samtals 8 trúboða.
Sýning Harðar Agústssonar
opnuð í Norræna húsinu
HÖRÐUR Ágústsson opnar sýn-
ingu á verkum sínum í kjaliara
Norræna hússins í dag. A sýn-
ingunni eru 27 myndir. Sýning-
unni hefur Hörður skipt í átta
„áfanga'*. Myndirnar eru frá ýms-
um tímum, en flestar nýjar. Marg-
ar þeirra eru unnar á löngu tima-
bili.
Þetta er í átjánda sinn, sem
Hörður heldur sýningu á verkum
sinum. Hann stundaði nám við
Myndlista- og handiðaskóla Is-
lands, Fagurlistaskólann i
Kaupmannahöfn og Académie de
la Grande Chaumiére i París.
Hann var kennari við Myndlista-
skólann í Reykjavík 1953—1959,
kennari við Myndlista- og hand-
iðaskólann 1960—68 og siðan
skólastjóri þar.
Sýning Harðar verður opin til
18. maí kl. 2—10 daglega.
Hörður Agústsson við eitt
listaverkanna á sýningunni,
„Fagnaðarerindi".
STARFI
um 560 manns sótt. Kennarar við
skólann eru 40 talsins.
Undanfarin ár hafa um 40
nemendur verió teknir inn i
skóiann en það er aðeins um
helmingur þeirra, sem þreytt
hafa inntökupróf. Þetta er veru-
leg fjölgun frá því sem verið
hefur, og næsta ár er gert ráð
fyrir að 150—60 nemendur stundi
nám við skólann.
Gísli B. Björnsson skólastjóri
sagði á fundi með fréttamönnum
að mikið væri um það, að nemend-
ur færu i framhaldsnám erlendis
eftir lokapróf i skólanum, en
námið tekur fjögur ár. Fyrstu tvö
árin stunda nemendur nám í
sameiginlegri undirbúningsdeild,
en velja sér síðan deildir, og er
kennaradeild skólans fjöl-
mennust.
Gísli sagði, að meðalaldur
þeirra, sem hæfu nám i skólanum
væri 21 ár, en meðalaldur
nemenda væri hins vegar 23—24
ár. Hann sagði, að það hefði færzt
í vöxt að fólk úr ýmsum starfs-
greinum þjóðfélagsins hæfi nám i
skólanum, og væri um þriðjungur
nemendanna fjölskyldufólk. Gisli
sagði ennfremur, að enda þótt
skólinn hefði til umráða nægilegt
húsrými, þá vantaði mikið á að
það fullnægði þörfum skólastarfs-
ins. Húsið í Skipholti hefði upp-
haflega verið ætlað sem skrif-
stofuhús, og hentaði það illa sem
skólahúsnæði.
Sýningin í Myndlista- og
handiðaskólanum verður aðeins
opin i þrjá daga, — föstudag,
laugardag og sunnudag. Á morg-
un verður sýningin opin kl.
16—22, en um helgina verður op-
ið kl. 14—22. Kaffistofa skólans
verður opin meðan á sýningunni
stendur.