Morgunblaðið - 04.07.1975, Page 7

Morgunblaðið - 04.07.1975, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JULl 1975 7 Á að lækka vexti? Þórarinn Þórarinsson fjailar í forystugrein Tímans i gær um þá spurningu, hvort gera eigi atvinnuvegunum auðveldara með að greiða þær kauphækk- anir, sem samið hefur verið um, með þvi að lækka vexti og segir i þvi sambandi: „Það er tvimælalaust, að vaxta- byrðin er orðin atvinnu- fyrirtækjum mjög þung- bær og þó einkum þeim, sem hafa staðið i mikl- um framkvæmdum eða þurfa að hafa mikið rekstrarfé handa á milli, en það gildir t.d. um stóran hluta verzlunar- innar. Nokkur dæmi þess, hve mikil vaxta- byrðin er hjá sumum fyr- irtækjum, er það, að vaxtagreiðslur Áburðar- verksmiðju rfkisins námu hærri upphæð á s.l. ári heldur en allar kaupgreiðslurnar. Mörg svipuð dæmi mætti nefna. Slikum dæmum mun þó enn fjölga vegna síðustu kjarasamninga, þar sem fyrirtækin þurfa að auka rekstrarfé og vaxtagreiðslurnar munu hækka i samræmi við það. Þegar þessi mál eru ihuguð dugir ekki að horfa á eitthvert meðal- tal vaxtagreiðslna hjá fyrirtækjunum eins og hagfræðingum hættir til að gera, þvi að mörg fyrirtæki greiða litla vexti og lækka þannig meðaltalið. Það verður einkum að lita á fyrir- tækin, sem þurfa að greiða mikla vexti, enda eru það þau, sem standa höllustum fæti og þaðer vegna þeirra, sem efna- hagsráðstafanir eins og gengisfellingar eru gerð- ar. Lækkun vaxta getur munað verulegum fjár- munum fyrir slik fyrir- tæki." Hagsmunir sparifjár eigenda Siðan fjallar Þórarinn Þórarinsson um hags- muni sparifjáreigenda i þessu sambandi og seg- ir: „Rökin fyrir háum vöxtum eru þau, að þeir séu nauðsynlegir vegna sparifjáreigenda. Vissu- lega fná ekki gleyma sparifjáreigendum t þessu sambandi, þvi að enga hefur verðbólgan leikið grálegar en þá. En háir vextir, sem t.d. leiða til meiri gengisfell- ingar en ella, eru ekki i þágu sparifjáreigenda. Ekkert leikur sparifjár- eigendur verr en gengis- fellingarnar. Mjög kem- ur þvi til álita hvort ekki sé réttara að tryggja hlut sparif járeigenda með nokkurri verðtrygg- ingu, en hafa þá vextina lægri. Þetta hefur oft komið til umræðu en ekki komið til fram- kvæmda, þegar sala verðtryggða skuldabréfa eru undanskilin " Áhrif vaxtastefnu á Islandi Þessar hugleiðingar Þórarins Þórarinssonar eru tvimælalaust þess verðar, að um þær sé fjallað og raunar hafa margir velt þvi fyrir sér að undanförnu, i kjölfar nýjustu kjarasamning- anna, hvort unnt væri að létta undir með at- vinnurekstrinum með þvi að lækka vexti veru- lega. í öðrum löndum eru vextir notaðir til þess að draga úr eftir- spurn eftir lánum. Hækkun á vöxtum, sem nemur aðeins broti úr prósenti getur haft við- tæk áhrif i þeim efnum. En sannleikurinn er sá, að hér á landi hefur hækkun vaxta aldrei haft þau áhrif að draga úr eftirspurn eftir lánum svo nokkru nemi, ein- faldlega vegna þess, að þrátt fyrir háa vexti hef- ur verðbólgan i landinu verið slik, að það hefur samt borgað sig fyrir menn að taka lán, sem siðan yrðu endurgreidd með fleiri verðbólgu krónum. En að sjálf- sögðu er vandamálið fólgið i þvt að tryggja hag sparifjáreigenda. Lækkun vaxta mundi draga úr rekstrarkostn- aði atvinnufyrirtækja, en hún mundi einnig hafa þau áhrif að spari- fjáreigendur yrði enn verr leiknir en þeir þó eru nú. i því sambandi varpar Þórarinn fram hugmyndum um verð- tryggingu sparifjár, en hver á að borga þá verð- tryggingu? Eiga bankarnir að lána út fé með tiltölulega lágum vöxtum, en greiða verð- tryggingu af spariinnlán- um? Það gefur auga leið, að litið yrði eftir af bankakerfinu eftir örfá misseri ef þannig yrði haldið á málum. Hér er um mikinn vanda að ræða, sem fjalla þarf um og í þeim umræðum má ekki gleyma þvi, að það er sparifé almennings. hvort sem um er að ræða einstaklingsbund- in innlán eða saman- safnaður sparnaður i ýmsum sjóðum, sem stendur undir öllu út- lánakerfi bankanna. Oryggi og þ jálfun listdansara 0 Doreen Wells Fyrir stuttu birtum við hér i Listasprangi greinarkorn um ballettsýninguna á Sleeping Bautv í London Festival Ballet (Þyrni- rús) við tðnlist Tchaikovskys. Hér koma til gamans nokkrar myndir af dönsurum London Festival Ballet til að sýna hve hreyf- ingar og stöður ballettdansara geta verið fagrar og hve feiki- leg þjálfun hlýtur að liggja að baki hjá beztu dönsurum. sprang Eftir Arna Johnsett % Bernard Hourseau % Gay Fulton Peningamenn Get ávaxtað fé yðar á öruggan hátt. Viljirðu hagnast þá sendu tilboð til Mbl. merkt Verð- bréfahagnaður — 4421 . FORD £/órd ^ KB. KHISTJÁNSSON H.F [I M R n fl I fl SUÐURLANDSBRAUT 2, VlÐ HALLARMÚLA LF IVI □ U u I U SÍMAR 3°53Qo (35301 — 35302). FORD HUSINU SKEIFUNNI 17 SÍMI 85100 Verðlækkun Verðlækkun á brezkum Ford-bílum Cortina verðlækkun kr. 50000 - Escort verðlækkun kr. 40000 - SVEINN EGILSSON HF Opið til kl. 10 í kvöld og til hádegis á morgun Bergstaóastræti 4a Sími 14350 PLÖTUPORTIÐ LAUGAVEGI

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.