Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 171. tbl. 62. árg. FIMMTUDAGUR 31. JULÍ 1975 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fjölmennasti leiðtogafundur 1160 ár: „Dagur gleði og vonar” • sagði Uhro Kekkonen forseti Finnlands er hann setti leiðtogíifund öryggismálaráðstefn- unnar í Helsinki □ -------------------------□ SJA ræðu Geirs Haligrímssonar forsætisráðherra á blaðsíðu 17. □ -------------------------□ Hclsinki, 30. júlf AP—REUTER—NTB. Sfmamynd AP. þessi var tekin f Finlandiahúsinu f Helsinki f gær, þegar leiðtogafundur öryggismálaráðstefnunnar hðfst þar. £ „Þessi er dagur gleði og vonar þjóðum Evrópu,“ sagði Uhro Kekkonen, for- seti Finnlands, er hann í dag setti leiðtogafund ráð- stefnunnar uni öryggi og samvinnu þjóða Evrópu — fjölmennustu leiðtogasam- kundu sem haldin hefur verið í 160 ár, — eða frá Vínarþinginu 1814—15, er veldi Napoleons hafði ver- ið hrundið. Fundurinn, sem haldinn er f Finland- ia-húsinu í Helsinki hófst tíu mínútum eftir áætlun vegna einkafundar leið- toga stórveldanna, Banda- ríkjanna og Sovétríkjanna, og hvarf að nokkru leyti í skuggann af þeim viðræð- um. Voru enda allir við- staddir sér þess meðvit- andi að niðurstöður hans og samskipti þessara risa- Lissabon, 30. júll. — Reuter. 0 OTELO Saraiva de Carvalho, yfirmaður öryggissveita portúgaiska hersins, COPCON, og einn af þremur æðstu valdamönn- um landsins hótaði þvf f dag að beitt yrði fjöldahandtökum og hörkulegum heraðgerðum tii að binda endi á stjórnmálakreppuna f landinu. Hann sagði að ekki Otelo Carvalho. Leiðtogafundurinn: Mynd velda skiptu meginmáli fyrir framkvæmd þess samkomulags, sem undir- ritað verður á leiðtoga- fundinum á morgun, þegar allir stjórnarleiðtogar landanna 35, sem aðild væri lengur unnt að framkvæma sósfalfska byltingu eftir friðsam- legum leiðum einum saman og herinn myndi brátt þurfa að hefja smölun andbyltingarsinna inn á nautaatshringinn f Lissabon. Carvalho hershöfðingi, sem sæti á f þrfeykisstjórninni ásamt Costa Gomes forseta og Goncalves forsætisráðherra, sagði við komu sína til Lissabon frá Kúbu, að hann tæki skýrt fram að hann væri reiðubúinn til að nota vopnavald til að tryggja stjórn yfir byltingarþróuninni. 0 „Eg vil ekki vera með neinar hótanir,“ sagði Carvalho, „en her- inn er tilbúinn til að grfpa til mjög harðra þvingunaraðgerða, sem við höfum forðast til þessa.“ Telja fréttamenn að yfirlýsing hershöfðingjans bendi til þess að Portúgal stefni nú til marxfsks hereinræðis. Carvalho lýsti jafn- aðarmönnum sem verstu óvinum vinstri hreyfingarinnar og sakaði þá um að etja fram öllum hægri- og afturhaldssinnuðu öflum. eiga að ráðstefnunni, hafa flutt ræður sínar. 0 Fyrstur á mælendaskrá á fund- inum var Kurt Waldheim, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu þjóð- anna, sem lagði á það áherzlu, að góður vilji aðildarríkjanna væri forsenda þess að hrinda markmið- um ráðstefnunnar f framvkæmd. Hann neitaði að útiloka þann möguleika að herstjórnin myndi senda Mario Soares, leiðtoga jafnaðarmanna, aftur f útlegð, en hann var lengi útlægur á tímum Salazar- og Caetanost jórnanna. Harold Wilson, forsætisráðherra iBretlands, talaði næstur og fjall- aði mest um þann þátt samkomu- , lagsins sem lýtur að auknum mannréttindum og mannlegum samskiptum almennings í aðildar- ríkiunum. ..Minnkandi sDenna er til litils ef hún speglast ekki í daglegu lífi þjóðanna sagði Wils- Otelo Saraiva de Carvalho, sem er 38 ára að aldri og yngsti maður þríeykisstjórnarinnar, ræður yfir öflugustu herdeild landsins, þar sem er COPCON, og má teljast . Framhald á bls. 19 on. Það er engin ástæða til þess á árinu 1975 að Evrópumenn geti ekki stofnað til hjúskapar með hverjum sem þá fýsir, heyrt og lesið allt, sem þeir kjósa og ferð- ast til annarra landa að vild. Hann varaði jafnframt aðildarrík- in við þvi að Iáta samkomulagið vekja falska öryggiskennd." Þvf aðeins er unnt að halda áfram að draga úr spennu, að þjóðirnar haldi vöku sinni, vöku sem bygg- ist á styrkleika, vöku sem byggist á samheldni og einingu. „Við sem komum hér saman i dag, hélt hann áfram, erum í sum- um tilfellum fyrrverandi fjand- menn úr mestu eyðileggingar- styrjöld sögunnar. Fyrir sumar þjóðirnar var sú styrjöld hámark margra alda hernaðarátaka. Við skulum vona að á komandi árum líti ibúar Evrópu og Norður- Ameriku til þessa fundar sem þáttaskil i sögu okkar.“ MEÐAL ræðumanna á fundinum í dag var Geir Hallgrfmsson forsætisráðherra og birt- ist ræða hans í heild á bls. 17. Sjá einnig frétt af einkaviðræðum leiðtoganna f Helsinki á blaðsfðu 3. EKKERT verið ákveðið um að óska viðræðna við Islendinga — segir talsmaður EBE 1 Briissel „VIÐ höfum heyrt um þessi ummæli islenzka utanríkisráð- herrans, en höfum það fyrir venju að segja ekkert um slík ummæli og munuin ekki bregða út af henni að þessu sinni,“ sagði talsmaður þeirrar deildar framkvæmdastjórnar Efnahagsbandalagsins, sem fjallar um landbúnaðar- og fiskveiðimál, Santarelli að nafni, þegar Morgunblaðið hafði samband við hann í Brússel í gær og spurðist fyrir um afstöðu bandalagsins til þeirra ummæla Einars Agústs- sonar utanrfkisráðherra í út- varpinu á dögunum, að fslenzka ríkisstjórnin mundi ekki ræða við bandalagið sem heild um undanþágur frá útfærslu fisk- veiðilögsögunnar f 200 mílur eftir 15. október nk. Santarelli bætti við, að innan bandalagsins hefði ekki verið rætt um hugsanlegar samninga- viðræður við Islendinga, hvorki viðræður einstakra aðildarrikja EBE né bandalagsins sem heild- ar — og þvi hefði ekkert verið ákveðið í þvi sambandi og bandalagið ekki farið fram á Framhald á bls. 19 Yfirvofandi heraðgerðir og f jöldahandtökur í Portúgal

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.