Morgunblaðið - 04.07.1975, Side 17

Morgunblaðið - 04.07.1975, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚLI1975 17 APsímamynd. FYRRVERANDI LÖGREGLUÞJÖNAR STÖÐVA UMFERÐ. — Lögregluþjónar í New York, sumir'með fjölskyldum sínum, standa á akstursleið að Brooklynbrú, eftir að borgin hafði sagt þeim upp í sparnaðarskyni. Umferð um brúnna stöðvaðist i 15 mínútur. Áður höfðu lögregluþjónar haldið mótmælafund í nágrenninu. • • Qngþveiti og gjaldþrot í New York: Reiðín vex til jafns við sorphaugana New York 3. júlí — Reuter. • SITTHVAÐ er rotið í New York, — og það á ekki aðeins við þær þúsundir tonna af sorpi sem nú metta andrúmsloftið á strætum borgarinnar. Brúða, — eftirlfking af Abraham Beame borgarstjóra hangir ofan úr Ijósastaur yfir einni daunillri sorphrúgunni sem tákn þeirrar reiði sem nú sýður og bullar f íbúum stærstu borg- ar Bandarfkjanna, — sem raun- ar er einnig á hvfnandi kúp- unni. • Sorphreinsunarmenn hafa farið f verkfall og slökkviliðs- menn eru annað hvort lagztir f rúmið allir sem einn eða eru f mótmælaverkfaili, og ástæðan er sú að um það bil 40.000 borgarstarfsmenn eiga upp- sögn yfir höfði sér þar eð borg- in á ekki til peninga til að greiða þeim laun. Lögreglu- menn eru einnig að verða óþolinmóðir, en leiðtogar þeirra hafa hins vegar snúizt gegn slfkum mótmælaaðgerð- um. I austurborginni jafnt sem vesturborginni eru menn held- ur vondaufir. Innflytjendur sem settust að í New York í leit að atvinnuöryggi hvöttu börn sfn og barnabörn til að vinna hjá borginni vegna þess að þar væri alltaf traust atvinna. En nú er þetta atvinnuöryggi fyrir bí, og reiðin og örvæntingin vex i borginni til jafns við sorp- haugana á gangstéttunum. „Þetta er allt á 11. stundu", segir Beame borgarstjóri, mað- urinn sem er í eldlínunni í þess- um verstu erfiðleikum í New York siðan i kreppunni á fjórða áratug aldarinnar. Til þessa hefur honum ekki tekizt að fá embættismenn New York ríkis til að hækka útsvör og koma i veg fyrir uppsagnir. Þegar er búið að segja upp 19.000 borgarstarfsmönnum. Einn þeirra, sorphreinsunar- maður, segir: „Haldið þið að mér þyki gaman að sorpi? Hald- ið þið að ég hafi farið í þetta starf af þvi að mér þyki gaman að sorpi? Ónei, ég kom hingað vegna atvinnuöryggisins." Hann var einn þeirra 2.900 sorphreinsunarmanna sem sagt var upp í sparnaðarskyni. Af- leiðingin varð sú að allir hinir 10.000 sorphreinsunarmenn New York fóru i verkfall s.l. mánudag. Um 40.000 tonn af sorpi hafa safnazt saman á götunum. Borgin sem eitt sinn var kölluð „fjörborg" er nú kölluð „fýluborg". Þegar ekið er eftir 57. stræti, einni af fínni götum Manhatt- an, sér maður svarta plastpoka í endalausri röð fulla af sorpi sem kraumar í í sterkri sumar- sólinni. Enginn vegfarenda veitir þeim athygli nema fjór- fætlingar. Umhverfis sorp- hreinsunarstöðina við Hudson- fljótið eru stræti barmafull af rusli, niðursuðudósum, brotn- um leikföngum og matarleif- um, ásamt flugum og pöddum. En hinir risastóru sorp- flutningabílar hreyfa sig hvergi. „Þið verðið að skilja að við erum að berjast fyrir lífi okkar“, segir Peter Miceli, tveggja barna faðir úr hópi sorphreinsunarnianna. „Við er- um að berjast fyrir lifsviður- væri okkar. Við viljum vinna. Ég er búinn að vinna í þessu i sex ár i næsta mánuði, og þá er mér sagt upp starfinu.“ Þrátt fyrir það að sorp- hreinsunarmönnunum hafi ver- ið skipað að snúa aftur til vinnu með dómsúrskurði og Beame hafi hótað að notfæra sér laga- heimild til að svipta verkfalis- menn eftirlaunaréttindum sin- um og leggja á þá þungar fjár- sektir heldur verkfallið áfram. Sumir af þeim 5000 lögreglu- mönnum sem misst hafa atvinn- una ollu miklum umferðahnút- um er þeir stöðvuðu bílaumferð fyrir utan borgarstjórnarskrif- stofurnar. Aðrir, eins og Joel Natale lögreglumaður, unnu starf sitt fram á síðustu stundu. Natale var á leið til að afhenda lögreglumerkið sitt og byssuna þegar hann staldraði við og gaf sértíma til að handtaka mann sem var að skjóta af byssu út i loftið í Brooklyn. „Ég vissi að ég væri búinn að missa at- vinnuna“, sagði Natale, „en mér fannst ég þurfa að stöðva þennan náunga áður en honum tækist að myrða einhvern“. Hinn almenni New Yorkbúi virtist taka öngþveitinu með meiri sorg en reiði. Maður einn i Harlemblökkumannahverf- inu, þar sem atvinnuleysi hefur verið árum saman, sagði: „Ég vorkenni þessu fólki. Það hefur rétt til að vinna. Við höfum það öll.“ Umdeild lokayfirlýs- ing kvennaráðstefnu Auður Auðuns: Kvennaráð- stefnan mis- notuð í póli- tízkuni tilgangi Sérstaklega gegn Israel Mbl. hafði samband við Auði Auðuns, fyrrv. ráðherra, en hún er ein þriggja kvenna, sem sæti eiga i fslenzkri sendinefnd á kvennaráðstefnunni, sem nú er nýafstaðin f Mexfkó. Við náðum sambandi við Auði f Mexikó og sagði hún m.a.: „Ráðstefnunni lauk í gær- kvöldi, en siðustu daga hefur ver- ið mjög annasamt og hafa fundir staðið fram eftir nóttu. Það tókst að afgreiða það, sem fyrir ráð- stefnunni lá og hafa verið sam- þykktar margar ályktanir. Eitt merkilegasta málið, sem af- greitt hefur verið, er 10 ára áætl- un um aðgerðir til að bæta stöðu kvenna í heiminum, og er ákveðið að gera úttekt á því starfi þegar þetta tfmabil er hálfnað eða árið 1980. Hér hefur mikið verið talað og verið mikið um pólitiskar hnippingar. Við Islenzku konurn- ar erum sammála um það, að ráó- stefnan hefur I alltof miklum mæli verið misnotuð í pólitfskum tilgangi, sérstaklega gegn Israel. Þetta er skaði, þar sem tilgangur- inn með ráðstefnunni var auðvit- að sá að fjalla um málefni kvenna fyrst og fremst." Eins og áður segir er islenzka sendinefndin væntanleg heim nú um helgina, og mun viðtal við Auði Auðuns birtast í blaðinu í næstu viku. fjórar klásúlur þar sem ráðizt er á zfonisma, nýlendustefnu, aðskilnaðarstefnu I kynþáttamál- um og ójafnaðinn f efnahagskerfi heimsins, þar sem sagt er að brýn og knýjandi þörf sé á aðstoð við fátæku löndin. Aðeins Danmörk Israel og Bandarikin greiddu at- kvæði gegn lokayfirlýsingunni, 89 voru með en 18 vestræn rfki sátu hjá. Francoise Giroud ráðherra sem fer með málefni kvenna i Frakk- landi, sagði í Paris i dag, en hún ávarpaði ráðstefnuna í fyrri viku, að ráðstefnan hefði verið ,,að öllu leyti fáránleg, hávaðasöm og heldur sársaukafull . .. og algjör- lega misheppnuð". Hún skírskot- aði til yfirlýsingarinnar þar sem því er haldið fram að heimsvalda- stefnan komi í veg fyrir frelsun konunnar: „Kannski kemur þetta í veg fyrir frelsun konunnar, en það kemur líka i veg fyrir að maður geti málað með olíulitum eða farið í hjólreiðatrú á sunnu- dögum. Þetta er allt alveg fárán- legt." Mexico City, París 3. júlí Reuter — AP KVENNARAÐSTEFNU Samein- uðu þjóðanna lauk f gær og var samþykkt lokayfirlýsing hennar. Var yfirlýsingin barin í gegn af fulltrúum ríkja þriðja heimsins án þess að umræður um hana fengjust, og er f henni krafizt efnahagslegra umbóta um heim allan og útþurrkunar zfonisma. Neituðu þessi rfki að ræða við vestrænu fulltrúana á nefndar- fundi um texta yfirlýsingarinnar. Umdeildustu atriði hennar eru Giroud — fáránleg ráðstefna Ford neitaði að hitta Solzhenitsyn Washington 3. júlí — AP GERALD Ford forseti Bandarfkj- anna neitaði að hitta sovézka rit- höfundinn Alexander Solzhenit- syn, þegar hann heimsótti Washington f siðustu viku. Var þetta að ráði dr. Henry Kissingers utanrikisráðherra, að sögn heimildarmanna i Hvíta húsinu á fimmtudag. Sagt er að Kissinger hefði verið á móti þvf að Ford hitti Nóbelsverðlaunahöfundinn, sem er f útlegð, þar sem það gæti vakið óánægju sovézkra embættismanna og tafið fyrir til- raunum til að draga úr spennunni milli austurs og vesturs. Ford Framhald á bls. 20 Knattspyrnusamband íslands Flugfélag Islands og Loftleióir gangast fyrir hópferðum íslenskra knattspyrnuunnenda á eftirtalda landsleiki íslendinga, við Frakka í París 3. sept., við Belga í Liege 6. sept., og við Sovét- menn í Moskvu 10. sept. Væntanlegir þátttakendur gefi sig fram á söluskrifstofu Flugleiða í Lækjargötu 2.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.