Morgunblaðið - 04.07.1975, Síða 23

Morgunblaðið - 04.07.1975, Síða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚLl 1975 23 Hugleiðing til félaga Matsveinafélags SSÍ Nú er komið að lokum þessa langa verkfalls sem við höfum verið aðilar að. Er því rétt að doka við og lita á samningsstöðuna eins og hún liggur nú fyrir. Hverju höfum við áorkað eftir tíu vikna verkfall? Utkoman er neikvæð; við stöndum nákvæmlega i stað, og á ég þar við þau sérákvæði sem við félagar i Matsveinafélagi SSÍ settum á oddinn i upphafi deil- unnar. Það skal hér viðurkennt af fenginni reynslu að við höfum átt við ramman reip að draga. Þar á ég við samninganefnd sjómanna, sem vill fótum troða okkur og jafnvel feiga. Við erum ekki sjálf- stæðir samningsaðilar þar sem við getum ekki samið beint við út- geröarmenn. Þær kröfur sem við leggjum fram þurfa þeir að kríti- sera og reka krumlurnar i. Kemur þar bæði fram öfund og tor- tryggni. Við slikt fyrirkomulag getum við ekki búið öllu lengur. Það er mál að linni. Það mætti skrifa langa grein um það misrétti sem við matsvein- ar á togurunum höfum orðið að þola við síðustu og næst síðustu samninga á sama tíma og rétt- lætismálum flestra er fullnægt. Ég ætla mér að leiða fólk í sann- leikann um þetta, en mun gera langt mál stutt. Frá minum sjónarhóli séð er þetta furðuleg staða sem blasir við. Máttvana formaður okkar hefur látið hina og þessa teyma sig á asnaeyrunum, en skellt skollaeyrum við þeim þrýstingi sem hann svo sannarlega varð fyrir af vissum mönnum úr stjórninni. En það dugði bara ekki til. Formaðurinn, Ársæll Pálsson, var orðinn svo svæfður af eiginhagsmunarsjónarmiðum formanns Sjómannasambands Is- lands og formanns Sjómanna- félags Akureyrar. Þetta eru báðir menn á áttræðis aldri en eru þó enn harðir í horn að taka og halda vöku sinni, þó manni fyndist sanngjarnt, þar sem þeir eru komnir á ellilaun, að yngri menn væru setztir í sæti þeirra. En þetta eru einmitt foringjarnir sem hafa Iagt snöru að hálsi okkar matsveina. Það sem skeði í næst síðustu samningum var það, að þá feng- um við i hausinn öll þrif á þessum nýju skipum. Þar á ég við alla ganga, sem er mest á þremur hæð- um á stærstu skipunum, þ.e. þeim spönsku, og er það geysileg yfir- ferð, því þar er hátt til lofts og vítt til veggja. Þessu var okkur öllum matsveinunum sem á þess- um skipum vinnum mikið kapps- mál að ná út úr samningunum, en það tókst ekki í þetta skipti. Eins fórum við fram á „rauða daga“ eða álagsdaga, sbr. hátíðisdaga svo sem jól, páska o.s.frv., því að ef nokkur maður á að fá þá um borð í einu skipi þá er það mat- sveinninn. Það vita þeir sem til þekkja og sanngjarnir eru. Eins fórum við fram á að ekki þyrfti að bíða með mat fyrir stýrimanninn fram eftir á kvöldin eins og tíð- kast af gamalli hefð, en ekki að neins staðar standi stafur fyrir því. Þessum þremur atriðum var hafnað, en í þeirra stað kom nokkurs konar miðlunartillaga sem felur í sér fæðingu einnar nefndarinnar enn. Á að fara fram starfsmat á vinnu matsveina um borð í skipunum og á nefndin að vera búin að skila áliti fyrir 1. desember næstkomandi. Ekki er ég hræddur við úrskurð þessarar nefndar, þ.e.a.s. ef það verður ekki nefnd embættis- mannakliku, formanns Sjómanna- sambandsins eða formanna sjómannafélaganna — allt fjand- menn matsveina. Þar skulu sitja óvilhallir menn með ósýkta dóm- greind. Með tilliti til þess úr- skurðar sem nefndin skilar af sér (segir í miðlunartillögunni) má taka upp nýjar samningaviðræður um kjör matsveina á gildistima nýgerðu kjarasamninganna. En þá er líka rétt að hafa það hugfast að þegar að þeim viðræðum kem- ur þarf stjórnin að vera sameinuð en ekki sundruð eins og segja má að hún hafi verið allan samnings- timann vegna þess að þeim tveim- ur mönnum, sem i landi hafa ver- ið og eru i stjórninni, hefur verið ýtt til hliðar, en formaðurinn val- ið sér einn mann af sjálfsdáðum sem honum hefur fundizt sér handhægari. En hefur þú vald til slíks, Ár- sæll Pálsson? Þriðjudaginn 24. júni var haldinn fundur i Mat- sveinafélagi SSI á Hrafnistu (DAS). Þar voru samþykkt af öll- um mættum mótmæli, uppsögn og ósk um sérviðræður við útgerðar- menn. Og auðvitað fór formaður- inn með hið umrædda plagg á sáttafund sem haldinn var þá síð- ar um daginn. En hann tók ekki stjórnina með sér, heldur þennan handhæga. Það er þvi ljóst að formaðurinn hefur leikið aðal- hlutverk stjórnarinnar allrar. Það var og meining félagsmanna að hann sæti ekki áðurnefndan fund, en það gerði hann þvert ofan i mótmælin. Og ekki fengum við neina staðfestingu á því að hann hafi afhent mótmælaplaggið (sem hann sagðist hafa gert og þeir sagt það ólöglegt), og má segja að það hafi verið merkileg málsmeðferð og alræðisdómsvald með einu pennastriki. Undirritað- ur og Skúli Einarsson hringdum í formanninn þegar við vissum hið sanna og lýstum andúð okkar á aðgerðum hans. Kl. 12.30 aðfara- nótt miðvikudagsins 25. júní feng- um við áðurnefndir skipun um að mæta á sáttafund og sátum hann ásamt formanninum og hans handhæga manni. Við fengum sér viðtal með þremur sáttasemjur- um (og það verð ég að segja að það andaði köldu frá þeim til okkar), og svo siðar viðtal við þrjá útgerðarmenn og var allur annar biær á þeim viðræðum, og kann ég þeim beztu þakkir fyrir. Þó svo að útkoman hafi orðið neikvæð i þetta sinn þá var það ekki þeim að kenna, og eygi ég von þar vegna sáttfýsi þeirra þegar til kastanna kemur um nýjar viðræður sem eins og áður segir gætu hafizt í desembermánuði. Að lokum þetta. Allt sem á undan er gengið og lýst er hér að framan gefur tilefni til að íhuga það hvað væri það bezta sem Ársæll Pálsson gerði nú fyrir Matsveinafélag SSI. Tvímæla- laust lýsi ég vantrausti á for- manninn, en bezta jólagjöfin á þessu ári sem félagið fengi frá honum væri uppsögn hans í starf- inu. Með nýjan formann i brúnni hjá Matsveinafélagi SSl mættum við eiga von á að endurreisa félag- ið úr þeirri lægð sem það nú er í. Auðunn Hafnfjörð Jónssnn I. matsveinn á togaranum Bjarna Benediktssyni. — Orð í eyra Framhald af bls. 4 Það lítur út fyrir að þeir haldi að menntun á atómöld i há- þróuðu velferðarþjóðfélagi sé eilífur lestur og puð og streð. En það er nú eitthvað annað. Félagslegur þroski og svoleið- isnokkuð er sko það sem skipt- ir máli. Og kennurum á ekki að líðast að fella nemendur. Það er skaðræði fyrir sálina. Eg tala nú ekki um að neita fólki um próf, þó svo það hafi brotið einhvur reglugerðarslitur sem Broddi eða Torlasius geyma inní skáp. Ég stend sko hundrað prósent með mann- vitsbrekkunum i Kennara- skólanum. — Akkúrat, sagði ég og fletti blaðinu. PERMA UTANHUSS OLIU — LIMMALNING Hentar vel á ný hús og gamalmáluð, með vatnsmálningu eða „snowsemi". Engin afflögnun, sprungur, né upplitun hefur átt sér stað í þau 8 ár sem málningin hefur verið notuð hér á landi. 18 fallegir litir. 8 ARA REYNSLA A ISLANDI Höfum einnig ýmis konar þéttiefni í sprungur og til glerísetningar. Bituthene pappi á flöt þök, steyptar rennur og til þéttingar á hverskonar lekum stöðum. Pappinn er sjálflímandi og í sérstökum gæðaflokki. Opið daglega frá 9 til 18 og laugardaga frá 10 til 12 Sendum í póstkröfu um land allt. Sigurður Páisson, bygglngam.,Kambsveg 32 Símar 38414 og 34472. Tjöld, alls konar Utigrill Svefnpokar mjög vandaðir, margar gerðir Picnic töskur Gassuöuáhöld alls konar Víndsængur Einnig ferðafatnaður í miklu úrvali GEYSiP

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.