Morgunblaðið - 04.07.1975, Side 20

Morgunblaðið - 04.07.1975, Side 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JULI 1975 Sigurður H. Olafs- son — Minningarorð Sigurður Helgi Ólafsson bóksali andaðist 29. júní siðastliðinn eftir fárra daga sjúkdómslegu, 82. ára að aldri. Hann var fæddur 21. október 1892 i Kirkjuvogi i Höfnum, elzt- ur barna þeirra hjóna Ólafs Ketilssonar frá Kotvógi, sem síðar var bóndi á Kalmanstjörn, og konu hans Steinunnar Odds- dóttur prests Gíslasonar. Eru þrjú barna þeirra Ólafs og Steinunnar enn á lifi: Eva, Ketili bóndi í Höfnum og Oddur læknir og alþingismaður. Sigurður ólst ekki upp i for- eldrahúsum, heldur hjá frú Stein- unni Sívertsen í Kirkjuvogi, sem áður hafði fóstrað móður hans. Naut hann hjá henni hins bezta uppeldis. Á uppvaxtarárum Sig- urðar voru mikil umsvif til sjós og lands á þessum slóðum, tók hann snemma að ^tunda sjóinn og varð bátsformaður i Höfnum. Kona Sigurðar, Jónína Guðmundsdóttir frá Nýjabæ í Krísuvík, lifir mann sinn, nú komin fast að áttræðu. Bjuggu þau Sigurður um skeið í Kirkju- vogi, en fluttust sfðar til Reykja- víkur. Sigurður Ólafsson stundaði nám við Stýrimannaskólann og var um hríð i millilandasiglingum á erlendum skipum og fór þá víða um höf og lönd. Siðar fékkst hann einkum við verzlunarstörf, og mörg seinni árin rak hann forn- bókaverzlun, sem hann starfaði við til dauðadags. Þeim Sigurði og Jónínu varð fimm barna auðið. Eru dætur þeirra, Steinunn og Kristín, báðar látnar. Steinunn dó á æskuskeiði, en Kristín fyrir tveimur árum. Synir þrír lifa föður sinn, Ólafur og Guðmundur bifreiðastjórar og Vilhjálmur starfsmaður við póst- húsið í Reykjavík. Sigurður Ólafsson var maður hógvær og hjartahlýr. Greindur var hann vel og fróður um margt. Hann var einstaklega góður og umhyggjusamur heimilisfaðir, þó að efni væru lengstum af skorn- um skammti. Líktist hann að mörgu mjög Steinunni móður sinni, en hún var alkunn að mildi og hjartagæzku við menn og mál- leysingja og mátti ekkert aumt sjá né vita á nokkurn mann hallað, enda mun og Sigurður sonur hennar aldrei hafa eignazt neina óvildarmenn. Hann var glaðsinna, skemmtinn í orði og jafnlyndur, — Minning Þorgils Framhald af bls. 27 sambands íslands breytt og í stað fulltrúa fjórðungssambandanna kom sambandsráð Í.S.Í. og i stað stjórnar Í.S.L korn framkvæmda- stjórn. Var þá Þorgils Guðmunds- son kosinn gjaldkeri sambandsins og var í þvi starfi i eitt ár. Öll sin störf fyrir íþrótta- og ungmennafélagssamtökin vann hann af áhuga, mikilli nákvæmni og samviskuserni og gat því eigi öðruyfsi farið en hann hlyti margskonar sóma af. Þorgils var gerður að heiðursfélaga Ung- mennafélagsins Drengs i Kjós og Ungmennasambands Borgarfjarð- ar. Heiðursfélagi Iþróttasam- bands Islands var hann kjörinn árið 1953. Ilér að framan hafa verið rakin helstu afskipti Þorgils af félags- inálum, en því má bæta við að hann var keppandi og mikill afreksmaður á sviði iþrótta, glíminn, vel enda glímukennari Glímufélagsins Ármanns um ára- bil, og fimleikamaður var hann svo af bar, svo eigi séu gerð skil getu hans í frjálsum íþróttum. Nú þegar Þorgils Guðmundsson er allur má þess minnast að þar var á ferð hinn sanni iþrótta- maður. Fáir munu þeir vera, sem fylgt hafa á jafn ríkan hátt boð- orði iþróttamannsins „Heilbrigð hvað sem á móti blés og skapaði fjölskyldu sinni við hlið ágætrar eiginkonu griðastað og hlýtt athvarf börnum og barnabörnum, sem sakna nú vinar í stað, en minningar um ástríki hans og umhyggju munu ylja þeim öllum um ókomna tíma, þó að leiðir skilji að sinni. Blessuð sé minningin um Sig- urð, frænda minn. Hann gekk ætíð fram á þessari jörð hógvær og óáleitinn, en slíkum mönnum hefur drottinn gefið mikil og fög- ur fyrirheit. Margrét Vilhjálmsdóttir. sál i hraustum likama“. Þetta hvortveggja sameinaðist hjá Þorgils. Fimleiki hans og snilli sem íþróttamanns voru mótuð af skapgerð hans er einkenndist af drenglyndi og heiðriku hugarfari. íþróttahreyfingin stendur í mikilli þakkarskuld við Þorgils Guðmundsson, mun minning hans lifa í hugum þeirra er þeim málum sinna og með honum störf- uðu, sem hin sanna fyrirmynd. Iþróttasamhand fslands. — Minning Unnur Framhald af bls. 26 hélt höfðinglegri reisn sinni til hinztu stundar. Skapgerð hennar var fastmótuð, trúkona mikil en dul á skoðanir slnar. Hún var orðvör svo af bar, vildi engan styggja eða særa með orðum sín- um en hlý og ljúf f viðmóti. Hún var vinamörg því að allir, sem hún kynntist á langri ævi, báru til hennar vinarhug og sjálf hélt hún órjúfandi tryggð við vini sína og frændur. Hún var væn kona. Unnur Ingibergsdóttir er ógleymanlegur persónuleiki fyrir tíguleik sinn, göfgi I orðum og háttum, tryggð og kærleiksþel til alls sem Iifir. Handtak hennar var hlýtt á kveðjustund, er hún kvaddi vini sina, um leið og hún beindi björtum augum sínum og hlýju svipmóti móti þeim. Veit ég að ótaldir vinir hennar senda henni hlýjar kveðjur og þakkir um leið og hún er lögð til hinztu hvildar við hlið manns sfns og tryggra vina þeirra hjóna. Von min er sú að hún finni á hinni ókunnu strönd jafn einlæga hlýju og hún veitti okkur samferða- mönnum sínum meðan hún dvaldi hér I heimi. Með virðingu og þökk kveð ég hana, um leið og ég sendi nánustu vinum hennar dýpstu samúð okk- ar hjóna. Blessuð sé minning hennar. Ingim. Olafsson. — Tvær vikur Framhald af bls. 3 fyrir manninn, ef farið er á alla staðina, en flugvallarskattur er samtals 1225 kr. I þvf tilviki. Ef fjölskylda fer, þá greiðir fjöl- skyldufaðir fullt gjald, en konan og börnin á aldrinum 2—19 ára greiða hálft gjald, og börn undir 2 ára aðeins tryggingu, sem er inn- an við 1000 kr. Börn yngri en 12 ára greiða hálfan flugvallarskatt, en börn undir tveggja ára aldri engan — Laxabændur Framhald af bis. 36 leyfðar f Hvitá og þar sem eftir- litssvæði Trausta er allt frá Hft- ará að Botnsá i Hvalfirði, má sjá að hann hefur ærið að starfa þær 40 klukkustundir í viku, sem honum eru ætlaðar til þessa starfs, enda segir hann sjálfur að auka þurfi eftirlitið til mikilla muna, en slfkt hafi ekki hlotið hljómgrunn hjá yf- irvöldum til þessa. Trausti seg- ist láta eftirlitið með netaveið- inni ganga fyrir. Auk þessara 50 laxanetalagna f Hvítá eru nokkrar lagnir fyrir silung, svo- kölluð lagnet. Laxanetin eru öll króknet. Trausti sagði að ef þessir aðilar yrðu fundnir sekir af dómstólunum um að hafa brotið lög um laxveiði i net, þá mundu þeir liklegast fá svo lág- ar sektir að lögbrotið borgaði sig. Sagði hann að ljóst væri að slíkt gengi ekki. Þá nefndi hann þriðja tilfellið um sams konar brot, þar sem sjónar- vottar eða vitni væru að, sem tilbúin væru að staðfesta með eið að lagnir hafi verið látnar liggja yfir nótt í algjöru logni. Þegar stórstreymt er eins og var síðastliðinn föstudag er eitt áðurnefndra brota var framið, gengur mikill lax upp ána, og sá lax sem gengur upp að nætur- lagi er að sjálfs'Bgðu ætlaður til göngu upp árnar, m.a. í Grímsá. Þar hefur veiði verið mjög treg i sumar og sagði Trausti að stangveiðimenn kenndu eðli- lega slíku háttarlagi sem þessu um. Veiði í ám í Borgarfirði hefur í vor verið frekar léleg nema i Þverá og Norðurá. — Rafvirkjar Framhald af bls. 2 ýmsar breytingar voru gerðar á starfsaldurshækkunum og þær færðar niður. Ymsar trygginga- upphæðir j^oru og hækkaðar um allháar prósentutölur eða um allt að 50% Gildistími samningsins er til 1. febrúar 1976. Nýtt rafverk- takafélag Akranesi, 3. júlí — FÉLAGAR úr Rafverktakafélagi Vesturlands hafa stofnað með sér hlutafélag, sem hlaut nafnið Rafverktakar Vesturlands h.f. Lögheimili og varnarþing þess er á Akranesi. I stofnsamningi segir, að markmið félagsins sé að taka að sér meiriháttar verkefni f rafvirkjun á félagssvæðinu, sem einstakir rafverktakar eiga siður kost á. Stjórn félagsins skipa eftirtald- ir menn: formaður Sigurdór Jóhannsson rafvirkjameistari á Akranesi, ritari Einar Stefánsson rafvirkjameistari í Búðardal, meðstjórnandi Haraldur Gfslason rafvirkjameistari i Stykkishólmi. — Júlfus. r Ok af árekstursstað FÖSTUDAGINN 27. júni um kl. 15 var ekið á bifreiðina G — 3809, sem er af Taunus-gerð, grá að lit, þar sem hún stóð á Grettisgötu við Austurbæjarbíó. Eftir þvf sem næst verður komizt var það Cev. Blazer með svartri rönd sem á bifreiðina ók, en til bifreiðarinn- ar sást er hún ók af árekstursstað. Er ökumaður hennar beðinn um að gefa sig fram við rannsóknar- lögregluna. Veski gleymdist í leigubíl DÖNSK hjón sem hér eru á ferða- lagi urðu fyrir þvf óhappi, að maðurinn tapaði veski sínu og hefur það að öllum likindum gerzt í ljósbrúnni leigubifreið, sem ók hjónunum frá Kjarvals- stöðum að Hótel Garði um kl. 17:45 á miðvikudag. Leigubíl- stjórinn er vinsamlegast beðinn að hafa samband við rannsóknar- lögregluna vegna málsins. Vífilsmótið um helgina UM HELGINA verður sjötta Vffilsmótið haldið, en það er skátamót, sem skátafélagið Vffill f Garðahreppi gengst fyrir. Móts- staðurinn er fyrir ofan Garða- hrepp á sléttum, er nefnast Urriðavatnsdalir. Rammi mótsins er helgaður spakmælinu: „Sameinaðir stöndum vér, sundraðir föllum vér“. Til mótsins er sérstaklega boðið skát- um af Suðurnesjum. Lýst eftir sláttuvél MILLI kl. 7 og 8 á miðvikudags- morgun kom maður að húsi við Miðtún i Reykjavík og tók þar rauða sláttuvél af Husqvarna- gerð, nýuppgerða, en skildi eftir aðra vél, nýja að sjá, af Folbate- gerð, sem hann hafði komið með sjálfur að húsinu. Konan sem á Husqvarna-vélina vill endilega fá hana aftur og er þvf skorað á manninn að koma henni til skila, en hinnar vélarinnar getur hann vitjað hjá rannsóknarlögreglunni í Reykjavík. ------» ♦ «----- Ekið á bíl AÐFARANÓTT miðvikudags á tímabilinu kl. 24—08, var ekið á ljósgráa Volkswagen-bifreið, R- 40413, við Sæviðarsund 42 og vinstra frambrettið dældað mikið. Þeir sem kynnu að geta gefið upp- lýsingar um ákeyrsluna eru beðn- ir að láta rannsóknarlögregluna í Reykjavík vita. — Frumathugun Framhald af bls. 2 á hati úti og nauSsyn á að bæta kennsluna I heilsufræði við sjómannaskólana þannig að hægara yrði að veita hjálp I viðlög- um um borð og að gefa upplýsing- ar og sækja ráð með fjarskiptum. Þá voru menn einnig ásáttir um nauðsyn þess að hafa góða skrá- setningu á veikindum og dauðs- föllum meðal sjómanna til þess að fá örugga þekkingu á hvaða sjúk- dómar væru algengastir og hvar helzt þyrfti að beita fyrirbyggjandi aðgerðum. Einnig urðu menn ásáttir um nauðsyn þess að sam- ræma þyrfti heilsufræðikennsluna og heilbrigðisþjónustuna á milli Norðurlanda að svo miklu leyti sem unnt væri og að nauðsynlegt væri að framkvæma sam- norrænar rannsóknir á ýmsu sem varðaði vinnuaðstöðu, félagsleg- og heilsufarsleg vandamál sjómanna sjálfra og fjölskyldna þeirra. Var I þessu sambandi bent á ýmis verkefni sem taka þyrfti upp til nánari rannsóknar svo sem áhrif hávaða, titrings, veðurfars, vaktaskipta og hinna sérstöku félagslegu aðstæðna sem sjómannsstarfinu fylgja á heilsu- far sjómanna og fjölskyldna þeirra." Af Isiands hálfu tóku þátt I þess- ari ráðstefnu auk Tómasar sjálfs, Ólafur Bjarnason prófessor, Þor- björn Broddason lektor og Guðmundur Hallvarðsson, fulltrui Sjómannasambands fslands. Ætlunin var að Vilhelm Þorsteins- son fulltrúi Félags Islenzkra botn- vörpuskipaeigenda tæki einnig þátt I ráðstefnunni en vegna starfa I samninganefnd gat hann ekki komið þvl við. Guðmundur Hallvarðsson og Tómas Helgason fluttu framsöguerindi á ráðstefn- unni um sjómannsfjölskylduna og heilsufar sjómanna og sjómanna- fjölskyldna. Auk ofangreindra vinna Haraldur Ólafsson lektor og Gylfi Ásmundsson dósent að þess- um rannsóknum. — Ford Framhald af bls. 17 haföi ætlað að hitta Solzhenitsyn á mánudaginn var en þann dag ávarpaði rithöfundurinn fund bandarísku verkalýðssamtak- anna, AFL-CIO, og sagði meðal annars að Bandarikjamenn ættu að gæta sín vel, er þeir friðmæltust við Sovétríkin. Kaffi einn pakki á 109 kr. Strásykur 50 kg. 9.500 kr. Smjörlíki 1 stk. 138 kr. Hveiti Pilsbury 25 kg. 2.530 kr. Tómatsósa 3 pelar 249 kr. Kellogs cornflakes 12 oz. 160 kr. Molasykur 206 kr. Fiskibollur 1 /2 dós 88 kr. Toiletpappír Regin 52 kr. Kjöt í heilum skrokkum Opið alla föstudaga til kl. 10 Kostaboó á kjarapöllum KJÖT OG FISKUR SELJABRAUT 54, SlMI: 74200

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.