Morgunblaðið - 04.07.1975, Side 5

Morgunblaðið - 04.07.1975, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JULl 1975 5 Fransiskusregla- an í 40 ár,í Stykkishólmi Stykkishólmi 24. júní SUNNUDAGINN 22. þ.m. var þess minnzt að 40 ár eru liðin síðan st. Fransiskusreglan hóf starfsemi hér í Stykkishólmi og reisti hér stórt og vandað sjúkra- hús sem þær systur hafa starf- rækt síðan af mesta myndarbrag, aukið við það og endurbætt að kröfum tímans. Ein systirin, María, hefir starfað að hjúkrun við sjúkrahúsið öll þessi ár. Bisk- upinn sr. Henrik Freuhen, var mættur og flutti hátíðarmessu kl. 10 um morguninn með aðstoð séra Hákonar Loftssonar sem nú þjónar hér. Minntist hann í mess- unni hins mikla starfs og fórnar- lundar sem systurnar hefðu sýnt hér. A eftir var öllum viðstöddum boðið í kaffi og þar afhenti sveitarstjóri, Sturla Böðvarsson, f.h. hreppsnefndar Stykkis- hólmsh. gjafabréf þar sem hrepp- urinn gefur sjúkrahúsinu fagran og upplýstan kross á kirkjuna. Einnig flutti Xrni Helgason nokkur þakkarorð til þeirra systra. Konur I Stykkishólmi efndu um daginn til kaffisam- sætis til heiðurs systrunum á sjúkrahúsinu þar sem þeim voru færðar gjafir hverri og einni og svo sjúkrahúsinu vandað útvarps- tæki til afnota fyrir sjúkra- stofurnar. Priorinnan, systir Hildigunnur, sem nú lætur af störfum þakkaði gjafir og vin- semmd alla. Var dagurinn allur hátíðlegur. Fréttaritari Siglfírðinga lengir eftir sérleyfisbílum Siglufirði 30. júní. MIKIL óánægja er meðal bæjar- búa með að ekki skuli enn vera hafnar sérleyfisferðir milli Akur- eyrar og Siglufjarðar. Slíkar ferðir hafa verið daglega á hverju sumri strax og Lágheiðin hefur opnazt og hefur þá raunar verið um framlengingu á sérleyfis- ferðum til Ölafsfjarðar að ræða. En nú er talsvert um liðið síðan Lágheiðin var opnuð og létt hefur verið öllum þungatakmörkunum af vegum á þessari leið — en ekki bólar á sérleyfisferðunum. — Matthlas. Langdýrast í Stokkhólmi Genf, 2. júli. Reuter. Dýrara er að lifa I Stokkhólmi en nokkurri annarri borg Evrópu og þar næst I Ósló samkvæmt nið- urstöðum rannsóknar alþjóðlegr- ar vfsindastofnunar I Sviss. Stokkhólmur á ekki aðeins Evrópumet í framfærslukostnaði heldur líka heimsmet. Tokyo ætti heimsmetið ef húsnæðiskostnað- ur væri meðtalinn. Næst á eftir koma Osaka og Kobe. I Evrópu eru „dýrustu" borg- irnar auk Stokkhólms og Ösló samkvæmt rannsókninni Genf, Ziirich, Kaupmannahöfn, París, Vín, Diisseldorf, Haag, Frankfurt og Amsterdam. Ödýrara er að lif a í borgum eins og Dyflinni, Barcelona, Madrid, Róm, London og Mílanó. Dr. Kissinger og Gromyko funda Washington, 2. júlí. AP. Utanrfkisráðherrarnir Henry Kissinger og Andrei Gromyko ræðast við f Genf f næstu viku um ástandið f Miðausturlöndum og tilraunir til að koma á nýju sam- komulagi um kjarnorkuvfgbúnað að sögn bandarfskra embættis- manna f dag. TÍZKUVERZLUN UNGA FOLKSINS l!qn KARNABÆR ^■1^81 AUSTURSTBÆTI 22 LAUGAVEG 66 LAUGAVEG 20a SÍMI FÁ SKIPTIBORÐI 28155 ☆ Kjólar — Mikið úrva! ☆ Stutterma jersey-skyrtur herra og dömu ■ff Kápur ☆ Pils og vesti úr Denim ☆ Stuttjakkar 4 ☆ Herraskyrtur ji ☆ Dömublússur Æ ☆ Stór skósending o.m fl. LÆKJARGÖTU 2 SÍMI FRÁ SKIPTIBORÐI 28155

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.