Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 Aðstoðarlæknir Staða aðstoðarlæknis við Endurhæfingadeild Borgarspitalans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júlí n.k. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavikur við Reykjavik- urborg. Umsóknum, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar fyrir 1. júni n.k. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir Grensásdeildar dr. med. Ásgeir B. Ellertsson. Reykjavik, 5. maí 1975. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavikurborgar. fp Sérfræðingur Staða sérfræðings i orkulækningum við Endurhæfingadeild Borgarspit- alans er laus til umsóknar. Staðan veitist frá 1. júli eða eftir nánara samkomulagi. Laun samkvæmt kjarasamningi Læknafélags Reykjavikur við Reykjavik- urborg. Umsóknum, ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist Stjórn sjúkdrastofnana Reykjavikurborgar fyrir 1. júni n.k. Upplýsingar um stöðuna veitir yfirlæknir Grensásdeildar. dr. med. Ásgeirs B. Ellertsson. Reykjavik 5. mai 1975. Stjórn sjúkrastofnana Reykjavíkurborgar. Karatefélag Reykjavíkur Getum bætt við okkur nýjum nemendum á byrjendanámskeið. Innritun fer fram i kvöld og næstu kvöld milli klukkan 7 og 1 0 e.h. að Ármúla 28. 2. hæð. Nánari upplýsingar í sima 35025. Auglýsing um breytingu á auglýsingu nr. 145 frá 30. apríl 1975 um niðurfellingu söluskatts af nokkrum tegundum matvöru. Við lista yfir vörur, sem felldur er niður söluskattur af frá og með 1. maí 1975, bætist eftirfarandi: Tollskrárnr.: Vöruheiti: 21.02.10 Kaffiextraktar, kaffikjarnar, kaffiseyði, og vörur úr þessum efnum. 21.02.20. Extraktar, kjarnar og seyði úr tei eða mate og vörur úr þessum efnum. Fjármálaráðuneytið 5. mai 1975. opnum við útibú að Arnarbakka 2. Útibúið mun annast alla almenna bankaþjónustu. Breiðholtsbúar! Útibúinu að Arnarbakka er sérstaklega ætlað að þjóna yður. Kynnið yður það hagræði sem þér getið haft af því. Útibú Arnarbakka 2, Breiðholti, Sími 74600 Opið kl. 9.30-12, 13-16, 17-18.30. — Hernaðar- aðstaða Framhald af bls. 7. ig frð Barentshafi. Þessi norska olia ætti að geta styrkt Vestur- Evrópuríkin gegn pólitískum og efnahagslegum þvingunum en þar með verður vinnslusvæðið lika enn mikilvægara hernaðarlega séð og átakahætturnar aukast. Löfgren bendir á eitt og annað, sem gerzt gæti i millirikja sam- skiptum og haft áhrif á stöðu Norðmanna. Til dæmis hugsar hann sér þann möguleika, að Sovétrikjunum og Arabaríkjunum væri akkur i að olíuframleiðsla Norðmanna minnkaði — sem gæti leitt til þvingunaraðgerða af þeirra hðlfu og hugsanlegra skemmdarverka á oliuvinnslu- stöðvunum. Á hinn bóginn væri einnig hugsanlegt, að bandalags- riki Norðmanna beittu þá þvingun- um, ef þeir neituðu að haga hraða oliuvinnslunnar I samræmi við óskir þeirra og þarfir. Niðurstaðan er alla vega sú, að með tilkomu oliunnar hefur verð- gildi Noregs sem aðila að Atlants- hafsbandalaginu aukist verulega og jafnframt hefur Noregur orðið hugsanlegum árásaraðila eftir- sóknarverðara skotmark. Hafi Norðmenn átt þess fáa kosti að standa utan við hugsanleg átök I Evrópu má það nu heita næsta útilokað, ályktar Löfgren og hann telur Norðmenn eiga þann kost vænstan að tengjast NATO og Vestur-Evrópu enn fastari böndum en fyrr, þannig að Sovétmenn geri sér engar vonir um, að NATO-rikin snúi baki við þeim, komi til alvar- legra átaka. Eftir þvl sem fréttamenn I Moskvu segja er þetta einmitt áhyggjuefni Sovétmanna og ein aðal ástæðan fyrir vaxandi áhuga þeirra um þessar mundir á auknu samstarfi við Norðurlönd. Að sögn fréttamanna er það skoðun sovézkra yfirvalda, að At- lantshafsbandalagið megi ekki fá neitt tækifæri til að efla hernaðar- viðbúnað sinn og styrk á Norður- sjó og oliuvinnslan við Noreg megi ekki undir neinum kringumstæð- um skerða siglingafrelsi þar um slóðir. Leggja Sovétmenn alla áherzlu á, að tryggja verði rétt þeirra til þess að koma íshafs- flotanum suður á Atlantshaf. Þeir hafa ráðizt harðlega gegn skrifum i Noregi um þessi mál og önnur, er varða hernaðarlega stöðu Noregs. Sérstaklega hafa þeim gramizt, að því er virðist, hugmyndirnar um, að Noregur, Oanmörk, Vestur- Þýzkaland, Bretland og Holland, annist varnir oliustöðvanna i sam- einingu. Segja Sovétmenn það ekkert annað en gömlu hug- myndimar um að NATO annist varnir oliuvinnslustöðvanna, að- eins i dálitið breyttum umbúðum. Þess má geta, að Norðmenn eru þess sjálfir ekki fýsandi, að NATO annist þessar varnir, vegna þess hve málið er viðkvæmt, m.a. lýsti Guttorm Hansen, forseti norska stórþingsins, þvi yfir ekki alls fyrir löngu, að það gæti orðið til að auka ófriðarhættuna á norðurslóð- um að tengja NATO við varnir oliustöðvanna. Vandamálið er þvi erfitt viður- eignar — og að þvi er norrænir sendimenn í Moskvu segja er olian mál málanna í samskiptum Sovétrikjanna og Norðurlanda. Er það mat þeirra, að i Moskvu hverfi önnur ágreiningsmál varðandi samskiptin við Norðurlönd alger- lega I skugga olíuvarnanna við Noregsstrendur, sovézkir ráða- menn hafi t.d. reynt að gera sem minnst úr umræðunum um Viggen-vélarnar og hlutleysis- stefnu Svia. svo og umræðunum, sem spruttu af yfiriýsingu Kalevi Sorsa, forsætisráðherra Finn- lands, á þingi Norðurlandaráðs F Reykjavik þess efnis, að timabært væri að taka á ný til umfjöllunar hugmyndir Uhros Kekkonens um kjarnorkuvopnalaust svæði á Norðurlöndum — en þeirra verður nánar getið i næstu grein.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.