Morgunblaðið - 31.07.1975, Blaðsíða 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 31. JULI 1975
Viljir þú hræra hjarta þinnar heittelskuðu, er
[BæDú^íjwm
BaUina
electronic
hrærivélin til þess kjörin!
hrærir
þeytir
hnoöar
hakkar
mótar
sneiöir
rífur
malar
blandar
hristir
kurlar
skilur
vindur
pressar
skrælir
400 watta mótor tryggir nægilegt afl. Stiglaus elektrónisk hraðastilling
býður frjálst hraöaval og óskert afl í hægagangi. 4 lítra stálskál og tvöfalt
hringdrif. Beinar tengingar allra tækja við eitthvert 3ja innbyggðra drifa.
Rafsnúran er hulin, dregst inn í vélina.
□íC^ia
_11 ^LauSavðflur
FYRSTA FLOKKS FRÁ
FÖNIX
HÁTÚNI 6A.SÍMI 24420
Teg. BAKOU
Orange — Synthetic
35—41 kr. 3150 -
Teg. BACON
Ljósbláir nyloncord
kr. 3350.
Teg. YALTA
Ijósbrúnt rúskinn
35—41 kr. 3840,
BALISE
Franskar kventöflur
Takmarka hunda-
hald á Húsavík
BÆJARSTJÓRN Húsavíkur
hefur nú ákveðið að leyfa tak-
markað hundahald í bænum, eins
og tfðkast á nokkrum öðrum
stöðum á landinu.
Að sögu Guðmundar Nielssonar
bæjarritara hefur verið í gildi á
Húsavfk bann við hundahaldi,
sem þó hefur ekki verið virt að
neinu ráði. Nú hefur hins vegar
verið samþykkt reglugerð þar
sem bann við hundahaldi er ítrek-
að eftir sem áður, en jafnframt
veitt undanþága frá þessu banni
gegn því að uppfyllt verði
ákveðin skilyrði, svo sem það að
hundar verði skráðir og eigendur
þeirra greiði tiltekið leyfisgjald.
Er ætlunin að reyna að
framfylgja þessari samþykkt eins
og frekast er kostur og koma þvi
þannig fyrir að hundahald í
bænum verði takmarkað og undir
eftirliti bæjaryfirvalda.
Samvinna Ömefnastofnunar
og Manítóbaháskóla:
Safna ísl.
örnefnum
í byggðum
V-Islendinga
SAMVINNA hefur tekizt milli
Örnefnastofnunar Þjóðminja-
safnsins og Manitóbaháskóla um
söfnun íslenzkra örnefna í byggð-
um Vestur-tslendinga, að þvf er
segir í fréttatilkynningu frá Ör-
nefnastofnuninni sem Mbl. barst
í gær.
Kanadiskur stúdent af íslenzk-
um ættum, Nelson Gerrard frá
Manitóba, sem verið hefur hér á
landi undanfarin tvö ár við ís-
lenzkunám, vinnur nú á vegum
örnefnastofnunar að skráningu
islenzkra örnefna í Vesturheimi,
sem getið er í vestur-islenzkum
ritum hér i Landsbókasafni. Hef-
ur hann þegar skráð nokkur
hundruð örnefni ásamt upplýs-
ingum um tilefni nafngiftanna,
þar sem þær eru tiltækar.
Síðar á þessu sumri mun
Nelson Gerrard fara til Kanada,
ferðast um byggðir Vestur-
Islendinga, safna þar örnefnum
og setja þau inn á nákvæma upp-
drætti. Hefur Manitóbaháskóli
veitt 1500 dala styrk til þess verks
fyrir meðalgöngu Haralds Bessa-
sonar prófessors í Winnipeg. Þess
má geta til fróðleiks, að Nelson
Gerrard er i móðurætt fjórði
maður frá Tómasi Jónassyni frá
Bakkaseli í Öxnadal, bróðir Sig-
tryggs Jónassonar fylkisþing-
manns í Manitóba og eins helzta
forvígismanns' Vestur-Islendinga
um langt skeið.