Morgunblaðið - 04.07.1975, Síða 36

Morgunblaðið - 04.07.1975, Síða 36
NÚ EINNIG NÝ VERSLUN í HA^FNARSTRÆTI 17 * myndidjan^ ASTÞORhf HLAÐNAR ORKU . 'T T MIKILL fjöldi túrista var f gær f Keykjavík. Þetta voru teroamenn af| ^ skemmtiferðaskipinu Sagafjord. Ferðamennirnir notuðu tækifærið ogl fóru f minjagripaverzlanir og keyptu sér sitthvað, sem þeim leizt vel á. Stóra myndin sýnir Sagafjord á ytri höfninni, en Akraborg koma inn. Minni myndirnar eru af túristum f Reykjavfk. — Töluvert loðnumagn á Vestfjarðamiðum Stöðvast skuttogar- ar Eskfirðinga vegna skorts á geymslum? SAMÚÐARVERKFALL það, sem vélstjórar á kaupskipaflotanum efndu til með vélstjórum á tog- araflotanum, hefur haft alvarleg- ar afleiðingar vfða úti á landi, þar sem ekki hefur verið unnt að af- skipa frystum fiskafurðum og eru þvf allar afurðageymslur þar löngu fullar. I viðtali, sem Mbl. átti f gær við Aðalstein Jónsson á Eskifirði, kom þetta m.a. fram og sagði Aðalsteinn að Eskfirðingar hefðu þurft að flytja um 3 þúsund kassa af fiski til Reyðarfjarðar og fyrirsjáanlegt væri að flytja þyrfti meira. Aðalsteinn sagði að með til- komu skuttogaranna hefði afla- magn aukizt mjög, sem á land kæmi. Hann sagðist t.d. hafa sótt um það að stækka geymslur sínar vegna þessa ófremdarástands, þar eð geymslur væru orðnar allt of litlar í samanburði við fyrirtækið í heild. Sölumiðstöðin segði sér að stækka, en lánastofnanir veittu enga fyrirgreiðslu og því stæði málið allt í hnút. Kvað Aðalsteinn það mjög brýnt mál, að unnt yrði að stækka geymsluhúsnæði fyrir frystar fiskafurðir. Þetta ástand gæti jafnvel haft það i för með sér að stöðva þyrfti skuttogarana. Játuðu á sig stór- þjófnað 1 Stálvík . LOÐNA virðist nú vera á stóru svæði úti fyrir Vest- ur- og Norðurlandi. í gær skýrði Morgunblaðið frá því, að togarar hefðu verið að finna mikið loðnumagn úti fyrir Norðurlandi og í gær frétti blaðið að togarar á Vestfjaröamiðum hefðu fundið loðnu víða á togara- Farafonov sendiherra: Færið ekki út í 200 sjómílur MORGUNBLAÐIÐ hefur fregnað, að sendiherra Sovét- rfkjanna á Islandi, Georgi Nikolaevieh Farafonov, hafi gengið á fund utanrfkisráð- herra og borið fram þá ósk, að Islendingar færðu ekki úl fisk- veiðimörk sín f 220 sjómflur. Landhelgisnefnd var á fundi í gær og var þar rætt um fyrir- hugaða útgáfu reglugerðar um útfærslu fiskveiðilögsögunnar. Ekki var ákvörðun tekin um dagsetningu útfærslunnar. Samkvæmt fréttatilkynningu frá flokksstjórn Alþýðuflokks- ins hefur verið ákveðið að hún verði kölluð saman á mánudag klukkan 5, til þess að ræða viðhorfin i landhelgismálinu. slóðum, en þó mest í Reykjafjarðarál. Loðnan sem er nú í Reykjafjarðar- ál hefur verið fitumæld og reyndist hún vera 8,7% feit. Björn Dagbjartsson forstöðu- maður Rannsóknastofnunar fisk- iðnaðarins sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að loðnan sem þeir fitumældu hefði verið fengin hjá skuttogaranum Dag- rúnu frá Bolungarvík og veiðzt 28. júnfs.l. Þótt loðnan sé ekki með nema 8,7% fituinnihald enn sem komið er, þá fitnar hún mjög ört næstu vikurnar og ætti að nálgast 18% f lok þessa mánaðar. Hálfdán Einarsson í Bolungar- vík sagði, að skipstjórum á Vest- fjarðatogurunum bæri saman um, að töluvert væri um Ioðnu úti af Fimm seldu FIMM sfldveiðiskip seldu góóan afla í Hirtshals og Skagen f gær, og fengu öll gott verð fyrir afl- ann, eða yfir 40 kr. pr. kg. AIls seldu þau 345 lestir fyrir 15,1 millj. kr. Hrafn GK seldi 46 lestir fyrir 2 millj. kr. og var meðalverðið kr. 46, Reykjaborg RE seldi 80 lestir fyrir 3,6 millj, kr., meðalverð kr. 45, Skarðsvík SH seldi 68 lestir fyrir 2,9 millj. kr., meðalverð kr. 44, Faxaborg GK seldi 68 lestir fyrir 3,1 millj, kr., meðalverð k.r. 46 og Hilmir SK seldi 82 lestir fyrir 3,4 millj, kr., meðalverð kr. 43. FÖSTUDAGUR 4. JULÍ 1975 Vestfjörðum. Ekki væri mikið um þéttar torfur, en loðnuna mætti vel veiða í flottroll. Togararnir fengju alltaf nokkuð af loðnu í vörpuna, en eðlilega mest, þegar þeir notuðu flottrollið. PILTARNIR þrfr sem brutust inn f bæjarskrifstofurnar f Kópavogi á dögunum og stálu þar um 1360 þús. krónum hafa játað við yfir- heyrslur hjá rannsóknarlögregl- unni f Kópavogi að vera valdir að fjórum innbrotum allt frá þvf f fyrravetur. Stærsti þjófnaðurinn var framinn f skipasmfðastöðinni Stálvík f Garðahreppi f fyrravet- ur, er þeir stálu peningum og skjölum að verðmæti á áttunda hundrað þúsund króna. Piltarnir, sem eru 18 og 19 ára gamlir, sitja í gæzluvarðhaldi á meðan rannsókn mála þeirra fer fram. Auk fyrrgreindra innbrots- þjófnaða hafa þeir játað á sig inn- brot i hús í Garðahreppi, skrif- stofur í Edduhúsinu í Reykjavík og í verzlunina örnólf við Snorra- braut, en þar var hvorki um mikl- ar skemmdir né þjófnaði að ræða. Hins vegar varð talsvert tjón vegna skemmda í innbrotunum í Stálvík og bæjarskrifstofurnar og mun því að vænta talsvert hárra bótakrafna á hendur þeim. I innbrotinu í Stálvík stálu þeir, eins og fyrr segir, peningum og skjölum, samtals að andvirði 776 þús. kr. Þar af voru 50 þús. kr. í peningum, en hitt í víxlum og ávísunum. Talsvert af þeim skjöl- um hefur verið endurnýjað, en raunverulegt tjón í innbrotinu nemur hátt á þriðja þúsund krón- um. Piltarnir höfðu lítillega komið við sögu lögreglunnar áður en þeir voru handteknir fyrir þjófn- aðinn úr bæjarskrifstofunum. Ekki allir sem fiska ÞÖ að nótaskipið Sigurður hafi fiskað mjög vel við Nýfundnaland í sumar, hefur ekki öllum loðnu- skipunum, sem landa í Norglobal, gengið jafn vel. Átta skip leggja upp Ioðnu í Norglobal, en aðeins 2 — 4 þeirra fyrir utan Sigurð munu hafa fengið einhvern afla, og Sigurður er lang aflahæsta skipið, en sum skipin eru stærri eða jafnstór og Sigurður. Sigurður Einarsson hjá Isfelli h.f. sagði í gær, að þótt útgerðin slyppi við að kaupa kassa og ís á þessum miðum þá væri margur annar kostnaður mjög hár, eins og t.d. siglingin frá Islandi og heim aftur, og sjómennirnir fengju borgaðan löndunarkostnað. Ef ná þyrfti í varahluti þyrfti að fara til Nýfundnalands og jafnvel bíða þar eitthvað. Laxabændur deila um netalagnir í Hvítá LAXASTRlÐ mikið hefur nú hafizt á bökkum Hvftár f Borg- arfirði og hafa tveir bændur þar sinnhvorum megin árinnar kært hvor annan fyrir ólögleg- ar netalagnir f ánni. Um er að ræða bóndann f Ferjukoti Krist ján Fjelsted, annars vegar og Hannes Olafsson bónda á Hvft- árvöllum hins vegar. Sfðastlið- inn föstudag voru 18 laxar gerð- ir upptækir úr lögn, sem kærð hafði verið og var verðmæti þess um, eða yfir 20 þúsund krónur. Trausti Jónsson veiðieftirlits- maður sagði f viðtali við Mbl. í gær að um gamlar erjur væri að ræða, sem margnazt hefðu upp að nýju. Hafa bændurnir tekið upp net hvor fyrir öðrum, í einu tilvikinu var um ólöglega lögn að ræða, en í binu síðara verða dómstólar að skera úr málum. I því tilfelli er deilt um veður og ber öllum saman um að veður hafi verið gott, nema eiganda netanna. Er nú beðið eftir vottorði frá Veðurstofu Is- lands, um veður á þessum slóð- um umræddan dag, en veðurat- huganir fara fram á Hvanneyri og einnig er vindsíriti í Borgar- nesi. Trausti sagði að menn skipt- ust nokkurn veginn í tvo hópa í héraðinu í máli þessu, en yfir- leitt sagði hann að ekki væri unnt að trúa nokkrum, þar sem sögur um þessa atburði hefðu magnazt mjög. Hins vegar sagði hann að fremur leiðinlegt veð- ur hefði verið framan af degi síðastliðinn föstudag og þegar hann hafi komi á staðinn hafði annar bóndinn tekið upp net fyrir hinum og var allt komið í háaloft. Sagði Trausti að málið væri orðið alvarlegt, er menn væru farnir að fela net í ánni, svo að þau sjáist ekki frá landi. Slíkt kvað hann hafa verið stundað fyrir um áratug, en nú grunaði marga að slíkt tíðkaðist ef til vill enn. Landslög segja svo fyrir að netalagnir megi ekki liggja í ám eftir klukkan 22 að kvöldi og verður að taka upp netin fyrir þann tíma, nema Iíf liggi við, t.d. vegna veðurs, ef farið er út á ána. Umræddar lagnir voru svokallaðar Hvanneyrar- lagnir og ölvaldsstaðalagnir, en þeim er ekkí unnt að ná upp, ef vindur er meiri en 6 stig. Þó má ef til vill gera þær óvirkar, þótt vindur sé svo hvass.Lögnin sem var með 18 laxa, var sú bezta, en fleiri lagnir eru í ánni, svo að Trausti sagði að búast hefði mátt við að í öllum lögnunum hafi verið tugir laxa. Um 50 netalagnir eru nú Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.