Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 08.05.1975, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 8. MAl 1975 Jafntefli VESTUR-þýzka liðið Borussia Mönchenglabach og hollenzka liðið FC Twente gerðu jafntefli 0—0 I fyrri úrslitaleik sínum um UEFA-bikarinn f knattspyrnu I gærkvöldi, en leikur þessi fór fram á heimavelli Borussia. Seinni leikur Iiðanna verður I Hollandi 21. maí. — Hef góða von Framhald af bls. 2 langvarandi óánægja með fram- kvæmd reglugerðar um Kennara- háskólann. Þar segir, að nemend- um sé skylt að sækja minnst 80% kennslustunda að meðaltali og í engri grein minna en 50% á hverju misseri að öðrum kosti fái þeir ekki að taka próf. Þessu hafi ekki verið beitt í reynd og því hafi skólastjórnin óbeint stuðlað að virðingarleysi við ákvæði þess- arar greinar enda séu mjög marg- ir nemendur fyrir neðan bæði mörkin, enda sé 80% mætinga- skyldan óraunhæf að mati nem- enda og samrýmist ekki kröfum sem gera verður til náms á há- skólastigi. Síðan segir orðrétt í tilkynningu nemenda: „í desember 1974 kvisaðist út meðal nemenda, að nú ætti i fyrsta sinn að beita 22. gr. reglu- gerðar og ef til vill að visa nokkr- um nemendum frá janúarprófi. Nemendur fóru þess á leit við skólastjórn, að ekki yrði tekið strangt á tölulegum upplýsingum um mætingu nemenda, þar sem nemendum hafi ekki verið gert ljóst i upphafi skólaársins að nú skyidi reglugerðarákvæðinu beitt. Jafnframt kröfðust nem- endur þess, að skólastjórn íhug- aði vandlega orsakir lélegra mæt- inga. Viðbrögð skólastjórnar voru þau, að menntamálaráðuneytinu voru send tilmæli um að veita undanþágu frá 22. gr. reglugerðar um K.H.Í. og nemendur sem ekki höfðu náð tilskilinni tímasókn fengju að ganga undir janúarpróf 1975. Jafnframt var tekið fram að skólastjórn mundi ekki mæla með slíkri almennri undanþágu í ann- að sinn. Svar Menntamálaráðuneytisins var á þá leið, að undanþágan væri veitt, en jafnframt lögð áhersla á, að framvegis yrði fylgst með mæt- ingum nemenda og tryggð eðlileg framkvæmd reglugerðar. Við teljum, að skólastjórn, sé ekki stætt á þvi nú að beita ákv. 22. gr. reglugerðar og visa nem- endum frá prófi, vegna þess að: 1. Skólastjórn virðir aö vettugi ákvæði um 50% lágmarksmæt- ingu i hverri grein og beitir auk þess ákvæði 22. gr. aðeins gegn hluta nemenda, sem i raun hafa gerst brotlegir við 80% heildar- mörkin. 2. Skólastjórn hefur með ofan- greindu brotið i bága við tilmæli Menntamálaráðuneytis um að „fylgst verði með mætingum nem- enda og tryggð eðlileg fram- kvæmd reglugerðar". 3. Ekki verður séð, að 16. gr. reglugerðarinnar heimili að víkja 50% reglunni til hliðar i heild sinni og 80% mörkunum að hluta, heldur er hér um tiltölulega þrönga heimild rektors og við- komandi kennara að ræða. Það er skoðun okkar, að sveigj- anleiki í beitingu reglugerða um skóla sé óumflýjanlegur með til- liti til sérþarfa nemenda, en sveigjanleikinn má ekki verða á þann veg, að slegið sé af kröfum til nemenda og skólinn risi ekki undir hlutverki sínu.“ — Útgerðarmenn Framhald af bls. 40 hásetar, matsveinar og netamenn, hafa hærra hlutfall af sínum launum í föstu kaupi heldur en yfirmennirnir. Er þessi mynd því talsvert skekkt miðað við það sem til var stofnað og er á bátaflot- anum, þannig að yfirmenn á stóru togurunum hafa hlutfallslega hærri laun heldur en á bátaflot- anum. Er þar talsvert ósamræmi á milli og er launamismunur mun meiri á stóru togurunum. Á togaraflotanum eru t.d. lif- eyrissjóðsgreiðslur miðað við brúttólaun, en á bátaflotanum er lífeyrissjóðsgreiðslum háttað þannig að samið er um fasta ákveðna upphæð, sem er mjög nærri þvi að vera kauptryggingin. Borga því bæði sjómennirnir og útgerðarmennirnir á minni togur- unum minna í lífeyrissjóði en þeir sem standa að stóru togur- unum. Munar þar talsverðum fjárhæðum og t.d. frá útgerðar- innar hálfu getur þar munað á aðra milljón króna á einu skipi. Allir áhafnarmenn stóru togaranna hafa frítt fæði, en á minni togurunum fá þeir ákveðna fæðispeninga, sem greiddir eru úr áhafnardeild Aflatrygginga- sjóðs og innheimtir með út- flutningsgjaldi. Bera skipverjar síðan ábyrgð á fæðiskostnaði sín- um og fá fæðispeningana hvort sem þeir eru hærri eða lægri en fæðiskostnaðurinn. Skapar þetta aðhald við fæðiskostnað. Þá er þess að geta að á stærri togurunum eru greiðslur fyrir frí- daga verulega miklar. Þetta er ekki til á bátaflotanum, þar sem skipshöfnin á hlut úr öllum afla. Vinnutiminn á minni togurun- um er umsaminn 6 klukkustunda vinna og 6 klukkustunda hvíld — 12 klukkustunda vinna og 12 klukkustunda frí í sólarhring. Er þetta þannig einnig á stóru togurunum, en vegna þess hve hlutur af afia er miklu meiri á minni skipunum, þá er, þegar aflasæld er, mikill vilji meðal mannanna til þess að vinna frí- vakt, þar sem þeir bera þá hlut- fallslega meira úr býtum af þeim afla sem gefst. Er þvi kerfi báta- kjarasamninganna alit meira hvetjandi en hitt og gefur al- mennt meiri laun i dag. Aflaverðmæti stóru og minni togaranna er álika, en vegna þess aó á stóru togurunum eru 24 i skipshöfn, en ekki nema 15 til 16 á hinum minni, bera þeir meira úr býtum, sem eru á minni togurunum. Þrátt fyrir þetta er hlutfall útgerðarinnar í greiðslu launakostnaðar mun hærra á stóru togurunum. Mun það vera ástæðan fyrir því að útgerðar- menn hafa nú boðið sams konar samninga á stóru togurunum og gilda á þeim minni. Jón Sigurðsson, formaður Sjómannasambands Islands sagði í gærkveldi, að m.a. væru það vökulögin og ótti við að þau verði ekki virt, sem gerði það að verk- um að sjómenn höfnuðu tilboð- inu. Sagði Jón, að það væri reynslan að menn væru yfirleitt ragari við að brjóta lög en samningsákvæði. — Rækja Framhald af bls. 40 var að mestu fenginn i tveimur hölum. Það skal skýrt tekið fram, að aðeins tveir þorskar voru í aflanum, hitt var allt saman rækja. Verður þetta að teljast ein- dæma afli. Rækjan er mjög stór og falleg og hef ég ekki séð hana stærri. — Matthfas. — Grundvallar- texti Framhald af bls. 40 grundvallartextanum og geta slík ákvæði orðið okkur þung í skauti. Um það Verður þó ekki sagt fyrr en textinn liggur fyrir. Aðalatriðið fyrir okkur Islend- inga er að gert verði ráð fyrir 200 mílna efnahagslögsögu í grund- vallartextanum, því að þá munum við færa út lögsögu okkar á þessu ári í samræmi við yfirlýsta heild- arstefnu. Hin ýmsu sjónarmið í nefndun- um lýsa sér m.a. i þvi, að franski fulltrúinn skrifaði Pohl, for- manni annarrar nefndar, bréf, þegar Evensensálitið um 200 mílna efnahagslögsöguna lá fyrir, og sagðist óska eftir því, að und- anþágurnar innan 200 milnanna, sem þar er gert ráð fyrir, verði meiri en segir í áliti nefndarinn- ar, og fulltrúar landluktra og af- skiptra ríkja í Evensensnefnd- inni, þ.e. fulltrúar Vestur- Þýzkalands, Singapore, Nepal og Sambíu, sendu Pohl einnig orð- sendingu þess efnis, að þessi lönd, sem segjast tala fyrir munn 50 afskiptra og landluktra rikja, geti ekki fallizt á 200 mílna efnahags- lögsögu nema meira tillit sé tekið til afskiptra og landluktra ríkja en gert er í tillögum Evensens- nefndarinnar. Eins og textinn sé nú, geti þessi riki ekki fallizt á hann. Þetta hefur ekki komið neinum á óvart, þvi að vitað hefur verið um samstöðu þessara ríkja, eins og frá hefur verið skýrt hér í blaðinu. Aftur á móti má geta þess, að i nefndaráliti þróunarríkjanna, hóp 77, er aðeins gert ráð fyrir undanþágum innan 200 mílnanna fyrir þróunarríki, svo aó ekki er texti þeirrar nefndar almennt hagstæðari landluktum og af- skiptum ríkjum en texti Even- sensnefndarinnar um 200 mílurn- ar. Samkvæmt texta hóps 77 ættu afskipt og landlukt ríki í Evrópu ekki að fá undanþágú innan 200 mílna efnahagslögsögu strandrik- is, en þar er aftur á móti gert ráð fyrir meiri réttindum landluktra og afskiptra þróunarríkja en i texta Evensen-nefndarinnar, sem gerir einkum ráð fyrir samningi við þessi ríki eftir aðstæðum. — Yfirlýsing Framhald af bls. 2 frá okkur var 29. janúar og sagði ég þvi Vilmundi, að ef að líkum lætur hafi þeir verið greiddir 1—2 dögum áður. Siðan spyr hann, hvort bíll fjármálaráðherra sé einn af þeim. Svarið, sem hann fær er, aö hann fór i toll 24. janúar og hafi því væntanlega verið greiddur 22. eða 23. janúar í banka. Þar sem hann minntist á bíl ráðherra, þá bað ég hann að koma því að í þættinum, vegna ummæla i Alþýðublaðinu, að bíll fjármálaráðherra hafi verið pantaður s.l. haust, en af- greiðsla tafist. Hins vegar hafi hann verið leystur út strax og pappírar komu og þvi væntan- lega verið greiddur i banka 22.—23. janúar eins og fyrr seg- ir og þá engar afgreiðslutafir í gjaldeyrisyfirfærslum. Að mér dytti i hug, að mann- inum væri ekki treystandi fyrir að koma leiðréttingu á fram- færi er mér fjarri, hins vegar segir hann i þessum þætti, að Veltir hafi haft sérfriðindi í bankanum, þar sem hvorki Hekla h.f. eða P. Stefánsson h.f. hafi fengið að greiða sendingu bíla 4 dögum fyrir lokun. Að Veltir h.f. hafi haft ein- hver sérfríðindi vegna af- greiðslu gjaldeyris í banka á ég bágt með að trúa, enda e.t.v. meining Vilmundar að gera tor- tryggilega greiðslu vegna fjár- málaráðherra. Að sjálfsögðu á maður að vara sig á fréttamönnum en ég hefi verið það heppinn um dag- ana í flestum tilfellum að hafa átt viðtal við heiðarlega frétta- menn sem viljað hafa það sem sannast reynist. Reykjavík, 7. mai 1975. Gunnar Ásgeirsson. — Laos Framhald af bls. 1 ótta vió að hin ýmsu samtök í landinu myndu notfæra sér það til að efna til óeirða. Þá hefur verið mjög ókyrrt í borginni Pakse í Mekongóshólm- um og kom til átaka þar er tvö þúsund stúdentar og verkamenn þustu um götur bæjarins og tóku á sitt vald borgarstjórann og tvo aðstoðarmenn hans. Voru þessi mótmæli m.a. vakin af miklum hækkunum á verðlagi. Munu tveir menn hafa beðið bana og nokkrir særst. Talið var að ró væri nú að færast yfir þar á ný. Fyrrverandi ráðherra í Laos, Chao Bounom Na Champasak, var drepinn í nótt, þegar hand- sprengju var varpað að bifreið ráðherrans, er hann var á leið til flugvallarins við Víentíane. Tveir aðrir sem voru í bilnum létust einnig og tveir aðrir slösuðust. Lögregia segir að maður á mót- orhjóli hafi varpað handsprengj- unni og hafi hún lent í framsæti bifreiðarinnar. Ekki er ljóst að sögn lögreglu, hvort pólitískar ástæður liggja til morðsins, Champasak var hægrisinnaður og sat í ráðuneyti Souvannah Phouma árið 1961. Opinberar heimildir innan Laoshers hafa staðfest að stjórn- arherinn hafi beðið ósigur við borgina Kasy sem er 130 km frá höfuðborginni, fyrir hermönnum Pathet Lao, en á þessu svæði hafa bardagar verið harðskeyttir síð- ustu daga. — 100 ára Framhald af bls. 3 heyrði það til undantekninga að þeir, sem framleiddu húsgögn, vaeru fag- lærðir Húsasmlðameistarar smlðuðu húsgögnin sem framleidd voru innan- lands, og það var látið gott heita. Það var óræktarakur sem við tókum I arf, en það var gaman að sá I hann í lok samtalsins við Matthías Johannessen lét Jón Ólafsson þess getið, að faðir hans hefði náð 96 ára aldri. „Kannski liggur þessi hái aldur I ættinni," sagði hann I samtalinu og virðast það orð að sönnu nú þegar Jón hefur fyllt tíunda tuginn. — Portúgal Framhald af bls. 1 JESUINO UNDRAST KVlDA ATLANTSHAFSBANDALAGS- INS Upplýsingamálaráðherrann Jesuino, sem vitnað er til í upp- hafi fréttar, sem er á ferð i Wash- ington, sagði þá einnig að hann teldi það „einkennilegt“ að At- Iantshafsbandalagið virtist gruna stjórn sína um græsku, vegna að- ildar kommúnista að henni. Hann kvaðst vilja benda á að kommún- istaflokkar í ýmsum löndum At- lantshafsbandalagsins, svo sem Frakklandi og Italiu væru miklu sterkari en kommúnistaflokkur Portúgals, en að þeim beindust engar grunsemdir. Þegar athygli hans var vakin á að i nefndum löndum sætu kommúnistar ekki í rikisstjórn, sagði hann að þegar vestrænar varnir væru annars vegar væri það ekki rikisstjórnin, sem tæki ákvarðanirnar heldur byltingarráóið. Þvi væri það úr lausu lofti gripið að álita að leyni- málum Atlantshafsbandalagsins yrði komið til Moskvu af hálfu portúgalskra kommúnista. Jesuino sagði að gengið hefði verið framhjá Portúgal af hálfu Atlantshafsbandalagsins í ýmsum ráðagerðum, en Portúgalir hefðu ákveðið að láta slíkt ekki á sig fá. Jesuino staðfesti andstöðu Portúgala við því að Bandarikja- menn notuðu bækistöðina á Azor- eyjum til millilendinga vegna hergagnaflutninga til Israels, en að öðru leyti væri Bandaríkja- mönnum frjálst að hafa herstöð- ina áfram. Aðspurður um þann orðróm aó Sovétríkin væru að þreifa fyrir sér um aðstöðu í Portúgal sagði hann að ekki hefði komið til greina herbækistöð af neinu tagi heldur í mesta lagi viðræður um einhvers konar birgóaaðstöðu. — Flóttamanna- aðstoð Framhaid af bls. 1 verjalandi og Kúbu. Hann sagði að Bandarikin hefðu alltaf verið mannúðarþjóð og hann vildi vekja athygli á að 60% flótta- fólksins væru börn sem Banda- ríkjamönnum bæri skylda til að gefa tækifæri til mannsæmandi lífs. Skömmu áður hafði Ford látið í ljós mikla reiði yfir því hversu mikil andstaða væri við að að- stoða flóttamennina og minnti á að þessar raddir hefðu látið litt á sér kræla þegar 120 þús. Ung- hverjar hefðu komið til Banda- ríkjanna eftir 1956 og gifurlegur fjöldi Kúbumanna nokkrum ár- um síðar. Ford sagði I ræðu sinni að hann hefði fengið boð um það frá ýmsum rikisstjórnum i land- inu, aó þeir myndu taka flótta- fólkinu tveim höndum og slikt væri jákvætt og örvandi. i dag komu um þrátíu þúsund manns saman fyrir framan for- setahöllina í Saigon til að fagna sigri kommúnista í landinu og minnast þess að 21 ár er liðið frá orrustunni við Dien Bien Puh. Segja fréttamenn að fundur þessi hafi verið mjög vel skipulagóur og börn og unglingar og verka- menn fluttir á staðinn mörgum klukkustundum áður en fundur- inn hófst. Þar flutti aðalræðuna yfirmaður hers Þjóðfrelsisfylk- ingarinnar, Tran Van Tra hers- höfðingi, og sagði hann að stjórn- in nýja myndi verða mild og þýð i stjórn sinni og fyrirgefa þeim sem hefðu verið á bandi fyrrverandi stjórnar, ef þeir sneru við blað- inu. Hinu væri ekki að leyna að enn um hríó myndu nokkrir þeir verða sem áfram gengju erinda erlendra aðila. Fundarmenn veif- uðu myndum af Ho Chi Minh og höfðu uppi fagnaðarlæti. Fulltrú- ar byltingarstjórnarinnar nýju eru ekki enn komnir til Saigon. Fréttamenn segja að ástand þar sé að verða nokkuð eðlilegt og ekkert sé til dæmis gert til að hindra störf fréttamanna. Varnarmálaráðuneyti Banda- rikjanna staðfesti i dag að það hefði fengið í hendur flestar þeirra flugvéla sem flogið hefði verið með til Thailands undir stjórn s-víetnamskra flugmanna. Hefði verið farið með flestar vél- anna til Filippseyja í fyrsta áfanga en sumar þeirra væru laskaðar og nokkrar að likindum ónýtar. Brezka stjórnin tilkynnti í dag að hún hefði í hyggju að viður- kenna nýju stjórnina í Saigon, en sagði ekki ákveðið hvenær það yrði gert formlega, Þá hefur jap- anska stjórnin í dag viðurkennt byltingarstjórn Suður-Vietnams, að því er talsmaður japanska ut- anríkisráðuneytisins greindi frá i dag. óskar eftir starfsfólki VESTURBÆR AUSTURBÆR Tjarnargata Ingólfsstræti, KÓPAVOGUR Hlíðarvegur I. Upplýsingar í síma 35408. GARÐAHREPPUR Vantar útburðarfólk í Arnarnesi. Uppl. í síma 52252. SEYÐISFJÖRÐUR Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu. Mbl. uppl. hjá umboðsmanni og á afgr. í síma 1 0100. GRINDAVÍK Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu Mbl. HVERAGERÐI Umboðsmaður óskast til að sjá um dreifingu og innheimtu Mbl. Uppl. hjá umboðsmanni eða afgreiðslunni í síma 1 01 00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.