Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 5 Miðnœturskemmtun í Háskólabíói: ANNAÐ kvöld verður miðnætur- skemmtun í Háskólabíói og renn- ur allur ágóði af henni í slysasjóð, en tilgangur sjóðsins er að styrkja þá landsmenn, sem orðið hafa fyrir slysum eða eiga í erfið- leikum vegna slysa, aðstandendur þeirra eða fyrirvinnu. Leikarar og félagar í Sinfóníu- hljómsveit Islands stofnuðu þenn- an sjóð árið 1973, en það ár var óvenju mikið slysaár hér á landi. Sjóðurinn er i vörzlu Slysavarna- félags Islands og fór úthlutun úr honum fram í fyrra í fyrsta skipti. Fjár i sjóðinn hefur verið aflað Bessi „debúterar" með Sinfóniunni annað kvöld. Bessi leikur einleik með Sinfóníunni með skemmtun, sem haldin er sem næst lokadeginum, en einnig hafa sjóðnum borizt gjafir og áheit. Skemmtidagskrá Ieikara og sin- fóníumanna er fjölbreytt mjög enda tekur fjöldi manns þátt i flutningnum. Meðal atriða má Orgeltónleikar í Dómkirkjunni BANDARlSKUR organleikari, próf. Delbert D. Disselhorst frá Iowaháskóla, heldur orgeltón- leika I Dómkirkjunni í dag, upp- stigningardag klukkan 20.30. Disselhorst hefur farið víða um heiminn og haldið tónleika. Á tónleikunum í kvöld leikur próf. Disselhorst meðal annars Preludiu og fúgu í A-dúr og Tocc- ötu og fúgu í F-dúr eftir Bach, „Mein junges Leben hat ein End“ eftir Sweelinck ásamt verkum eft- ir bandaríska höfunda svo sem Samuel Barber. Próf. Disselhorst kemur hér við á leið sinni i tónleikaferð til Ev- rópu. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis, en tekið verður á móti framlögum upp í kostnað við út- göngudyr. nefna einsöng Sigriðar E. Magnúsdóttur, fjórar nýuppgötv- aðar ballerinur leika listir sinar, Gisli Halldórsson, Árni Tryggva- son og Róbert Arnfinnsson skemmta, sýndir verða tveir leik- þættir, kvartett Leikfélags Reykjavíkur syngur, einnig 14 Fóstbræður, Islenzki dansflokk- urinn, en það atriði, sem teljast má einna forvitnilegast er sá mikli listaviðburður, að Bessi Bjarnason leikur einleik með Sinfóníuhljómsveit Islands. Þetta er frumraun Bessa, en hvert ein- leikshljóðfærið er verður ekki af- hjúpað fyrr en á skemmtuninni. Skemmtuninni lýkur með þvi, að Karlakórinn Fóstbræður og sinfóniuhljómsveitin flytja tvo kóra úr Þrymskviðu Jóns Asgeirs- sonar, og stjórnar höfundurinn flutningnum. Kynnir á skemmtuninni verður Arni Tryggvason, en allir þeir, sem koma fram á skemmtuninni gera það án endurgjalds, þannig að ágóðinn rennur óskiptur í slysasjóðinn. FIMMTUDAGINN 8. maí (upp- stigningardag) sýnir leiklistar- skóli S.Á.L. (samtök áhugamanna um leiklistarnám) skemmtunar- leik í Breiðholtsskóla sem heitir HVAÐ ER I KOKINU A HVALN- UM. Skemmtun þessi er fyrir börn og fullorðna og verða sýn- ingar klukkan 2 og 4. Þau sýndu þennan leik tvisvar á sumar- daginn fyrsta í Austurbæjarblói við góðar undirtektir áhorfenda. Sýningu þessa hafa nemendur 2. bekkjar SÁL unnið i hópvinnu á skólatíma undanfarinn mánuð uppúr ævintýri eftir Kipling, Aðgöngumiðar fást i Háskóla- biói og bókabúðum Lárusar Blöndals, en hver miði kostar kr. 750.—. Tónleikar í Hamrahlíð TÓNLEIKAR Tónlistarskólans í Reykjavik verða á uppstigningar- dag 8. maí kl. 4 i Menntaskólanum við Hamrahlíð. Flutt verða lög fyrir söngvara og ásláttarhljóð- færi eftir Carl Orff úr verkinu „Tónlist fyrir börn“. Nemendur úr Tónmenntarkennaradeild stjórna kór Tónlistarskólans, sem syngur þýsk þjóðlög i útsetningu Ernst Pepping. Ljóðin þýddi Þor- steinn Valdimarsson skáld. Einnig koma fram hljóðfæra- leikararnir Júliana Kjartansdótt- ir, Vilhelmína Olafsdóttir og Kol- brún Oskarsdóttir. Velunnarar skólans eru velkomnir á tón- leikana. síberisku ævintýri, spuna og lát- bragðsæfingum o.s.frv. Ólafur Haukur Símonarson samdi lög og texta, sem sungnir eru og nemendur úr Tónlistarskólanum Ieika undir á hljóðfæri. Gylfi Gíslason myndlistarmaður leið- beindi við gerð leiktjalda, sem eru hin nýstárlegustu. Umsjón með ritun og uppsetningu hafði Sigurður Pálsson, kennari við skólann, ásamt Hilde Helgason og Kuregei Alexandra Jónsson, sem einnig kenna við skólann. Nemendur bekkjarins eru 10 og leika sumir fleiri en eina persónu. r SAL sýnir „Hvað er í kokinu á hvalnum” Hjálpræðisherinn á íslandi 80 ára HINN 12. maí 1895 hóf Hjálpræð- isherinn starfsferil sinn hér á landi. Hann var stofnaður af Will- iam og Catherine Booth í fátækra- hverfum í East-London 1865. Þegar Herinn byrjaði hér, átti hann við ýmsan vanda að etja. Enda þött hannmættistrax rikum skilningi og samúð margra ágæt- ustu manna þjóðarinnar, sem enn er tilfellið, þá voru þeir jafnframt margir, sem heldur reyndu að gera honum erfitt fyrir en að greiða fyrir honum eða starfi hans á nokkurn hátt. Áðurnefndra tímamóta minnist Herinn nú með fjögurra daga hátíðahöldum. Aðalstöóvarnar í Noregi hafa sent hingað sem fulltrúa sinn og stjórnanda hátíðarhaldanna, majór Guðfinnu Jóhannesdóttur, sem gegnir þýðingarmiklu starfi við foringja- skólann í Osló. Majórinn er fædd og uppalin í Hafnarfirði. Hún var barnung þegar hún hóf að starfa með Hernum, og hefur nú um langt skeið gegnt margvíslegum ábyrgðarstörfum innan vébanda hans, þar á meóal deildarstjóra- starfinu á Islandi og Færeyjum. Sérstökum fögnuði veldur þaó öllum hér á landi, sem hlut eiga að máli, að frá frændþjóðinni í Færeyjum koma hvorki meira né minna en 24 gestir, hermenn og heimilasambandssystur. Þennan alúðar-vináttuvott meta foringjar og hermenn hér mikils. Einnig koma gestir frá Akureyri og Isa- firði. Hátíðin hefst á uppstign- ingardag meðfagnaðarsamkomu/ sal Hersins. Á föstudaginn er svo samkvæmi fyrir hermenn og heimilasarnbandssystur. A laugardaginn þ. 10. maí ná hátiða- höldin hámarki í aðal- hátiðarsamkomunni sem fram fer í Dómkirkjunni kl. 20.30. Þar verða forsetahjónin viðstödd ásamt biskupi Islands, sem flytur ávarp. Borgarstjórinn mun einnig flytja ávarp og dómprófasturinn. Mikið verður um söng og hljóð- færaleik. Öllum er heimill inngangur. Á/sunnudaginn eru samkomur kl. 10.30 og 20.30. A mánudeginum er svo heimilasam- bandsmót, sem lýkur með almennri samkomu um kvöldið. (Frá Hjálpræðishernum). KÁPUR MIKIÐ ÚRVAL FÖT M/VEST! Stórglæsilegt efnisúrval. Nýtt snið. KJÓLAR — PILS STAKIR FLAUELSJAKKAR HERRAPEYSUR DÖMUPEYSUR BOLIR OG BLÚSSUR MJÖG FJÖLBREYTT ÚRVAL RÚLLUKRAGA-KREPBOLIR RÚLLUKRAGAPEYSUR LEÐURBELTI MIKIÐ ÚRVAL | LÉTTIR HERRASPORTJAKKAR DÖMU-SPORTJAKKAR HERRAFLAUELSFÖT O FÍNFLAUELSBUXUR Margir fattegir litir UFO GALLABUXUR NÝ STÓR PLÖTUSENDING O.M.FL. TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS KARNABÆR AUSTURSTRÆTI22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.