Morgunblaðið - 04.07.1975, Qupperneq 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JULI 1975
Sigurður Bjarnason, forstöðumaður
Eru frásagnir
Biblíunnar
sannar?
Biblían er trúarbók kristinna
raanna. Afstaöa manna til hennar
er ákaflega misjöfn. Sumir telja
hana vera ófullkomið mannanna
verk, ósannsögulega og fulla af
mótsögnum, jafnvel skáldverk á
svipuðu stigi og Islendingasögur.
Aðrir telja hana vera opinberun
frá Guði, boðskap Guðs til mann-
anna á öllum tímum.
Afstaða okkar til Biblíunnar
hlýtur að fara eftir því, hvort við
teljum hana sannsögulega eða
ekki. Grundvallarspurningin er
þessi: Er hægt að bera traust til
Biblíunnar? Eru frásagnir henn-
ar sannar?
Margir telja að spurningunni
um sannfræði eða sannsögulegt
gildi Biblíunnar geti sérfræð-
ingar og fræðimenn einir svarað.
Ég tel hins vegar að svo sé ekki,
að hver sem hefur sæmilega dóm-
greind og fróðleikslöngun geti
kynnt sér málið og eigi að gera
það.
Hvernig á að fara að þvi? Til
þess eru margar leiðir. Þrjú atriði
verða nefnd hér sem dæmi. Þau
eru saga Gyðingaþjóðarinnar,
fornleifafundir og vitnisburður
Jesú Krists.
Gyðingaþjóðin
Gyðingaþjóðin er staðreynd i
sögunni. Saga þjóðarinnar er
skráð í Gamla testamentinu.
Mjög lítið er um samtímaheimild-
ir sem nota mætti til að kanna
sannsögulegt gildi frásögu
Ritningarinnar. Fornleifarann-
sóknir veita nokkra hjálp í þcssu
efni. Allt sem þekkt er úr
heimildum utan Biblíunnar er í
fullu samræmi við frásögn Gamla
testamentisins.
Það eru ekki aðeins hinir sögu-
legu þættir Gamla testamentisins
sem bera vitni um óskeikula
nákvæmni og áreiðanleik hvað
snertir Gyðingaþjóðina, heldur og
hinir spámannlegu.
Fyrir mörgum öldum sagði Guð
um Gyðingaþjóðina: „Það er þjóð-
flokkur sem býr einn sér og telur
sig eigi meðal hinna þjóðanna.“ 4.
Mós. 23,9. Svo kann að virðast
sem mótsögn felist í sumum öðr-
um spádómum Drottins: „En yður
vil ég tvístra meðal þjóðanna og
bregða sverði á eftir yður." 3.
Mós. 26, 33. „Eg skal svo um
bjóða, að Israels hús verði hrist út
á meðal allra þjóða eins og korn
er hrist í sáldi án þess að nokkur
steinvala falli til jarðar." Amos
9,9.
Þjóðin dreifó,
heldur samt saman.
Ennfremur var svo sagt fyrir
um dreifingu þjóðarinnar: „Og
meðal þessara þjóða munt þú eigi
mega búa I næði og hvergi mun
hvíldarstaður vera fæti þfnum
heldur mun Drottinn gefa þér þar
skjálfandi hjarta, þrotnandi augu
og ráðþrota sál. Líf þitt mun leika
fyrir þér sem á þræði og þú munt
hræddur vera nótt og dag og
aldrei vera ugglaus um líf þitt.“ 5.
Mós. 28, 65, 66.
Þrátt fyrir ofsóknir og dreif-
ingu var sagt fyrir um að Gyðing-
ar mundu halda saman sem þjóð:
„En jafnvel þá er þeir eru í landi
óvina sinna, hafna ég þeim ekki
og býður mér ekki við þeim svo að
ég vilji aleyða þeim.“ 3. Mós. 26,
44.
I þessum ritningargreinum eru
fjórir skýrir spádómar: Sérkenni
þjóðarinnar, dreifing hennar um
öll lönd, ofsóknir gegn henni og
athyglisverð varðveisla hennar.
Uppfylling þessara spádóma
hefur verið fyrir allra sjónum öld-
um saman. Allt fram á þennan
dag eru Gyðingar aðgreind þjóð,
sem lítið hefur blandast öðrum.
Þjóð þessi hefur verið hrjáó,
hrakin og hötuð meir en nokkur
önnur en hefur samt staðist reiði
og ofsóknir óvina í aldanna rás.
Fornleifafundir
Gagnrýnendur Biblíunnar hafa
löngum haldið því fram að í henni
úi og grúi af sagnfræðingum
skekkjum. Þeir hafa margir
hverjir látið I ljós furðu sína á því
að nokkur upplýstur maður skuli
vera svo trúgjarn að taka sem
staðreynd umsögn Gamla testa-
mentisins um menn og málefni.
Þeir hafa viljað láta í veðri vaka
að rannsóknir hafi leitt í ljós
óyggjandi að eigi sé mark takandi
á þessum gömlu ritum.
Á síðustu árum hafa þessar
raddir hljóðnað að mestu. Gagn-
rýnendur eru ekki eins hvassir í
dómum sínum. Ritningargreinar,
sem áður var ýtt til hliðar, eru nú
teknar sem dæmi um áreiðanleik
og nákvæmni Biblíunnar.
Þessi afstöðubreyting hefur
orðið fyrir óþreytandi elju og
starf fornleifafræðinga, sem hafa
grafið í rústum horfinna
menningarríkja. Allt það sem
fram hefur komið við uppgröft
fornleifafræðinga og snert hefur
Biblíuna hefur staðfest frásögn
hennar.
Sagan um
flóðið staðfest.
Þó að frásögn Biblíunnar um
flóðið hafi oft verið höfð í
flimtingum hefur nú verið sýnt
fram á að hún eigi fyllilega við
rök að styðjast en það hefur verið
gert með „sögu þeirri af þessum
stórviðburði fornaldar, sem enn
er skráð skýru letri á fjöll og dali
í Evrópu og V-Asíu". — Melvin
Grove Kyle, The Deciding Voice
of the Monuments in Biblical
Criticism, bls. 64.
Fornleifafræðingur hefur þetta
að segja um frásögnina um flóðið:
„Hver hefði trúað þvf fyrir ári að
„það ætti eftir að sannast að
sagan um flóðið greindi frá at-
burði sem raunverulega hefði
gerst? Ég verð að játa að þetta er
sú ritningargrein sem ég hafði
ekki getað gert mér vonir um að
fornleifauppgreftir ættu eftir að
staðfesta. Samt hafa síðustu
fundir í Babyloníu og nágrenni úr
og Kish eytt öllum efa um það að
á því tímabili sem sagan um Nóa
og örkina hans fellur inn í var allt
landið á kafi í vatni sem virðist
hafa verað árum saman og bundið
enda á allt líf. Sagan um Nóa
birtist þvi í nýju ljósi.“ — J.
Garrow Duncan, stjórnandi upp-
graftar I Babyloniu, Egyptalandi
og Palestínu, The Accuracey of
the Old Testament, bls. VII.
Menn hafa i jarðlögunum fund-
ið mót eftir grafinn fisk á stórum
svæðum með greinileg merki eftir
hreistur og alla ugga útsperrta er
sýnir að mikill fjöldi drapst sam-
tímis og var grafinn skyndilega í
feykilegu umróti.
í Síberíu hafa fundist mamm-
útar frá fosögulegu skeiði
djúpt i gaddfrosinni jörð grafnir
með ótuggið gras í munni og
ómelta fæðu í maga, standandi
eins og miklar náttúruhamfarir
hefðu komið að þeim óvörum —
skýr vitnisburður um heimsvíð-
tækar náttúruhamfarir eins og
Biblían greinir fráe
Vísindamönnum er það ljóst
þegar slíkar staðreyndir eru
dregnar fram í dagsljósið að
náttúruöflin hljóta einhvern tima
að hafa vikið af venjulegri leið og
svo skyndilega verkað af slíku afli
að af leiddi heimsvíðtækar ham-
farir. Biblían skýrir þetta með
hinni einföldu frásögn um flóðið:
„Fyrir það gekk vatnsflóð yfir
þann heim, sem þá var, svo að
hann fórst.“ (2. Pét. 3, 6). Forn-
leifafundir hafa staðfest frásögn
Biblíunnar.
Sódóma,
Gómorra
og Ninive.
Frásögn Biblíunnar um fall
borganna Sódómu og Gómorru
hafði löngum verið tilefni aðkasts
og aðhláturs meðal gagnrýnenda,
sem höfðu talið hana tilbúning
frumstæðra ættflokka. En á sin-
um tíma hætti aðkastið snögglega.
Árið 1931 tilkynnti leiðangur
fornleifafræðinga fund Sódómu
hinnar fornu nálægt Dauðahaf-
inu.
Margt kom í ljós sem benti til
þess að borgin hefði verið eydd í
eldi. Allt um kring mátti sjá vott
þess að auk eldsins hefði verið um
miklar jarðhræringar að ræða.
Árum saman drógu menn I efa
frásögn Biblíunnar um Nfnive-
borg — sögðu að sú borg hefði
aldrei verið til. Slíkar raddir
hljóðnuðu, þegar fornleifa-
fræðingarnir Botta og Layard
hófu uppgröft og fundu borgina.
I Jesajabók, 20. kapítula og 1.
versi, er nefndur Sargon Assyrfu-
konungur. Nafn hans var ekki
kunnugt af skráðum heimildum
utan Biblíunnar. Andstæðingar
hennar bentu á þetta sem ástæðu
til að efa sannfræði hennar og
lýstu því yfir, að konungur með
þessu nafni hefði aldrei verið til.
Þegar franski fornleifafræð-
ingurinn Botta hóf að grafa f rúst-
um Nínive fann hann höll Sarg-
ons konungs. Þar höfðu verið vfð-
áttumiklir garðar og stórar tjarn-
ir, allt umlukt háum múr. Forn-
ieifafræðingar hafa nú fundið
nær öll nöfn þeirra konunga
Assyríu og Babyloníu, sem nefnd
eru í Bibliunni.
Ein saga Biblíunnar hafði
jafnan vakið mikla kátínu meðal
gagnrýnenda — sagan sem grein-
ir frá þvf að engill Drottins hafi
eytt öllum Assýríuher, 18500
manns. Var hún nefnd sem dæmi
um helgisagnablæinn á Bibliunni.
Slíkar raddir þögnuðu þegar vís-
indamenn fundu sexstrending
eínn sem á voru letraðir annálar
Sennaeheribs Assyríukonungs.
Þar er sagt frá helstu herferðum
konungs, einnig herferð hans
gegn Palestínu, þar sem her hans
hafði verið eytt á yfirnáttúruleg-
an hátt.
Daníelsbók var lýst ómerk af
gagnrýnendum þar sem Belsassar
er þar nefndur sem sfðasti kon-
ungur Babyloníu. Nafn hans var
ekki nefnt í heimildum utan
Biblíunnar og nafn hans ekki
nefnt í skrám yfir konunga
Babyloníu. I veraldarsögu var
Nabonidusar getið sem síðasta
Babelkonungs. Af þessum sökum
var um langt árabil Daníelsbók
talin í heild ómerk og óáreiðan-
leg.
En fornleifafræðin átti eftir að
draga sönnunargögn fram í dags-
ljósið sem lögðust á sveif með
Biblíunni. Það var Sir Henry
Rawlinson sem fann þýðingar-
miklar áletranir er Nabonidus
sjálfur hafði ritað. Þar gerir hann
ljóst að hann hafi dregið sig í hlé
og búið árum saman í Tema og
„ekki komið til Babel“ og að
sonur hans Belshassar ásamt
aðalsmönnum og hernum hafi
verið í Babylonfu.
Ekki er mér kunnugt um að
fornleifafundir hafi nokkru sinni
afsannað f einu eða neinu frásögn
Biblíunnar.
I dag má segja að steinarnir tali
til okkar og lýsi yfir sannsögulegu
gildi Biblíunnar.
Vitnisburður Jesú
Önnur leið til að kanna sann-
fræði Biblíunnar, einkum Gamla
testamentisins, er að kynna sér
afstöðu Jesú Krists til þess.
Hlýtur sá vitnisburður að vega
þungt að mati þeirra, sem trúa á
Jesúm. Við byrjun starfs síns
greindi Kristur frá kraftaverkum
Elia og Elísa eins og frá er sagt f
21. kap. Lúkasarguðspjalls og er
augljóst að hann Iagði trúnað á
þessar sögur Gamla testamentis-
ins. I 10. kap. Jóhannesar-
guðspjalls greinir Kristur frá þvi
að raust Guðs hljómi í Gamla
testamentinu og því geti ritningin
ekki raskast. Við lok starfs síns
benti hann lærisveinum sínum á
spádóma Daníels og kom þá fram
að hann taldi þá sanna vera. Eftir
upprisuna ávítaði hann lærisvein-
ana fyrir að trúa ekki þvi sem
ritað er í „lögmáli Móse og spá-
mönnunum og sálmunum."
Naumast er hægt að iesa frá-
sögn Nýja testamentisins um líf
og starf Drottins hér á jörð án
þess að sannfærast um að hann
trúði því sem Gamla testamentið
greinir frá um sköpunina og
syndaflóðið, einnig frásögunni
um afskipti Guðs af Gyðingaþjóð-
inni. Hann varði það, sem Móse
sagði um margvísleg málefni og
taldi höfunda Gamla testamentis-
ins vera heilaga Guðs menn, sem
töluðu knúðir af Heilögum anda.
Svipaða afstöðu höfðu postular
Krists.
Þegar við tökum til við að
athuga Nýja testamentið kynn-
umst við hinum fullkomna manni,
Jesú Kristi. Ekki veit ég til þess
að nokkurs staðar annars staðar í
heimsbókmenntunum sé að finna
tilraun til að lýsa fullkomnum
manni.
Það vekur furðu að í Galíleu
skyldi fiskimönnum til hugar
koma það sem enginn annar
hefur gert — að lýsa fullkomnum
manni — og þó höfðu þeir enga
sérstaka þjálfun hlotið i því að
skapa ritverk eða festa hugsanir
sinar á blað.
Hvernig má skýra þessa stað-
reynd? Einn maður af öllum
mannanna sonum er sagður vera
syndlaus! Hvernig gátu ólærðir
alþýðumenn alið af sér slíkt
hugarfóstur? Hvernig megnuðu
þeir að uppdikta svo fullkominn
mann að atgervi og eiginleikum
öllum sem Jesú var? Niðurstaðan
er þessi: Frásögnin skapaði ekki
manninn. Þessi maður var ekki
þeirra hugarfóstur. Þeir þekktu
þennan mann og lýstu honum rétt
eins og hann kom þeim fyrir sjón-
ir.
Þau orð, sem Kristur sagði um
sjálfan sig ber einnig að sama
brunni. Ein af höfuðkenningum
hans var sú, að hann væri sonur
Guðs og allar aðrar kenningar
hans hafa þvf aðeins gildi, að þær
séu skoðaðar í ljósi þeirra orða.
Til eru þeir sem segjast veita
kenningu hans viðtöku, aðhyllast
siðgæðisboðskap hans og líta á
hann sem mikinn réttlætispostula
en veita ekki viðtöku kenning-
unni um guðdóm hans. Hann
sagðist vera Guð. Annaðhvort
sagði hann þá sannleikann eða
hann gerði það ekki. Þar er eng-
inn millivegur. Það er furðulegt
að taka þá afstöðu, að hann hafi
verið góður maður en neita að
trúa því, sem hann sagði.
Jesús sagði ennfremur að hann
og Guð væru eitt. Hann sagðist
vera Messías og sendiboði Guðs og
tala Guðs orð. Hann ræddi um
fortilveru sína og sköpunarmátt,
að hann hefði allt vald á himni og
jörðu, vald til að fyrirgefa syndir,
reisa hina dauðu og dæpia
heiminn.
Hann gerði mikil tákn og
kraftaverk og renndi þannig
stoðum undir orð sfn. Vatn og
vindar urðu að hlýða honum,
hann læknaði sjúka, varpaði út
óhreinum öndum. Hann sagði að
Guð gæfi sér að mæla orðin sem
hann talaði og þau mundu vara
við meðan heimurinn stæði.
Og orð Krists hafa reynst sönn
vera. Þau hafa staðist tímans
tönn. Þau eru meðal okkar f dag.
Ekki veit ég til þess að eitt þeirra
hafi brugðist.
Svipaða sögu segja postular
Krists. Páll sagði: „I.honum býr
öll fylling guðdómsins líkamlega
og að Guð ætlaði að safna öllu þvf,
sem er í himnunum og því sem er
á jörðu undir eitt höfuð í Kristi."
Pétur segir að Kristur „uppstig-
inn til himna sitji Guði á hægri
hönd, en englar, völd og kraftar
undir hann lagðir." Jóhannes
kallar hann drottin drottna og
konung konunga.
Þegar við athugum þessar frá-
sagnir vekja þær hjá okkur
traust. Þessir ólærðu Galíeumenn
setja fram samfellda, trúverðuga
mynd. Því fleiri dæmi sem við
tækjum til íhugunar, þeim mun
betur sannfærðumst við um að
orð Heilagrar ritningar eru sönn.
Ef það er rétt sem höfundar bóka
Biblíunnar halda fram, að hún
hafi að geyma boðskap til mann-
ann< er sannarlega ástæða til að
athuga hana gaumgæfilega.