Morgunblaðið - 31.07.1975, Page 14

Morgunblaðið - 31.07.1975, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JULl 1975 Sunnlenzkir hestamenn halda stórmót helgina 9. og 10. ágúst STÓRMÓT sunnlenzkra hestamanna 1975 verður haldið á Rangárbökkum dagana 9. og 10. ágúst n.k. Það eru átta hestamanna- félög á Suðurlandi, sem standa fyrir mótinu. Á Stórmótinu verður auk kappreiða, gæðingakeppni og sýnd ung kynbótahross af Suðurlandi. Hestamannafélögin á Suður- landi tóku á s.l. sumri upp þá nýbreyttni að halda slíkt Stórmót en með nýju búfjárræktarlögun- um var heimilað að halda svo- nefndar héraðssýningar á ungum kynbótahrossum. Jafnframt því að halda héraðsýningu á kynbóta- hrossunum efna Sunnlendingar til kappreiða og gæðingakeppni, þar sem til leiks mæta tveir beztu gæðingar hvers hetamannafélags í hvorum flokki. Mótið hefst laugardaginn 9. ágúst, og verða hryssur og afkvæmahópar stóð- hesta dæmdir þá um daginn. Á sunnudeginum hefjast undanrás- ir kappreiða kl. 10.00. en eftir hádegið riða félagar hestamanna- féiaganna á Suðurlandi í hópreið inn á svæðið. Þá verður helgi- stund og mótið sett. Sýnd verða kynbótahross og lýst dómum þeirra, gæðingar verða dæmdir og fram fara úrslit kapprerða. Þau kynbótahross, sem synd verða á mótinu hafa hvorki komið . fram á fjóróungsmótum né lands mótum, en nú verða þau dæmd til ættbókar. Dómar gæðinga verða framkvæmdir með spjalda- dómum, þannig að hver gæðingur er dæmdur á einum hring af fjór- um tveggja manna dómnefndum, sem hver um sig dæmir eitt eftir- talinna atriða: Hægagang, tölt, vilja og mýkt; fegurð i reið og Nýkomið frá Svíþjóð Sænsk barnarúm. Hvít, rauð og græn Með eða án klæðninga Stakir stólar og sófasett Fatahengi Bæsuð, ólituð. HAGSTÆTT VERÐ. Vöromarkaðurinn hf. Ármúla 1A. Húsgagna- og heimilisd. S-86-11 2 Matvörudeild S-86-111, Vefnaðarv.d. S-86-113 Sigurvegarar f A-flokki gæðinga á sfðasta Stórmóti. yfirferðargang. Gert er ráð fyrir að þrír til fjórir gæðingar verði í brautinni í einu og ættu dómarnir að ganga hratt fyrir sig og skapa fjölbreyttni fyrir áhorfendur. Á kappreiðunum verður keppt í fimm greinum og eru há verólaun í boði auk þess, sem þrir fljótustu hestarnir fá verðlaunapeninga. Keppt verðu i 250 m skeiði og verður þeim hrossum sem beztan tfma eiga raðað saman i seinni spretti. Fyrstu verðlaun í skeiðinu eru kr. 40.000 keppt verður í 1500 m stökki og eru fyrstu verðlaun þar kr. 40.000, i 1500 m brokkinu verða fyrstu verðlaun kr. 10.000 i 800 m stökkinu verða fyrstu verðlaun kr. 20.000 og í 350 m stökkinu verða fyrstu verðlaun kr. 12.000. Hestamannafélögin, sem standa fyrir mótinu eru: Geysir, Kópur, Logi, Ljúfur, Sindri, Sleipnir Smári og Trausti. Þeir, sem vilja skrá hross til þátttöku i mótinu geta snúið sér til formanna hesta- mannafélaganna eða til Magnúsar Finnbogasonar, Lágafelli (sími um Hvolsvöll) fyrir sunnudags- kvöid, 3. ágúst. AUOLVsiNfiASÍMINN ER: 22480 JRorflunbtíibiti Stigahlið 45-47 simi 35645 Hangikjöt venjulegt verð Læri kr. 477 kg. Frampartar kr. 375 kg. Útb. frampartar kr. 835 kg. Tilboðsverð Læri kr. 397 kg. Frampartar kr. 325 kg. Útb. frampartar kr. 725 kg Héraðshátíð Vestfirðinga í Vatnsfirði um verzlunarmannahelgina Föstudagur:: Dansleikur 1 0—2 B.G. og Ingibjörg. Laugardagur: Kl. 1 4 hátíð sett Jóhannes Árnason, sýslumaður, íþróttasýning pilta, barnadansleikur hljómsveitin Þrymur leikur, Halli og Laddi koma í heimsókn, kl. 10—2 dansleikur B.G. og Ingibjörg. Sunnudagur: Kl. 10.30 guðþjónusta séra Þórarinn Þór, prófastur, kl. 14 víðavangshlaup, kappróður á Vatnsdalsvatni, sjóskíðasýning, kl. 10 til 1 dansleikur Þrymur leikur, kl. 1 hátíðinni slitið með varðeldi og flugeldasýningu. Neyzla áfengra drykkja er bönnuð. Vestfirðingar fjölmennið á ykkar eigin héraðshátíð. Gestir hvaðan sem er af landinu velkomnir. íþróttasamtökin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.