Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 11
> MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JULl 1975
11
Þróun lífs
í Surtsey
Vísindabök á ensku
BUTTERWORTH útgáfufyrir-
tækið I London hefur sent frá sér
mjög fallega og vandaða bðk á
ensku eftir dr. Sturlu Friðriks-
son, sem nefnist Surtsey, þrðun
lffs á eldfjallaeyju. 1 bðkinni,
sem er f stðru broti og prentuð á
fallegan pappfr, eru margar
myndir f lit og svarthvftar, töflur
og tilvitnanir. Utgáfufyrirtækið
Butterworth & Co hefur útibú f
Ástralfu, Kanada, Nýja-Sjálandi
og Suður-Afríku.
Dr. Sturla Friðriksson fjallar f
þessari bók um eldgosið í Surtsey
Dr. Sturla Friðriksson.
og sfnar eigin rannsóknir og ann-
arra á þessari nýju eyju. Hann
setur eldgosið í samhengi bæði
við norrænar hugmyndir um
sköpun heimsins og við Mið-
atlantshafshrygginn með eld-
virkni sinni á Islandi, en um það
leyti sem hann var að ljúka við
textann gaus í Heimaey og bætti
hann því frásögn af Heimaeyjar-
gosinu við.
I bókinni greinir dr. Sturla
Friðriksson frá þvi, hvernig
fyrsta lif settist að á þessari nýju
eidfjallaeyju. Sjálfur fylgdist
hann náið með plöntulífi og gerði
m.a. rannsóknir á jurtalífi á ná-
lægum eyjum og suðurströnd Is-
lands til samanburðar, en aðrir
fylgdust með sjávargróðri, skor-
dýrum, fuglum og fleiru. I bók-
inni er sem sé sagt frá 10 ára
rannsóknum á þvi hvernig líf sezt
að á nýrri eldfjallaeyju, og höf-
Söng í sinni
gömlu heimabyggð
undur gerir í lokin grein fyrir
niðurstöðum og hugmyndum um
það, hvernig og hvaðan það geti
hafa borizt.
I Surtsey mun í fyrsta skipti í
sögunni hafa verið fylgzt með
landtöku lifs á eyðieyju frá upp-
hafi, og var raunar einstakt tæki-
færi fyrir vísindamenn. Eiga
niðurstöður þvi vafalaust eftir að
vekja athygli.
Bókin er skrifuð á ensku, sem
fyrr er sagt, og kom út I London.
Hellissandi — 29. júlí
ERLINGUR Vigfússon, óperu-
söngvari, hélt hér söngskemmtun
sl. föstudag við undirleik Ragnars
Björnssonar dómorganista. Hús-
fyllir var og margir langt að kom«
ir. Söng hann erlend og innlend
lög við mjög góðar undirtektir.
Ágóðinn af söngskemmtun
þessari rann í minningarsjóð um
foreldra Erlings, Kristínu Jens-
dóttur og Vigfús Jónsson frá
Gimli á Hellissandi.
Erlingur sýndi sinni gömlu
heimabyggð mikla ræktarsemi
með þvi að halda þessa söng-
skemmtun hér, en hefur sem
kunnugt er starfað við óperuna I
Köln mörg undanfarin ár. Var
hann hér á landi I stuttu orlofi.
Fylgja honum góðar óskar.
— Rögnvaldur.
LAUGAVEG 37-89
12861 13008
Nýkomið. Levi’s, INEGA og USA gallabuxur. Dömu og herrabolir í
miklu úrvali. Hollensku Men's Club herraskyrturnar, aldrei meira
úrval. Dömu og herrapeysur. Terelyne buxur gott litaval, kven- og
herrasnið. Stakir slétt flauelisjakkar. Föt, m.a. úr riffluðu flaueli. Ný
sendinq af leðurjökkum o.m.fl.
LEVI’S
EÐA EKKERT
RYMINGARSALA
Mikið úrval af kven- og karlmannaskóm á mjög góðu verði.
Athugið, rýmingarsalan er
AÐEINS í DAG
Skóverzlun Þórðar Péturssonar,
Kirkjustræti 8 v/Austurvöll. — Sími 14181.